Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1989, Page 25
MÁNUDAGUR 24. JÚLÍ 1989.
25
Iþróttir
DV-mynd EJ
þróttum í Borgamesi:
irinn í tölti er
ðasti gripurinn
ótta verðlaunagrip á hryssunni Dimmu
prýði. Annar varð Trausti Þór, Sigur-
björn þriðji, Erling fjórði og Baldvin
Ari fimmti.
-EJ
í barnaflokki í tölti sigraði Daníel
Jónsson (Fáki) á Geisla, Guðmar Þór
Pétursson (Herði) varð annar á Limbó,
Edda Rún Ragnarsdóttir (Fáki) þriðja á
Örvari, Sigríður Pjetursdóttir (Sörla)
íjórða á Þokka og Björgvin Sigursteins-
son (Faxa) fimmti á Svartni.
í unglingaflokki í tölti sigraði Halldór
Viktorsson (Gusti) á Herði, Jóhannes
Ævarsson (Sörla) varð annar á Sörla,
Gísli Geir Gylfason (Fáki) varð þriðji á
Ófeigi, Hjörný Snorradóttir (Fáki) á
Þyrni fjórða og Berglind Árnadóttir
(Herði) fimmta á Loga. Auk þess var
Sigrún Brynjarsdóttir (Létti) í úrslit-
um.
-EJ
Skeiðgreinamar:
Daníel á
Glettu varð
sigurvegari
- lét aldursmun ekki aftra
sér frá góðum sigri
Ungknapar keppa í opnum flokki
í fimmgangi. Sigurvegarinn, Daníel
Jónsson (Fáki), sem keppti á Glettu,
keppir að jafnaði í barnakeppninni
en lét aldursmun ekki aftra sér frá
sigri. Hjörný Snorradóttir (Fáki)
varð önnur á Fönn, Theodóra Mathi-
esen (Herði) varð þriðja á Trausta,
Auðunn Kristjánsson (Fáki) varð
fjórði á Sif og Gísh Geir Gylfason
(Fáki) íimmti á Hauk. Auk þess var
í úrshtum Sigrún Brynjarsdóttir
(Létti) á Vífli. Sigrún keppti sem gest-
ur.
Keppnin í fimmgangi fullorðinna
var geysilega spennandi. Enginn
knapanna skar sig úr. Erfitt var fyr-
ir áhorfendur að fylgjast með hver
væri efstur því dómarar gáfu mis-
jafnar einkunnir, jafnvel frá einum
og upp í fimm. Sigurvegari varð
Guðni Jónsson (Fáki) á Atlasi. Annar
varð Sigurbjöm Bárðarson (Fáki) á
Skjanna, þriðji Einar Öder Magnús-
son (Sleipni) á Fálka, fjórði Eiríkur
Guðmundsson á Þráni og fimmti
Tómas Ragnarsson (Fáki) á Snúði.
Sigurbjörn Bárðarson (Fáki) sigr-
aði enn einu sinni í gæðingaskeiðinu,
nú eftir mikla baráttu við Erling Sig-
urðsson (Herði) sem keppti á Þrótti.
Reynir Aðalsteinsson (Faxa) varð
þriðji á Tvisti. Gæðingaskeiðssprett-
imir voru óvenju skemmtilegir að
þessu sinni og tókst mörgum knöp-
um vel upp.
-EJ
• Sigurvegari í skeiðtvíkeppni varð Erling Sigurðsson á Þrótti.
Tvísýn keppni í
fjórgangi barna
- Guðmar Þór á Vin sigraði, Edda Rún 1 öðru sæti
Guðmar Þór Pétursson
(Herði) á Vin og Edda
Rún Ragnarsdóttir
(Fáki) á Örvari háðu
mikið einvígi um íslandsmeistara-
titil í fjórgangi barna. Keppnis-
greinar eru íjórar: fet, brokk, tölt
og stökk og var jafnt milli þeirra
að mestu leyti. Guðmar stóð uppi
sem sigurvegari að lokum, Edda
Rún varð önnur, Sigurður V. Matt-
híasson (Fáki) varð þriðji á Kol-
baki, Einar Reynisson (Faxa)
íjórði á hestinum Hreinum og
beinum og Þóra Brynjarsdóttir
(Mána) fimmta á Gammi. Edda
Rún vann íslenska tvíkeppni á
Örvari en Guðmar Þór Pétursson
varð stigahæstur knapa í barna-
flokki.
7 unglingar í úrslitum
í fjórgangi
Sjö unglingar voru i úrslitum í fjór-
gangi unglinga því tveir gestir frá
Akureyri, Sigrún Brynjarsdóttir og
Arnar Grant, unnu sér rétti til að
keppa um úrslitasæti. Halldór Vikt-
orsson á Gusti sigraði í fjórgangi
unghnga á Herði. Hjörný Snorradótt-
ir (Fáki) varð önnur á Þyrni, Gísh
Geir Gylfason (Fáki) þriðji á Prins,
Aron Sverrisson (Gusti) fjóröi á
Drangi og Jón Þ. Steindórsson (Fáki)
fimmti á Sörla.
Halldór Viktorsson vann íslenska
tvíkeppni á Herði en Hjörný Snorra-
dóttir varð stigahæst knapa í ungl-
ingaflokki.
Sigurbjörn Bárðarson
vann yfirburðasigur
í flokki fullorðinna vann Sigurbjörn
Bárðarson (Fáki) yfirburðasigur í
fjórgangi á Skelmi. Rúna Einars-
dóttir (Geysi) varð önnur á Dimmu,
Baldvin Ari Guðlaugsson (Sleipni)
þriðji á Trygg, Sigríður Benedikts-
dóttir (Fáki) fjórða á Árvakri og Ein-
ar Öder Magnússon (Sleipni) fimmti
á Þokka. Sigurbjöm Bárðarson vann
íslenska tvíkeppni á Skelmi og hann
varð einnig stigahæstur.
-EJ
Spori
Meistararnir
byrja vel
Frönsku meistaram-
ir, Marseille, fóru vel
af stað þegar franska
1. deildin hófst um
helgina. Marseille vann ömgg-
an sigur á Lyon, 4-1. Franc
Sauzee, Patrick Eyraud og Je-
an-Pierre Papin skoruðu allir á
fyrstu 15 mínútunum ogBrasil-
íumaðurinn Carlos Mozer
bætti síðan íjóröa markinu við
í síðari hálfieik. Chris Waddle,
sem keyptur var fýrir gífurleg-
ar fjárhæðir, kom inn á sem
varamaður í síðari hálfleik en
fékk lítinn tíma til að sýna hvaö
í honum býr. Waddle fékk þó
aö vera með fyrfiiðabandiö síð-
ustu 10 mínútur leiksins eftir
aö Papin hafði farið meiddur
af leikvelh.
Önnur helstu úrsht urðu þau
að Nantes sigraöi Auxerre, 2-1,
Monaco gerði markalaust jafn-
tefli við Racing París og CLO
jafntefli varð einnig í leik
Bordeaux og Metz. Nice ogPar-
ís St. Germain geröu 3-3 jafn-
tefli í fjörugum leik þar sem
Nice náði 3-0 forystu áður en
markvörður hðsins var rekinn
af leikvelli. Einum leikmanni
fieiri náði Parísarhðiö að jafna
metin i síðari hálfleik.
íran sigraöi Kína
íran sigraöi Kína,
3-2, í Asíuriöh
heimsmeistara-
keppninnar í knatt-
spyrnu um helgina. Leikurinn
fór fram í Teheran. Garoosi,
Eftekhatri og Piyoos skoruðu
morkin fyrir írani en Chao og
Lin gerðu mörk Kínverja. íran
er efst í riðlinum en Kínvetjar
eru í 2. sæti og eiga leik til góða
en einungis efsta liðið kemst
áfram. Önnur hð í riðlinum eru
Bangladesh og Thailand en þau
eiga enga möguleika á sæti í
úrslitunum.
Berny McNally
til West Brom
West Bromwich Al-
bion hefur keypt
írska landsliðsmann-
inn Bemy McNahy
frá Shrewsbury. McNally lék
áður með Glasgow Celtic í
Skotlandi og þessi 25 ára gamh
leikmaður á að baki nokkra
leiki með írska lanösliöinu.
Kaupveröið er tahð verða hálf
mihjón punda.
Forsetinn spilaöi með
Maradonna
Carlos Menem, for-
seti Argentinu, lék í
argentínsku stjömu-
liöi í góðgeröaleik á
dögunum. Forsetinn var fyrir-
liöi hðsins sem hafði mörgum
snillingum á aö skipa. Diego
Maradonna lék m.a. í liði for-
setans. Góðgerðaleikurinn var
háður til aö safna peningum
handa fátækum ogbágstöddum
í Argentínu en atvinnuleysi er
gífurlegt í landinu.
Víkingur og Þór
leika í kvöld
Einn leikm- verður
háður í Hörpu-defid-
innií kvöld. Vikingur
og Þór leika í
Stjömugróf í Fossvoginum
klukkan 20. í 3. deildinni verða
nokkrir leikir í kvöld. ÍK og
Leiknir leika í Kópavogi,
Grindavík og Víkverji mætast
á Suðurnesjum, Hveragerði
fær Gróttu í heimsókn, Aftur-
elding og BÍ leika í Mosfellsbæ
og loks mætast á Reyðarfirði
Valur og Kormákur. I 4. deild
mætast Skotfélag Reykjavíkur
og Fyrirtak á gervigrasinu
klukkan 20.