Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1989, Blaðsíða 26
26
MÁNUDAGUR 24. JÚLÍ 1989.
Iþróttir
Stórlax á flörur golfáhugamaima á íslandi:
Eina sem ég kvarta
yfir er
svefn
tt
- sagði John Jacobs, einn kunnasti golfkennari í heimi
V John Jacobs leiöbelnlr hér einum lærlinga sinna. Það er vissara að vita hvernig sveiflan á að vera. í baksýn
sjást Ólafur Skúlason (t.v.), einn af eigendum vallarins, og Hannes Guðmundsson, formaður GR.
fyrir golfkennslu var ég fljótur aö
slá til. Þiö eigiö stórkostlegar
veiðiár og miðað við höfðatölu eig-
ið þið marga golfvelli," sagði John
Jacobs, hinn heimsfrægi, breski
golfkennari, en hann dvaldi hér í
síðustu viku í boði Ólafs Skúlason-
ar í Laxalóni.
Stærstur í faginu
John Jacobs er kannski ekki mjög
kunnur hjá íslenskum golfáhuga-
mönnum en lífsstarf hans í fjörutíu
ár hefur þó fyrst og fremst verið á
golfveliinum. Hann leiðbeindi yfir
tíu þúsund manns í golfi á síðasta
ári og var með tæp tvö hundruð nám-
skeið í Bandaríkjunum en þar rekur
hann fjórtán golfskóla og er stærstur
í greininni. Golfskóli John Jacobs er
að færa út kvíarnar og nú skal ráðist
á garðinn þar sem hann er hvað
hæstur því Japan er næsti viðkomu-
staður golfskólans.
Fæddist með kylfuna
í höndunum
Hinn viðkunnanlegi Norður-Eng-
lendingur fæddist með kylfuna í
höndunum eins og hann segir sjálf-
ur. Faðir hans var golíkennari og
móðir hans lék golf. Það lá því bein-
ast við að halda uppi merki fjölskyld-
unnar. Hlé varð á golfleik Johns á
unglingsárunum þegar stríðið skall
á en að því loknu lagði hann land
undir fót og fór til Kaíró í Egypta-
landi, aöeins 23 ára að aldri, og
kenndi þar og keppti í golfi í þrjú ár.
Þá hélt hann aftur á heimaslóðir,
gerðist golfkennari á Sandy Lodge
golfvellinum á Norður-Englandi og
hóf að keppa á stóru golfmótunum í
Bretlandi. Þau voru þó einungis sex
til sjö á hverju ári. í þá daga voru
ekki atvinnumannamót í tugatali
enda voru keppendumir flestir golf-
kennarar á golfvöllum. Jacobs afrek-
aði m.a. á keppnisferli sínum að
komast í Ryder-sveit Evrópu sem
„Það eina sem ég get
kvartað yfrr hér á Is-
landi er lítill svefn enda
hálfskrýtið að fara að
sofa um „hábjarta" nótt. Mig hefur
lengi dreymt um að koma hingað
í veiði og þegar ég fékk boð um að
koma til Islands í veiði í skiptum
• Þaö er betra að handtökin séu rétt áður en slegið er.
• Það var mikið slegið á golfvellinum þennan dag.
keppti við Bandaríkjamenn en hann
vann að auki tvö stór golfmót. Á
milli móta þurfti John að kenna sex
daga vikunnar frá kl. 9-19. Þegar
hann var oröinn 38 ára ákvað hann
að fara aðrar leiðir. Hann sagði skil-
ið við keppnisgolf og langaði að gera
eitthvað meira en vera golfkennari
hjá einhveijum klúbbi. John opnaði
og setti á laggimar sjö golfmiðstöðv-
ar og æfingasvæði víðs vegar um
England og urðu þær geysivinsælar
þarsem boðið var upp á góða æfinga-
aðstöðu fyrir golf og hópkennslu.
Þjálfaði sex landslið
Samhliða því sem golfið var farið
að skila John Jacobs meira í aðra
hönd með rekstri golfmiðstöðvanna
tók hann að sér þjálfun sex lands-
liða, enska, skoska, sænska, franska,
þýska og spænska landsliðsins, og
enn þann dag í dag, tuttugu ámm
síðar, hefur hann yfirumsjón með
þjálfun spænska landsliðsins. Enn
ein skrautfjöður bættist í hatt Jacobs
þegar hann var beðinn um að taka
aö sér umsjón atvinnumannamót-
anna í Bretlandi. Jacobs hafði
ákveðnar hugmyndir um atvinnu-
mannamótin og vildi að þau færu
fram í allri Evrópu (European Tour)
sem hann og lét breyta strax. í sex
ár sá hann um stjómun evrópsku
mótaraðarinnar, frá 1971 til 1976. Eft-
ir það lá leið hans til Bandaríkjanna
þar sem hann hóf að vinna með út-
gefendum staersta golfblaðs í heimi,
Golf Digest. Síðan hefur vegur og
viröing Jacobs aukist jafnt og þétt
þannig að hann er orðinn stærstur í
faginu.
Vildi komast í veiði
En hvaö varð til þess að svona
frægur maður á sviði golfíþróttar-
innar kom til íslands? „Kunningi
minn, Peter Salmon, fór í kennslu til
Jacobs og þá sagöi hann Peter að
. hann hefði alltaf dreymt um að kom-
ast í laxveiði til íslands sem hann
hafði mikið heyrt talað um.- Peter
hafði samband við mig og við buðum
Jacobs að koma í lax í skiptum fyrir
golf,“ sagði Ólafur Skúlason í Laxa-
lóni. Hann sá sér strax leik á boröi
og setti upp mót í Hvammsvík en þar
er hann meö níu holu goífvöll og
veiðiparadís. Sextán þeir bestu á
golfmótinu unnu sér inn einka-
kennslu hjá Jacobs sem auk þess
hélt golfsýningu í Grafarholti.
Kemur Jacobs aftur?
Það var auðséð á sýningunni hjá
Jacobs að þama var ekki bara vanur
maður á ferð heldur hreint út sagt
snillingur. Og þeir kylfingar, sem
unnu sér rétt á einkakennslu, sem
fram fór í Hvammsvík, höfðu greini-
lega unnið til stærstu verðlauna sem
nokkurn tíma hafa verið i boði á
golfmóti hérlendis. Hannes Guð-
mundsson, formaður Golfklúbbs
Reykjavíkur, var einn hinna sextán
heppnu sem unnu sér inn kennslu
hjá Jacobs. „Þetta er miklu meira
tækifæri en maður gerir sér grein
fyrir. Hann er nákvæmlega í lykilat-
riðunum fyrir hvem og einn,“ sagði
Hannes. Hinir fimmtán voru allir á
sama máli. Nafni GR-formannsins,
Hannes Ragnarsson úr Keflavík,
sagði að hann hefði gjörbreytt sveifl-
unni hjá sér. „Nú þarf ég bara að
vera duglegur að æfa mig, þá hryn
ég niður í forgjöf," sagði Hannes
glaðbeittur og ánægður eftir vel
heppnaðan dag í Hvammsvík. En
mega íslenskir kylfingar eiga von á
því aö fá svona tækifæri aftur, að
komast í kennslu hjá John Jacobs?
„Hann var mjög ánægður með ferð-
ina. Heppnin var að vísu ekki með
honum í laxveiðinni, þó náði hann í
nokkra og var mjög hrifinn af bæði
Norðurá og Laxá í Kjós. Hann lýsti
yfir miklum áhuga á að koma aftur
og hver veit nema svo verði," sagði
Ólafur Skúlason í Laxalóni og
„H vamms vikurbóndi' ‘.
Texti: Páll Ketilsson