Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1989, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1989, Blaðsíða 41
MÁNUDAGUR 24. JÚLÍ 1989. 41 « t .ífctfn Hátt verð á mat- vælum hérlendis - Hagfræðistofnun kannar orsakir Jón Sigurðsson viöskiptaráð- herrp hefur falið Hagfræðistofnun Háskóla íslands að kanna orsakir hins háa verðs á matvælum hér- lendis. Birgir Árnason, aðstoðar- maður ráðherra, sagði að hér væri fyrst og fremst um hagfræðilega könnun að ræða þar sem ná- grannalönd okkar verða höfð til hliðsjónar. Neytendur „Ástæðan fyrir þessari könnun er sú að matvælaverð hér á landi er mjög hátt miðað við meginland Evrópu og Bretland. Reyndar er matvælaverð töluvert hátt annars staðar á Norðurlöndunum en þó ekkert á við hér. Hið háa matvæla- verð hér gerir samanburð á þjóðar- tekjum hér og annars staðar næsta ómarktækan,“ sagði Birgir. Til að fmna skýringar á þessu háa verði munu þættir eins og skatt- lagning, framleiðslukerfi, dreifing, innkaup og íleira vera teknir inn í myndina. „Það er í raun ekki hægt að kenna neinu einu um í þessu máli,“ bætti Birgir við. „í fyrra var það matarskatturinn. Núna vilja menn kenna um óhag- kvæmum landbúnaði. Hann er ör- ugglega einn hluti vandans en ör- ugglega ekki allur. Til dæmis er verð á innfluttum matvælum óeðli- lega hátt hka. Það hggur Ijóst fyrir að varanlegasta kjarabótin fyrir almenning er lækkun matvæla- verðs. En það er ekki til nein hókus pókus aðferð til að koma slíku í framkvæmd. Þess vegna er mjög mikilvægt að þekkja vel hagfræði- .Varaniegasta kjarabótin fyrir almenning væri lækkun matvæla,“ segir Birgir Arnason hjá viöskiptaráduneytinu. legar orsakir vandans og vinna út viðskiptaráðuneytinu að lokum. frá þeim,“ sagði Birgir Árnason hjá Það er hin nýstofnaða Hagfræði- stofnun Háskóla íslands sem gerir inu hefur Þórólfur Matthíasson könnunina. Yfirumsjón með verk- dósent. -gh Fleiri hafa opið á laugardögum Fleiri matvöruverslanir virðast ætla að hafa opið á laugardögum í sumar en oft áður. Þannig verður opið í Hagkaup í Kringlunni á laug- ardögum í sumar en ekki í öðrum Hagkaupsverslunum. Flestar aðrar verslanir í Kringlunni verða opnar. Samkvæmt lögum Verslunarmanna- félags Reykjavíkur er ekki leyft að hafa opið á laugardögum frá 1. júní til 1. september. Þó er eigendum leyft að vinna í verslunum sínum og hægt er að semja við starfsfólk sérstaklega um vinnu á laugardögum. Mikligarður við Sund verður opinn á laugardögum í sumar en ekki Mikligarður vestur í bæ og ekki Kaupstaður í Mjódd. Flestar minni matvöruverslanir sem hafa opið á laugardögum á veturna munu hafa opið í sumar eins og fyrri sumur. „Því er ekki að leyna að starfs- fólkið er mjög óánægt með laugar- dagsvinnu á sumrin," sagði Þórður Helgason, verslunarstjóri í Mikla- garði við Sund, í samtali við DV. Þórður sagði að samkeppnin neyddi þá til þess að hafa opið á laugardög- um. Samkvæmt heimildum DV hefur atvinnuleysið gert það að verkum að skólafólk sem ræður sig í verslanir hefur ekki fengið vinnu nema með því skilyrði að samþykkja vinnu á laugardögum. -Pá Kona hringdi til • neytendasíð- mitt að fá meira bensín áöur. Ég óbyggðir," sagði konan að lokum. unnar og kvaöst ekki alls kostar gerði bara ekki ráð fyrir öðru en Þetta er sem sagt viðvörun til ánægö með að bensínstöðin við að blýlaust bensín væri orðið fáan- þeirra sem nota blýlaust bensín. Geysi í Haukadal byði ekki upp á legt alls staðar - hvað þá á stað Þeim er hollast að vita hvar það blýlaust bensín. eins og þessum þar sem mikill íjöldi er til en það eru víst færri og færri „Þetta var mjög hvimleitt fyrir ferðamanna kemur í hverri viku. semekkibjóðauppáþað. -gh mig,“ sagði hún „því ég var á leið- Þetta er líka oft síðasta stopp hjá inni upp á hálendi og þurfd ein- fólki áður en það heldur upp í Kodak Express 60 Opnumkl. 8.30. LJOSMYNDAÞJONUSTAN hf LAUGAVEGI 178 • SÍMI 68 58 11 f¥¥1 ■ ■ 1 ■ 1 ■ ■ 1 lllin 1 ■ ■■■lilTTTn ■ 11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.