Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1989, Síða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1989, Síða 42
42 MÁNUDAGUR 24. JÚLÍ 1989. Afmæli Sveinn Jakobsson Sveinn Jakobsson, jarðfræöingur, Glaðheimum 20, Reykjavík, varð fimmtugur á fimmtudaginn. Sveinn er fæddur í Reykjavík og var í jarð- fræðinámiviðKaupmannahafnar- .. háskóla 1960-1969. Hann lauk mag. scientsprófi 1969 og hlaut doktors- gráðu við Kaupmannahafnarhá- skóla 1980. Sveinn var aðstoðarmað- ur í hálfu starfi við Geologisk Muse- um Kaupmannahafnarháskóla 1965-1969 og hefur verið deildar- stjóri við Náttúrufræðistofnun ís- lands frá 1969. Hann var forstöðu- maöur Náttúrufræðistofnunar ís- lands 1972-1974 Og 1981-1983 Og gestalektor við Kaupmannahafnar- háskóla 1977-1978. Sveinn hefur verið stundakennari við jarðfræði- skor Háskóla íslands frá 1970 og er félagi í Konunglega danska vísinda- félaginu, Explores Club (New York) og í Vísindafélagi íslendinga. Hann er í stjórn Norrænu eldfjallastöðv- arinnar og var varaforseti Ferðafé- lags íslands í sjö ár. Sveinn hefur birt um fimmtíu greinar um ís- lenska bergfræði og eldfjallafræði, auk annars efnis. Sveinn kvæntist 26. desember 1966 Guðríði Hannib- alsdóttur, f. 15. desember 1937, rit- ara. Þau skildu. Foreldrar Guðríðar eru Hannibal Valdimarsson, fyrrv. ráðherra, og kona hans, Sólveig Ól- afsdóttir. Dóttir Sveins og Guðríðar er Hulda Þóra, f. 20. júní 1966, há- skólanemi. Sveinn kvæntist 28. ágúst 1972 Gunnu Hofdahl, f. 26. jan- úar 1951, kennara. Þau skildu. For- eldrar Gunnu eru, Folmer Hofdahl verkfræðingur og kona hans, Þórdís Claessen. Dætur Sveins og Gunnu eru Þórdís, f. 14. maí 1974, og Elísa- bet, f. 29. september 1975. Bróðir Svéins er Steinar, f. 16. desember 1935, forstjóri Lánasjóðs Vestur- Norðurlanda í Reykjavík. Foreldrar Sveins eru Jakob Sveinsson, f. 19. júlí 1905, d. 4. nóv- ember 1983, yfirkennari við Austur- bæjarskólann, og kona hans, Inge- borg Vaaben Mortensen, f. 24. ágúst 1905, hjúkrunarfræðingur, síðast á Elliheimilinu Grund. Ingeborger dóttir Peders Mortensens, skóla- stjóra og sparisjóðsstjóra í Vester- Aaby á Fjóni, Ovesonar Mortens- ens, smiðs og b. í Ferritslev á Fjóni. Móðir Ingeborgar var Hulda Vaa- ben, dóttir Christian Vaaben, skóla- stjóra í Ellinge á Fjóni. Föðursystk- ini Sveins eru Sveirin Ingvar, f. 21. aprfi 1895, d. 4. júlí 1955, b. á Sveins- stöðum í Álftaneshreppi, Helgi, f. 3. desember 1902, d. 20. maí 1903, Jón Guðmundur, f. 5. júlí 1904, d. 23. september 1982, verkamaður á Ur- riðaá í Álftaneshreppi á Mýrum, Magnús f. 6. september 1906, d. 6. september 1989, kennari og rithöf- undur í Rvík, fyrri kona hans var Guðný Margrét Björnsdóttir, d. 5. júní 1953, dóttir þeirra er Guðný Margrét, myndlistarmaður í Rvík, seinni kona hans er Guðný Sveins- dóttir ljósmóðir, Helgi, f. 25. júlí 1908, d. 3. júní 1964, prestur og skáld í Hveragerði, kvæntur Katrínu Magneu Guðmundsdóttur, börn þeirra eru Haukur aðstoðarritstjóri og María hjúkrunarkona, Sigurður, f. 12. ágúst 1909, d. 13. janúar 1970, garðyrkjuráðunautur Reykjavíkur- borgar, kvæntur Katrínu Guð- bjartsdóttur, Ingibjörg, f. 25. nóv- ember 1911, gift Þorgrími Magnús- syni, d. 13. september 1964, forstjóra í Rvík, synir þeirra eru Sigurgeir, blaðamaður í Rvík, Sveinn Emil, er lést ungur, Sveinn staðarverkfræð- ingur Blönduvirkjunar, Magnús, sálfræðingur í Rvík, og Þorsteinn, f. 20. desember 1913, d. 6. ágúst 1981, hdl., bæjarstjóri á ísafirði, síðast skrifstofustjóri í Rvík, fyrri kona hans var Þórunn Sveinsdóttir, d. 16. júní 1969, börn þeirra eru Petrína Ólöf þroskaþjálfi, Jón Ragnar hér- aðsdómari í Vestmannaeyjum, Óskar viðskiptafræðinemi og Elísa- bet þroskaþjálfi, seinni kona hans er Sigríður Ingibjörg Þorgeirsdóttir kennari. Jakob var sonur Sveins Helgasonar, f. 10. mars 1841, d. 26. maí 1914, b. á Hvítsstöðum í Álfta- neshreppi, og seinni konu hans, El- ísabetar Guðrúnar Jónsdóttur, f. 10. nóvember 1874, d. 17. nóvember 1948. Sveinn var sonur Helga, b. og hreppstjóra í Álftártungu, Brands- sonar, bróður Helga eldri, afa Bjarna Þorsteinssonar, prests og tónskálds á Siglufirði, og skipstjó- ranna Halldórs í Háteigi, Kotbeins og Þorsteins í Þórshamri, afa Þor- steins Gunnarssonar, arkitekts og leikara. Helgi eldri var einnig lang- afi Árna Tryggvasonar sendiherra og Gunnars Finnbogasonar, fyrrv. skólastjóra í Rvík, og afi Guðríðar ömmu Hauks Haukssonar varaflug- málastjóra, Jóhannesar Helgasonar hrl., Úífs Árnasonar hvalafræðings og Ólafs H. Oddssonar, læknis á Sveinn Jakobsson. Akureyri. Annar bróðir Helga var Ólafur, langafi Bjarna Björnssonar, leikara og gamanvísnasöngvara, og Sigríðar, móður Rögnvalds Sigur- jónssonar píanóleikara. Móðir Sveins var Sigríður, langamma Magnúsar Þórs Jónssonar tónhstar- manns. Sigríður var dóttir Sveins, b. og læknis á Laxárholti í Hraun- hreppi, Þórðarsonar og konu hans, Ingibjargar Þórðardóttur. Elísabet Guðrún var dóttir Jóns, b. í Drápuhlíð í Helgafellssveit, Guð- mundssonar og konu hans, Guðrún- ar Kristínar, systur Matthildar, móður Magnúsar Þorsteinssonar, prests á Mosfelli, langafa Höskuldar Þráinssonar prófessors. Guðrún var dóttir Magnúsar, b. á Fjarðarhorni í Eyrarsveit, Þorkelssonar og konu hans, GuðrúnarBjarnadóttur. JónV. Jónsson Jón V. Jónsson framkvæmda- stjóri, Sævangi 15, Hafnarfirði, er sjötugurídag. Jón fæddist að Gerðum í Garði en ólst upp í Hafnarfirði. Þrjátíu ár eru nú hðin síðan hann hóf vertaka- starfsemi sína, en hann er eigandi og framkvæmdastjóri F.V.F. hf. í Hafnarfirði. Jón kvæntist 5.1.1946 Soffíu Jóns- dóttur húsmóður, f. 22.3.1918, dóttur Jóns Diðrikssonar, sjómanns á Bjamastöðum á Álftanesi, og Guð- rúnar Guðnadóttur. Böm Jóns og Soffíu em Jón Rúnar Jónsson, f. 2.7.1940, verkstjóri, kvæntur Dagbjörtu Traustadóttur og eiga þau fjögur börn; Kolbrún Jónsdóttir, f. 2.7.1945, skrifstofu- maður, gift Steingrími Magnússyni lögreglumanni og eiga þau þijú böm; Bragi Vignir Jónsson, f. 24.7. 1951, verkstjóri, kvæntur Rut Helga- dóttur pg eiga þau þrjú börn, og Sig- urður Ó. Jónsson, f. 25.11.1956, framkvæmdastjóri. Bræður Jóns eru Axel Jónsson, f. 23.12.1916, d. 27.2.1973, bifreiða- stjóri að Steinboga í Gerðahverfi; Einar Jónsson, f. 7.7.1918, d. 31.5. 1977, prentsmiðjumaður í Reykja- vík; Vilhelmína Jónsdóttir f. 1.7. 1922, húsmóðir í Hafnarfirði, og Gísh Hvanndal Jónsson, f. 3.12.1929, bifreiðastjóri. Foreldrar Jóns voru Jón Þórarins- son, f. 26.3.1891, d. 15.7.1969, verk- stjóri og fiskimatsmaöur í Hafnar- firði, og kona hans, Jónína Sesselja Jónsdóttir, f. 3.2.1891, d. 20.11.1958. Móðursystir Jóns er Sigríður, amma Jóns Böðvarssonar, ritstjóra Iðnsögu íslands. Önnur systir Jón- ínu Sesselju er Sigurdís, móðir Matthíasar Ingibergssonar lyfsala. Foreldrar Jónínu Sesselju voru Jón Ólafsson, b. á Þaravöllum og Galtarvik í Borgarfirði, og fyrri kona hans, Sesselja Þórðardóttir. Sesselja var systir Bjarna á Reyk- hólum og dóttir Þórðar, b. á Innra- Hólmi á Akranesi, Steinþórssonar, og Halldóru Böðvarsdóttur. Jón var sonur Ólafs, b. á Snartarstöðum og Jón V. Jónsson. Krossi í Lundarreykjadal, Magnús- sonar, b. á Hóh, Björnssonar, b. og smiðs að Hóh í Lundarreykjadal. Kona Ólafs var Halldóra, dóttir Jóns, b. í Brautartungu, Sigurðsson- ar, og Sesselju Gunnlaugsdóttur. Jón tekur á móti gestum á heimh þeirra hjóna, Sævangi 15, Hafnar- firði, frá klukkan 17-20 á afmæhs- daginn. Þorlákur Guðmundsson Þorlákur Guðmundsson vélstjóri, nú til heimilis að Ehiheimih Siglu- fiarðar, varð níutíu og fimm ára sl. laugardag. Kona Þorláks var Guðrún Jó- hannsdóttir, f. 6.6.1897, d. 5.4.1963. Böm Þorláks og Guðrúnar em Ingimar Þorláksson bakari, kvænt- ur Elsu R. Bjömsdóttur og eiga þau tíu böm; Jóhanna Þorláksdóttir húsmóðir, gift Jóhannesi Ásgríms- syni og eiga þau tvö böm; Andrés Þorláksson sjómaður sem er látinn; Páhna Þorláksdóttir húsmóðir, gift Sigurði Steinssyni og eiga þau tvö böm; Súsanna Þorláksdóttir hús- móðir, ekkja eftir Karl Hahdórsson og eignuðust þau sex böm; Sveinn Þorláksson, kvæntur Hjördísi Hjör- leifsdóttur og eiga þau þrjú börn; Pétur Þór Þorláksson sjómaður sem er látinn; Ásmundur Þorláksson trésmiður, kvæntur Hildigunni Jónsdóttur og eiga þau átta börn; Snorri Þorláksson bólstrari sem á eitt bam og Skjöldur Þorláksson rakari, kvæntur Heiði Guðmunds- dóttur og eiga þau þrjú böm. Systkini Þorláks urðu ellefu og á hann einn bróður á lífi, Berg Guð- mundsson, sem nú dvelur á EUi- heimihnu á Sauðárkróki. Foreldrar Þorláks voru Guö- mundur Jóhannsson og Rósa Sig- urðardóttir. Fósturforeldrar Þorláks voru Ingibjörg Ásgrímsdóttir og Hall- grímurBjömsson. Brúðkaups- og starfsafmæli Ákveðið hefur verið að birta á afmælis-,og ættfræðisíðu DV greinar um einstaklinga sem eigá merkis brúðkaups- eða starfsafmæli. Greinarnár verða með áþekku sniði og byggja á sambærilegum upplýsingum og fram koma í afmælisgreinum blaðsins en eyðublöð fyrir upplýsingar afmælisbarna liggja frammi á afgreiðslu DV. Upplýsingar varðandi brúðkaups- eða starfsafmæli verða að berast ættfræðideild DV með minnst þriggja daga fyrirvara. Það er einkar mikilvægt að skýrar, nýlegar andlitsmyndir fylgi upplýsingunum. Til hami afmælic ngju með > 24. juli Fjóla Benediktsdóttir, Áhheimum, Miödalahreppi. Kolbrún Ámadóttir, 85 ára Hannesina Einarsdóttir, Furagrund 56, Kópavogi. Stórholti 9, Akureyri. Arnar Daníelsson, Espilundi 17, Akureyri. Brekkugötu 14, Þingeyri. Ólafiir Þ. Guðmundsson, Borgarvegi 30, Njarðvíkum. 75 ára Ólafur Ólafsson, Hátúni 10A, Reykjavík. 40 árð Haraldur Sturlaugsson, Vesturgötu 32A, Akranesi. Kristín Ólafía Ragnarsdóttir, Kambaseli 73, Reykjavík. 70 ára Jóhannes Guðmundsson, Bárugötu 17, Reykjavík. Anna Jóhannsdóttir, Vogatungu 6, Kópavogi. EUsabet Guðmundsdóttir, Dælengi 5, Selfossi. Kenneth Southon, Reykjanesvegi 52, Njarðvíkum. Ragnhildur Bender, 60 ára Kjarrvegi 3, Reykjavík. Katrín Ragnheiður Björnsdóttir, Sigriður Guðmundsdóttir, Brekkustíg 1, Skeggjastaðahreppi. Magnús H. Sigurjónsson, Víðigrund 11, Sauðárkróki. Margrét Jónsdóttir, Austurströnd 12, Seltjamarnesi. Svanlaug Esther Sigmundsdóttir, Álftamýri 22, Reykjavik. Árni Hemmert Sörensson, Aöalbraut 16, Raufarhöfn. Margrét Ólafsdóttir, Túngötu 51, Eyrarbakka. Esjugrund 41, Mosfehsbæ. Sigriður Guðrún Jónsdóttir. UnufeUi 35, Reykjavík. María Guðmundsdóttir, Háahvammi 12, Hafnarfirði. Jóna EngUbertsdóttir, Lýsubergi 6, Þorlákshöfn. Halldóra Bjarnadóttir, Geithömram 9, Reykjavík. Anna Sjöfn Stefánsdóttir, Hamragerði 5, Akureyri. Þuriður Kristleifsdóttir, Hrauntúni 6, Vestmannaeyjum. Björk Björgvinsdóttir, BæjargUi 90, Garðabæ. Svanfríður Guðmundsdóttir, Syðri-Knarrartungu, Borgarnes- hreppi. 50 ára Lilja Ingimarsdóttir, Grundarstíg 18, Sauöárkróki. Margrét Halldórsdóttir Margrét Halldórsdóttir húsmóðir, Erluhrauni 4, Hafnarfiröi, varð átta- tíu og fimm ára sl. laugardag. Margét fæddist í Reykjavík, dóttir hjónanna Önnu Erlendsdóttur og Halldórs Friðrikssonar skipstjóra. Hún flutti eins ár til Hafnarfiarðar og hefur átt þar heima síðan, að undanskildum nokkrum árum í Breiðafiarðareyjum og fyrstu bú- skaparárunum í Vestmannaeyjum. Margrét átti fimm systkini og er ein systir hennar á lífi. Sú er Helga sem býr í Reykjavík. Hin systkinin voru Erlendur Halldórsson bruna- eftirhtsmaður, Jón Halldórsson út- geröarmaður, Friðrik, loftskeyta- maður á gömlu Esjunni, og Ólafía sem lést tólf ára að aldri. Margrét giftist 1940 Guðna Páls- syni, ættuðum úr Biskupstungum. Hófu þau búskap í Vestmannaeyj- um en fluttu síðan í Hafnarfiörðinn þar sem þau byggðu sér hús að Vita- stíg9. Dóttir Margétar og Guðna er Anna húsmóðir, gift Birgi Eyjólfssyni og eiga þau þijú böm, Guðna, f. 1971, Kristrúnu, f. 1967, og Margréti, f. 1960, en hún er gift Gunnari Ólafs- syni, gestamóttökustjóra á Hótel Esju, ogeiga þau tvær dætur, Önnu Hlín og Thelmu. Dætur Guðna frá fyrri sambúð eru Guðfinna og Theo- dóra. Margrét missti mann sinn 1959 og bjó hún þá ein í húsinu sínu á Vita- stígnum þar til fyrir níu áram að hún flutti í íbúð í sama húsi og dótt- ir hennar og tengdasonur búa en þarbýrhúnenn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.