Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1989, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1989, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1989. Fréttir „Tekið eins og góðum vini“ Ágúst Hjörtur, DV, Ottawa; Vigdís Finnbogadóttir, forseti ís- lands, sagðist vera mjög ánægð með móttökumar sem hún hefur fengið í Kanada það sem af er heim- sókninni. „Mér hefur verið tekið eins og góðum vini og okkur reynd- ar öllum, íslendingunum," sagði forsetinn á fundi með blaðamönn- um í gær. Aðspurð sagði Vigdís að hún hefði oröið fyrir hvað mestum áhrifum viö heimsókn sína til L’Anse aux Neadows á Nýfundna- landi. Hún sagðist ekki hafa gert sér grein fyrir fyrr en hún kom þangað hversu mikið Kanadamenn væru búnir að gera fyrir staðinn sem að hennar áliti væri orðinn að þjóðargersemi. Eins og fram kom í DV í gær fundust þar árið 1961 leyfar Vík- ingabyggðar sem taldar eru örugg- asta sönnun þess að íslenskir vík- ingar hafi raunverulega siglt til Norður-Ameríku á miðöldum. Þá var Vigdís spurð um viðræður hennar og Jean Sauvé, landstjóra Kanada. Sagði forsetinn að þær hefðu rætt um viðhorf sín til heimsmálanna. Voru þær sammála um að tiltölulega vel horfði fyrir friöarmálum í heiminum. Hins vegar hefðu þær meiri áhyggjur af umhverfismálum. Þær ræddu möguleika á samstaríl norðurhafs- þjóöa í umhverfismálum og Vigdís ítrekaði þá skoðun sína að nauðsyn bæri til að þjóðir heimsins stígju á stokk og létu til sín taka í þessum málum. Vigdís var spurö hvort hún og Jean Sauvé ættu ekki eitthvað sameiginlegt. Vildi forsetinn lítið gera úr því. Benti hún á að lands- stjóri Kanada er skipaður af Breta- drottningu samkvæmt tilnefningu forsætisráðherra en Vigdís er, eins og hún sagðist vona að landar hennar gleymdu ekki, þjóðkjörinn þjóðhöfðingi. Þess má geta að Jean Sauvé er fyrsta konan sem gegnir landstjóraembætti Kanada. Hún hefur gegnt því embætti frá árinu 1984 og mun láta af störfum í jan- úar næstkomandi. Þorvaldur Guðmundsson: Eins og venjulega Þorvaldur Guðmundsson í Sfld og fiski er ber hæst gjöld einstakl- inga í Reykjavík. Greiðir hann um 24,8 milijónir í heildargjöld, 15,9 miUjónir í tekjuskatt og 3,8 milljónir í útsvar. Þetta kom Þorvaldi lítt á óvart og sagði hann að þetta væri bara eins og vant væri. Hefúr hann verið efstur á listanum aö minnsta kosti síðastliðin 20 ár. Annar á listanum yfir einstakl- inga var Valdimar Jóhannsson útgefandi og þriðji var Siguröur Guðni Jónsson. -GHK Hlutafiársjóður: 575 milliónir til átta fyrirtækja Heimsókn forseta íslands til Kanada: Fánum skrýdd höf uðborg Ágúst Hjörtur, DV, Ottawa: Síðdegis í gær kom Vigdís Finn- bogadóttir, forseti íslands, til Ottawa, höfuðborgar Kanada. Shirley Martin aðstoðarsamgönguráðherra tók á móti forsetanum á flugvellinum og síðan var ekið rakleiðs að embætt- isbústað kanadíska landstjórans. ÖIl miðborg Ottawa var skreytt ís- lenska og kanadíska fánanum og skartaði borgin sínu fegursta í 26 stiga hita og sólskini. Jean Sauvé landstjóri tók síðan á móti forseta íslands sem ferðaðist síðasta spölinn að landstjórabú- staðnum í hestvagni. Lífvarðasveit landstjórans var til staðar og skaut 21 fallbyssuskoti til heiðurs forsetan- um. Frú Jean Sauvé bauð síöan Vig- dísi velkomna með stuttri ræðu, þar sem hún meðal annars lauk lofsorði á framlag Vestur-íslendinga til kana- dísks samfélags. Vigdís þakkaði fyrir sig með því að vitna í Hávamál og það sem þar segir um vinskap. Forsetinn og landstjórinn áttu síð- an fund. Þá átti forsetinn fund með Brian Mulroney, forsætisráðherra Kanada, og að honum loknum var gengið til veislu í boði landstjórans og eiginmanns hennar. Veisluna sat margt fyrirmanna, auk forseta ís- lands, landstjórans og forsætisráð- herra Kanada. í ræðu, sem landstjórinn flutti í veislunni, fjallaði hún meðal annars um sögu íslands og lauk lofsorði á landið sem „vöggu vestræns lýðræð- is“. Jean Sauvé, landstjóri Kanada, býður forseta Islands, Vigdisi Finnbogadótt- ur, velkominn til Ottawa síðdegis í gær. DV-mynd Ágúst Hjörtur Stjórn hlutafiársjóös Byggða- stofnunar hefur ákveðið að leggja 575 milljónir króna sem nýtt hlutafé í átta fiskvinnslufyrir- tæki, Meitillinn í Þorlákshöfh fær mest, eða 119 milljónir. Hrað- frystihús Stokkseyrar fær 96 milljónir, Hraðfrystihús Ólafs- fjarðar fær 95 milljónir, Fisk- vinnslan á Bíldudal fær 65 millj- ónir og Búlandstindur fær 60 miUjónir. Þá fá Hraðfrystihús Grundarfjarðar og Fáfnir á Þing- eyri 52 milljónir hvort og loks fær Hraðfrystihús Stöðvarfjarðar 36 milljónir. Rúmlega þrír fjórðu af þessum flármunum, sem hlutafjársjóöur úthiutar nú, eru með ríkisábyrgð. Sjóðurinn á því enn eftir aö út- hluta um 150 milljónum af ríkis- tryggðu fé. Þijú mál bíða enn af- greiöslu hjá sjóðunum. -gse íslandsbanki: Nýtt bankaráð kosið í dag Einstaklingar: Greiðendur hæstu heildargjalda í Reykjavík 1989, tekjuskattur, útsvar og önnur gjöld: Heildargj. Tekjusk. Útsvar 1. Þorvaldur Guðmundsson 24.847.381,- 15.863.921,- 3.773.287,- 2. Valdimar Jóhannsson 22.736.430,- 12.681.169,- 3.025.061,- 3. Siguröur Guöni Jónsson 8.067.703,- 5.216.785,- 1.305.376,- 4. SigurðurValdimarsson 8.000.627,- 2.788.177,- 699.340,- 5. ivar Daníelsson 7.674.377,- 3.602.628,- 890.808,- 6. Sveinbjörn Sigurðsson 7.550.182,- 3.659.162,- 904.098,- 7. Andrés Guðmundsson 7.546.930,- 4.230.733,- 1.038.468,- 8. Guðmundur Arason 6.613.204,- 2.834.525,- 710.236,- 9. Birgir Einarsson 6.465.109,- 3.510.131,- 869.063,- 10. Guðrún Ólafsdóttir 6,178.706,- 4.509.783,- 1.104.069,- Lögaðiiar: Greiðendur hæstu heildargjalda í Reykjavík 1989. 1. Landsbanki (slands 182.072.539,- 2. Eimskipafélag islands hf. 172.463.911,- 3. Búnaðarbanki islands 172.030.021,- 4. Samb. ísl. samvinnufél. svf. 132.772.743,- 5. Flugleiðir hf. 123.154.256,- 6. IBMWorldTradeCorporationhf. 117.627.349,- 7. Reykjavíkurborg 113.659.795,- 8. Iðnaðarbanki íslands hf. 112.479.714,- 9. Hagkauphf. 86.583.964,- 10. Heklahf. 84.437.277,- Veðrið um verslunarmannahelgina Skattar Reykvíkinga: Heildargjöld rúmlega 18,5 milljarðar Veðurhorfur á fóstudag eru þær að vestan- og norðvestanátt verði, smáskúrir eða súld með köflum á annesjum vestan- og norðanlands en annars þurrt. Víöa verður léttskýjaö á Suðausturlandi. Hiti verður á bil- inu 8 til 18 stig. Hlýjast suðaustan- lands. En ef litið er fram til verslunar- mannahelgarinnar er útlit fyrir aö þá verði lægð á milli íslands og Nor- egs á austurleið. Mesta athygli hlýtur þó lægö suð- vestur í hafi að fá. Hún verður á leið- inni norðaustur og stóra spumingin er hvað hún gerir. Að sögn Veður- stofunnar er margt sem bendir til þess að hún fari fyrir sunnan land. Ef svo verður má búast við skikkan- legu veðri um allt land. -SMJ Hefldargjöld í Reykjavík í ár eru 18,5 milljarðar. Er álagning einstakl- inga tæplega 12 milljarðar, fyrir- tækja um 6,5 milljarðar og barna 12 milljónir. Er það tekjuskatturinn sem vegur þyngst í álagningunni en hann er 6,3 milljarðar hjá einstaklingum og 2,1 milljarður hjá lögaðilum. Útsvar hjá einstaklingum nemur 4,2 milljörð- um, eignarskatturinn er rúmlega 927 milljónir og aöstöðugjald er 263 millj- ónir. Kirkjugarðsgjald er 3,9 milljón- ,Ég er ánægður með að forsætis- ráöherra skuli leggja áherslu á að halda fiskiskipunum og kvótanum heima,“ sagöi Sigurður Viggósson, oddviti í Patrekshreppi, í samtali við DV í morgun um viðbrögð forsætis- ráðherra vegna gjaldþrots Hraö- frystihúss Patreksfjarðar. „Steingrímur lýsti því yfir í gær að óskað yrði eftir aðstoð við ýmsa aðila. Hins vegar veit ég ekki í hverju þaö felst. Það á t.d. eftir að kanna viðbrögð Byggðastofnunar og hluta- íjársjóðs. í dag verður haldinn fund- ur í ríkisstjóminni um málið en það er erfitt aö átta sig á stöðunni án Einstaklingar á skrá eru 74.545 og böm yngri en 16 ára eru 3.258. Greiða þau um 8 milljónir í tekjuskatt og 4 milljónir í útsvar. Fjöldi lögaöila á skrá hjá skattstjór- anum í Reykjavík er 6.936. Eins og áður segir vegur þar tekjuskatturinn þyngst en þar á eftir kemur aðstöðu- gjald sem er rúmlega 1,7 milljaröar, lífeyristryggingagjald er um 1,3 millj- arður, eignarskattur er tæplega hálf- ur milljarður og sérstakur skattur á skrifstofu- og verslunarhúsnæði er 277 milljónir. GHK þess að vita hvað þar mun koma fram,“ sagði Sigurður. - Um hvað var rætt á fundi með fisk- vinnsluaðilum á Patreksfiröi í gær? „Það voru rædd ýmis hagsmuna- mál í sjávarútvegi hér. Viðbrögð að- ila voru jákvæð og ég held að menn muni ná samstöðu um samstarfs- grundvöll þannig að skipunum og kvótanum verði haldið hér. Fundir munu halda áfram í dag og sennilega skýrast þá mál betur. A morgun eiga svo fulltrúar sveitarstjórnar Pat- rekshrepps fund með Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra," sagði Sigurður Viggósson. -ÓTT {dag verður kjöriö í sjö manna bankaráð hins nýja íslands- banka. Þetta verður gert á síðasta hluthafafundi Útvegsbankans sem hefst klukkan fimra í dag. Hiö nýja bankaráö mun síðan koma saman að loknum hlut- hafafundi Nú hefur verið gengið endan- lega frá tillögura um hvernig hið nýja bankaráð skuli skipað. Sam- kvæmt þeim taka sæti í banka- ráði þeir Asmundur Stefánsson og Magnús Geirsson frá Alþýðu- banka, Brynjóifúr Bjarnason og Haraldur Sumarliðason frá Iðn- aðarbanka, Gísli V. Einarsson og Þorvaldur Guðmundsson frá Verslunarbanka og Kristján Ragnarsson frá Fískveiðasjóði. Að auki veröa kosnir sjö vara- menn. Þrír bankasfjórar verða við hinn nýja íslandsbanka. Nefndir hafa veriö þeir Valur Valsson, Iönaðarbanka, Bjöm Bjömsson, Alþýöubanka, og Tryggvi Páls- son, Verslunarbanka. -JSS/J.MAR Tveir í varð- hald vegna kókaínsmygls Tveir menn voru úrskuröaðir í gæsluvaröhald á laugardaginn, annar 130 daga en hinn í 20 daga, vegna smygls á kókaíni Málið mun ekki tengjast stóra kókaín- málinu sem er til meðferðar en mun vera nokkuð umfangsmikið eigi aö síður. -SMJ Oddviti Patrekshrepps: Ánægður með viðbrögð forsætisráðherra

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.