Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1989, Blaðsíða 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1989.
Frjálst.óháÖ dagblaö
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (1 )27022 - FAX: (1)27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr.
Verö I lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr.
Gegn hinum gömlu
Þessi ríkisstjórn hefur í mörgu gengið gegn hinum
öldruðu í þjóðfélaginu. Það virðist skoðun ríkisstjórnar-
innar, að heppilegast sé að veðja á yngri hópana, sem
meira eigi undir sér. Hinir öldruðu í þjóðfélaginu eru
yfirleitt sundurleitur hópur, sem hefur ekki mikið bol-
magn sem slíkur. Því veldur auðvitað aldurinn í sjálfu
sér, svo og lasleiki. Því miður ætlar ríkisstjórnin, að því
er virðist, enn að ráðast gegn þessum hópi landsmanna.
Síðast í gær var ekki fyrirséð, hvort ríkisstjórnin
heimilaði, að elhlífyrisþegar fengju þá orlofsuppbót, sem
samið var um í síðustu kjarasamningum. Sá var þó
skilningurinn upphaflega, að ellilífeyrisþegum bæri
þessi uppbót. Uppbótin er ekki mikil en þó svo, að um
munar fyrir þetta fólk. Guðmundur Bjarnason ráðherra
sagði í DV á laugardag, að menn í ríkisstjórninni væru
að velta fyrir sér að tengja hugsanlegar bætur tekju-
tengdu flokkunum, það er að þær fylgdu frekar tekju-
tryggingu en grunnlífeyrinum, þar sem sá, sem fær
grunnlífeyrinn einan og sér, hafi einhverjar tekjur ann-
ars staðar. Ríkisstjórnin skipaði ráðherranefnd til að
taka ákvörðun um, með hvaða hætti elli- og örorkulíf-
eyrisþegar fái bætt orlofs- og desemberuppbót, sem sam-
ið var um í almennum kjarasamningum. Ef allir lífeyris-
þegar fengju þessar uppbætur, mundi það kosta ríkis-
sjóð um 250 mihjónir. Ef uppbæturnar yrðu tekjutengd-
ar, kostaði það ríkið um 150 milljónir króna. Deila má
um, hvernig ber að túlka kjarasamningana. En það er
tvímælalaust réttlátur skilningur, að þessar uppbætur
beri að greiða elli- og örorkulífeyrisþegum. Tal stjórnar-
hða um, að ellilífeyrir geti farið upp fyrir lágmarks-
laun, er hjóm eitt, svo litla uppbót, sem um er að ræða
til handa fátæku fólki. Mjög fáir eru í raun á lágmarks-
launum, sem betur fer. Hinir lægst launuðu munu ekki
sýta, þótt til dæmis elli- og örorkulífeyrisþegar fái um-
bun á við þá, enda hefur svo yfirleitt verið í kjarasamn-
ingum.
Við vitum ekki, þegar þetta er skrifað, hver niðurstað-
an verður í ríkisstjórninni. En Tíminn, málgagn ráð-
herra, lætur sitt ekki eftir hggja til að hindra, að hinir
öldruðu fái uppbætumar. Tíminn slær því upp á for-
síðu, að elhlífeyrir sé hærri en lágmarkslaun. Þar segir,
að krafan um orlofsuppbót til handa elli- og örorkulíf-
eyrisþegum til samræmis við þá orlofsuppbót, sem al-
mennir launþegar hafa fengið, hafi verið rædd í ríkis-
stjórninni. Engin lagaleg skylda virðist vera til þess að
veita shka uppbót, þótt ríkisstjórnin hafi fuhan hug á
að koma th móts við kröfuna að einhverju leyti. Hins
vegar sé að ýmsu að hyggja, ekki sízt þeirri grundvallar-
spurningu, að ellihfeyrir sé nú á bhinu 12-18 prósent
hærri en lágmarkslaun í landinu. Þá segir Tíminn, að
áskorun Verkamannasambandsins th ríkisstjórnarinn-
ar, um að Tryggingastofnun greiði lífeyrisþegum orlofs-
uppbót þessa, sé meðal annars athyghsverð, þegar á það
sé htið, að Tryggingastofnun tryggi ehi- og örorkulífeyr-
isþegum nú þegar um 18 prósent hærra ráðstöfunarfé
en verkalýðsfélögin tryggi hinum lægst launuðu. Skilja
má vel, hvað fyrir Tímanum vakir. Það blað vill ekki,
að þessir lífeyrisþegar njóti góðs af kauphækkununum.
Gamla fólkið verður að þola margt af þessari ríkis-
stjórn. Fátækt, aldrað fólk hefur orðið að þola, að spari-
fé þess hefur verið eytt. Það hefur orðið að þola gífur-
lega hækkun eignaskatta.
Haukur Helgason
Von er að ráðamenn á Grænhöfðaeyjum kalli eftir kennslu í stjórnun hjá okkar mönnum. - Forsætisráðherra
á fundi með ráðherrum frá Grænhöfðaeyjum.
Klórað í halla-
bakkann
Ráðherrar í ríkisstjórn Stein-
gríms Hermannssonar standa nú
frammi fyrir því að þeim hefur
gjörsamlega mistekist að ráða fram
úr vandamálum efnahags- og at-
vinnulífsins, og fjármál ríkisins
eru í aigjöru öngþveiti.
Atvinnuleysi fer vaxandi og fólk
ilyst til útlanda í auknum mæli
undan ofsköttun og húsnæðisbasli.
Ekki hefur tekist að snúa tapi sjáv-
arútvegins í hagnað, og hver at-
vinnugreinin af annarri æpir á aö-
stoð ríkisvaldsins, sem reyndar út-
býtir fjármagni eftir geðþótta um
leiö og halli ríkissjóös vex og vex.
Skólanemendur fengju ekki háar
einkunnir fyrir slíka frammistöðu.
Merglítil úrræði
Fréttatilkynning ríkisstjórnar-
innar frá 20. júlí bætir lítið úr skák.
Þar er að vísu staðan í ríkisfjármál-
unum viöurkennd á yfirlætis-
lausan hátt, sem er nýjung í yfirlýs-
ingum ráðherra. Úrræðin eru hins
vegar merglítil.
Smáupphæöum af tekjum næsta
árs er kippt yfir á þetta ár, auk
þess sem lýst er fullkomlega óraun-
hæfum hugmyndum um 3ja millj-
arða króna lántöku innanlands
umfram þá rúmlega 2 milljarða,
sem eftir er að afla samkvæmt láns-
fjárlögum. Þetta bera ráðherrar á
borð sem fullgilda leiö rétt eins og
þeir hafi ekki hugmynd um að-
stæður í þjóðfélaginu né heldur, að
það var fyrst og fremst vegna boð-
aðra vaxtabreytinga, sem spari-
skírteini ríkissjóðs seldust svo
grimmt í síðasta mánuði.
Aukið og skorið til skiptis
Þá er lýst yfir 800 milljón kr.
lækkun ríkisútgjalda, en nánari
útfærsla lætur á sér standa, enda
varla hægt að líta á slíkan niöur-
skurð sem beinan ávinning, þegar
á sama tíma er veriö að fjalla um
nauðsyn útgjalda, jafnvel í enn
stærri upphæðum, vegna vanda
loðdýraræktenda.
Þó er gefið í skyn, að m.a. verði
um aö ræöa niðurskurð til vega-
mála, sem er óneitanlega kyndugt
með tilliti til þess aö fyrir nokkrum
vikum var framlag til vegafram-
kvæmda aukið! Reyndar dæmigert
fyrir aðgerðir ríkisstjórnarinnar
samanber alla skattana sem lagðir
voru á fyrirtæki um síðustu ára-
mót, en síðan lækkaðir eða felldir
niður á miðju ári.
Dæmigertfát
Auðvitað þarf að klóra í halla-
bakkann með einhverjum niður-
skurði útgjalda, þótt illframkvæm-
anlegt sé þegar svo langt er liðið á
árið. Og vissulega er þess virði að
reyna að fjármagna rekstrarhall-
ann fremur með innlendum lán-
tökum en erlendum, sé þess nokk-
ur kostur. En fát af þessu tagi er
KjaJIariim
Kristín Halldórsdóttir
þingkona Kvennalista
engin alvörulausn.
Það verður að hyggja að lang-
tímalausnum, og ágætt væri að
byrja í Stjórnarráðinu með upp-
stokkun og fækkun ráðuneyta og
því næst endurskoðun á starfsemi
og verkefnum hins opinbera af öllu
tagi.
En mestu skiptir að bæta almenn
skilyrði bæði almennings og at-
vinnulífs því að öðrum kosti ber
þjóðfélagið sig ekki. Það verður aö
breyta um stefnu einkum í skatta-
málum og atvinnumálum með það
fyrir augum aö tryggja grundvöll
bæöi heimila og atvinnureksturs.
Úrbætur í skattamálum
Létta þarf sköttum af þeim tekju-
lægstu og lækka verð á brýnustu
nauðsynjum, fyrst og fremst með
lækkun eða afnámi matarskatts.
Það er algjör hugsanavilla, að slík-
ar ráðstafanir mundu svipta ríkis-
sjóð samsvarandi upphæðum, því
þær mundu að miklu leyti skila sér
eftir öðrum leiðum með rýmri fjár-
ráðum manna.
Ágætt var að ganga hart eftir
söluskattsgreiðslum fyrirtækja,
sem í alltof ríkum mæli hafa komið
sér hjá skyldugum skilum. En
einnig þarf að huga að harðari að-.
göngu að einstaklingum, sem haga
sér eins og ríkisbubbar um leið og
þeir greiöa lægri beina skatta til
samfélagsins en einstæðar mæður
í fiskvinnu og skúringum. Hátekju-
skattur er löngu tímabær, en einn-
ig þarf að endurskoða tekju- og
eignarskattslögin í því skyni að
rétta hlut ekkna og ekkla og ein-
stæðra foreldra, sbr. frumvarp
kvennalistakvenna á síðasta þingi.
Áherslur í atvinnumálum
Þá er ekki síður mikilvægt að
breyta um áherslur í atvinnumál-
um, og þar er það einkum tvennt
sem leggja þarf áherslu á: Lífsskil-
yrðin utan höfuðborgarsvæðisins
og hlutdeild kvenna í atvinnulíf-
inu. Þetta þarf hvort tveggja að
leggja til grundvallar viö endur-
skoðun kvótalaganna í haust og við
hvers konar ráðgjöf og fyrir-
greiðslu af hálfu stjómvalda.
Allt þetta virðist eins og lokuð
bók fyrir ráðherrum, sem eru
mestir í munninum og boða til fjöl-
miölafundar um aðgerðir, sem þeir
geta ekki einu sinni sagt, hvernig
eigi að framkvæma.
Punkturinn yfir i-ið
Yfirmaður efnahagsmálanna,
sjálfur forsætisráðherra, setur svo
punktinn yfir i-ið í blaðaviðtölum
af þessu filefni. „Menn verða að
fara að skoða það af fullri alvöru,
hvenig á aö reka ríkissjóð, sem á
undanförnum árum hefur verið
rekinn þannig aö tekjur hafa vaxið
um 3%, en útgjöld um 5% á ári
hverju. Það gengur ekki upp og
menn verða að horfast í augu við
það“, er í Morgunblaðinu haft eftir
formanni þess ílokks, sem hefur
átt aðild að ríkisstjórnum á íslandi
sl. 18 ár.
Von er, að ráðamenn á Græn-
höfðaeyjum kalli eftir kennslu í
stjórnun efnahags- og ríkisfjármála
hjá mönnum, sem svo mikið hafa
lært á 18 árum, aö þeim þyki tími
til kominn að horfast í augu við
vandann.
Löglegt en siðlaust
Og þrátt fyrir allt eru ráðherrar
kokhraustir og búa sig sem óðast
undir áframhaldandi ráðþrotabú-
skap með því að egna fyrir út-
brunninn Borgaraflokk með
hvorki meira né minna en þremur
ráðherrastólum, sem augljóslega
eiga að verða viðbót, því enginn
vill standa upp fyrir nýjum herr-
um. Var nokkur að tala um sparn-
að og aðhald?
Skyldi ekki vera mál fil komið
að rifja upp orðtakið fræga um
„löglegt en siðlaust“.
Kristín Halldórsdóttir
„Það verður að hyggja að langtíma
lausnum, og ágætt væri að byrja í
Stjórnarráðinu með uppstokkun og
fækkun ráðuneyta..