Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1989, Page 6
Fréttir
Norræni genabankinn 10 ára:
Geymir ekki gull
heldur græna skóga
Stig Blixt, einn af sérfræðingum genabankans, með sýnishorn af innstæðu á danskri brennivínsflösku. DV-myndir HJ
Ha&teinn Jónsson, DV, Lundi:
í smábæ einum í Suðnr-Svíþjóð er
norrænn banki, einstæður að því
leyti að þar er ekki geymt gull heldur
grænir skógar. Norræni genabank-
inn heitir hann, stofnaður fyrir 10
árum til að varðveita erfðaeiginleika
norrænna plantna.
Ört minnkandi erfðabreytileiki
nytjaplantna er eitt alvarlegasta
umhverfisvandamál okkar tíma.
Ýmsir þeir erfðaeiginleikar, sem
plöntukynbótamenn framtíðarinnar
þurfa á að halda til að fá fram þau
afbrigði sem breytingar á umhverfi
og ræktunaraðferðum kreíjast,
finnast hvergi nema í frystikistum
norræna genabankans. Hafi inn-
stæðumar þar orðið fyrir skemmd-
um af einhverjum ástæðum má
sækja fræ í útibú bankans í yfirgef-
inni kolanámu á Svalbarða.
Tveir íslendingar
„Genabankinn er norræn stofnun
sem heyrir undir Norðurlandaráð,"
segir Jón Baldvinsson, skrifstofu-
stjóri genabankans og fyrrum skjaia-
vörður á DV. „Eitt meginverkefni
okkar er að safna, varðveita og miðla
upplýsingum um erfðaeiginleika
norrænna nytjaplantna. Við erum
tíu sem vinnum við stofnunina, þar
af tveir íslendingar. Auk min starfar
hér Sigfús Bjamason plöntunæring-
arfræöingur, sem er deildarstjóri
upplýsingadeildar og hefur byggt
upp tölvuvæddan gagnagrunn bank-
ans.
í gagnagrunninum em geymdar
upplýsingar um mismunandi eigin-
leika þeirra afbrigða sem era í varð-
veislu bankans, hvaða afbrigði þrífist
best við mismunandi skilyrði á Norð-
urlöndunum, hver em ónæm fyrir
hinum ýmsu sjúkdómum og þess
háttar. Saman vinnum við að útgáfu
á skrám yfir þau mörgu afbrigði sem
bankinn varðveitir.
Genabankinn er lika þjónustu-
stofnun. Okkur berast oft fyrir-
spumir um hvaða afbrigði af tiltek-
inni nytjajurt þrífist best í einhverju
ákveðnu byggðarlagi. Þá sækjum við
svörin í tölvuvæddan gagnagrunn
stofnunarinnar og fáum fram hvaða
afbrigði henti best jarðvegi, veður-
lagi og öðrum aðstæðum á þeim stað
þar sem plantan á að vaxa. Fræin
eigum við á lager.“
Danskar brennivínsflöskur
„Fræin em varðveitt á þann hátt
að fyrst era þau þurrkuð í nokkra
daga, síðan er helmingur þeirra lát-
inn í danskar brennivínsflöskur og
þær geymdar í venjulegri frysti-
kistu,“ útskýrir Stig Blixt, plöntu-
erfðafræðingur genabankans.
„Með þessari aðferð er vonast til
að erfðaeiginleikamir haldist í
nokkrar aldir. Hluta fræjanna er til
enn frekara öryggis komið fyrir í
útibúi bankans á Svalbarða. Þar eru
þau geymd í kolanámu þar sem hita-
stigið er stöðugt mínus 3,7 gráður.
Kolanámumar á Svalharða em því
afar hentugar þar sem þær era ekki
háðar rafmagni.
Norræni genabankinn hefur einnig
fengiö það verkefni að stjóma upp-
byggingu genabanka fyrir ríki í suð-
urhluta Afríku. Sá genabanki og
margir aðrir genabankar munu á
næstu árum einnig fá aðstöðu á Sval-
barða.
Það má segja að genabankabylgja
gangi nú yfir heiminn. Þjóðir heims
era að gera sér grein fyrir mikilvægi
bæði svæðisbundinna genabanka og
eins alþjóðlegri samtengingu þeirra.
Genabanki er trygging mannkynsins
fyrir því að geta brauðfætt sig, ekki
bara gagnvart hugsanlegum nátt-
úruhamfóram heldur líka ef við vilj-
um eða verðum að nýta öðravísi af-
brigði en við notum í dag, afbrigði
sem þurfa minni áburð og era þoln-
ari gagnvart ýmsum sjúkdómum.
Genabanki geymir þann efnivið og
þá þekkingu sem nauðsynleg er fyrir
frekari þróun ræktunar nytjajurta."
Verðmæt innstæða
„Bóndinn hefur ræktað sinn akur
í 15 þúsund ár. Vel gekk fyrstu fjórt-
án þúsund áttahundruð og fimmtíu
árin. Með tilkomu fjöldaframleiddra
fræja hætti bóndinn að safna og nytja
eigin ffæ. Nýju tegundirnar áttu að
gefa miklu meiri uppskera en þær
kröfðust líka áburðar og skordýra-
eiturs. Afleiðingin varð sú að þær
tegundir, sem reynsla aldanna hafði
valið, vora að hverfa. Það reið því á
að bjarga því sem bjargað yrði.
Nú era t.d. aðeins notuð örfá af-
brigði hveitis. Áður hafði hvert
byggðarlag sitt eigið afbrigði. Með
því að safna saman þessum afbrigð-
um sem staðist hafa úrval náttú-
runnar og varðveita þau skapast
óendanlegir möguleikar á að fá fram
afbrigði sem standast þær aðstæður
sem hvenær sem er geta komið fram
í landbúnaði.
Því má segja að þótt Norræni gena-
bankinn sé einn minnsti bankinn á
Norðurlöndunum þá er hann án efa
einn sá mikilvægasti og með verð-
mætustu innstæðuna," sagði Stig
Blixt.
Sverrir Leósson, útgerðarmaður á Akureyri:
Ekki verður faríð til
loðnuveiða á næstunni
Gyffi Kristjánsscm, DV, Akuxeyri:
„Nei, menn era ekkert famir að
hugsa sér til hreyfings, loðnan er
öll undir ís svo þaö hefúr enga þýð-
ingu að vera að fara af stað,“ segir
Sverrir Leósson, útgerðarmaður á
Akureyri, sem gerir út loðnuskipið
Súluna EA.
Sverrir sagði að norsku og fær-
eysku loðnuskipin, sem hefðu verið
komin á miðin norður og vestur
af Kolbeinsey, væra öll farin heim
enda væri loðnan á þeim slóðum
þar sem ekki væri hægt að eiga við
hana vegna þess að ís væri yfir öllu.
„Það er mjög misjafnt hvenær
hefur verið hægt að Ixefla veiðam-
ar, við fóram t.d. ekki fyrr en í
október í fyrra, Það fer alveg eftir
ástandi íssins á hverjum tíma hve-
nær er hægt að byrja og þegar ísinn
er eins mikill og núna er ekkert
annað að gera en að bíða.
Menn era hins vegar tilbúnir og
fylgjast vel með ástandinu. Þegar
ástandiö breytist verða menn til-
búnir að fara af stað með stuttum
fyrirvara. Þetta kemur af sjálfu sér
þegar loðnan fer að ganga austur á
bóginn. Hins vegar verðum við allt-
af að reikna með að ástand eins og
þetta skapist á þessu hafsvæði sem
er eitt það erfiðasta á jarðkringl-
unni,“ sagði Sverrir Leósson.
FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1989.
•x > . • 1 r 1 T ' .■ - < ~ 1 r ~ 1 1 ' r
Gyifi KristjáxiiBan, DV, Akuxeyri;
Ólafsfirðingar hafa mátt búa við mjög ó tíl þessa fullkorana
aðstöðu til íþróttaiðkui liúss en nú era bjar fraraundan í þeim efin Fyrsta skóflustunga xarinnan- ari tímar rm. að nýju
IJJJ, ú LUUlUðl V Ci VUl LCA kl. 19.30 en nýja hús staðsett á railli barnaí sundlaugarinnar. Sah verður 22x44 metrar a þvi verður þar pláss fy 11A 1 ..IV VvlU iö veröur kólans og ir hússins 5 stærð og rir lögleg-
an handknattleiksvöll t áhorfendarými. Áformað er að moka inn nú í haust, slápta i og jafnvel að steypa u tgnokkurt út gi-umt- imjarðveg pp sökkla. ifilfíiiginni
að þvi leyti að sameig ingsaöstaða verður í ný raleg bún- jahúsinu.
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtrvggð
Sparisjóösbækurób. 10-13 Vb
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 10,5-15 Vb
6 mán. uppsögn 12-17 Vb
12mán. uppsögn 11-14 Úb,Ab
18mán. uppsögn 26 Ib
Tékkareikningar, alm. 2-7 Ab
Sértékkareikningar 4-13 lb,Ab,- Vb
Innlán verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1,5-2 Vb
6 mán. uppsögn 2,5-3,5 ' Allir nema
Innlán meðsérkjörum 21-25 Sp AB
Innlán gengistryggð
Bandaríkjadalir 7,5-8,5 Ab
Sterlingspund 12,5-13 Sb,Ab
Vestur-þýsk mörk 5,25-6 Sb,Ab
Danskarkrónur 7.75-8,5 Bb.lb,- V- b,Sp,A-
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvíxlar(forv.) 27,5-30 Bb
Viöskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi
Almennskuldabréf 29-36 Ib
Viöskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir
, Hlaupareikningar(yfirdr.) 35,5-39 Lb
Utlán verðtryggð
. Skuldabréf 7-8.25 Lb
Utlántilframleiðslu
Isl. krónur 25-33,5 Ob
SDR 9,75-10,25 Lb
Bandarlkjadalir 10,5-11 Allirne- maOb
Sterlingspund 15,5-15,75 Allir nema Ob
Vestur-þýsk mörk 8,25-8,5 3,5 Ob
Húsnæðislán
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 45,6
MEÐALVEXTIR
Överötr. júlí 89 35.3
Verötr. júlí 89 7,4
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitala ágúst 2557 stig
Byggingavísitalaágúst 465stig
Byggingavísitala ágúst 145,3stig
Húsaleiguvisitala 5% hækkun l.júli
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Einingabréf 1 4,089
Einingabréf 2 2,262
Einingabréf 3 2,677
Skammtímabréf 1,404
Lífeyrisbréf 2,056
Gengisbréf 1,825
Kjarabréf 4,067
Markbréf 2,163
Tekjubréf 1,760
Skyndibréf 1,231
Fjölþjóðabréf 1,268
Sjóðsbréf 1 1,961
Sjóðsbréf 2 1,570
Sjóðsbréf 3 1,382
Sjóðsbréf 4 1,154
Vaxtasjóösbréf 1,3840
HLUTABRÉF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Sjóvá-Almennar hf. 300 kr.
Eimskip 372 kr.
Flugleiöir 172 kr.
Hampiðjan 165 kr.
Hlutabréfasjóður 130 kr.
Iðnaðarbankinn 160 kr.
Skagstrendingur hf. 212 kr.
Otvegsbankinn hf. 135 kr.
Verslunarbankinn 146 kr.
Tollvörugeymslan hf. 109 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum
og viðskiptaskuldabréfum, útgefnum af
þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaup-
gengi, kge.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar-
bankinn, Lb= Landsbankinn, Sb =
Samvinnubankinn, Úb= Otvegsbankinn,
Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
Nánarl upplýsingar um peningamarkað-
inn birtast I DV ð fimmtudögum.