Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1989, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1989, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1989. Utlönd Verra en Tsiemobyl - vistfræöilegt stórslys 1 Miö-Asíulýðveldum Sovétríkjanna Mið-Asíulýðveldi Sovétríkjanna standa frammi fyrir vistfræðilegu stórslysi sem er enn meira en kjamorkueldamir í Tsjemobyl. Þúsundir manna hafa látið lífið eða örkumlast og ástandið á eftir að versna. Þetta kemur fram í grein sem birtist nýlega í breska blaðinu The Financial Times. • Baömullin sökudólgurinn Orsakir þessa stórslyss má draga saman í eitt orð: baðmuil. Um ára- raðir hefur allt of stórum skömmt- um af áburði, skordýraeitri og lau- feyði verið dreift yfir baðmullar- akrana í Turkmenistan og Uzbe- kistan. Efnin hafa seytlað inn í vatnsból héraðsins og eitrað fyrir tugþúsundum manna. A sama tíma hefur miklu vatni úr tveimur stærstu ánum verið veittí áveituskurði. Afleiðingamar em þær að ekki hefur borist nægi- legt vatnsmagn í Aralvatniö og er það á góðri leið með að þoma upp. Vatnsborð þess hefur lækkað um 15 metra og flatarmál þess er ekki nema helmingur á við það sem var fyrir 30 ámm. Milljónir tonna af salti og eiturefnum sitja eftir í jarð- veginum sem einu sinni var á botni vatnsins. Vindurinn ber saltið og efnin með sér um langa vegu og eyðileggja þau uppskera og eitra landið á mörg hundruð kOómetra breiðu belti allt í kringum stöðu- vatnið. Meira að segja loftslagið hefur breyst til hins verra. í Karakalpak héraðinu við Aral- vatn þjást tveir þriðju hlutar íbú- anna af lifrarbólgu, taugaveiki eða krabbameini í hálsi að því er sagði í grein sem birtist í opinberu blaði Kommúnistaflokksins í júní. Þar sagði að 83 prósent barnanna væru alvarlega veik. Vísindamaðurinn Andrei Sakharov hélt þvi fram nýlega að að meira en helmingur barnanna sem lifðu nærri bað- mullarekrunum í Usbekistan þjáð- ist af lifrarsjúkdómum og að flestir ungu maxmanna væru dæmdir ófærir inn að gegna herþjónustu. Sjálfsmorðum fjölgar Ungbamadauði í Mið-Asíuríkj- unum er allt að því fjórfalt meiri en að meðaltali annars staðar í Sovétríkjunum og mun vera á við það sem gerist í vanþróuðustu ríkj- um veraldarinnar. Embættismenn hafa viðurkennt að ungbamadauð- inn sé allt frá 46 af hverjum eitt þúsund í Uzbekistan til 58 af hverj- um eitt þúsund í Turkmenistan, þar sem heilsufar íbúanna er hk- lega það alversta í Sovétríkjunum. Á sumum svæðum deyr meira en eitt bam af hveijum tíu á fyrsta árinu og dánartíðnin fer hækk- andi. Mörg fæðast líka hræðilega vansköpuð. Aö undanfórnu hefur borið æ meira á því að ungar konur og stúlkur fremji sjálfsmorð með því að hella yfir sig bensíni og kveikja síðan í. Embættismenn hafa reynt að skýra þetta fyrirbæri með því að vísa í forna siði, þar sem stúlk- um er m.a. gert að sanna meydóm sinn fyrir hjónaband. Slíkar skýr- ingar em ekki lengur teknar góöar og gOdar heldur er um kennt enda- lausu striti á baömuUarekmnum, vannæringu, þjáningu, sjúkdóm- um og hreinlega örvæntingu. Ekki er það til að bæta hörmung- ar fólksins að skortur er á sjúkra- húsum, heOsugæslustöðvum og Afleiðingar kjarnorkuslyssins í Tsjernobyl komast varla i hálfkvisti við eyðilegginguna sem ofnotkun eiturefna í baðmullarframleiðslu í Sovétríkjunum hefur haft í för með sér. Vatnið sem var. Aralvatn í Mið-Asíuhluta Sovétríkjanna er að hverfa vegna áveituframkvæmda. hæfu starfsfólki til að annast sjúkl- ingana. Á meðan dregin var fjöður yfir raunverulegt ástand í héraðinu var ekki talin þörf fyrir aukna þjónustu. Sérstakar læknasveitir frá Moskvu em þó í Turkmenistan til að beijast gegn sjúkdómunum. Eitur, eitur TO að gefa einhveija hugmynd um hve landið hefur verið misnot- að vegna baðmidlarþarfarinnar í Moskvu er nauðsynlegt að benda á nokkrar staðreyndir. í bók, sem kemur út á Bretlandi í haust, segir m.a. að í Sovétríkjunum sé að með- altali dreift um 30 kílóum af áburði á hvem hektara ræktaðs lands, þar af einu tO tveimur kOóum af eitur- efnum. Á baðmuOaruppskeruna í Mið-Asíu er aftur á móti dreift allt að 600 kOóum af áburði á hvem hektara, þar af 30-50 kflóum af eitri. Hættulegur laufeyðir var notað- ur á ekranum aOt fram til ársins 1987, þrátt fyrir að notkun hans hefði verið bönnuð 1983. Sagt var að verið væri að „klára birgðirn- ar“. Það var ekki fyrr en eftir her- ferð fréttaritara tímaritsins Látera- tumaya Gazeta aö efnið var að lok- um tekið úr umferð. Sólin hverfur Átta eða níu sinnum á ári þyrlast upp mikið rykský sem æðir yfir og skOur eftir sig flmm mOljónir tonna af salti, sandi og ryki. Leyni- legt blað, sem barst tíl Parísar, lýsti því þannig: „Himinninn er huhnn salttjaldi, sólin verður skarlats- rauð og hverfur í saltrykið. í því héraði þrífst ekki eitt einasta tré á landinu. Búpeningurinn er að hrynja niður. Fólkið er líka að veikjast og deyja.“ BaðmuOin er mikOvæg uppskera í Sovétríkjunum þar sem gerv- iefnaframleiðsla er vanþróuð. Einnig gefur haðmulhn af sér mikl- ar gjaldeyristekjur. Rússamir kaha hana líka „hvíta gulhð“. Nær öh baðmulhn er send norður til vinnslu. Skilningur á þessu vistfræðdega stórslysi hefur aukist fyrir tdstilh rithöfunda og skálda sem lengi hafa notið mikdlar virðingar í Mið-Asíu. Þeir hafa stofnað sér- stakan sjóð td að bjarga Aralvatni og hefur sovéskur geimfari m.a. stutt hann. Þá hafa yfirvöld í Moskvu viðurkennt vandann og komið á fót nefnd tíl að finna leiðir tíl að koma í veg fyrir meiri eyði- leggingu. Stríðsleikir í Panama Bandarískar hersveitir með fuh- tingi þyrlna og herskipa fóra í stríðs- leiki í gær nærri herstöð þar sem sló í brýnu milh þeirra og panamískra sveita daginn áður. Bandarísku sveitimar í Panama hafa aukiö mjög umsvif sín frá því að kosningum í landinu í maí var aflýst. Stjómarer- indrekar segja að með því sé verið að þrýsta á harðstjórann Noriega um að fara frá völdum. Stjómvöld í Washington hafa verið að reyna að bola Noriega frá völdum síðan hann var ákærður fýrir eitur- lyfjasmygl í febrúar 1988. Noriega hefur neitað að hann hafi gert nokk- uð rangt af sér. George Bush forseti gaf það í skyn í blaðaviðtah á miðvikudag að hann kynni að hugleiöa að láta ræna Nori- ega og færa hann fyrir rétt í Banda- ríkjunum. Bush sagðist hafa svarið þess eið aö halda uppi lögum lands- ins en eiðurinn „segir mér ekkert enddega hvemig ég eigi að fara að því að handsama menn“. Á heræfingunum á fimmtudag æfðu bandarískar flugvélar sig í að rýma ströndina við Panamaskurðinn Kyrrahafsmegin áður en landgöngu- hðar og hermenn gengu á land. Fréttamenn, sem fylgdust með æf- ingunum, sáu bandaríska hermenn kædda sem óbreytta borgara afvopna panamískan hermann á æfingasvæð- inu. Þijú þúsund stjómarandstæðingar í Panama efndu tO mótmælagöngu um höfuðborgina seint í gær og hróp- uðu slagorð gegn Noriega. Mótmæl- endur vora að minnast dauða eins leiðtoga sinna. Þetta var fyrsta mótmælagangan í höfuöborginni síðan fljótlega eftir að kosningunum í maí var aflýst þegar stuðningsmenn Noriega vora sakað- ir um svik og pretti. Guihermo End- ara, frambjóðandi stjómarandstöð- unnar til forsetaembættisins, fór fyr- ir göngumönnum og sagði aö vilji þeirra væri skýr, Noriega yrði að fara. Gangan var haldin í minningu Arnulfo Arias, fyrrum forseta lands- ins, sem lést í Miami í gær. Hann gegndi forsetaembættinu þrisvar en var alltaf steypt af stóh í byltingu hersins. Lögreglan lét htið á sér kræla og ekki kom til neinna óspekta. Reuter Bandariskir hermenn fóru í stríðsleiki í Panama í gær. Sfmamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.