Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1989, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1989, Side 28
36. Andlát Elias Guðmundsson, fyrrverandi skip- stjóri, Heiðargeröi 9, Akranesi, lést 9. ágúst sl. Hallfriður Dagmar Sölvadóttir lést á , sjúkradeild Heilsuvemdarstöðvarmnar ' við Barónsstíg 8. ágúst sL A1 Duhon lést á heimili sínu í Albuquer- que, New Mexico, 6. ágúst sl. Jarðarforin hefúr farið fram. Salvör Kristjánsdóttir, Þvergötu 4, ísaflrði, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði, miðvikudaginn 9. ágúst. Trausti Sigmundsson, Skógarbraut 3, ísaflrði, er látinn. Jarðarför auglýst síö- ar. Jóhanna Bjamey Guðjónsdóttir, Sel- braut 30, Seltjamamesi, lést á Landspít- aianum 9. ágúst. Jarðarfarir Hannes Sigurðsson, Hliðarstræti 13, Bolungarvík, verður jarðsunginn frá Hólskirkju laugardaginn 12. ágúst kl. 14. Kristín Jónsdóttir, Garðvangi, Garði, lést 7. ágúst sl. Hún fæddist 15. apríl 1914. Foreldrar hennar vom Sigurbjörg Guö- mundsdóttir og Jón Daníelsson. Árið 1937 giftist hiin Kristjáni Óskari Guðmunds- syni og eignuðust þau tvö börn. Huldu er aðeins náði nokkurra mánuða aldri og Sigurjón sem er kokkur að mennt. Eiginmaður hennar lést 1976. Útfór henn- ar fer fram frá Fossvogskirkju í dag kl. 10.30. Dagný Sigurbjörg Jónsdóttir frá Ara- koti lést 1. ágúst sl. Hún fæddist 19. jan- úar 1911. Eiginmaður hennar var Guðjón Eiríksson en hann lést fyrir nokkrum . árum. Þau eignuðust sjö böm. Þau hófu búskap í Arakoti á Skeiðum en síðan fluttu þau til Hveragerðis. Seinustu árin dvöldu þau á Hrafnistu í Reykjavík. Útfór hennar fer fram ffá Ólafsvallakirkju í dag kl. 14. HJÓLBARÐAR þurta að vera með góðu mynstri allt árið. Slitnir hjólbarðar hafa mun minna veggrip og geta verið hættulegir - ekki síst í hálku og bleytu. DRÖGUM ÚR HRAÐA! UUMFERÐAR RÁÐ Jóhannes S. Bergsveinsson verkstjóri lést 3. ágúst sl. Hann fæddist í Aratungu í Staðardal í Steingrímsfirði í Stranda- sýslu 20. október 1908. Foreldrar hans vom hjónin Sigríður Friðriksdóttir og Bergsveinn Sveinsson. Jóhannes kvænt- ist eftirlifandi eiginkonu sinni, Kristínu Jónsdóttur, 15. október 1932. Þau eignuð- ust fjögur böm og em þijú þeirra nú á lifi. Þau hófu sinn búskap á Hólmavík. Þar stundaði Jóhannes ýmis störf við sjávarútveg og akstur. Arið 1955 fluttu þau til Reykjavikur. Eftir það starfaði hann sem verkstjóri í ýmsum frystihús- um en síðustu 10 árin sem verkstjóri í trésmiðjunni Víði. Útför hans fer ff am ffá Háteigskirkju í dag kl. 13.30. Úti á vegum verða flest slys ^ í lausamöl í beygjum við ræsi og brýr ^við blindhæðir YFIRLEITT VEGNA OF MIKILS HRAÐA! Stillum hraða í hóf og HUGSUM FRAM mÍUMFERÐAR AVEGINN! Wrao FÖSTUDAGU/R 11. ÁGÚST 1983. Meiming Við þrýsting tilfinninganna I hverri viku berast okkur hér á blaðinu glóðvolgar ljóðabækur ungra skálda, oftar en ekki útgefn- ar á kostnað þeirra sjálfra. Þótt sumar þeirra séu kannski ekki mikið fyrir augað gleður það mig ævinlega að sjá þessar bækur, ekki sist vegna þess að ég stóð eitt sinn í sömu sporum og höfundar þeirra, með velkt handrit í þvölum höndum, brennandi af löngun til að „koma því á framfæri". Ekki man ég gjörla til hvers ég var að þessu. Allténd gerði ég mér ekki vonir um frægð, hvað þá tekj- ur af útgáfunni (ég slappá’sléttu...). En hafandi komið bókinni „á framfæri“ þóttist ég eiga rétt á rök- studdum álitsgerðum um kosti hennar og galla og taldi gagnrýn- endur skítpliktuga að skrifa slíkar úttektir og birta í blöðum sínum. Umsagnimar voru hins vegar stuttaralegri en ég taldi mig eiga skiiið. Verst þótti mér að fá ekki útskýringar á því í smáatriðum hvers vegna einhver umrædd ljóð „virkuðu" eða „féllu flöt“. í dag getur maður leyft sér að brosa í kampinn yfir þessari ung- æðislegu tilætlunarsemi. í raun og veru var ég að biðja önnum kafna gagnrýnendur um sýnikennslu í ljóðagerð sem var náttúrlega bæði frekt og seint í rassinn gripið. Auðvitað höfðu gagnrýnendur engum skyldum að gegna gagnvart vesaling mínum fremur en öðrum höfundum. Þeim var einfaldlega uppálagt að segja lesendum úti í bæ hvort bókin mín væri góð, vond eða þar í millum. Hlaupið á prentstofur Nokkrum mánuðum seinna var ég farinn að skilja að ég hefði betur farið þá skynsamlegu leið að geyma ljóðin um tíma, leggja þau síðan í dóm nokkurra góðra manna áður en ég hljóp með þau upp á prent- stofu. Það ætti kannski ekki að koma mér á óvart, en gerir það samt, að enn þann dag í dag hlaupa ung skáld beint í prentstofur með fyrstu handrit sín, ætlast svo til þess að gagnrýnendur segi þeim til. Sum þeirra eru lítilþægari, gera sig ánægð með þá „auglýsingu“ sem í umsögn felst þó svo hún sé skáldinu mjög í óhag. Grunar mig að þetta sé tiltölulega nýtilkomið viðhorf, að minnsta kosti man ég ekki eftir því fyrir tuttugu árum að skáld legðu allt í sölumar fyrir „auglýsingu“ af því tagi. Nú er ég þess ekki umkominn aö Elísabet Jökulsdóttir. Bókmenntir Aðalsteinn Ingólfsson segja nokkurri sál til í ljóðasmíði. En eftir nokkurra ára kynni af einkaútgáfunni og ungskáldaljóð- um þykist ég þó vera farinn að koma auga á helstu lýti á þessum kveðskap. Ljóðabók Elisabetar Jökulsdótt- ur, Dans í lokuðu herbergi, er kannski ekki alveg einkennandi fyrir þær bækur sem hér eru til umræðu. Höfundur er jú verserað- ur blaðamaður og pistlahöfundur og bók hennar er innbundin og snyrtilega útlítandi. Só far, gó gúdd. Riðlast og bólgnar Það fer ekki á milli mála að Elísa- betu liggur mikið á hjarta, eins og sagt er, og er meira í mun að létta á þrýstingi tilfinninganna en að steypa þeim saman við skýrt og aðgengilegt ljóðform. Við þennan þrýsting riðlast flest og bólgnar í Ijóðagerðinni. Ljóðin verða of mörg, of löng, of sundur- laus, ofhlaðin lýsingum, of allt mögulegt. Sérstaklega er hvimleið sú árátta höfundar að kubba jafnvel stystu ljóð niður í örstuttar setningar: „Að þau muni fylla út í heiminn. Þegar. Þau verða stór. Svo verða lítil börn. Stór. Þetta agaleysi í meöhöndlun oröa og forms hefur meðal annars í for með sér að lesandinn veit ekki al- minlega á hvern hann er að hlusta. Næstum fyrirvaralaust vindur höfundur sér úr næsta flötu hvunndagsmáli („Hún sofnaði á gólfmu og þegar hún vaknaði voru allir famir“) yfir í hástemmdar súrrealískar þulur: „Kettirnir mala stanslaust, hræra í með silfur- skeiðinni en eru ekki sammála um næsta sólmyrkva. Ósýnileg lauf falla á meðan hrafnsklóin sveiflast og naktir fætur minir stiga á brot- hættan væng...“. Svona upptaln- ingar eru meö því algengasta og leiðinlegasta sem ung skáld setja saman. Yfirlestur og ábendingar Það er sem sagt býsna mikið sem þarf að lagfæra í þessum textum öllum áður en þeir gera sig á bók og spurning hvort Rithöfundasam- band íslands ætti ekki að bjóða ungum höfundum upp á yfirlestur handrita og ábendingar. Þetta er nú sona heldur neikvæð umfjöllun um þessa bók, veit ég það. En rétt er að segja frá því að í henni er að minnsta kosti eitt gott ljóð, stutt, gagnort og falslaust: LEYNDARMÁL Ég lét engan vita að ég elskaði þig Þegar ég elskaði þig ekki lengur Sagði ég öllum heiminum frá því Elísabet Jökulsdóttir: Dans í lokuðu her- bergi, 80 bls. Reykjavík, 1989 -ai. Fjölmiðlar Arnþrúður talar við Stefán Á dögunum talaði Amþrúöur Karlsdóttir á Bylgjunni við Stefán Valgeir8son, guðföður núverandi ríksstjómar, en hann vinnur sem kunnugt er öll góðverk sín á kostnað okkar borgaranna. Amþrúður get- ur verið ágætur fréttamaður, en í þetta akipti brást henni bogalistin. Hún spuröi Stefán, hvort ekki væri eðlilegt að láta fýrirtæki fara á höf- uðið, þegar svo bæri undir. Stefán svaraði, að hún hlyti aö vita, að fyr- irtæki úti á landi öfluðu um 90% allra útflutningstekna okkar. Hvaö yrði um landið, yrðu þau gjald- þrota? Þessu svaraði Amþrúður litlu semengu. En auðvitað beitti Stefán hér orðagaldri. Hvað merkir það, aö fyrirtæki fari á höfuðið? Framleiöslutæki hverfa ekki við gjaldþrotfýrirtækis, heldur færast þau aðeins úr höndum þeirra, sem kunna ekki meö þau að fara, í hend- ur einhverra annarra, sem iíklegri eru til þess að láta þau skila arði. Tap og að lokum gjaldþrot er eins nauðsynlegt í skilvirku hagkerfi og gróði. Þetta er leiö hins ftjáls mark- aðar til þess að stöðva starfsemi þeirra, sem gera hver mistökin af öðrum, em óraunsæir, óhagsýnir og stundum óheppnir. Amþrúður heföi átt að spyrja Stefán, hvort hann teldi eölilegra, að mistök, sem stjómendur og eigendur fyrirtækja gerðu, bitnuðu á þeim sjálfum eða að þau kæmu niður á okkur skatt- greiöendum? Hannes Hólmsteinn Gissurarson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.