Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1989, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1989, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1989. Fréttir Stúdentar í verkfræöi: Auglýsa eftir einkunnum í einkamálaauglýsingu nlu vikur síðan einkunnir áttu að liggja fyrir Réttindaskrifstofa stúdenta aug- lýsti í gær í einkamáladálki smá- auglýsinga DV eftir keunaranum sem kenndi tölvutækni á þriöja ári í rafmagnsverkfræöi viö Háskóla íslands síöastliðinn vetur. Ástæðan fyrir þessari auglýsingu er að kennarinn, Guðmundur Svavars- son, hefur enn ekki skilað af sér niðurstöðum prófa sem tekin voru 23. maí siðastliðinn. „Þetta er óþolandi virðingarleysi viö stúdenta og hreint og klárt brot á reglugerð Háskóla íslands,“ sagði Jónas Friðrik Jónsson, formaöur stúdentaráðs. „Sarakvæmt reglugerðinni eiga kennarar að birta einkunnir í siö- asta lagi þremur vikum eftir hvert próf. Þaö átti því að skila einkunn- um 13. júni Það eru því níu vikur síðan einkunnir áttu aö liggja fyrir. Það er liöinn sá tími sem stúdentar geta skráð sig í haustpróf ef þeir hafa fallið á þessu prófi.“ Að sögn Jónasar tók stúdentaráð þá ákvörðun aö auglýsa eftir kennar- anura þar sem þarna þótti svo frek- lega brotið á nemendum. Ein- kunnaskil hafa oft verið slæm á undanfóraum árum en hafa farið batnandi, einkum vegna sam- þykktar Háskólaráðs í fyrra þess e&is að nemendur geti leitað til Einkamálaauglýslngin frá Rétt- indaskrifstofu stúdenta sem bírtist i DV f gær neraendaskrár sem síðan aftur gengi á kennarann. „Ef eitthvert okkar hefur failiö þá er sá tími liðinn sem við höfðum til aö sækja um haustpróf. Auk þess er mjög skammur timi þangaö til haustprófin fara fram. Þaö er þvi líöil tími til aö lesa fýrir þau ef einhyer hefur fallið,“ sagði Sig* valdi Óskar Jónsson, einn þeirra tuttugu nemenda sem tóku próf í tölvutækni i vor. „Ég rek ekki á eftir manninum daglega,“ sagði JBjöm Kristinsson, prófessor í verkfræðideild Háskól- ans. „Ég ræð manninn og geri við hann samning þar sem kemur fram hvað hann á að kenna. Einnig að hann eigi að skrifa próf og skila einkunn. Eg hef ekkert með það að gera ef hann skilar ekki einkunn- um á ákveðnum degL Ekki get ég sett manninn í þumalskrúfú.“ Þegar DV hafði samband við Guð- mund Svavarsson í gær hafði hann ekki séð hvar auglýst var eftir hon- um i einkamáladálkinum. „Mér þykir þetta einkennilegt og ég mun athuga þetta mál,“ sagði Guðmundur en vildi ekki t)á sig frekar um raáliö. Að sögn Jónasar Friðriks verður þetta mál tekið fyrir á næsta Há- skólaráðsfundi sem verður i næstu viku. -gse Valgerður Jónasdóttir t.v. og Gerður Guðlaugsdóttir við leiðið þar sem þær fundu stolna skartgripi Þýfið í kirkjugarðinum við Suðurgötu: ■ . . Evrópumótið 1 hestaíþróttum: Fyrstu tvö gullin á mótinu til Islands Evrópumótið í hestaíþróttum hófst í gær í Danmörku, með keppni kyn- bótahrossa. íslendingar sendu engin hross út að þessu sinni í kynbóta- hrossakeppnina. FuUtrúar á ársþing Landssámbands hestamanna tóku ákvörðun síðasta vetur að senda ekki hross á EM 89, og var því fylgt eftir. Þó keppa fjögur hross fyrir Islands hönd. Þau eru öll fædd á íslandi en í eigu útlendinga. Þessi hross eru: Óður frá Torfa- stöðum, Hjörvar frá Reykjavik, Sverta frá Flugumýri og Amdís frá Mykjunesi. Öll nema Amdis voru sýnd í gær og stóðu þau Hjörvar og Sverta efst í sínum flokkum. Sigur- bjöm Bárðarson sýndi Hjörvar, sem fékk 8,07 í aðaleinkunn í flokki eldri stóðhesta. Hjörvar er í eigu Danielu Schmitz. Sverta, sem keppti í flokki unghryssna fékk 8,23 í aðaleínkunn. Knapi var Walter Feldman, en Sverta er í eigu Boersma fjölskyldunnar í Hollandi. Óður frá Torfastöðum fékk 7,98 í aðaleinkunn. Knapi og eigandi er Maaike Burggrafer. íslensku knapamir em að und- irbúa sig fyrir keppni í hestaíþrótt- um. Hrossin eru í góðu ásigkomulagi og ættu íslendingar því að eiga góða möguleika á að ná Evrópumeistara- titlum. Auk þerra sjö íslendinga, sem skipa landsliðið, koma aðrir við sögu á Evrópumótinu. Ómar Sverrisson, jámingamaður í Danmörku, er fóta- skoöunarmeistari, Benedikt Þor- bjömsson er þjálfari danska lands- hðsins, Hreggviður Eyvindsson er þjálfari norska landsliðsins og Hösk- uldur Þráinsson keppir fyrir hönd Dana. Auk þess sýnir Gunnar Öm ísleifsson hryssuna Arndísi. Þess má geta að það gekk ekki and- skotalaust fyrir Höskuld að fá danskt landsliössæti. Hann vann flmmgang og tölt á danska meistaramótinu á stóðhestinum Kvisti frá Gerðum og einning vann hann töltkeppni á sér- stöku úrtökumóti í sumar. Reglur um landslið Dana kveða á um að þátttakendur verða að hafa dvaiið í Danmörku undanfama 12 mánuði. Það hafði Höskuldur gert og átti því sætið samkvæmt lögum en varð þrátt fyrir þaö að sækja máliö í fylgd lögfræðings. Leikstjóri Nafns rós- arinnar á íslandi Þetta var eins og að finna fjársjóð - segja stúlkumar sem ftrndu skartgripina „Þetta var ævintýri líkast, eins og maður væri að finna íjársjóð," sögðu þær Gerður Guðlaugsdóttir og Val- gerður Jónasdóttir sem fundu skart- gripina í kirkjugaröinum við Suður- götu í gær þegar DV heimsótti þær á vinnustað í morgun. Þær vinna hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur og vom að hreinsa arfa af einu leiðanna í gær þegar þær fundu allt í einu lítinn plastpoka sem mold hafði verið rótað yfir. Þær hvolfdu úr pokanum og duttu þá úr honum tveir minni sem vom fuliir af skartgripum. Reyndust þetta vera hringar, hálsfestar, armbönd, eyma- lokkar, ermahnappar, ein sprautu- nál í hylki og annað nálarhylki sem var tómt. Að sögn rannsóknarlög- reglunnar er þama um að ræða þýfi, eöa hluta þýfis, úr innbroti sem framið var í Skartgripaverslun Þor- gríms Jónssonar að Laugavegi 20b þann 20. nóvember á síðasta ári. „Við héldum fyrst að þetta væri eitthvert drasl en vildum vera vissar svo við sturtuðum úr pokanum," sögðu stúlkumar. „Við urðum auð- vitað alveg undrandi þegar við sáum að það vom skartgripir í honum. Við ákváðum að fara strax með þá til lögreglunnar og fórum inn í vakt- skúr til að tala við verkstjórann og biðja um frí. Þaðan var hringt á lög- regluna sem kom, tók skartgripina og skrifaði nöfnin okkar niður.“ JSS Jean Jaques Annaud kom til lands- ins i gærdag til að vera viðstaddur frumsýningu á nýjustu kvikmynd sinni, Birninum. DV-mynd JAK Hinn þekkti franski kvikmynda- leikstjóri, Jean-Jacques Annaud, kom hingaö til lands í gærdag en á fimmtudag verður frumsýnd nýjasta kvikmynd Annauds, Bjöminn (L’O- urs), í Regnboganum. Sú mynd hefur vakið mikla athygli í heimalandi Annauds og hlotiö metaðsókn. Er ísland með fyrstu löndum sem myndin er sýnd í fyrir utan Frakk- land. Jean-Jacques Annaud er þekktast- ur fyrir tvær kvikmyndir, Leitina að eldinum og Nafn rósarinnar, sem báðar vöktu verðskuldaða athygli áhorfenda sem og gagnrýnenda. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Annaud heimsækir ísland því til stóð að kvikmynda hluta Leitarinnar að eldinum á íslandi á sínum tíma en ekkert varð úr því vegna þess að til- skilin leyfi fengust ekki tíl að flytja dýr til landsins. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.