Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1989, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1989, Blaðsíða 4
: 4 Fréttir MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1989. Óeðlileg sjóðsöfmm Húsnæðisstofnunar: Núverandi húsnæðiskerfi nýtur ekki sannmælis segir Alexander Stefánsson, fyrrverandi félagsmálaráðherra „Mér finnst það ákaflega óeðlileg- ur hlutur að safnað sé í milljarða sjóð hjá Seðlabankanum á sama tíma og ungt fólk bíður eftir fiármagni frá Húsnæðisstofnun,“ sagði Alexander Stefánsson, fulltrúi framsóknar- manna í fiárveitinganefnd Alþingis og fyrrverandi félagsmálaráðherra. Alexander sagði að samkvæmt lög- um ætti Húsnæðisstofnun að af- greiða lán í samræmi við greiðslu- skyldu og innstreymi fiármagns frá lífeyrissjóðunum en ekki grípa tæki- færið og safna fé í sjóði. Alexander sagðist ekkert hafa við það að athuga að Húsnæðisstofnun hefði einhvem varasjóð en það væri óeölilegt að hann næmi einhveijum milljörðum. „Það verður að gera þá kröfu til Húsnæðisstofnunar að meðferð fiár- muna hjá þeim sé í samræmi við tii- gang laga og er í raun óskiljanlegt að stofnunin láti þetta gerast. Það er ljóst að þessi sjóðsöfnun hefur í för með sér allt aðra stööu fyrir núver- andi kerfi en það er eins og viss til- hneiging sé til þess hjá Húsnæðis- stofnun aö láta ekki nægilegt fé í það. Þannig fær það ekki að njóta sannmælis." Alexander taldi að það hlyti að vera skýlaus krafa að nú þegar verði látið af þessari sjóðsöfnun og greitt út fiár- magn til þeirra sem eru á biðiista. Þannig mætti í raun komast að því hvemig núverandi kerfi stæöi. Hann sagðist telja að þá kæmi einmitt í ljós að jafnvægi væri að komast á þar eins og stuðningsmenn þess vildu halda fram við umræður um hús- bréfin á síðasta vetri. „Þaö er ljóst að ráðstöfunarfé líf- eyrissjóðanna er að aukast enn frek- ar og ég hef heyrt spá um enn frek- ari hækkun á því frá því um mitt sumar þegar spáð var að það yrði um 17,9 milljarðar. Er því spáð að það verði um 20 milljarðar þannig að mun meira kemur inn en áætlað var í ár,“ sagði Alexander. Þá mótmælti Alexander því að fiár- veitinganefnd Alþingis hefði fiailað um sjóðsöfnunina eins og Sighvatur Björgvinsson, formaður nefndarinn- ar, hefur haldið ffarn. Sagði Alexand- er að nefndin heföi eingöngu óskað eftir upplýsingum frá Húsnæðis- stofnun en ekki tekiö málið formlega fyrir. -SMJ Hagsmunafélag fósturforeldra Magnús Ólafesan, DV, A-Húnavatnssýslu; Nýlega var stofnað félag fósturfor- eldra í sveitum á Norðurlandi vestra. Stofnfélagar voru 28. Markmið fé- lagsins er að standa vörð um hags- muni fósturforeldra og sumardval- arhama. Svona félög hafa starfað á Suður- og Vesturlandi. Að sögn Halldóru Jónmundsdótt- m-, ritara félagsins, er mikilvægt fyr- ir þá sem ætla að taka sumardval- arbörn að hafa sótt sérstök námskeið sem haldin eru. Hún sagði að ætíð væri allmikil eftirspum eftir að koma bömum í sveit til sumardvalar og einnig vistaði Félagsmálastofnun mörg böm hjá fósturforeldrum og væri þá oft um heilsársvistun að ræða. Hæstu skattgreiðendur í Árneshreppi Regína Thorarensen, DV, Gjögri: Þrír hæstu skattgreiðendur í Ár- neshreppi em Gunnsteinn Gíslason kaupfélagsstjóri með 659 þúsund og 744 krónur. Annar Valgeir Eyjólfs- son, komungur piltur á Krossnesi, með 339.658 krónur. Þriðji er séra Einar Jónsson í Ámesi með 328.286 krónur. Að sögn Haralds Hansen, fulltrúa skattstjóra á ísafirði, borga 93 útsvar af 94 sem em á skrá hér í hreppi og er það algjört met í umdæminu, Vest- fiarðaumdæmi. Samtals þrjár millj- ónir og 421 þúsund krónur. 14 borga eignarskatt, rúma eina milljón króna. Gunnlaugur Haraldsson, formaður fjáröflunarnefndar Höfða. DV-mynd Garðar Akranes: Fjársöfnun fyrir Höfða Garðar Guðjónssan, DV, Akranesú Akurnesingar verða sóttir heim í september og inntir eftir fiárstuðn- ingi við byggingu 2. áfanga Dvalar- heimilisins Höföa. Fjáröflunar- og framkvæmdanefnd byggingarinnar stendur fyrir söfnuninni og að sögn Gunnlaugs Haraldssonar, formanns nefndarinnar, verður safnað bæði hjá fyrirtækjum og einstaklingum. Akraneskaupstaður og hrepparnir sunnan Skarðsheiöar eiga heimilið og fiármagna framkvæmdir að hluta en framkvæmdasjóður aidraðra tek- ur einnig þátt í kostnaði. Auk þess hafa fyrirtæki og einstaklingar gefiö á tíundu milljón króna til fram- kvæmdanna. Munar þar miklu um 2,5 milljóna króna gjöf frá Andakíls- árvirkjun og 1,5 milljóna króna gjöf Sementsverksmiðju ríkisins. í dag mælir Dagfari___________ Skógarærgildi Einhver snjallasta lausn sem fund- in hefur veriö á vanda landbúnað- arins er þetta með nyfiaskóginn. Það þarf sérstaka snillinga til að láta sér detta slíkt snjaUræði í hug. Sem betur fer eru svona sniilingar einmitt og akkúrat núna í ríkis- sfióm í landinu. Þeirra er hug- myndin, þeirra er heiðurinn. Menn hafa verið að kikna undan ofurþunga offramleiðslunnar í landbúnaðinum. Þjóðin er að shg- ast, ríkissjóður er að shgast og bændumir sjálfir eru að sligast undan þessu fargi. Allir hafa lagst á eitt að hjálpa sveitabúunum að framleiða kjöt og nfiólk og gæmr vegna þess aö enginn hefur viljaö vera á móti sveitabúskapnum. Rík- ið og skattgreiðendur hafa hlaupið undir bagga með niðurgreiðslur og útflutningsbætur. til að koma af- urðunum í lóg því að það hefur veriö talið betra fyrir þjóðarbúið að halda lífinu í bændunum frekar en að skera niður stofninn og flyfia bændur og Ifiúalið þeirra á möhna. Jafnvel þegar tíð er rysjótt og kal hefur eyðilagt sprettuna hafa sfiómvöld hlaupið til og deht út styrkjum og bótum. Þegar féð tekur riðuveiki hafa' sfiómvöld enn og aftur rétt hjálparhönd og greitt riðuveikisbætur rétt eins og menn fá stríðsskaðabætur eftir heims- styrjaldir. Fullvirðisrétturinn er geimegldur niður á hverja jörð th að útUoka það að nokkur bóndi geti bmgðið búi og þannig hafa verið uppi samræmdar aðgerðir tíl að koma í veg fyrir að nokkur jörð legðist í eyði. Jafnvel þótt enginn hafi vUjað búa þar verður aö hafa uppi opinberar aðgerðir til að halda við byggð í sveitinni. Svo þegar bændur hafa gefist upp á sauðfiárbúskapnum og kúabúun- um hafa aftur verið gefnir út nýir styrkir tíl að stofna loðdýrabú og fiskeldi og aðrar aukabúgreinar svo engin hætta sé á því að neinn yfirgefi átthagana. Þetta hefur end- að með því að ríkissjóður er kom- inn á hausinn og annað hvert heim- ili í landinu hefur ekki efni á því að kaupa sér í matinn. En sfiómvöld em staðráðin í því að gefast ekki upp. Bændurnir skulu halda áfram að hokra, hvað sem hver segir. Og þá er það sem þeir fmna upp það sifiaUræði að styrkja bændur á Héraði til að hefia skógrækt! Það mun ekki kosta rík- issjóð nema tvö hundmð mUIjónir á ári og nyfiaskógurinn mun verða til brúks og skógarhöggs eftir fiöm- tiu ár, að sögn fróðra manna í skóg- ræktinni. Þessar tvö hundmð mUljónir fara aðaUega í það að út- hluta svoköUuðum skógarærgUd- um í staðinn fyrir þau ærgUdi sem ekki borgar sig lengur að eiga. Bændur fá sem sagt skógarær- gUdi í staöinn fyrir gamla ærgUdið og svo eiga þeir að planta í gríð og erg og ef þeim endist ekki aldurinn þá tekur næsta kynslóð við og held- ur líka áfram að planta skógarær- gUdum. Það verður langt Uðlð á næstu öld þegar blessaður víöirinn og birkikjarrið fer að gefa eitthvað af sér en á meðan hafa bændur á Héraði nóg að gera og það er fyrir öUu. Bændumir fara ekki suður á meöan þeir hafa skógarærgUdi fil að planta og fá borgað út í hönd fyrir hverja plöntu. Þetta verður sjálfsagt þolin- mæðisverk, því að það þarf mikla íhygli og góða sjón tíl að sjá þegar trén stækka en þá er líka þess að minnast að bændur verða búnir að selja gömlu ærgildin og kýmar úr fiósinu og hafa þá ekkert annað að gera en að mæla sentímetrana sem trén stækka um á hverjum áratug. Ef þetta reynist bændunum um megn, vegna sjóndepm eða leið- inda, þá má aUtaf ráða sérstaka mæUngamenn tU að taka trén út og auka þannig skógarærgildin eft- ir því sem skógurinn vex. Það er mikU framtíð í þessum hugmyndum og ríkissfiómin verð- ur að minnsta kosti ekki sökuð um skort á framsýni. Eitthvað verður líka að gera til að halda lífinu í landsbyggðinni. Skóglendið verður að sjálfsögðu að friða fyrir mönn- um og dýrum og þannig mun Hér- aðið verða friðheUagur staður næstu fiörutíu árin, meðan landið verður skógi vaxið frá fialh til fiöm. Núlifandi íslendingar munu því ekki endUega sjá afraksturinn af tvö hundruð miUjónunum á ári en við eram að skap bændunum vinnu. í því er sniUin fólgin. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.