Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1989, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1989, Page 13
MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1989. 13 dv Útlönd Tæknivæddir glæpamenn Félagar glæpaflokkanna eru flestir svartir unglingar á aldrinum 12-24 ára en foringjar þeirra eru yfirleitt komnir undir þrítugt. ,JFá- tækt er undirrót glæpaílokkanna,'1 segir í skýrslunni. „Glæpir eru ekki aðeins leið til velgengni heldur einnig til að iifa af.“ Glæpaflokkar í Los Angeles 1 Bandaríkjunum eru famir að taka tæknina í þjónustu sína. Þeir nota tölvur, faxtæki og bílasíma til að selja krakk kókaín fyrir milljónir dollara. Ekki láta þeir sér þó það nægja heldur ráða til sín lögfræðinga og bókhaldara, stofna tryggingasjóði til aö leysa félaga sína úr fangelsi og kaupa fyrirtæki eins og bílasöl- ur og gistihús til aö koma eitur- lyíjagróðanum í umferð. „Sú tíð er nú senn á enda þegar glæpaflokkamir börðust innbyrðis einungis um landsvæöi og ein- kennisliti," segir í skýrslu frá fíkni- efiialögreglunni bandarisku (D.E.A.) sem heitir „Krakk kókaín - yfirlit 1989' þar sem flallað er um nýja siöi glæpaflokkanna. „Land- svæði glæpaflokkanna, sem í Los Angeles em enn merkt með veggja- kroti, em ekki bara eitthvað til aö stæra sig af heldur em þau mark- aðssvæði," segir ennfremur í skýrslunni. Krakk kókaínið fer eins og eldur í sinu um Los Angeles og nærliggj- andi borgir. Glæpaflokkamir, sem selja það, em mjög ofbeldissinnaðir og víla það ekkert fyrir sér að drepa saklausa vegfarendur og myrða lögregluþjóna með köldu blóði. Lögreglan áætlar að í Los Ange- les einni starfi um 400 glæpaflokkar og aö 1 þeim séu um 50 þúsund fé- lagsmenn. Þijú þúsund manns hafa látið lífiö í ofbeldisaðgerðum þeirra síöan 1980 og fimmtán þúsund hafa slasast alvarlega. Lögreglan telur að um helmingur fómarlambanna hafi veriö saklausir vegfarend- ur. Samuel Pierce, fyrrum húsnæðis- málaráðherra Bandaríkjanna, veitti flokksgæðingum repúblikana ýmsa fyrirgreiðslu sem þykir á mörkum siðleysis og lögleysu. Þrálátt hneykslismál Birgir Þórisson, DV, New York: Rannsókn bandarískra þingnefnda á spillingu í húsnæðismálaráðuneyt- inu hefur með reglulegu millibili í sumar dregið fram í dagsljósið ný hneykslunarefni. En mikið er talið vanta á að öll kurl séu komin til graf- ar í þessu máli sem talið er eitt hið umfangsmesta þar í landi síðan Wat- ergatehneykslið þvingaði Nixon til að segja af sér. Dómsyfirvöld hafa þegar til rannsóknar um 600 mál tengd húsnæðismálaráðuneytis- hneykslinu sem áætlað er að hafi kostað ríkið tvo milljarða dollara á stjómarárum Reagans. Þingrannsóknin beinist aöallega að þremur þáttum: hver hlutur Samuels Pierce, húsnæðismálaráðherra Re- agans, hafi verið, hvort embætt- ismenn, verktakar og „ráðgjafar" hafi brotiö lög og hvort tengsl séu á milli fjáröflunarstarfsemi Repúbhk- anaflokksins og styrkveitinga hús- næðismálaráðuneytisins. Ljóst þykir að hlutur Pierce er meiri og verri en tahð var í fyrstu. Pierce þóttist framan af ekki hafa vitað hvað undirmenn hans höfðust að. Eins og yfirmaður hans, Reagan, hafi hann htið skipt sér af smáatrið- um í rekstri ráðuneytisins og þess í staö reitt sig á aðstoðarmenn sem hafi brugðist trausti hans. En vitna- leiðslur hafa leitt í ljós að þótt Pierce hafi yfirleitt verið afskiptalaus þá hafi hann nokkmm sinnum gripið inn í til að tryggja vildarmönnum og flokksgæðingum fyrirgreiðslu. Pierce, eini blökkumaðurinn í Re- aganstjórninni, átti glæsilegan feril að baki og lokaþrepið, sem metnaður hans stóð til, embætti hæstaréttar- dómara, virtist innan seilingar. En í Bandaríkjunum er það póhtískur dauöadómur ef upp kemst um meinta siðlausa hegðun, jafnvel þótt lögleg sé. Ekki þykir leika vafi á að atferli undirmanna Pierce hafi verið siö- laust en annað mál er hvort þeir hafa brotið lög. Aftur á móti er óíjós- ara hvort tengsl hafa verið milli fyr- irgreiðslunnar og framlaga í kosn- ingasjóði repúblikana. TEPPI-DUKAR-PARKET-FLÍSAR-MOTTUR-DREGLAR-RENNINGAR-AFGANGAR ALLT AÐ 50% VERÐLÆKKUN ÞÚ GETUR SPARAÐ ÞÚSUNDIR Á ÚTSÖLUNNI HJÁ OKKUR Gólfteppi í rúllum 1 10-30% Dæmi: Lykkjuteppi Milano aóeinskr. Stigateppi - Zeptyr aóeins kr. ! Stofuteppi - Medalion aóeins kr. 745 I.270 1.115 * TePPaaf~ 9°ngar t30-50% * Odýr skrifstofuteppi og teppaflísar Kjarakaup: County Fair - Ijósbrúnt áóur kr. 1.470,- pr. m2, nú-25% eóakr. 1.099,-pr. m2. pr. rrf. pr. m2. pr. m2. Bráóabirgöa teppi kr. 395,- pr. m2 Boen parket lækkar um 250 kr. hver fermetri. Þaö gefur þér 15.000 kr. ef þú ert meö 60 m2 flöt. Lcskkun 15-20% Amstrong gólfdúkar 4 mm soft-þykkur og mjúkur, kr. 1.150 pr. m2. mm spectrum-þéttur og þolinn, kr. 999,- pr. m2. 2 mm Comfort-þœgilegur og þrifinn, kr.824,- pr. m2. Dúkaafgangar og dúkabútar með stórafslætti %>PQbúf0r 0/ I~bqo fyrirlittu börnin VeQ9- og Grfckurmarmarj j ítalskar og spœnskar flísar í fyrsta gceóaflokki ásértnboói 15-25% verölœkkun Stór teppi - mottur og dreglar 15-25% afslóttur -W I | I I IV/ I I Ul V/V/ V/ I V/V/I\^l B / V 'w. . w. ^ . K]l=URO rnanBEwSi „ !<mim [jgy \ vIsa \ Samkort TEPPABUÐIN GOLFEFNAMARKAÐUR SUÐURLANDSBRAUT 26 S-91 681950

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.