Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1989, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1989, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1989. Frjálst.óháö dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarfornnaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (1)27022-FAX: (1)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð I lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Nýr einkaskóli Þegar einkaskólinn viö Tjörnina var stofnaður fyrir nokkrum árum olli þaö nokkru flaörafoki. Skólinn skap- aöi deilur meöal skólamanna og stjórnmálamanna. Margir foreldrar voru og eru hins vegar fúsir til aö senda börn sín í Tjarnarskóla og skólinn er ennþá starfrækt- ur. Fyrir utan byijunarerfiðleika og minniháttar mistök hefur þessi tilraunastarfsemi gengiö vel og nú hafa nokkrir málsmetandi aöilar tekið höndum saman og vilja stofna annan einkaskóla, Miðskólann, fyrir yngstu árganga grunnskólans. Tilgangur skólans virðist fyrst og fremst vera sá, aö bjóöa nemendum upp á nýja möguleika í námi og skóla. Boöið er upp á samhangandi kennslu og þar að auki eftirht meö börnum fyrir og eftir skólatíma, sem á að létta undir meö útivinnandi foreldrum. Áhersla er lögö á aðstoð og ráögjöf við heimanám og markvissa kennslu í undirstöðugreinum. Aukin áhersla er lögö á hstnám og mikið verður lagt upp úr líkamlegu heilbrigöi og gerir stundarskráin ráð fyrir fleiri leikfimitímum en venja er í grunnskólunum. Skólagjöld hafa verið ákveð- in tólf þúsund krónur á mánuði. Hér er tvímælalaust um nýjungar að ræða að mörgu leyti og ef kennslan sjálf verður sambærileg við það sem annars staðar þekkist, þá er ástæða til að mæla með þessu frumkvæði. Það er lofsvert ef áhugasamir skóla- menn gera tilraun th að auka Qölbreytnina í fræðslu- kerfinu og koma til móts við sérþarfir og breyttar að- stæður í þjóðfélaginu. Grunnskólinn er steyptur í sama mótið og kerfið er tregt til allra nýjunga, jafnvel þótt innan þess sé bæði metnaður og vilji th að breyta th. Skólar, sem eru sjálfstæðir í rekstri og minni í sniðum, hafa meiri möguleika th að laga sig að aðstæðum sam- félagsins, foreldra og barna. Það er af hinu góða þegar unnt er að bjóða upp á valkosti í námi og ekki þarf að sníða aha eins samkvæmt staðlaðri stundaskrá. Fræðsluráð Reykjavíkur hefur samþykkt skólann, en aftur á móti hefur það staðið í Svavari Gestssyni menntamálaráðherra að samþykkja reglugerð fyrir skólann. Stendur það helst í ráðherra að börnum sé mismunað og hann kahar þetta yfirstéttarskóla, vegna þess að aðeins efnaðir foreldrar hafi tök á að greiða skólagjöldin. Einnig hafa fuhtrúar kennarsamtakanna látið í sér heyra þar sem þeir agnúast út í skólann á þeirri forsendu að allir nemendur eigi að hafa jafnan rétt th náms. Skoðanir menntamálaráðherra og kennarasamtak- anna byggjast báðar á fordómum. Enginn glatar rétti th náms þótt nýr einkaskóh sé stofnaður, fyrir þá sem þangað eru sendir. Og hvað kostar dagvistun fyrir börn, hvað kostar einkanám í hstgreinum og eru grunnskól- amir ekki misjafnir að gæðum eftir því hvaða úrval af kennurum fæst th starfa? Á þá ekki að banna sumum að búa í einbýhshúsum, af því til eru þeir sem ekki hafa efni á að kaupa sér shkan lúxus? Kjami málsins er sá að svo ffamarlega sem grunn- skólinn er skyldunám og ríkið uppfyllir þá kröfu sam- félagsins að veita þá undirstöðumenntun, er ekkert því th fyrirstöðu að leyfa einkaskóla th hhðar við sjálft kerfið. Það léttir jafnvel undir og stuðlar að eðhlegri samkeppni milh skóla. Það er nemendunum th góðs, það kemur framtíðinni vel og það er öhu námi og mennt- un hoht að veita nýjum straumum, nýjum hugmyndum aðgang. Ehert B. Schram „Seiðaframleiösla óx ört hérlendis og seiðin voru flutt út til Noregs, írlands og Skotlands." „Ekki er kyn þótl keraldið leki“ Fréttir berast ótt og titt um erf- iðleika í fiskeldi. Menn spyrja sig eins og leiðarhöfundur Morgun- blaðsins: „Er laxaævintýrið búið?“ í öllu öldurótinu gleyma menn að athuga hvemig og af hverju staðan kom upp. í þessari grein ætla ég aö rifja upp nokkur aðalatriði. Seiðaeldið ísland hefur góðar náttúrulegar aðstæður til seiðaeldis. Þar er um að ræða gnægð af góðu fersku vatni og jarðvarma, en við seiðaeldi má nota lágvarma sem erfitt er að nýta til annarra hluta. Meðan laxeldið óx hvað hraðast í Noregi var gífur- leg eftirspum eftir laxaseiðum. Seiðaframleiðsla óx ört hérlendis og seiðin voru flutt út til Noregs, írlands og Skotlands. Þessi markaður lokaðist snögg- lega. Svo snögglega að enginn virt- ist vara sig á því, ekki einu sinni Norðmenn sjálfir. Sum íslensku fyrirtækin vom með undirritaða samninga í Noregi um seiðasölu þegar markaðurinn lokaðist. Leyfi þarf til útflutnings seiða eins og hf- andi dýra. Samningar reyndust einskis virði. Sum fiskeldisfyrir- tækin hér höfðu stofnað sölufélag með Norðmönnum. Þessi félög unnu að sölu í Noregi, þ.e.a.s. norskir starfsmenn og geröu sér enga grein fyrir því að markaður- inn var að lokast. Ekki einu sinni Norömenn sjálfir. Offramleiðsla varð í Noregi og þeir lentu sjálfir í miklum vanda. Meira að segja eftir á er eins og enginn hafi séð fyrir að þetta mundi gerast 1988. Flestir bjuggust við erfiðari markaði 1989. En hvað átti þá að gera? Matfiskeldi - hafbeit Sumarið 1988 var þvi til 1 landinu gífurlegt magn af laxaseiðum. Hér var um veruleg verðmæti að ræða. Eftir miklar umræður ýmissa að- ila, þar á meðal opinberra nefnda, komust menn að þeirri niöurstöðu að hagkvæmast væri að ala seiðin í sláturstærð, ella væru verðmætin töpuð. Nokkuð gat farið í hafbeit en annað varð að fara í matfisk- eldi, þ.e. sjókvíar eða strandeldi. Stjómvöld tóku þá ákvörðun að heimila erlenda lántöku allt að 800 m.kr. til þess að unnt væri að ráö- ast í nauðsynlegar fjárfestingar þannig að eldið gæti fariö fram. Stuttu síðar ákváðu stjómvöld síðan að leggja 6% skatt á erlendar lántökur til þess að draga úr þenslu, reyna að hindra að menn tækju erlend lán, þ.e.a.s. drægju það til næsta árs. Fiskeldismenn gátu auövitað ekki dregið sína fjárfestingu. Það er ekki unnt aö segja við ólétta konu að hún megi ekki fæða fyrr en vaggan er tilbúin. Fiskur- inn hélt áfram að vaxa, þéttleikinn í kerunum óx og fiskurinn yrði verðlaus ef rýmið yrði ekki aukið. Kjallariim Guðmundur G. Þórarinsson alþingismaður að ala seiðin í sláturstærð. Áætlað var að útflutningsverðmæti laxins gætu orðið 5.000 m.kr. árið 1990 þegar hann hefði náð sláturstærð, þ.e. um 10.000 tonn. Þetta er hvorki meira né minna en 10% af heildar- vöruútflutningi íslendinga sem nemur um 50.000 m.kr. En ekkert afurðalánakerfi var til. Deilan stóð um veð í lifandi fiski. 5.000 m.kr. útflutningsverömæti framleiða menn ekki án afurða- lána. Sumir fengu engin lán. Aðrir fengu 37,5% af tryggingaverðmæt- um. Þetta þýðir að fyrirtæki, sem á í sinni stöð lax í eldi fyrir 100 m.kr., fær 37,5 m.kr. í afurðalán. Þarna vantar 50-60 m.kr. Hvar á að taka þær? Ekki bara þaö, þetta fyrirtæki á enn ár eftir í slátrun og allt er á dráttarvöxtum. í þessu Stjórnvöld heimiluðu lántöku til fjár- festinga vegna neyðarástands, en lögðu síðan skatt á lántökuna til þess að draga úr mönnum að nýta hana. Þannig heimiluöu stjómvöld lán- töku til fjárfestinga vegna neyðar- ástands en lögðu síðan skatt á lán- tökuna til þess að draga úr mönn- um að nýta hana. Vinstri höndin veit ekki hvað sú hægri gerir. Allt þýddi þetta að upp undir 10% fengins láns fór í skatta. Dæmi: fyrirtæki sem fékk 25 m.kr. lán til framkvæmda varð í raun að greiða 2,5 m.kr. í gjöld áður en það fékk féð í hendur, þ.e. erlendan lántöku- skatt, lántökugjald, stimpilgjald, þinglýsingargjald o.s.frv. Væri síð- an ákveðið að leggja féð inn sem eigið fé, hlutafé í fyrirtækið til þess aö minnka skuldir, varð að greiða ríkinu 2% sem stimpilgjöld af hlutabréfum eða tæpa hálfa milljón í viðbót. Þetta þýðir að af 25 m.kr. skila sér í raun 22 m.kr., þ.e. 3 m.kr. fara til ríkisins. Halda menn að þetta nái nokkurri átt? Síðan hafa fyrirtækin auðvitað ekki fengiö þessi stofnlán þannig að lánaðar hafa verið rúmlega 400 m.kr. af þessum 800 m.kr. sem seg- ir sína sögu um þéttleikann í stöðv- unum. Það mál er saga út af fyrir sig. Kórónan er síðan sú að Alþingi ákvað að fella erlenda lántöku- skattinn niöur af fiskeldinu. En fj ármálaráðherra gat ekki ákveðið hvemig fyrr en nú í ágúst og eldis- fyrirtæki hafa greitt 10 m.kr. í þennan skatt eftir að hann var felldur niður og ekki fengið endur- greitt enn. Sjálfsagt verður endur- greiðslan síðan án vaxta og verð- bóta. Hvað svo? En það þarf rekstrarlán til þess sambandi þurfa menn að hafa í huga að útflutningsgreinar fá 75% afurðalán og samkeppnislönd okk- ar í Jaxeldi hafa öll komið upp góð- um afurðalánakerfum. Og enn eitt atriði. Það tekur 3 ár að ala laxinn frá klaki til slátrun- ar. Af þessum 37,5% afurðalánum veröa eldisfyrirtækin að greiða mánaðarlega vexti í þrjú ár án tekna. Ákveðið var að koma á Trygg- ingasjóði fiskeldislána sem sumir halda að sé ríkisábyrgð fyrir fisk- eldið. Svo er þó ekki í reynd sam- kvæmt lögunum, heldur á sjóður- inn að bera sig og eldisfyrirtækin bera ábyrgðina eitt fyrir öll og öll fyrir eitt. Þessi sjóður þarf um 12% fyrir sitt og þó hafa bankamir ekki viljað taka hans tryggingar gildar. Þrautaráð var að skjóta Fram- kvæmdasjóði á milli sem tekur • % fyrir sitt. Samt fæst engin afgreiðsla á hækkuðum afurðalánum því nú tala bankarnir um endurskoðaða verðskrá. Ákvöröunin um að ala seiðin var tekin sumarið 1988. Ár er hðið og í reynd hefur ekkert gerst í afurða- málum. Eldisstöðvunum er ætlaö að skila 5.000 m.kr. verðmætum án afurða- lánakerfis. Rök má síðan leiða að því að vext- ir af þeim afurðalánum sem fengist hafa séu um 30% ofan á dollara. Ég hefi sagt að slíkan fjármagns- kostnað beri engin grein nema eit- urlyfjasala. Guðmundur G. Þórarinsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.