Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1989, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1989, Síða 29
MIÐVMu'DÁb-líR 16.ÁÚÚST iééú.; -! 5 41 Tsjemobyl á Atlantshafi: Hvað gæti annars gerst? Undanfarin 50 ár höfum viö íslend- ingar ekki borið gæfu til að samein- ast um stefnu landsins í utanríkis- málum. Menn hafa skipst í tvær fylkingar, með og á móti her, með og á móti Atlantshafsbandalaginu. Á síðustu árum hefur þetta verið að breytast og það á betri veg. Al- þýðubandalagsmenn eru farnir að geta talað um NATO af raunsæi, já, sjá jafnveí möguleika á að taka þáttj störfum þess til að koma sjón- armiðum sínum á framfæri. Rétt viðbrögð Það setur vissulega óhug í menn þegar hvert kjarnorkuslysið af öðru á sér stað, fyrst langt, langt í burtu, í Úkraínu. Það var mikill léttir að vera hæfilega langt frá slysstað í það sinn. En það var skammvinn ánægja. Kjamorku- knúnir kaíbátar í hafi nálægt ís- lands ströndum fylgdu í kjölfarið. Því verður ekki á móti mælt að íslenskir ráðamenn hafa brugðist rétt við þessari þróun. Menn láta nú í sér heyra á erlendum vett- vangi, á réttum vettvangi, innan Atlantshafsbandalagsins, og bera fram kröfur um að þessi mál verði tekin fostum tökum. Annarra kosta eigum við íslendingar ekki völ. Til þess að koma Bandaríkja- mönnum í skilning um að okkur er alvara þegar við krefjumst þess að Atlantshafið verði friðað fyrir kjarnorkuknúnum stríðstólum verðum við að standa saman. Við veröum að geta litið á þessi mál af skynsemi og komist að nokkurn veginn sömu niðurstöðu, hvort sem við kjósum A, B, D, eða E - eða hvað allir þessir flokkar heita. Það er ekki þar með sagt að það eigi að vera eitthvert kappsmál að troða sérstakar illsakir við Banda- ríkjamenn. Við verðum að eiga við þá samstarf sem búa í námunda við okkur, en við eigum aö geta sagt mönnum skoðun okkar kinn- roðalaust. „Geislamengun viljum við enga hafa.“ Nú ætti að vera lag til að koma bæði Sovétmönnum og Bandaríkjamönnum í skilning um að kjamorkuvígbúnaður á höfun- um getur ekki gengið lengur. Óeining Norðurlöndum, að íslandi frá- töldu, hefur tekist að skapa sam- stöðu meðal þjóða viðkomandi landa um þá utanríkisstefnu sem KjaHarinn rekin hefur verið frá stríðslokum. Það hefur tekið misjafnlega langan tíma að skapa þá einingu meðal þjóðanna, en það hefur tekist. Þó svo að ein ríkisstjórn fari frá og önnur taki við þá breytast ekki við- horf nýs utanríkisráðherra til ör- yggismála þjóðanna. Þróun hér á Islandi hefur borið keim af slíkri þróun nokkur undanfarin ár og er það vel. Við verðum að koma fram við Bandaríkjamenn í þessum málum af fullri einurð, eins og gert var við Breta í landhelgisbaráttunni. Ekki til þess að vera á móti Bandaríkja- mönnum, ekki til þess að vera með slagorð og uppívöðslur við Banda- Borgþór Kjærnested fréttamaður „Alþýðubandalagsmenn eru farnir að geta talað um NATO af raunsæi, já, sjá jafnvel möguleika á að taka þátt 1 störf- um þess til að koma sjónarmiðum sín- um á framfæri.“ ríkjamenn, heldur til þess að koma íslenskum málstað á framfæri og til þess aö tryggja íslenska öryggis- hagsmuni. Það á að vera stefna okkar íslend- inga að flytja mál okkar á erlendum vetvangi, greina mönnum frá ótta okkar við kjarnorkumengun og hverju hún gæti váldið okkur, lagt líf vort í rúst. Þannig sköpum við víðtæka samstöðu allrar þjóðar- innar um þessi tilverumál íslenskr- ar þjóðar, án tillits til flokkadrátta og skammsýnna eiginhagsmuna. Slík þróun yrði íslenskri þjóð til mikillar gæfu. Án þess að metast um það hvaða utanríkisráðherra gerði hvað eig- um við að standa að þeirri viðleitni í þessa veru sem íslensk stjórnvöld hafa verið að gera undanfarin ár. Borgþór S. Kjærnested Það ætti að koma bæði Sovétmönnum og Bandaríkjamönnum í skilning um að kjarnorkuvígbúnaður á höfunum getur ekki gengið iengur, segir höfundur í grein sinni. Úrval Qerðu gott frí enn betra taktu Úrval með í ferðina 'nmarit íyrir alla Þorpið sem stökk inn i nútímann - Þrælar á flótta frá Bahia fundu stað sem var umlukinn hæðum. Þetta var hinn besti felustaður og þeir bjuggu þar einir og afskiptir í 165 ár. Qrikkland: griðland alþjóðlegra hryðjuverkamanna - Hvemig stendur á því að einn samstarfsaðili okkar í Atlantshafsbanda- laginu veitir nokkrum voðalegustu hryðjuverkamönnum heimsins stúðn- ing og griðastað? Upphaf fjórhjóladrifsins - fjórhjóladrifið er ejyki nýtt - eins og kemur fram í þessari grein. Þjófaklettar í Frakkagili - Hér segir frá hroðalegum atburði sem gerst mun hafa á 17. öld austur í Þistilfirði er franskir lögðust í sauðaþjófnað þar um slóðir en innfæddir komust að þvi og hefndu grimmilega. Þetta er aðeins sýnishom af því sem er að lesa í Úrvali núna. Askriftarsíminn er Náðu þér í hefti sttax á næsta blaðsölustað. 27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.