Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1989, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1989, Síða 36
 F R ETTAS KOTIÐ ' Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. Bitstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Frjálst,óháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1989. íslandsmeistari í skák: Jón L. sigraði Margeir í einvíginu „Það má kannski segja aö það sé ólýsanleg tilfinning að verða íslands- meistari í fyrra,“ sagði Jón L. Áma- son stórmeistari eftir að hafa sigrað Margeir Pétursson í 8. skák þeirra í einvíginu síðbúna um íslandsmeist- aratitilinn í skák 1988. Margeir lenti í erfiðleikum 1 upp- hafi skákarinnar og tapaði fljótlega peði. Sigur Jóns L. var aldrei í hættu og lauk skákinni eftir 49 leiki með uppgjöf Margeirs. Þetta er í þriðja skiptið sem Jón L. verður íslandsmeistari í skák en hann fær ekki að njóta titilsins lengi nú því ráðgert er að næsta íslands- mót fari fram um miðjan september. Gerði Jón L. ráð fyrir að reyna að verja titilinn þar. -SMJ Flateyri: Fundi sóknar- nefndar frestað Reynir Traustason, DV, Flateyri: Nokkir bændur í Holtsprestakalh í Önundarfirði gátu ekki mætt á fund sóknarnefndar á Flateyri í gær vegna heyskapar inni í firði. Þeir þurftu að nýta þurrkinn en á fundinum átti aö fjalla um að séra Gunnar Björnsson verði kallaður til sem prestur í sókn- inni. Fundur sóknamefndarinnar verður í dag eöa kvöld á Flateyri. Tahð er nokkuð ömggt að meiri- hluti sóknamefndar vhji kaha séra Gunnar th starfsins en þess má þó geta að einn varamaður í sóknar- nefndinni sagði af sér í gær. Ólafsíj aröarmúlinn: Aur og grjót lokaði veginum Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Ef ekki rignir meira verður hægt að opna slóð hér í gegn hvað úr hverju án þess að ég sé að hvetja fólk th að far hér um,“ sagði Valdi- mar Steingrímsson, vegaeftirhts- maður í Ólafsfjarðarmúla, í samtali við DV í morgun. Valdimar sagði að í gær hefðu fall- ið aur- og grjótskriður á veginn víða í Múlanum. Talsvert var af stórgrýti á veginum á vissu svæði og aurskrið- ur höfðu víða fallið, aðahega í Vogagjá þar sem skemmdir urðu talsverðar. Viðgerð átti að fara að hefjast þegar DV ræddi við Valdimar í morgun. LOKI „Ó sole mio" Italskir ferðamenn „flottir á því1 Gista, eta og drekka en „gleyma“ svo að borga! - hafa stungið af frá ógreiddum hótelreikningum á Höfti, Egilsstöðum og Akureyri Gyifi Krisljánssan, DV, Akureyit , JÞað vantaöi ekki aö þessir menn buðu af sér góðan þokka, voru einkar viðkunnanlegir og kurteis- ir, en þeir létu sig hafa þaö að labba út af hótelinu frá 40 þúsund króna reikningi á mánudaginn og th þeirra hefúr ekki sést síðan,“ segir Inga Ámadóttir, hótelstjóri Hótel Stefaníu á Akureyri, um viðskipti hótelsins viö tvo ítah sem gistu þar um helgina. Hótel Stefanía er ekki eina hótehö sem hefur lent í slíkura „viðskiptum“ við ítalska ferða- menn undanfaraa daga, það saraa hefúr gerst á fleiri hótelura á lands- byggöinni. Inga Árnadóttir segir aö ítahrnir, sem skráðu siginná Hótel Stefaniu undir nöfhunum Mario Negro og Luca Orofino og sögöust vera kenn- ari og nemi, hefðu lifað eins og greifar á hótelinu um helgina, etið dýrindis steikur og drukkið dýr vín með eins og flottir menn. Á mánu- dagsmorguninn hefðu þeir fariö út af hótelinu, og þá hefði annar þeirra ítrekað að hann væri ekki á fórum heldur kæmi aftur. Farang- ur þeirra var í litlum íþróttatösk- um. Starfsfólkið á hótehnu var í mikl- um ham í gærkvöld og var jafiivel i hígerð að halda th Seyðisfiarðar á morgun ef vera kynni aö þessir „fuglar“ ætluðu sér utan með ferj- unni Norrænu. Mönnunum er lýst þannig að annar sé 175-180 cm á hæð, þrekinn og stuttkhpptur en hinn áhka hár, grannur, langleitur með hrokkið hár og kónganef! „Þettakennir okkur vonandi ein- hverja iexiu við móttöku á feröa- mönnum,“ sagði Sigurborg Kr. Hannesdóttir, hótelstjóri Hótel Valaskjálfar á Egjlsstöðum, í gær- kvöld en það hótel fékk tvo ítali í heimsókn sl. fóstudag og gistu þeir fram á mánudag. Þeir greiddu fyrir gistinguna en hlupust á brott frá matarreikningum upp á 17.400 krónum. Þeir sem þar voru á ferð eru taldir hafa verið um 25 ára gamlir og annar þeirra, sem skráði þá inn á hótelið, gaf upp nafihö Cosimo Picazio. Sennhega voru þetta sömu menn og gistu á Hótel Höfn á Homafírði aöfaranótt fóstudags, lýsingin á þeim keraur heim. Á Höfn skhdu þeir eftir ógreiddan reikning upp á 8.800 krónur. „Ég ér búinn að gera það sem ég get gert, kæra þetta th lögreglu og útlendingaeftirlits, og það verður svo að ráðast hvort það tekst aö hafa hendur í hári þessara manna,“ sagði Árni Stefánsson, hótelstjóri á Höfn, í samtali viö DV í gærkvöldi. Ámi sagöi aö þetta yrði til þess aö farið yrði að skrá gesti inn meö nákvæmari hætti og ganga eftir aö sýnd væru skilrM „Annars er þetta mjög slæmt mál, ítalir hafa verið mjög góðir viðskiptavinir, þeir eru feröaraenn sem raér finnst aö viö ættum að reyna að laða hing- aö því þeir eiga peninga, og þetta sera nú gerðist er undantekning,“ sagði Árni. Félagar í Sniglabandinu setja hljómflutningstæki og mótorhjól inn i gám í gær fyrir ferðina til Sovétríkjanna, f.v.: Björgvin Ploder, Skúli Gautason, Björn Bragi Kjartansson og Einar Rúnarsson. Á myndina vantar Sigurð Kristins- son - hann fer í staó Baldvins Ringsted sem stundar nám og kemst þess vegna ekki með.- sjá bls. 40 DV-mynd JAK Veðrið á morgun: Þurrt sunnan- lands Á morgun verður norðan- og norðvestanátt, kaldi eða stinn- ingskaldi. Þurrt um sunnanvert landið en skúrir annars staöar. Hitinn verður 6-12 stig. Hagvirki borgaði Forstjóri Hagvirkis, Jóhann Berg- þórsson, greiddi í gær fuhtrúa fjár- málaráðuneytisins áætlaða sölu- skattsskuld fyrirtækisins upp á 108 mhljónir. Th þess að geta greitt skuldina seldi Hagvirki nokkrar eignir. Um leið hefur Hagvirki áskhið sér allan rétt th að reka máhð áfram en fyrirtækið rekur nú máhð bæði fyrir ríkisskattanefnd og bæjarþingi Hafn- arfiarðar. -SMJ Heimsbikarmótið: Kasparov vann Short Það var ekki mikill baráttuhugur í skákmönnunum á heimsbikarmót- inu í Svíþjóð í gærkvöldi. Það var aðeins heimsmeistarinn Kasparov sem stóð upp úr og sigraði Short. Öðrum skákum lauk með jafntefli. Salov er enn efstur en Kasparov kemur í humátt á eftir honum og á inni eina biðskák. -SMJ Kgntucky Fried Chicken Kjuklingursembragð eraö. Opið alla daga frá 11-22. Til 140 staða í 77 löndum ARNARFLUG KLM Lágmúla 7, Austurstræti 22 ® 84477 & 623060

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.