Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1989, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1989.
13
Lesendur
Sjónvarpiö:
Deyjandi dagskrá
Dóra skrifar:
Þaö hefur ekki þurfl
skyggni til að sjá að dagskrá Ríkis-
sjónvarpsins hefur farið hrakandi
dag frá degi undanfarið og er nú
svo komið, að nánast er ekkert
áhugavert í þeim fiölmiðh utan
firéttir sem einnig eru orðnar mjög
fábrotnar og varla að tekið sé til
umfjöllunar það sem þó er efst á
baugi hvem dag sem höur.
Tökum hú bara einn sem dæmi
fimmtudagskvöldið 17. ágúst sl.
Áður en fólk sem vinnur fuhan
vinnudag sest niður til að horfa á
sjónvarp, var kannski einn sá þátt-
ur sem gaman væri að fylgjast
með, brasilíska sjónvarpsmyndin
um ambáttina Isaura. Hún er sögð
mjög góð og sérkennileg mynd - en
því miður sýnd á þeim tíma sem
flestir hafa ekki tíma til að horfa.
Fréttir voru kl. 20 að venju. i
fréttum Stöðvar 2 var rætt við for-
mann þingfiokks Framsóknar-
flokksins um mál Borgaraflokks-
ins. Mál sem hafði verið í fréttum
einhverrar útvarpsstöðvarinnar að
deginum, heitt mál þessa stundina.
- Ekki orð um það í fréttum Ríkis-
sjónvarpsins!
Síðan kom kvölddagskráin. Þar
var aðeins um einn eða í mesta lagi
tvo þætti að ræða, Matlock og Nýj-
ustu tækni og vísindi (mest endur-
tekið efni frá fyrri þáttum!). Sá
þáttur átti reyndar að endast fram
að fréttum ki 23. - Það stóðst nátt-
úrlega ekki.
Þá var tekiö til þess „bragðs“ að
skella á skjáinn myndbandi um
útfyllingu fjónaskýrslna vegna bif-
reiðaárekstra - og til viðbótar
Austur-Evrópumynd, hvorki meö
tah né texta - eins konar brúöuleik-
mynd fyrir vanvita. Og svo ítölsku
Línunni til að reyna að ná saman
endum fram að fréttum. Iinunni
"hafði verið „brugðið upp“ áöur í
dagskránni eins og það heitir á
kynningarmáh, og svo myndbönd-
um, eins og ávailt þegar ekki stend-
ur steinn yfir steini, miöað við aug-
lýsta dagskrá.
Á undan fréttum komu svo 2 eöa
3 kyrrmyndaauglsýsingar. þessar
„ehefu-fréttir“ voru náttúrlega
hvorki fugl né fiskur fremur en
venjulega og eru algjörlega óþarf-
ar. Venjulega byijað á einhverjum
glefsum úr bama- eða dýraleikjum,
t.d. af kanínu sem hleypur í kring-
um hús í Árbæjarsafni eða annað
þ.h.
A Stöð 2 sama kvöld voru ekki
færri en S þættir eftir fréttir, einn
innlendur þáttur meö lifandi
skemmtiefrú, gamanmyndaflokk-
ur, leynilögreglumyndin Serpico,
rúmlega klst. langur djassþáttur
og leikin heimildarkvikmynd um
Jacqueline Kennedy. - Svona var
nú sjónvarpskvöldið þetta.
Það má svo sem segja að maður
eigj bara að láta sér nægja það sem
Ríkissjónvarpið úthlutar. En þetta
er ekki svona einfalt Þegar farið
er að rukka 1500 krónur á mánuði
i afnotagjald, sem maður getur ekki
afsagt þótt maður vfrji, er þetta
náttúrlega engin þjónusta af hálfu
þessa ríkisrekna fjölmiölils.
Það hlýtur að vera verkefiú Al-
þingis aö afhema þá kvöö á lands-
mönnum að greiða afiiotagjald til
sjónvarpsstöðvar sem er í vand-
ræöum með að halda úti sæmilegri
og viðunandi dagskrá, og geta ekki
.einu sinni staðið við þá sem aug-
lýst er, og fyha síöan upp með rusli
og endurteknu efiii á meöan klukk-
an tifar til dagskrárloka.
Þátttakendur í utanrikissráðherrafundi Norðurlanda mæta á Isafirði.
I fundarsölum á flörðum vestur
Friðarhjal fellt niður
Gunnar Kristjánsson skrifar:
Það er eins og þessi fundur utan-
ríkisráðherra Norðurlandanna hafi
farið hjá garði í þetta sinn. Það er
kannski vegna þess að hann var
haldinn á ísafirði. Ég er að því leyti
sáttur við aö hann var haldinn þar,
að meö því móti hefur sennilega
sparast ýmis kostnaður sem ahtaf
verður meiri hér í Reykjavík. Það er
því vel th fundið hjá Jóni Baldvini
að stefna hðinu vestur á firði.
Það eru heldur ekki yfirþyrmandi
fréttir af fundinum að þessusinni og
er það merki þess þama hefur aht
farið fram með frið og spekt. Ekki
síst vegna þess að þarna hefur htið
farið fyrir þessari svoköhuðu friðar-
umræðu sem fréttamenn eru svo
sólgnir í að birta fréttir af, hvar sem
hún er tekin á dagskrá.
Það kom t.d. fram aö tihagan um
kjamorkulaust svæði á Norðurlönd-
unum er ekki lengur th umræðu, ein-
faldlega vegna þess að nú er mikh
þíða í samskiptum risaveldanna og
árangin- hefur náðst í afvopnunar-
viðræðum þeirra á öðrum vettvangi.
Það má einnig telja th jákvæðrar
þróunar í utanríkismálum að utan-
ríkisráðherra okkar lætur fuhtrúa
okkar á þingi Sameinuðu þjóðanna
ekki styðja thlögu þeirra sænsku og
mexíkönsku um málefni Palestínu. -
Það má því segja að þótt fréttum af
utanríkisráðherrafundinum vestra
sé ekki slegið upp í stríðsletri, þá em
þær allar jákvæðar, og mest fyrir það
að hið margþvælda friðarhjal hefur
mestmegnis fahið niður.
Tvennt til athugunar fyrir SVR
Gunnar Halldórsson hringdi:
Það er tvennt sem mig langar th
að koma á framfæri við stjóm
Strætisvagna Reykjavíkur sem
annars veita hina bestu þjónustu
við borgarana.
Annað er það hvort ekki væri
hægt að lengja þann tíma sem
skiptimiðamir gilda - t.d. upp í eina
klukkustund. Þaö er oft alveg á
mörkunum að maður nái að nýta
þá ef maður hefur rétt skotist í
verslun í námunda við stoppistöðv-
ar vagnanna. Þetta kemur sér
stundum iha fyrir þá sem ekki em
því frárri á fæti, eins og eldra fólk.
Jafnvel fleiri.
Annað atriðið er hvort hægt væri
að koma því við að láta vagninn
sem ekur eftir Kalkofnsveginum
niður í miöbæ stoppa við Esso-
stöðina t.d., svo að þeir sem þurfa
ekki að fara alveg suður í Lækjar-
götu geti farið úr þarna við Hafnar-
strætið. Margir eiga leið í Gjald-
heimtuna t.d. og annað þama í
grennd en vhja ekki þurfa að ganga
frá Lækjargötunni. Þetta er nú líka
í og með hugsað fyrir þá sem ekki
em jafnfótfráir og þeir áður voru.
FIAT UNO 45S ’88
Fallegur og mjög vel með farinn, ekinn 37 þús„ sum-
ar- + vetrardekk, útvarp, skipti á ódýrari, skulda-
bréf. Verð 430 þús. Uppl. í síma 657551.
KENNARAR
Kennara vantar að grunnskóla Vopnafjarðar næsta
skólaár. Um er að ræða kennslu yngri barna. í boði
eru húsnæðisfríðindi fyrir réttindakennara. Uppl. veit-
ir skólastjóri í símum 97-31218 og formaður skóla-
nefndar í síma 97-31275.
Skólanefnd
AUGLÝSING
um styrki Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar
(WHO) á sviði heilbrigðisþjónustu árin 1990 og 1991.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefurtil ráð-
stöfunar nokkurt fé til styrktar starfsfólki á sviði heil-
brigðismála. Lögð er áhersla á að styrkir komi að not-
um við eflingu á heilsugæslu og við forvarnir sjúk-
dóma í samræmi við langtímamarkmið um heilbrigði
allra árið 2000.
Umsóknareyðublöð fást í heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytinu.
Umsóknir sendist ráðuneytinu eigi síðar en 20. sept-
ember 1989. Eldri umsóknir þarf að endurnýja.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið,
21. ágúst 1989.
Ertu að selja? -
Viltu kaupa? -
eða viltu skipta?
DV
Bílamarkaður
á laugardögum og
smáauglýsingar daglega.
Fjöldi bílasala, bílaumboða og einstaklinga auglýsa fjölbreytt úrual bíla
aföllumgeröum og i öllum uerðflokkum meðgóóum árangri.
Athugið að auglýsingar í DV-BÍLAR á laugardögum þurfaað berast í sið-
asta lagi fýrir kl. 17.00 á ftmmtudógum.
Smáauglýsingadeildin erhins vegaropin alla daga frá kl. 9-22 nema
laugardaga kl. 9-14 og sunnudaga frá kl. 18-22.
Smáauglýsing í HELGARBLAÐ verður
að berast fyrir kl. 17.00 á föstudögum.
Augl lýsingac leild
DV!
Sími 27022