Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1989, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1989, Síða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1989. Sviðsljós Ólyginn sagði... Neil Diamond er einn þeirra frá Ameríku er barist hafa úr fátækt og erfiðleik- um til frægðar og frama. Þykir slíkt mikið afreksverk vestra og mun merkilegra heldur en að fæðast með silfurskeið í munni og vera frægur eftir það. Upphaf ferils Neils Diamond var á þá leið að hann strauk að heiman frá sér, úr Brookíynhverfinu í New York, 13 ára gamall. Hann fór til Miðvesturríkjanna þar sem hann gekk í hljómsveitina Strokupilt- amir. Bob Dylan var einnig eitthvað óánægður með æskuheimili sitt í Hibbing í Minnesotafylki. Eða það hlýtur bara að vera því hann strauk að heiman sjö sinnum áður en hann hafði vit á því áð snúa aldrei þangað aftur. W.C. Fields hinn góðkunni gamli leikari frá blómatíma Hollywoodmyndanna á fjórða áratugnum var þó sá skrautlegasti þessara þriggja hvað varðar erfiðleika í æsku. Segir sagan að faðir hans hafi barið hann í hausinn meö skóflu. Fields, sem þá var ellefu ára, fleygði þá kassa í höfuð fóður síns, strauk að heiman og hóf störf á Vaudeville skemmtistað við að leika alls kyns hunda- kúnstir. Þaðan lá leiðin síðan til frægðar og frama. - ■ - i ■ '......... ' s . . HtfVRk •<»*.«• «* r . ® *' ■ jk í%m. 4.®* fi: 1 $ m* Nokkrir samkomugesta við húsið glæsilega á Skriðuklaustri. Framarlega til hægri er Helgi Seljan sem var kynnir á hátíðinni. DV-myndir Sigrún Hátíð á Skriðuklaustri Sigrún Björgvinsdótlir, DV, Egisstöðum; Fjöldi fólks víða af landinu var samankominn að Skriðuklaustri á sunnudag á veglegri hátíð til minn- ingar um að á þessu ári eru 100 ár liðin frá fæðingu Gunnars Gunnars- sonar skálds. Sonardóttir skáldsins, Franzisca Gunnarsdóttir, afhjúpaði styttu af skáldinu og menntamála- ráðherra, Svavar Gestsson, skýrði frá því að Sveinn Skorri Höskuldsson prófessor hefði fyrstur manna verið tilnefndur til að dvelja ífræðimanns- íbúð Skriðuklausturs - í einu glæsi- legasta húsi landsins, sem Gunnar reisti þar 1939. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á húsinu og um- hverfl þess í sumar. — Sveinn Skorri Höskuldsson tekur á móti gestabók fyrir fræðimanns- íbúðina frá menntamálaráðherra. Kirsten Norholt og Lisbeth Dahl í atriði úr revíunni á Bakkanum sem hlotið hefur metaðsókn í sumar. Upp- blásið hold Þessar hraustlegu konur eru ekki höfn í sumar. eins mjúkholda og halda mætti við Metaðsókn hefur verið að þessari fyrstu sýn. Spikið er bara loft inni í revíu en hún verður sýnd út ágúst- sérstökum búningum. En þær Stöllur mánuð. Er gert ráð fyrir að þá verði leika í Sirkusrevíunni sem sýnd hef- áhorfendafjöldinn kominn yfir 150 ur verið á Bakkanum í Kaupmanna- þúsund. Innlifun í dansi á Borginni. Það er duglegt unga fólkið að drífa sig á dansleiki eftir langa vinnuviku, en hvað gerir maður ekki fyrir vini sína? DV-mynd KAE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.