Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1989, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1989, Qupperneq 16
16 MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1989. MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1989. 17 Iþróttir Austurríki - ísland í undankeppni HM í knattspymu: Framhaldið veltur á úrslitunum í dag - Mikilvægasti landsleikurinn frá upphafi Víðir Sigurðsson, DV, Salzburg: Það er ekki ofsögum sagt að leikurinn gegn Aust- urríki í kvöld sé einhver sá mikilvægasti í lands- leikjasögu íslenskrar knattspyrnu. Aldrei fyrr ■ höfum við staðið frammi fyrir þeim blákalda veru- leika að geta komist í hóp þeirra 24 útvöldu þjóða sem á fjögurra ára fresti heyja lokakeppnina um sjálfan heimsmeistaratitilinn. Möguleikar íslands standa og falla með leiknum í kvöld. Tap myndi gera drauminn að engu, nema úrslitin í þeim leikjum sem eftir eru í riðlinum myndu fara algerlega eftir pöntun. Jafntelli myndi halda möguleikanum vel opnum - sigur kæmi íslandi hins- vegar í stórkostlega stöðu. Lítum á stöðuna í riðlinum þegar eftir er að leika átta leiki: Sovétríkin....5 3 2 0 8-2 8 Tyrkland.......5 2 1 2 8-6 5 Austurríki.....4 1 2 1 4-5 4 ísland.........5 0 4 1 3-5 4 A-Þýskaland....5 113 4-93 • Þessir leikir eru eftir í riðlin- um: Austurríki-Ísland, 23.8. Ísland-A-Þýskaland, 6.9. Austurríki-Sovétríkin, 6.9. Ísland-Tyrkland, 20.9. A-Þýskaland-Sovétríkin, 7.10. Tyrkland-Austurríki, 25.10. Sovétríkin-Tyrklarid, 8.11. Austurríki-A-Þýskaland, 15.11. Á þessu sést að möguleikarnir í stöðunni eru margir, Sovétmenn ættu að vera öruggir með efsta sætið en hver hinna fjögurra þjóð- anna getur orðið númer tvö og komist áfram. En leikurinn í kvöld er lykillinn að framhaldinu. íslenska liðið verður undir mikilli pressu, búast má við gifurlegum stuðningi hinna áhugasömu áhorfenda hér í Salz- burg, og austurrísku leikmennirn- ir leggja örugglega allt í sölurnar til að knýja fram sigur. Þeir van- meta ekki íslenska liðið, þeir vita best sjálfir að ótrúleg heppni færði þeim stig gegn íslandi á Laugar- dalsvellinum þann 14. júní. Þeir gera sér fulla grein fyrir þvi að Island er verðugur mótherji, and- stæðingur sem þarf að varast. Fyrir hina ungu leikmenn Aust- urrkis er draumurinn um Ítalíufór stórkostlegt markmið, og um leið þung byrði. Það hvúir á þeirra herðum að rétta' austurríska knattspyrnu við eftir magurt tíma- bil undanfarin ár. íslensku landshðsmennirnir eru líka undir álagi en þeir eru komn- ir hingað til Salzburg tU að ná ár- angri. Ef þeir spUa af sama krafti og í Moskvu þann 31. maí, og gegn Austurríki heima þann 14. júní, getur allt gerst á Lehen-leikvang- inum í kvöld. Stúfar frá Salzbura Víðir Sigurðsson, DV, Salzburg: Vel fylgst með Guðmundi Guðmundur Torfa- son er sá leikmaður íslenska landsliðsins sem hérlendir frétta- menn hafa mestan áhuga á. Guðmundur lék með Rapid Wien síðasta vetur og frétta- mennimir hafa spurt mikið um gengi hans og frammistöðu hjá St. Mirren í Skotlandi. Félagið í eigu spilavítis Leikurinn í kvöld fer fram á velli 1. deUdar liðsins SV Casino Salzburg, Stadium Jfc Lehen. Félagið hefur tU þessa borið nafnið Austria Salzburg, en fyrr á þessu ári gerðist stærsta spilavítiskeðja Austur- ríkis aðalstyrktaraðiU þess og þá var nafninu breytt. Stuðn- ingsmenn liðsins eru þó ekki búnir aö meðtaka breytinguna og hvetja áfram „Austria“ á heimaleikjunum. Krankl lék með Salzburg Austria Salzburg vann sér sæti í 1. deUd á síðasta vori en hefur Salz- Jfc annars burg ekki verið mikil knatt- spyrnuborg. Hans Krankl, þjóðsagnapersóna í austur- rískri knattspyrnu síðustu tvo áratugina, lék með Uðinu á síð- asta vetri, 36 ára gamall, og jók vinsældir þess tU muna. Áhorf- endur á heimaleikjum voru á bUinu 10-15 þúsund sem er einsdæmi í 2. deUd. Nú er Krankl farinn tU Rapid Wien sem þjálfari en knattspyrnuá- huginn lifir í Salzburg. Helmingur leikjanna ______hefur tapast Josef Hickersberger tók við stöðu lands- liðsþjálfara Austur- ríkis þann 1. janúar 1988. Undir hans stjórn hefur Uðið spUað 14 landsleiki og út- koman er ekki sérlega góð. Aðeins þrír hafa unnist, 1-0 gegn Dönum í Vín, 4-0 gegn Ungverjum í Búdapest og 3-2 gegn Tyrkjum í Vín. Fjórir hafa endað með jafntefli en 7 sinn- um hefur Austurríki beðið lægri hlut. Markatalan er óhagstæð, 16-22. Enginn sigur ______á þessu ári Austurríkismenn vonast eftir að vinna í kvöld sinn fyrsta sigur á þessu ári. Þeir hafa leikið fimm landsleiki í ár, gert tvö jafntefli en tapað þrisv- ar. Þeir töpuðu 0-1 fyrir Ítalíu í Vín, 1-2 fyrir Tékkum í Graz £ og 1—4 fyrir Norðmönnum í Osló. Jafnteflin eru bæði í und- ankeppni HM, 1-1 gegn Aust- ur-Þjóðverjum í Leipzig og 0-0 gegn íslandi á Laugardalsvell- inum. Fimm manna æfingin aðalmálið I umfjöllun austur- rískra blaða um landsleikinn hefur mikið verið gert úr einungis fimm voru £ því að mættir á fyrstu æfingu íslenska liðsins á mánudagsmorguninn. Eitt þeirra lýsti ástandinu þannig að til að geta spUað, fjórir gegn fjórum, hefðu báðir þjálfararnir og nuddarinn þurft að taka þátt í æfingunni! Heitt í Salzburg Frá því íslenska liðið kom tU Salzburgar hefur sólin skinið af heiðskírum himni frá £ morgni tU kvölds. Hitinn hefur verið í kringum 30 gráður og þykir íslendingunum nóg um. Leikurinn í kvöld hefst kl. 19 að staðartíma og þá verður sól- in farin að lækka talsvert á lofti og hitinn líklega kominn niður í 20 gráður eða svo. Hér fer að skyggja um klukkan átta á kvöldin þannig að fyrri hálf- leikurinn fer líklega fram í sól- skini en sá síðari í flóðljósum. Iþróttasalur til leigu Nokkrir lausir tímar fáanlegir á kvöldin og um helgar í íþróttasal skólans. Uppl. fást á skrifstofu skólans í síma 688400. Verzlunarskóli Islands Luton Town kaupir Dana Luton Town í Englandi hefur feng- ið til sín danska framherjann Lars Elstrup frá Óðinsvéum. Kaupverðið var 600 þúsund sterl- ingspund. Elstrup, sem hefur gert átta mörk í landsleikjum sínum með Dönum, leUtur líklega gegn Liver- pool á laugardag. -JÖG Fyrirliðmn hefur sleppt ÍS- léttar. Fyrirliöi landsliösins, Mathiesen, FH, mun leika áfram með íslenska landsliöinu og veröur hann því í eldlínunni þegar heimsmeistarakeppnin í Tékkóslóvakíu fer fram eftir • Þorgils Ottar Mathiesen, tyrirliði landsliðslns i handknattleik, mun leika áfram með íslenska landsllðinu og taka þátt í heimsmeistarakeppninni I Tékkóslóvakíu eftír háift ár. Þorgils hefur ákveðið að hastta að sefa og lelka með spelku um hnéð sem fylgt hefur honum í þrjú og hálft ár. Þessi mynd var tekin at kappanum á æfingu hjá FH í gærkvöldí en Þorgils mun þjálfa lið FH nassta vetur. DV-mynd S „Eg tel mjög góðar líkur á því að ég leiki með landsllöiuu á HM í Tékkóslóvakíu. Ég á hius vegar eft- ir að tala vlð Bogdan landsliðs- þjálfara um nokkur smáatriði þeg- ar hann kemur til landsins. Það er ijóst að ég get ekki fariö nema í aðra keppnisferöina sem fyrir- huguö er fyrir HM og ég get ekki séö að ég geti æft með liðinu af full- um kraftL Ástæðan er sú, aö ég hef tekið að mér þjálfun FH-liðsins og einnig verð ég að stunda mina vinnu," sagði Þorgils Óttar i sam- tali við DV í gær en óvíst hefur verið hvort hann gæti leikið meira með íslenska landsliðinu. Sam- kvæmt öruggum heimildum DV er öruggt að Þot^ils Öttar verður með á HM. Allar líkur eru á því að ilest- ir, ef ekki alliur sterkustu leik- menn íslands, verði með í Tékkó- slóvakíu. • Þess má geta að Þorgils hefur ákveðið að hætta aö leika með spelkuna sem liann hefur æft og leikið með í þrjú og hálft ár eða frá því að hann meiddist i íebrúar 1986. „Mig mun öragglega muna um að losna við spelkuna og ég ætti að verða eitthvað léttari á mér. Það verður allt annað líf aö vera laus viö hana og læknar segja mér að þetta eigi að verða í lagi. Spelkuna mun ég líklega geyma til minning- ar í glerskáp," sagði Þorgiis Óttar sem á tímabili gekk undir nafninu „Snældublesi" á meðal gárunga. Nú er „Snældublesaspelkan“ sem sagt á bak og burt. -SK „Hyggilegast að telja hænur sínar að kvöldi“ - Sigi Held svaraði fimm spumingum Hickersbergers, þjálfara Austurríkis • Sigi Held segist þekkja þjálfara Austurríkis vel og ekki þurfa að spyrja hann að neinu. Víðir Sigurðsson, DV, Salzburg: Sigfried Held, landsliðsþjálfari ís- lands, og Josef Hickersberger, landshðs- þjálfari Austurríkis, hafa þekkst vel í áraraðir og verið vel til vina. Þeir era á svipuðum aldri og léku báðir lengi í vestur-þýsku úrvalsdeildinni. Dagblaðið Kronen Zeitung fékk Hic- kersberger til að leggja flmm spurningar fyrir Held og birti þær og svörin í gær: - Sigi, hvers vegna lætur þú af hinu þakkláta starfi sem þú hefur skilað sem landsliðsþjálfari íslands og tekur að þér það „stórhættulega“ verkefni að þjálfa Galatasaray? Varst þú svona niðurdreg- inn eftir öll færin sem fóru forgörðum í 0-0 leiknum við Austurríki eða léstu flár- hagssjónarmið ráða ferðinni? „Alls ekki út af færunum sem nýttust ekki. Ég vildi reyna eitthvað nýtt. Auð- vitað höfðu fjármálin sitt að segja en réðu ekki úrslitum. Ég hef þjálfað ís- lenska landsliöið í fjögur ár og lcynnst þar ýmsum erfiðleikum sem Jósef þekk- ir ekki til. í morgun var ég til dæmis aðeins með fimm menn á æfingu." - Hefur þú haft jákvæð áhrif á lið og leikmenn Galatasaray? „Ég er ekki búinn að átta mig nógu vel á Tyrkjunum og þeirra hugsunar- hætti til að geta sagt til um það enn sem komið er.“ - Hvað með leik íslands og Tyrklands í heimsmeistarakeppninni? Með hvorum stendur þú þá? \ „Þá verð ég aðeins áhorfandi ög reyni að vera hlutlaus. Ef ísland nær að kom- ast í úrshtin á Ítalíu gæti farið svo að ég stjómaði liðinu þar.“ - Hvernig hefur þér tekist til með að flytja frá Dortmund til Istanbúl? Get ég heimsótt þig fljótlega í einbýlishús með sundlaug? „Ég kann þegar mjög vel vð mig. Ég verð vonandi kominn í einbýhshús inn- an tíðar. Þér er alltaf velkomið að líta viö!“ - Ég ætla líka að gera þér boð. Þú ert velkominn á einn af leikjum Austurríkis í úrslitakeppni HM á ítahu næsta sumar. „Nei, nú er Jósef kominn á villigötur og ég hef hingað til þekkt hann að öðru! Það er hyggilegast að telja hænur sínar þegar þær era komnar í hús að kvöldi, ekki fyrr! Ég vona hins vegar að Jósef sjái sér fært að mæta á einhveija af HM-leikjum íslands næsta sumar!“ Hickersberger var síðan reiðubúinn til að svara fimm spumingum sem Held myndi leggja fyrir hann. En Held vildi ekki nýta sér það og svaraði: „Ég þekki Jósef alveg nógu vel, ég þarf ekki að spyrja hann að neinu!“ Nokkrir leikmenn taka mikla áhættu Forsala bikarmiða hafin Forsala aðgöngumiða á úrslitaleik bikarkeppni KSÍ er hafm í félags- heinúlum Fram og KR og mun hún standa alla vikuna frá kl. 11. Þá verð- ur forsala í Austurstræti á fimmtudag og föstudag frá kl. 11 og í Kringl- unni á föstudag og laugardag frá kl. 11. Loks verður forsala á Laugar- dalsvelli á laugardag kl. 16-16 og á sunnudag frá kl. 10. Víðir Sigurðsson, DV, Salzburg: Nokkrir leikmanna íslenska liðsins taka áhættu með því að koma til móts við landsliðiö og vera hér í Salzburg í kvöld. Þeir Sigurður Grétarsson, Guðni Bergsson og Guðmundur Torfason hefðu allir átt að vera að leika með liöum sínum í gærkvöldi og í kvöld, og Sigurð- ur Jónsson hefði bæst í þann hóp ef at- vinnuleyfi hans hefði verið komið í höfn. Hjá Guðna er áhættan mest. Hann lék með Tottenham gegn Luton í fyrstu umferð ensku 1. deildarinnar á laugar- dag og hefði átt aö vera áfram í liðinu nú í vikunni. Gary Stevens, fyrrum enskur landsliðsmaður, tók stöðu Guðna og hafi hann skilað henni vel er óvíst hvenær Guðni fær næst tækifæri í byijunarliði Tottenham. Sigurður Grétarsson heföi átt að leika meö Luzem í svissnesku 1. deildinni í gærkvöldi. Svisslendingarnir lögðu hart að honum að fara ekki til Salzburg, sérs- taklega eftir að hann meiddist, en Sig- urður lét sig hvergi. Hann ætti þó ekki að þurfa að hafa miklar áhyggjur, Sig- urður hefur verið fastamaður í liði Luz- ern alla þá tíð sem hann hefur verið hjá félaginu. Guðmundur Torfason hefði átt að leika með St. Mirren í deildabikar- keppninni í vikunni. Guðmundur er að festa sig í sessi hjá nýju félagi og það er alltaf slæmt að missa af leikjum á fyrstu vikum keppnistímabils. Síðan eru íslenskir landsliðsmenn oft í slæmri stöðu þegar þeir snúa aftur úr landsleikjum ef þeir hafa orðið fyrir meiðslum. Þau geta reynst dýrkeypt, eins og t.d. þegar Arnór Guðjohnsen meiddist í landsleik á Laugardalsvellin- um fyrir nokkrum árum og missti þar með af heilu keppnistímabili. En það er metnaðurinn og stoltið sem knýr íslensku landsliösmennina áfram og gerir þaö að verkum að þeir leggja allt í sölurnar til að geta leikið fyrir ís- lands hönd. Guðni, Guðmundur og Sig- urður eru ekki komnir hingað til Salz- burgar í skemmtiferð, þeir og alhr hinir landsliðsmennimir eru samhuga um að ná sem allra bestum úrslitum í kvöld og leggja sitt af mörkum til þess að ís- lenski „knattspyrnudvergurinn" geri stórþjóð skráveifu, rétt eina ferðina. Víðir Siguxösson, DV, SaJzburgi Ahorfertdur jterða 16 þúsund Það verða 16 þúsund áhorfendur á Lehen- leikvanginum í kvöld. Völlurinn rúmar 18 þúsund en sam- kvæmt skipun frá Alþjða knattspyrnusambandinu verð- ur rúmi fyrir 2000 mamis hald- ið auðu af öryggisástæðum. Þegar er uppselt á leikinn. Danski dómarinn mikill málamaður Peter Mikkaelsen frá Danmörku, sem dæmir leikinn kvöld, er yngsti dómari í heimi sem hefúr réttindi til aö dæma leik í heimsmeistara- keppnL Hann er aðeins 29 ára gamall. Mikkaelsen er mikill málamaöur og talar reiprenn- andi sænsku, norsku, ensku, þýsku og frönsku, auk móður- málsins, dönskunnar. Það er því eins gott fyrir leikmenn • Sævar Jónsson. Sævar fynrliði Víöir Sigurðsson, DV, Salzburg: Sævar Jónsson verður fyrirliði ís- lands í kvöld í fjarveru Atla Eðvalds- sonar sem hefur borið fyrirhðaband- ið nær óshtið síðustu árin. Sævar hefur fimm sinnum áður verið fyrirhði íslenska landshðsins. Hann verður 12. íslendingurinn til að vera fyrirliði knattspymulands- liðsins 6 sinnum eða oftar. Hinir 11 eru eftirtaldir: Jóhannes Eðvaldsson..........27 Rikharður Jónsson............24 Marteinn Geirsson............22 Atli Eðvaldsson..............21 Jóhannes Atlason.............11 EllertB. Schram................9 Guðmundur Steinsson...........8 Guðni Kjartansson.............7 Ásgeir Sigurvinsson...........6 Karl Guðmundsson..............6 Viðar Halldórsson..............6 beggja liða að bölva honum í hljóði, það er ekM að vita nema hann sé líka kunnugur helstu íslensku blótsyrðunum! Vonast eftir marki snemma Josef Hickersherger, þjálfari Austurríkis, segir að sínir menn munu freista þess að skora mark snemma í leiknum tíl að brjóta niður íslenska liö- iö. „Takist það ekki verður þessi leikur ekki fyrir þá sem eru slæmir á taugum!“ segir þjálfarinn. íþróttir Allir heilir Byrjunarliðið Sigfried Held landsliðs- þjálfari tilkynnti í gær- kvöldi byrjunarlið ís- lands fyrir leikinn gegn Austurríki í kvöld. Bjarni Sigurðs- son er í markinu, varnarmenn Guðni Bergsson, Ágúst Már Jóns- son og Sævar Jónsson, kanttengi- hðir Olafur Þórðarson og Gunnar Gíslason, miðjutengiliðir Sigurður Jónsson, Pétur Arnþórsson og Ragnar Margeirsson og framherj- ar þeir Sigurður Grétarsson og Guðmundur Torfason. Varamenn eru Ómar Torfason, Rúnar Krist- insson, Gunnar Oddsson, Viðar Þorkelsson og Guðmundur Hreið- arsson. Engin teljandi meiðsli há íslensku leikmönnunum. Þrírframherjar hjá Austurríki Austurríkismenn ætla að leika stíft til sigurs og verða með þrjá fram- herja í kvöld, þá Rodax, Pfeifenberger og Ogris. Á miðju verða Linzmaier, Zsak og Herzog, í vörninni Russ, Weber, Pecl og Pfeffer, og Lindenberger í mark- inu. Varamenn eru Polster, Streit- er, Hörtnagl, Artner, Aigner og Konsel. Afmælisgjöf til Óla „Við ætlum að halda upp á 24 ára afmælið hans Óla Þórðar (í gær) með því að hirða stig hér í Salzburg. Annað kemur ekki til greina!" sagði Guðni Bergsson við DV um leikinn í kvöld. Sérstakur leikur „Þetta verður vissulega sérstakur leikur fyrir mig vegna þess að ég lék hér í Austurríki síðasta vetur. Við ætlum að sýna þeim að við getum spilað fótbolta. En þeir verða með allt öðruvísi lið en heima, þó mannskapurinn sé svip- aður. Heimavöllurinn hefur svo gífurlega mikið að segja,“ sagði Guðmundur Torfason. Mikil samstaða „Það er mikil samstaða í hópnum núna og ég hef trú á að við náum hag- stæðum úrslitum. Ef baráttan verður í lagi kvíði ég engu,“ sagði Bjarni Sigurðsson markvörður. Þeir fara á taugum „Ef þeir ná ekki að skora í fyrri hálfleik, getur allt gerst. Þeir fara á taugum annars og þá eigum við góða möguleika. Ég hef góða til- finningu fyrir leiknum, ég held að við náum sömu baráttu og í Rúss- landi og þá gengur þetta upp,“ sagði Gunnar Gíslason. Tyrkinn öruggur Tinaz Tirpan, landsliðs- þjálfari Tyrkja, er mætt- ur til Salzburg til að sjá leikinn. Hann segir að óskaúrslitin séu jafntefli en það skipti þó ekki miklu máli. „Við vinnum ísland í Reykjavík og Austurríki heima og erum 99 pró- sent öruggir með annað sætið!“ segir Tirpan, sigurhreifur mjög. Slæmt að vera án Atla „Það er slæmt að vera án Atla Eð- valdssonar,“ sagði Sigfried Held. „Hann er góður varnarmaður og sérstaklega mikilvægur fyrir liðs- andann. Hann lyftir strákunum upp og drífur þá með sér. En það era reyndir menn í liðinu, eins og Sævar Jónsson, Bjarni Sigurðsson og Gunn- ar Gíslason og vonandi ná þeir að taka við hlutverkinu. Sævar verður fyrirliði og ég treysti honum til að skila þeirri stöðu með sæmd,“ sagði Sigfried Held.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.