Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1989, Qupperneq 24
24
MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1989.
■
F
*• 4
VESTUR ÞÝSK ÚRVALSVARA
400 ltr./MÍN. 2,2 KW
• 40 og 90 hr. kútur
• TURBO KÆLING/ÞRYSTI -
JAFNARI
• ÖFLUGUSTU EINS FASA
PRESSURNAR Á MARKADNUM
GREIÐSLUKJÖR
MARKADSÞJÓNUSTAN j
Skipholti 19 3.hæð |
(fyrir ofan Radíóbúðina) ■
sími; 2 6911 m
Nauðungaruppboð
þriðja og síðasta
á eftirtöldum fasteignum:
Jörundarholti 230, þingl. eigandi Guð-
brandur Þorvaldsson, fer fram á eign-
inni sjálfri föstud. 25. ágúst ’89 kl.
11.30. Uppboðsbeiðendur eru Stein-
grímur Ejríksson hdl., Landsbanki ís-
lands, Útvegsbanki íslands, Lög-
mannsstofan Kirkjubraut 11, Veð-
deild Landsbanka Islands og Akranes-
kaupstaður.
Prestahúsabraut 24, þingl. eig. Jóhann
Haraldsson, Fjóla Hannibals, fer fram
á eigninni sjálfri föstud. 25. ágúst ’89
kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru
Brunabótafélag íslands, Akranes-
kaupstaður, Gjaldskil sf. og Baldur
Guðlaugsson hrl.
Suðurgötu 65 (4. hæð), þingl. eigandi
Óttar Einarsson, fer fram á eigninni
sjálfri föstud. 25. ágúst ’89 kl. 14.00.
Úppboðsbeiðendur eru Akraneskaup-
staður, Tryggingastofhun ríkisins,
Hjalti Steinþórsson hdl. og Veðdeild
Landsbanka Islands.
BÆJARFÓGETINN Á AKRANESI
Fréttir
Málmfríður Sigurðardóttir, Kvennalista:
Virðisaukaskattur varla
réttlátari en söluskattur
„Það er af því góða að ákveðið hef-
ur verið að leggja fram fjáraukalög
í byrjun þings. Þinginu gefst þá kost-
ur á aö fjalla um þær. Að vísu segir
Ólafur Ragnar að þessu fé hafi ekki
veriö eytt en það getur ekki verið
rétt. Það hlýtur að vera búið að eyða
sumu af því, til dæmis varðandi nið-
urgreiðslur og uppbætur tú ellilíf-
eyrisþega sem ákvarðanir hafa þegar
verið teknar um,“ sagði Málmfriður
Sigurðardóttir, þingmaður Kvenna-
lista, við DV.
„Varasjóðir ráðuneytanna eru í
rétta átt. Það fé sem hefur þurft hing-
að til er þá inni í myndinni gagn-
stætt því sem áður hefur verið.“
Málmfríður sagði að á samdráttar-
tímum væri alveg verjandi að af-
gfreiða fjárlög með halla þó ekki
væri það góður kostur. En að af-
greiða fjárlög eins og stritað hefur
verið við, hafa þau hallalaus á papp-
írnum um leiö og er vitað væri að
það gæti ekki staðist, væri ekki ann-
að en blekking. Fjárlagahalla þyrfti
að laga með lántökum þar sem ekki
væri verjandi að þyngja skattbyrði á
fólk. Innlend lántaka gæti hins.vegar
hækkað vextina en þá kæmi harðari
vaxtapóhtík til.
Um tvö þrep virðisaukaskatts sagði
Málmfríður:
„Mér hefur nú alltaf fundist að 22
prósent væru mörkin. Það er siðlaust
að skattleggja brýnustu lífsnauð-
synjar eins og hefur verið gert. Ég
hef ekki getað gert mér grein fyrir
því að virðisaukaskattur yrði eitt-
hvað réttlátari en söluskatturinn en
strax í áttina að hafa lægra þrep.
Þegar öllu er á botninn hvolft held
ég að ríkið græddi á að lækka sölu-
skatt þar sem veltan ykist.“
Málmfríður sagðist ekki sjá efni til
kosninga nú umfram það sem verið
hefði en kvennalistakonur tækju
kosningum eins og öðru. -hlh
Svifflug-
vél hrap-
aði i
flugtaki
Svifflugvél hrapaði í flugtaki á
sjöunda tímanum í gær. Verið var
að draga vélina á loft á Sandskeiði
er dráttarspil bilaði með þeim af-
leiðingum að véhn féll til jarðar.
Talið er að hún hafl verið í 12 til
15 metra hæð er hún féh.
Flugmaðurinn var fluttur á
slysadeild Borgarspítalans. Hann
mun ekki vera alvarlega slasaður
- kvartaði aðahega um verki í baki.
Vélin skemmdist nokkuð.
-sme
Suðureyri
Nýr umboðsmaður óskast á Suóureyri frá og með
1. september. Uppl. gefur Sigríður Pálsdóttir, sími
94-6138, eða afgreiðsla DV, sími 91-27022.
STOFNLÁNADEILD LANDBUNAÐARINS
Laugavegi 120, 150 Reykjavík
Umsóknir um lán vegna framkvæmda á árinu 1990
þurfa að berast Stofnlánadeild landbúnaðarins fyrir
15. september næstkomandi.
Þeir sem hyggjast sækja um lán til dráttarvélakaupa
á árinu 1990 þurfa að senda inn umsóknir fyrir 31.
desember nk.
Allar eldri umsóknir falla úr gildi 15. september nk.
Umsóknareyðublöð fást hjá Stofnlánadeild land-
búnaðarins, búnaðarsamböndum og útibúum Bún-
aðarbanka Islands en í þeim kemur fram hvað fylgja
þarf með umsókn. Eyðublöðin ber að fylla greinilega
út.
Það skal tekið fram að það veitir engan forgang til
lána þótt framkvæmdir séu hafnar áður en lánsloforð
frá deildinni liggur fyrir.
Sérstök athygli er vakin á því að Stofnlánadeild land-
búnaðarins er óheimilt lögum samkvæmt að fara á
eftir öðrum veðhöfum en opinberum sjóðum. Lántak-
endum er sérstaklega bent á að tryggja sér veðleyfi
vegna væntanlegrar lántöku frá Lífeyrissjóðum öðr-
um en Lífeyrissjóði bænda og öðrum þeim aðilum
sem eru með veð í viðkomandi jörð.
Stofnlánadeild landbúnaðarins
Margrét Frímannsdóttir um aukafl árveitingar:
Reglur enn aðeins
hugmyndir á blaði
„Fjárveitínganefad er sammála nefnd Alþingis, í samtali við DV. þannig hingað til að Ijárveitingar
um að setja reglur um fjárveitingar Sagöi Margrét aö ekki eingöngu hafa verið afgreiddar fyrir mörg
sem þörf er á utan fjárlaga. Við væri um smáfrárveitingar að ræöa ár i einu. Reglur um hvemig standa
höfum verið að vinna í hóp fimm þegar aukafjárveitingar væru ann- skuli aö aukafjárveitingum verða
saman og enn sem komið er höfum ars vegar og því brýnt að ákveðnar ekki settar fyrr en í vetur. Þingið
við ekki annaö en hugmyndir á reglur væru fyrir hendi um af- þarf að fjaha um þær og koma þær
blaði. Engar formlegar thlögur greiðslu þeirra. í fyrsta lagi til framkvæmda á
hafa enn koraið fram,“ sagði „Þær aukafjárveitingar sem búið næsta ári - ef af verður. Það er
Margrét Frímannsdóttir, fulltrúi er að ákveða á árinu veröa af- ekki útséð með það ennþá.“
Alþýðubandalagsins í fjárveitinga- greiddar í ár en þetta hefur verið -hlh
Lafitte aftur til Reykjavíkur
- nauðlenti skammt frá Kulusuk
Franski flugmaðurinn Andrés-
Georges Lafitte þurfti að nauðlenda
flugvél sinni á eyju sem er um 25
sjómílur frá Kulusuk í gærkvöldi.
Hann slapp ómeiddur en flugvéhn
er stórskemmd.
Lafitte lenti í miklum hrakningum
eftir að hafa vihst af leið. Hann
reyndi í margar klukkustundir að
finna leiðina til flugvaharins í Kulu-
suk en varö síðan að taka th þess
ráðs að nauðlenda á eyjunni eftir 12
tíma flug frá Reykjavík.
Að sögn Jans Rasmussen þyrlu-
flugmanns, sem bjargaði Lafitte um
15 mínútum eftir nauðlendingu á
eyjunni, var mjög skýjað og slæmt
skyggni þegar hann lenti.
„Svo virtist sem siglingatæki
Frakkans hafi ekki virkað eins og
skyldi og því fór sem fór. Lafitte sagði
við mig að hann ætlaði ekki að reyna
aö fljúga áfram, enda er véhn stór-
skemrnd," sagði Jan í samtali við DV
í morgun.
Lafitte er væntanlegur í dag til
Reykjavíkur með flugvél frá Leigu-
flugi Sverris Þóroddssonar sem
fylgdi honum til Grænlands.
-ÓTT
• Kulusuk
^*-*^*^ GrænUmds-
u , haf
mjxj Hvarf