Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1989, Page 2
2
FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1989.
Fréttír
Guðmundur J. Guðmtmdsson, formaður Dagsbrúnar:
Aðild Dagsbrúnar að Is-
landsbanka endurskoðuð
- samskiptin viö Alþýðusambandið komin á alvarlegt stig
„Það er ljóst að samskipti Dags-
brúnar og Alþýðusambandsins eru
komin á alvarlegt stig. Það sem gerð-
ist í gær er svipað og þegar sendi-
herrar eru kaliaöir heim. Og ég efast
um að fyrir því sé nú meirihluti í
stjóm Dagsbrúnar að félagið verði
aðili að íslandsbanka, þegar hann
tekur til starfa,“ sagði Guðmundur
J. Guðmundsson, formaður Dags-
brúnar, í samtali við DV í morgun.
í dag verður haldinn stjómarfund-
ur í Dagsbrún vegna þess sem gerð-
ist á miðstjómarfundi Alþýðusam-
bandsins á miðvikudag, þegar tillaga
um að fordæma vaxtahækkun einka-
bankanna var felld og fuiltrúar Dags-
brúnar sögöu sig úr miðstjórn sam-
bandsins.
„Ég hélt að það væri stefna verka-
lýðssamtakanna að lækka vexti. Þvi
er ég furðu lostinn að tillaga um að
Alþýðusambandið beiti sér fyrir
vaxtalækkun skuli kosta móðganir
og offors innan miðstjómar sam-
bandsins. Ég stóð í þeirri meiningu
aö það væri ekki sakarefni í Ai-
þýðusambandinu aö vilja lækka
vexti. Það er það að minnsta kosti
ekki í Dagsbrún. En ef það er sakar-
efni innan miðstjórnar Aiþýðusam-
bandsins er rétt að fá þaö fram. Þá
líka verða viðbrögð Dagsbrúnar í
samræmi við það. Þegar vaxtakostn-
aður atvinnufyrirtækja er orðinn
hærri en launakostnaður og það
verðrn- aö segja upp starfsfólki vegna
þess viljum við láta lækka vextina.
Ef þetta er refsivert að hálfu Al-
þýðusambandsins þá er það mál
sambandsins en ekki Dagsbrúnar,“
sagði Guömundur J. Guðmundsson.
-S.dór
Hin nýja plata Sykurmolanna:
130.000 eintök seld
á þremur dögum í
Bandaríkjunum
Hin nýja plata Sykurmolanna,
Here Today Tomorrow Next Week,
sem kom út í Bandaríkjunum og
Bretlandi samtímis fyrir þremur
dögum, virðist heldur betm- ætla að
slá 1 gegn.
Samkvæmt tölum frá Bandaríkj-
unum höfðu selst 130.000 eintök á
þremur dögum sem nægði til að
koma þeim í 112. sæti á Billboard-
listanum. Þetta er mun meiri sala en
útgefendur áttu von á því aðeins var
dreift 150.000 eintökum.
í Bandaríkjunum hefur lag Sykur-
molanna, Regína, sem gefið var út á
lítilli plötu, einnig gert það gott. Sal-
an á smáskífunni er komin yflr
150.000 eintök.
í Bretlandi kemur ekki út almenn-
ur sölulisti fyrr en á þriðjudaginn en
Gallup birti í gær spá sem byggð er
á sölu eftir þrjá daga og þar er plöt-
unni spáð 8. sætinu á almennum
sölulista sem er mun hærra en fyrsta
plata þeirra komst.
Hér á íslandi var plötunni dreift í
gær og var um metdreifingu að ræða
því dreift var í fyrstu umferð þrjú
þúsund eintökum.. Þess má geta að
íslenska útgáfa plötunnar kemur á
markaðinn 16. október og hefur hún
hlotiö nafnið Illur arfur. Sykurmol-
amir eru nú á hljómleikaferð í Bret-
landi. -HK
Akranes:
Mennirnir játuðu
Mennimir tveir, sem lögreglan á kynning um innbrotið. Skömmu síö-
Akranesi handtók í fyrrinótt, hafa ar vom mennimir handteknir. Þeim
játað að hafa brotist inn í Áfengis- hafði tekist að bijóta rúðu í verslun-
verslunina á Akranesi. Það var um inni og náð til sín einhverju magni
klukkan hálffimm aðfaranótt af bjór.
fimmtudags að lögreglunni barst til- -sme
Rafiðnaðarmenn náðu í gær munnlegu samkomulagi við Markús Örn Atntonsson útvarpsstjóra um hvernig starf-
semi Ríkisútvarpsins verður háttað, meðan á verkfalli rafiðnaðarmanna stendur. öll tæknimannavinna, bæði hjá
Útvarpi og Sjónvarpi, verður mjög takmörkuö í verkfallinu. Á móti munu verkfallsmenn hætta verkfallsvörslu við
húsnæði Útvarps og Sjónvarps. í dag verður samningafundur með rafiðnaðarmönnum og fulltrúum Reykjavíkur-
borgar. Sáttafundur hjá sáttasemjara hefur ekki enn verið boðaöur. -S.dór/ DV-mynd BG
Pétur Guðmundsson flugvaUarstjóri:
Flugmálayfirvöld grípa inn í ef
þörf krefur vegna Flying Tigers
- Vamarmáladeild hefur ekki borist kvörtun
Pétur Guðmundsson, flugvallar-
stjóri á Keflavíkurílugvelli, segir að
eins og kom fram í DV í gær þá ríki
samkomulag á milli Flugmáiasljóm-
ar á Keflavíkurflugvelli og Flugleiða
um þjónustu vegna farþega- og vöra-
flutninga um Keflavíkurflugvöll.
Hann segir hins vegar að ef einhver
telur sig hlunnfarinn þá sé flugmála-
yfirvöldum skylt að grípa inn í.
„Aðalreglan er sú að haft er fast
gjald fyrir vélar sem ekki eru í áætl-
unarflugi, t.d. vegna eldsneytistöku.
Flying Tigers sitja því við sama borð
og aörir. Hins vegar vandast máliö
þegar um farþega- eða vöruflutninga
er að ræða sem ekki eru í áætlunar-
flugi. Þá verða Flugleiðir að gera
sérstakt samkomulag um það. Þar
er ekki hægt að miða viö neina verð-
skrá hér á landi og er stuðst við
Norðurlönd í því tilfelh," sagði Pétur
í samtali við DV.
„En það kom upp vandamál vegna
smásendinga í sumar og ég vissi ekki
til annars en að þau mál hefðu leyst
á milli Flugleiða og Flugfax sem er
umboðsaðili Flying Tigers. Það kom
ósk frá Flying Tigers um að dýr vöru-
lyfta fyrir breiðþotur yrði tfl staðar
og ég mér var skýrt frá því í gær að
búið væri að kaupa hana.
Utanríkisráðuneytiö og flugvallar-
yfirvöld hafa gert allt til að liðka fyr-
ir í samningum og við erum tilbúnir
til þess áfram ef þörf krefur. Ef ein-
hver telur að verið sé að hlunnfara
sig þá er okkur skylt að grípa inn í.
Ég iít hins vegar á að það séu hags-
munir Flugleiða og flugmálayfir-
valda að fá viðskipti Flying Tigers.
„Flugfax sendi erindi til utanríkis-
ráðuneytisins í sumar þar sem fund-
ið var að ýmsu varöandi afgreiðslu
Flugleiða á flugvélum frá Flying Tig-
ers. í ágústmánuði áttu ráðuneytis-
menn síðan fund með fulltrúum
Flugleiða þar sem málin voru rædd.
Þar var komist að þeirri niðurstöðu
að Flugleiðir og Flugfaxmenn skyldu
ræða málin sín á milli," sagði Guðni
Bragason, sendirráðsritari í vamar-
málanefnd utanríkisráðuneytisins, í
samtali við DV.
„Síðan hafa okkur ekki borist nein-
ar kvartanir varðandi þetta mál - og
menn grípa ekki til aðgerða fyrr en
slíkt liggur fyrir,“ sagði Guðni.
Guðmundur Eydal, hjá sjávaraf-
urðadeild SÍS, sem er einn stærsti
viðskiptaaðili Flying Tigers varðandi
útflutning til Japan á sjávarafuröum,
sagði við DV, að eins og stæði þá
væri nægilegt framboð af flugi til
Japans.
„Það hefur verið nóg, en reyndar
nauðsynlegt, að hafa þessa flutninga
tvisvar í viku eins og verið hefur.
Hins vegar var aðeins flogið einu
sinni í þessari viku og mér skilst að
það hafi verið vegna þess að ekki
nægileg framboð af frakt hafi verið
í annað flugið - þ.e.a.s. að ekki hefur
borgað sig að senda lítið magn út í
einu. Þaö sem veldur okkur áhyggj-
um er að lendinga- og afgreiðslugjöld
muni hækka það mikið að það gæti
orðið til þess að framboð af flutning-
mn til Japans myndu minnka eða
hverfa. Flutningar Flying Tigers eru
útflytjendimi mikil hjálp og lyfti-
stöng fyrir íslenska fiskútflytjendur.
-ÓTT