Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1989, Side 5
FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1989.
5
Fréttir
Alþýðubankinn og vaxtahækkunin:
Tímabært að endurskoða
viðskiptin við bankann
segir Halldór Bjömsson, varaformaður Dagsbrúnar
„Verkamannafélagið Dagsbrún
og lífeyrlssjóður félagsins eru lang-
stærstu viðskiptavinir Alþýðu-
bankans. Það fé, sem lífeyrissjóð-
urinn og félagið eiga inni í bankan-
um, er ekkert smáræði. Dagsbrún
á þarna 35 milljóna króna sjóð og
lífeyrissjóðurinn yfir 100 miUjónir
króna. Og viðskiptin við bankann
skipta hundruðum milljóna á ári.
Það hlýtur nú að vakna hjá manni
sú spurning hvort ekki á að fara
að losa félagið og lífeyrissjóðinn út
úr þessum banka. Það sýnir sig að
stjórnendur hans ætlast til þess að
við beygjum okkur fyrir þeirra
vilja hvenær sem er. Og ég er bara
alls ekki tilbúinn til þess,“ sagði
Halldór Bjömsson, varaformaður
Verkamannafélagsins Dagsbrúnar,
í samtali við DV.
Eins og skýrt var frá í DV í gær
hafa HaUdór og Leifur Guðjónsson
skrifað ASÍ bréf þar sem þeir segj-
ast ekki munu sitja fleiri miðstjóm-
arfundi ASÍ á þessu ári. Bréfið er
skrifað í kjölfar mikils sprengju-
fundar í miðstjóminni vegna til-
lögu frá þeim tvímenningum þar
sem vaxtahækkun einkabankanna,
og ekki síst Alþýðubankans, var
fordæmd. Þeir félagar fengu ekki
hlýjar viðtökur á miðstjórnarfund-
inum fyrir bragðið.
„Það er fullkomlega óþolandi að
forsvarsmenn Alþýðusambands ís-
lands gangi fram fyrir skjöldu í að
hækka vexti af óverðtryggðum lán-
um. Og hverjir þurfa á endanum
að greiða þessa vaxtahækkun?
Auðvitað launþegar. Annaðhvort í
lánum þeirra sjálfra eða þá í hærra
vöruverði. Svo fara menn eins og
2. varaforseti Alþýðusambandsins
að veija þessa vaxtahækkun á mið-
stjórnarfundi. Þetta er eins og
hundurinn hjá Bistrup sem skottið
var skorið af svo hann gæti etið
það,“ sagði Halldór.
„Verkamannafélagið Dagsbrún
og lífeyrissjóður Dagsbrúnar eiga
20 prósent í Alþýðubankanum. Eg
var því andvígur að lífeyrissjóður
Dagsbrúnar keypti aukið hlutafé í
Alþýðubankanum fyrr á þessu ári.
Forsvarsmenn bankans linntu hins
vegar ekki látum fyrr en það hafði
fengist fram. Samt sem áður vorum
við ekki haíðir með í ráðum þegar
skipað var í bankaráð íslands-
banka. Það er ekkert leyndarmál
að við vorum vægt sagt óhressir
með það og gerðum uppsteit. Við
vildum aðra menn frá Alþýðu-
bankanum en raun varð á. Það er
því ef til vill ekki að undra að mað-
ur reiðist því að horfa upp á þessa
menn veija opinberlega forgöngu
sína fyrir vaxtahækkun í landinu,"
sagðiHalldórBjörnsson. -S.dór
Hrafn Bachmann að leggja síðustu hönd á undirbúning fyrir opnun verslunar að Langholtsvegi 113.
DV-mynd GVA
Hrafn Bachmann kaupmaður:
Það vill enginn
ráða fimmtuga menn
- er að opna enn eina búðina
Hrafn Bachmann, sem í eina tíð
var aðaleigandi Kjötmiðstöðvarinn-
ar, mun innan skamms opna riýja
kjötverslun á Langholtsvegi - þar
sem Holtskjör var áður. Eftir að Kjöt-
miðstöðin varð gjaldþrota, undir
stjórn Hrafns, opnaði hann verslun
í Glæsibæ. Sú verslun heitir Kjöt-
stöðin. Kjötstöðin var rekin á nafni
eiginkonu Hrafns og nýja verslunin
verður rekin á nafni sonar hans,
Þóris Bachmann.
„Ég hætti í Glæsibæ vegna þess aö
ég veiktist og gat ekki staðiö í versl-
unarrekstri. Ég hef leitað mér að
vinnu en það virðist enginn vilja ráða
menn sem orðnir eru fimmtugir. Það
var því ekki annað að gera en að
opna verslun," sagði Hrafn Bach-
mann.
-GVA/sme
Bréf HaUdórs Bjömssonar og Leifs Guðjónssonar til ASÍ:
Ekki kosnir til að
hafa ekki skoðun
Þeir Halldór Bjömsson, varafor-
maður Dagsbrúnar, og Leifur Guð-
jónsson, varamaður Halldórs í mið-
stjóm Alþýðusambandsins, sendu
miðstjórri sambandsins í gær eftir-
farandi bréf:
„Við undirritaðir, aðal- og vara-
maður í miðstjóm ASÍ, viljum hér
með tilkynna aö við munum ekki
sækja fundi miðstjómar það sem eft-
ir er árs 1989.
Ástæðan fyrir þessari ákvörðun
okkar er ekki sú aö við urðum undir
í tillöguflutningi okkar um vaxtamál
á fundi miðstjórnar 4. október sl.
heldur hinar óskammfeilnu aðdrótt-
anir 1. varaforseta, Amar Friðriks-
sonar, um að við væram að ganga
erinda ákveðinna aðila til að ófrægja
forseta ASÍ. Ef miðstjórnarmenn
halda að við höfum verið kosnir til
að hafa ekki skoðun þá er það þeirra
mál en ekki okkar.
Hverjir verða boöaðir í stað okkar
er áfram í höndum skrifstofu ASÍ en
við óskum eftir því að þessi ákvörðun
okkar sé virt.“
-S.dór
Spamaður í tryggingakerfmu verður 200 milljómr:
Tekjur yfir 150.000
eyða ellilífeyrinum
Að sögn Guðmundar Bjarnasonar
heilbrigðis- og tryggingamálaráð-
herra er ætlunin að spara um 200
milljónir króna í tryggingakerfinu í
ijárlögum ársins 1990 og verður það
gert með tvenns konar hætti:
Annars vegar verður sparað með
því að miða grunnlífeyrinn við tekj-
ur. Sagði Guðmundur að slíkar
breytingar yrðu aö haldast í hendur
við endurskoöun lífeyriskerfisins al-
mennt sem væri í höndum fjármála-
ráðherra. Um það væri ekki endan-
legt samkomulag. Eins og sagt var
frá í DV fyrir skömmu hefur frum-
varp um lífeyrissjóði legið í skúffu
fjármálaráðherra í tvö og hálft ár.
Hinn þátturinn felst í því að
breikka þann grundvöll tekna ein-
staklinganna sem rniöað er við þegar
tekjutryggingin er reiknuð ut. Þa
verður miðað við lífeyristtkjur,
launatekjur og fjármagnstekjur.
Þetta myndi hins vegar einnig tengj-
ast breytingum á skattalögum og
þeim vangaveltum sem hafa verið
um að skattleggja fjármagnstekjur.
Sagði Guðmundur að það væri alveg
ljóst að ekki yrðu teknar vaxtatekjur
af öldruðum án þess að það hefði
áhrif á greiðslur almannatrygginga.
Guömundur sagði að ekki lægi fyr-
ir ákvörðun um hve langt yrði geng-
ið í tekjutengingu lífeyris en rætt
væri um að hún kæmi á bilið 100.000
til 150.000 krónur og smáfélli út á því
'bili. Ellilífeyrir félh síðan algerlega
út hjá einstaklingum með tekjur yfir
150.000.
-SMJ
Rætt um að greiðslukortavæða þóknun fyrir læknisþjónustu:
Sjúklingar fái að sjá hve hár reikningurinn er
„Við verðum að horfast í augu
við það að þegar þjóðartekjur drag-
ast saman verður öll opinber þjón-
usta að taka mið af því. Við megum
þó ekki bijóta niður það almanna-
tryggingakerfi og velferðarþjóð-
félag sem við höfum byggt upp og
þess vegna verðum við að skoöa
frekari jöfnuð innan keríisins,
þ.e.a.s. að draga úr greiðslum til
þeirra sem við höldum að hafí síður
þörf fyrir þær til að geta betur
tryggt aðstoð við þá sem á þurfa
að halda," sagði Guðmundur
Bjarnason heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðherra en unnið er að
hugmyndum um hvemig koma má
frekari sparnaði og aðhaldi fyrir í
heilbrigðis- og tryggingakerfmu.
Sagði ráðherra að það þyrfti aö
gera einstaklingana betur meðvit-
aða um hvað heilbrigðisþjónustan
raunverulega kostaði og kalla á
þann hátt fram aðhald hjá almenn-
ingi. Ein af þeim hugmyndum sem
ræddar eru felur í sér að tekin yrðu
upp sjúklinga- eða sjúkrakort sem
yrðu nokkurs konar greiðslukort.
Það myndi þýða það að einstakling-
urinn greiddi fyrir þá þjónustu sem
hann væri að fá á hverjum tíma
og gæti því séð hina raunverulegu
upphæð reikningsins.
„Það eitt ætti að auka þessa með-
vitund en það ætti ekki endilega
að þýða að einstakhngurinn borg-
aði meira eða hærra hlutfah en
hann gerir nú,“ sagði Guðmundur.
-SMJ