Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1989, Síða 9
FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1989.
9
Utlönd
sendiráði V-Þýskalands í Varsjá, en
Simamynd Reuter
Einn rúmlega sex hundruð austur-þýskra flóttamanna, sem hafst hafa við
komu til vesturs í morgun.
A-Þýskaland:
Spennan magnast
Farþegalest með rúmlega sex
hundruð austur-þýska flóttamenn
innanborðs kom í morgun tíl Vest-
ur-Þýskalands frá Varsjá í Póllandi,
sama dag og von er á Gorbatsjov
Sovétforseta til A-Þýskalands. í gær
komu 7.600 flóttamenn til Vestur-
Þýskalands frá Tékkóslóvakíu. Nú
hafa afls 45 þúsund flóttamenn frá
Austur-Þýskalandi komið til V-
Þýskalands síðasta mánuðinn eða frá
því aö Ungveijaland opnaði landa-
mæri sín við Austurríki þann 11.
september. Þetta er mesti flótti aust-
ur-þýskra ríkisborgara vestur síðan
árið 1961 þegar hundruð þúsunda
ákváðu að yfirgefa landið.
Fólksflóttinn kemur á versta tíma
fyrir yfirvöld í A-Þýskalandi en á
morgun eru liðin fiörutíu ár frá
stofnun þýska alþýðulýðveldisins. í
dag munu Honecker, leiðtogi A-
Þýskalands, og Gorbatsjov, halda
ræður í tilefni þess.
Gorbatsjov kemur til A-Þýskalands
aðeins um sólarhring eftir að óeirða-
lögreglu lenti saman við óánægða
A-Þjóðveija í borginni Dresden. Lög-
regla beittí. vatnsdælum á stóran hóp
manna sem safnast hafði saman á
brautarstöð í borginni þar sem flótta-
mannalestimar óku í gegn að ósk
austur-þýskra stjórnvalda. Var það
gert til aö þau gætu sagst hafa rekið
flóttafólkið úr landi. Á brautarstöð-
inni safhaðist saman hópur fólks,
sumir til að freista þess að komast
um borð í lestimar sem fluttu flótta-
mennina til vesturs, aðrir til að mót-
mæla stefnu stjómvalda. Þetta era
mestu mótmæli gegn austur-þýskum
stjórnvöldum í rúm þijátíu ár. Og í
A-Berlín, fyrir framan sendiráð
Bandaríkjanna, lenti lögreglu saman
við hóp Á-Þjóðverja sem reyndu að
fá vegabréfsáritun vestur.
Fréttaskýrendur búast við að
spennan, sem nú ríkir í A-Þýska-
landi, muni ná hámarki næstu daga
á meðan á heimsókn Gorbatsjovs
stendur. Þjóðveijar beggja vegna
landamæranna líta á Sovétforsetann
sem tákn breytinga og vonar. Yfir-
völd í A-Þýskalandi munu reyna aö
halda Gorabtsjov frá almenningi eins
og hægt er til að reyna að koma í veg
fyrir að þar komi upp „Gorba-æði“
eins og til dæmis í Vestur-Þýskalandi
íjúní. Reuter
Trump vill meira
Bandaríski millj arðamæringurinn
Donald Trump, sem keypti Eastem
flugfélagið í maí, hefur hug á að færa
út kvíamar. í gær bauð hann 120
dollara fyrir hvert hlutabréf í Amer-
ican Airlines flugfélaginu. Myndu
það verða stærstu viðskiptin í sögu
bandarískra flugfélaga.
Ef af kaupunum verður mun
Trump ekki bara vera fasteigna-
braskari sem lenti inn á flugvéla- og
hlutabréfamarkaðinn heldur iðnjöf-
ur, að því er sérfræðingar segja.
Donal Trump, sem er 43 ára, á
meðal annars stærsta spilavítið í
Atlantic City, Trump Plaza Hotel and
Casino. Þar fór fram í sumar hnefa-
leikakeppnin milli Mike Tyson og
Michael Spinks. Trump er fjármála-
ráðgjafi Tysons.
Reuter
Olga í Póllandi
- Walesa varar við borgarastyrjöld
Fjármálaráðherra Póllands mun í
dag ræða við fréttamenn og skýra
þjóðinni frá efnahagsaðgerðum rík-
isstjómarinnar aðeins sólarhring
eftir að Lech Walesa, leiðtogi Sam-
stöðu, hinna óháðu verkalýðssam-
taka, varaði við borgarastyijöld
vegna slæmrar stöðu efnahagsmála.
Walesa sagði í gær að Pólverjar
hefðu nú fengið sig fullsadda og
krefðust þess að fá svör. „Fólkið
bölvar forsætisráðherranum og Wa-
lesa vegna þess að það veit ekki hvað
er að gerast," sagði hann á fundi með
fréttamönnum. „Ég endurtek enn á
ný að hætta er á borgarastyijöld í
Póllandi sem og í öllum löndum A-
Evrópu.“
Blaðamannafundur ijármálaráð-
herrans í dag verður sá fyrsti sem
hann heldur síðan ríkisstjórn undir
forsæti Samstöðu tók við völdum í
Póllandi. Þetta verður og í fyrsta sinn
sem ráðstafanir ríkisstjórnarinnar
em kynntar íbúum Póllands en þær
hafa áður verið kynntar ríkisstjórn-
um Vesturlanda.
Vestrænir embættismenn kveðast
bæði hrifnir af fyrirhuguðum að-
geröum ríkisstjómar Póllands sem
og uggandi um að þær verði íbúun-
um of þungar í skauti. Þá velta sum-
ir fyrir sér hvort aðgerðimar séu
framkvæmanlegar póhtískt séð.
Efnahagsástandð í landinu versnar
æ og mikil ólga er í landinu. Frétta-
skýrendur telja að harkalegar ráð-
stafanir stjómvalda muni ekki falla
í góðan jarðveg hjá Pólveijum. Full-
trúar 36 af 49 deildum kommúnista-
flokksins víðs vegar um landið hafa
skýrt frá megnri óánægju og óþolin-
mæði almennings með gífurlegar
verðhækkanir og skort á nauðsynja-
vörum. Þetta kom fram í leynilegri
skýrslu sem samin var fyrir mið-
stjóm kommúnistaflokksins og Re-
uter-fréttastofankomstyfir. Reuter
Hermenn vakta sendíráð Costa Rica i E1 Saivador. Simamynd Reuter
Hópur fólks hefur tekið um nítján manns gíslingu 1 sendiráði Costa Rica
í E1 Salvador. Talið er aö meðal gíslanna séu þrír stjómarerandrekar og
nokkrir blaðamenn. Hópurinn, sem í em m.a. nokkrar konur frá samtök-
um ættingja horfinna, krefst þess að stjómvöld á Costa Rica leggi aö for-
seta E1 Salvador, Alfredo Cristaiani, að binda enda á þá öldu mannrétt-
indabrota sem hópurinn segir að tröllríði nú landinu.
Hermenn hafa slegið hring um sendiráðið en snemma í morgun var
haft eftir einum embættismanni í E1 Salvador að þeir hefðu ekki í hyggju
að ráðast inn í sendiráöiö. Hann bætti því þó við að enn hefðu engar
samningaumræður um lausn gíslanna hafist.
FeHibylur skellur á Kína
Hainan í Kína frá því á mánudag en þá skall fellibylurinn Brian á suöur-
hluta landsins. Þetta kom fram í fréttum kínversku fréttastofunnar. Mikl-
inu.
sekur
Jim Bakker, bandariski sjónvarpspredikarinn, var í gær fundinn sekur
umfjárdrátt Símamynd Reuter
Kviðdómur kvaö í gær upp úrskurð sinn í máli Jim Bakker, sjónvarps-
predikarans bandaríska, en hann hefur veriö ákærður fyrir aö svíkja
stuðningsmenn sína um 158 milljónir dollara ogþar af dregiö sér, til einka-
nota, um fiórar milljómr. Úrskurður kviödóms var aö Bakker væri sekur
um öll 24 ákæruatriðin sem lögð vom fram á hendur honum. Þann 24.
þessa mánaðar mun dómari ákvaröa refsingu.
Þegar úrskurður kviðdóms lá fyrir kvaðst Bakker mundu áfrýja. Hann
getur hlotið allt aö 120 ára fangelsisdóm og fimm miljjón dollara sekt.
Fimmtán ára gamail bandarískur drengur hélt bekkjarfélögum sínum
í gíslingu i tæpa klukkustund í gær. Drengurinn, sem var vopnaöur hálf-
sjátfvirkri hríðskotabyssu, skaut einn nemanda í andlitið áður en hann
gaf sig fram við lögreglu.
Sévardnadze á Kúbu
Sévardnadze, utanríkisráðherru Sovétrikjanna, iauk i gaer
heimsókn tlt KÚbU. Slmamynd Reuler
Eduard Sévardnadze, sovéski utanríkisráðherrann, sagði i gær að við-
ræöur þær sem hann átti við Fidel Castro, leiðtoga Kúbu, hefðu verið
árangursríkar. Dvöl ráðherrans til Kúbu var síðasti áfangi vesturreisu
hans, í henni ræddi hann meðal annars við Baker, bandarí ska utanríkis-
ráðherrann, og Ortega, leiðtoga Nicaragua.
Viðræöur Sévardnadze og Castros vom haldnar fyrir luktum dyrum í
gær og ekki er Ijóst hvað þeim för á milli. En yfírvöld sögðu aö kúbanski
leiötoglnn heföi lýst yfir stuðnlngi við tillögur ráöherrans frá i gær um
að viöræður veröi haldnar um fækkun f herafla í ríkjum Mið-AmerQcu.
UtanrDcisráöherrann sagði að stórveldin gætu tekið aö sér hlutverk
ábyrgöarmanns tfl að sjá um aö sMkt samkomulag, næðist það, yrði haldið.
Reuter