Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1989, Síða 12
12
FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1989.
Spumingin
Ferðast þú með strætó?
Sigtryggur Jónsson skrifstofustjóri:
Nei, þaö eru sextán ár síðan ég geröi
það síðast. En mér finnst strætis-
vagnakerfið til fyrirmyndar eins og
reyndar allt hjá Davíð.
Kolbrún Þórðardóttir afgreiðslu-
stúlka: Já, tvisvar í viku á leiðinni í
vinnuna.
Björn Ægir Norðfjörð nemandi: Já,
ég fer alltaf í skólann í strætó og svo
við og við eitthvað annað. Stundum
er ég svo keyrður.
Kristberg Magnússon vélfræðingur:
Þó ég noti strætó ekki mikið á ég
alltaf strætómiða. Ef ég fer niður í
bæ finnst mér oft betra að fara með
strætisvagni en að lenda í vandræð-
um með bílastæði.
Hjalti Guðmundsson nemandi: Ég fer
flestra minna ferða í strætó.
en ég hreyki mér nú ekki af því. En
ég vinn í Keflavík og þangað gengur
enginn strætisvagn. Það eru tvö ár
síðan ég ferðaðist síðast með almenn-
ingsvagni.
Lesendur_______________________________________________________pv
Vamarmál í sjónvarpsþætti:
Vantaði herþekkinguna
J.R. skrifar:
í þættinum Hringiðunni, sem var
sjónvarpaö á Stöð 2 sl. mánudags-
kvöld, var umsjónarmaður með her
manns á sviði til að taka þátt í um-
ræðum um það sem hann kallaði
„Eru þeir komnir til að vera?“ og
átti þá við varnarliðið á Keflavíkur-
flugvelli. Ágætur þáttur sem slíkur
og skemmtilegur en þar með er líka
allt upp talið.
Það má nefnilega til sanns vegar
færa að þarna hafi verið samankom-
in mestmegnis ein allsheijarskrípa-
hjörð, flestir úr hópi svokallaðra her-
stöðvarandstæðinga eða hálfvelgju-
manna um skoðanir á veru varnar-
liðsins hér á landi.
Umræðan fór út um víðan völl eins
og oft vill verða í svona þáttum. Það
sem var þó verra var að þama vant-
aði einhvern eða einhverja menn
sem hafa eitthvert inngrip í her-
fræðiþekkingu. Þarna hefði mátt
kalla til þá tvo menn sem hafa þó
a.m.k. verið á herskóla og tekiö þátt
í æfingum alvöru herliðs. Menn eins
Jón Sveinsson, menntaður sjóliðsforingi, og Arnór Sigurjónsson varnar-
málaráðunautur. „Hefðu áreiðanlega getað tekið málefnalegar á efninu,"
segir hér m.a.
ogt.d. JónSveinsson.menntaðursjó- sem er nú varnarmálaráðunautur
liðsforingi, og Arnór Sigurjónsson, hjá utanrikisráðuneytinu. Þeirhefðu
áreiðanlega getað tekið málefnalegar
á efninu en þessi misliti hópur.
Þarna var mest um útúrsnúninga
stjómmálamanna að ræöa og gekk
einn þeirra (þingkona Kvennalista)
svo langt að nefna til vatnsveitu Suð-
urnesja sem hún fann allt til foráttu.
Senmiilega vegna þess að hún og
margir aðrir þaðan hafa minnimátt-
arkennd yfir því að hafa þurft að
þiggja fría vatnsveitu af varnarliðinu
og það vegna þrábeiðni ráöherranna
Steingríms og Jóns Baldvins.
Málið er einfaldlega það að við ís-
lendingar verðum alltaf jafnkindar-
legir þegar við ræðum varnarmál
okkar af þeirri einfóldu ástæðu aö
við berum ekkert skynbragð á her-
mál og viljum ekki fyrir neinn mun
taka þátt í slíkum störfum sem vörn-
um lands okkar fylgja. - Þess vegna
verða allir útvarps- og sjónvarps-
þættir, sem snerta varnir og varnar-
lið, að einum allsherjarskopleik,
einkum þegar þátttakendur eru
stjómmálamenn og kommakrakk-
ar.
Vasapeningar frá Félagsmálastofnun
Vinnulúinn faðir skrifar: greiddartilaðkomastíogúrskóla. situr svo dóttir min sem ég hefi stofu!
Það vekur furðu mína og reiði að Þessu síöartalda er ég ekki mót- ekki ráð á að láta hafa þvílíka íjár- Félagsmálastofiiun ráðstafar
Félagsmáiastoftum í Reykjavík fallirmenégskilekkihvemighægt hæö vikulega til eigin nota. Á mán- þeim peningum sem henni em út-
skuli geta greitt 16 ára ungúngi kr. er að réttlæta 5000 krónur í eyðslu- uði fær þessi ungiingur greiðslur hlutaðir af sköttum hins skattpínda
5000 á viku 1 vasapeninga. Þess ut- eyri á viku. - Peninga tekna af tekj- frá Félagsmálastofnun sem sam- almennings á íslandi. Það er svo
an fær þessi sami unglingur föt, um hins almenna launamanns. svara mánaöarlaunum eiginkonu umhugsunarefni fyrir skattgreið-
skólabækur og strætisvagnaferöir í sömu skólastofu og viðkomandi . minnar fyrir 1/2 dags vinnu á skrif- endur.
Síldin „eitt mesta lostæti alls sjávarfangs" ætti að fara að sjást i verslunum
innan skamms.
H var fæst ný sfld?
Kristín hringdi:
Ég er ein þeirra mörgu sem finnst
ný síld vera eitt mesta lostæti alls
sjávarfangs. Undanfarin ár hefur
verið afar erfitt að finna nýja síld hér
í fiskverslunum. Þau svör sem ég hef
fengið hjá fisksalanum mínum eru
að mjög'fáir spyrji um síld hér og það
taki því ekki að panta hana sérstak-
lega fyrir örfáa viðskiptavini.
Mér finnst það vera mikil afturfór
í okkar þjóðfélagi, sem kennir sig við
fiskveiðar og vinnslu, að ekki skuli
vera hægt að kaupa nýja síld þegar
nóg berst að landi yfir veiðitímann.
Eg skora á fiskkaupmenn að
bregða nú út af vananum og prófa
að hafa nýja síld á boðstólum og jafn-
framt að auglýsa hana svo aö maður
viti hvar hún fæst.
Lesendasíða DV leitaði upplýsinga
um hvers vegna síld væri vandfund-
in í fiskverslunum. Hjá Fiskhöllinni
á Eyjarslóð í Reykjavík, þar sem
m.a. var spurst fyrir um málið, var
það svar gefið að sfld hefði ávallt
veriö fáanleg hér yfir veiðitímann og
svo myndi að líkindum verða áfram
þegar bátar fara á síldveiðar innan
skamms. - Við munum reyna að
fylgjast með hvemig þessu máli reið-
ir af.
Launakjör opinberra starfsmanna:
Hvað er svona gott við þau?
Opinber starfsmaður hringdi:
Ég vísa til lesendabréfs í DV í dag
(2. okt.) frá Páli Guðmundssyni þar
sem hann ræðir verkfall rafiðnaðar-
manna og segir m.a. að starfsmenn
hins opinbera séu mun betur settir
með sín laun, að ekki sé nú talað um
eftirlaunasjóðinn. Um það þurfi ekki
að deila.
Það ætla ég heldur ekki að gera.
Ég myndi hins vegar gjarnan vilja fá
að vita á hvern hátt ég, sem opinber
starfsmaður, er betur sett með mín
laun og minn eftirlaunasjóö því að
ég hef þá hugsaö mér að fara að not-
færa mér það!
Lesendasíða DV náði sambandi við
fyrrnefndan bréfritara og innti hann
eftir því hvað hann hefði haft í huga
sérstaklega er hann nefndi þetta
tvennt; laun hinna opinberu starfs-
manna og lífeyrissjóð þeirra.
Páll sagðist ekki vilja heíja deilur
um það sem væri á allra vitorði en
nefndi til þá þætti að laun hjá hinu
opinbera væru í mörgum ef ekki
flestum tilvikum hærri nú orðið en
á almennum vinnumarkaði og at-
vinnuöryggi væri mun meira.
Varðandi lífeyrissjóðinn nefndi
hann að eftirlaun hinna opinberu
starfsmanna væru mun betur tryggð
en hjá hinum almennu lífeyrissjóð-
um og einnig giltu þær reglur um
eftirlaunaaldur að samanlagður
starfsaldur og lífaldur opinbers
starfsmanns gilti um töku eftirlauna
sem væri einsdæmi í lífeyrissjóða-
reglum hér á landi. Að öðru leyti
vísaði Páll til reglna um lífeyrissjóð
opinberra starfsmanna þar sem
mætti fá frekari upplýsingar um það
aðriði.
Áfengiskaupamálið
tekur nýja stefnu
Sigurður Guðmundsson skrifar:
Þrátt fyrir yfirlýsingar yfirskoðun-
armanna ríkisreikninga vegna af-
skipta sinna vegna áfengisúttektar
utanríkisráðherra um að þeir telji
ekki ástæðu til frekari afskipta af
málinu er eins og málið sé nú að taka
nýja stefnu og sé engan veginn lokið.
Nú virðist sem málið ætli að draga
miklu stærri dilk á eftir sér með því
að nú er þess óskað að gagnskoðað
verði, hvort áfengiskaupaheimildir
hafi veriö misnotaðar í fleiri tilvikum
á síðasta ári.
Eftir því sem séð verður hefur
a.m.k. einn fjölmiðill, Stöð 2, einsett
sér að komast til botns í þessu viða-
mikla máli, sem spannar ekki ein-
vörðungu umsvif utanríkisráöherr-
ans, heldur allra annarra ráðherra
og ráðamanna, sem notfærðu sér
vildarkjör í áfengiskaupum á árinu
1988 og jafnvel til þessa dags.
Einn þáttur þessarar rannsóknar
beinist að sjálfsögðu að því hvort
víns hefur verið aflað tíl beinna
einkanota eins og því miður virðist
raunin í mörgum tilvikum - eða til
að veita í opinberum boðum.
Það er ekki víst að allir stjóm-
málamenn athugi það að nú er öldin
önnur og af þaö sem áður var að
ráðherrar og menn í háum embætt-
um ríkisins spurðu hvorki kóng né
prest þegar þeir hugðust efna til gleð-
skapar - og þaðan af síöur að þeir
þyrftu að standa fjölmiðlum reikn-
ingsskap gerða sinna.
Nú hefur þetta snúist við að mörgu
leyti. Nú krefjast íjölmiðlar og stjóm-
málamenn svara, líkt og gerist hjá
öðmm þjóðum. - Það er því ekki séð
fyrir endann á viðamiklum áfengis-
kaupum íslenskra ráðherra, dómara,
stallara, og hvað þeir nú heita allir
sem aðgang höfðu að hinu ódýra víni,
sem margir hafa litið hým auga.
Mér sýnist t.d. Stöð 2 vera einn
þeirra fjölmiðla (kannski sá eini sem
þorir) sem leggur áherslu á að hætta
ekki umfjöllun um áfengiskaupamál-
in, fyrr en þeim hluta ísjakans sem
enn marar í kafi hefur verið lyft upp
á yfirborðiö.