Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1989, Síða 15
FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1989.
15
Heilbrigðisþjónustan:
Stýring og
stefna
í grein minni í gær, þar sem
umræðuefnið var heilbrigðisþjón-
ustan, ræddi ég um þær breytíngar
sem eru að verða í heilbrigðis-
þjónustu, aðhald í rekstri og hug-
myndir í því sambandi um fóst fjár-
lög á'þjónustu utan sjúkrahúsa og
um tilvisanakerfið.
Hér á eftir ræði ég um hagræð-
ingu og ýmis aðhaldsúrræði sem
beita má í heilbrigðisþjónustu utan
sjúkrahúsa.
Hagræðing í
heilbrigðisþjónustu
Ég efa ekki að koma má á meiri
hagræðingu í heilbrigðisþjón-
ustunni. Þessi hagræðing mun hins
vegar ekki skila aftur miklum pen-
ingum í ríkiskassann. Hún mun
frekar hægja á eða stöðva þá kostn-
aðaraukningu sem fyrirsjáanleg er
vegna þeirrar miklu þróunar sem
læknisfræðin er í, ekki síst sakir
framfara í tækjabúnaði og lyíja-
meðferð. Þessar framfarir kalla í
mörgum tilvikum á aukinn kostn-
að í margþættri og flókinni („int-
ensivri“) sjúkrahúsþjónustu en
geta einnig stytt legutíma og haldið
fólki utan sjúkrahúsa með sífellt
fullkomnari þjónustu á lækninga-
stofum. Þannig má stuðla að sparn-
aði í heilbrigðisþjónustu og auka
þjóðartekjur með heilbrigðari ein-
staklingum.
Hingað til hefur kröfum um hag-
KjaUarinn
Lára Margrét
Ragnarsdóttir
hagfræðingur
ræðingu í heilbrigðisþjónustunni
nánast alltaf verið beint að heil-
brigðisstéttum, sem ekki er óeðli-
legt. Á hitt ber þó að líta að þar sem
þjónustan hefur hingað til verið
álitin ókeypis hefur of oft komið
fyrir að fólk óski eftir þjónustu og
rannsóknum sem hafa veriö
ónauðsynlegar. Ástæðan er sú að
leikmenn hafa ekki fengið nægar
upplýsingar um kostnað við heil-
brigðisþjónustuna og ekki almennt
tekið þátt í umræðum um þróun
hennar.
Þegar fólk gerir sér ekki grein
fyrir hvað það er að borga í skött-
um sínum né heldur hvað það er
að fá fyrir peningana er ekki nema
von að áhugann skorti.
Því er kominn tími til fyrir okkur
öll að taka virkan þátt í stýringu
hieilbrigðisþjónustunnar með þvi að
fylgjast betur með hvemig fjármun-
um til hennar er varið og með stefnu
stjómmálamanna í þeim efnum.
Til þess aö slíkt megi verða þarf
að grípa til annarra ráða en að
auka biðlistana og setja þak á fjár-
nauðsynlegt að koma aftur á trygg-
ingahugtakinu í heilbrigðisþjón-
ustunni og efla meðvitund neytenda
með upplýsingum um réttindi þeirra
og þá þjónustu sem innt er af hendi.“
Framfarir i tækjabúnaði og lyfjameðferð kalla í mörgum tilvikum á auk-
inn kostnað, segir m.a. í greininni.
framlög til heilbrigðisþjónustu sem
heilbrigðisstéttir verða svo látnar
stýra, jafnvel gegn þeirra vilja og
siðferðiskennd.
Önnur úrræði
Til að efla meðvitund almennings
er nauðsynlegt að koma aftur á
trygginijahugtakinu í heilbrigðis-
þjónustunni og efla meðvitund
neytendanna með upplýsingum
um réttindi þeirra og þá þjónustu
sem innt er af hendi. Þannig má
sýna á hverium tíma, t.d. á skatt-
seðlinum, hvert iðgjald ársins er
fyrir þjónustuna.
Iðgjald þetta á að vera tekjutengt
en þó allir jafnréttháir. Enn mætti
auka á meðvitund almennings um
kostnað með því að koma á beinni
hlutfallsgeiðslu fyrir bæði læknis-
þjónustu og lyf sem kynnt yrði sem
e.k. sjálfsáhætta upp að vissu þaki
í tilteknum tilvikum.
Að sjálfsögðu á að gera undan-
tekningar vegna aldraðra, barna,
öryrkja og þeirra sjúklinga sem
þurfa stöðugt eða um tíma á reglu-
bundinni tiðri þjónustu að halda.
Hlutfallsgreiðslumar verða aö
vera einfaldar til þess að auðvelt
sé að sjá hver heildarkostnaður er
hverju sinni.
Slíkt fyrirkomulag er skref í átt-
ina að aðhaldi allra aðila í heil-
brigðismálum og mismunar ekki
fólki eftir getu, hvorki fjárhagslegri
eða annarri getu til að bjarga sér.
Á móti hvetur slíkt fyrirkomulag
til almennra umræðna um stefnu
í heilbrigðismálum og þátttöku al-
mennings í mótun hennar.
Það skyldi þó ekki verða eitt aðal-
baráttuefnið í kosningum framtíð-
arinnar hvort auka eigi iðgjald til
almennrar heilbrigðisþjónustu,
hvetja til aukinnar einkavæðingar
eða taka upp dýrar nýjungar í
lækningum? - Kannski kjósendur
vilji hafa eitthvað um það að segja
þegar í næstu kosningum.
Lára Margrét Ragnarsdóttir
Fiskveiðistefna og eignarréttur
Lögih um stjórnun fiskveiða
renna út í lok næsta árs. Mikilvæg-
asta verkefni komandi þings er án
nokkurs vafa mótun fiskveiðistefn-
unnar. Full þörf er á að stefnan
verði að þessu sinni mótuð til langs
tíma, ef þess er nokkur kostur.
Umræða um endurnýjun fiskveiði-.
stefnunnar hefur að þessu sinni
farið fyrst af stað á vettvangi Sjálf-
stæðisflokksins, enda er lands-
fundur flokksins um næstu helgi.
Þessi umræða er því athyglis-
verðari að Sjálfstæðisflokkurinn
einn flokka er nægilega stór og
mislitur til þess að sýna þverskurð
af þjóðinni. Þess er því að vænta,
að þar komi fram öll helstu sjónar-
mið í málinu.
Þrjár mreginlínur
Þijú meginsjónarmið hafa komið
fram í þessari umræðu. í fyrsta
lagi að unnt sé að endurbæta-
skrapdagakerflð, sem gilti fram til
1983, þannig að bæði hagkvæmni
veiðanna og athafnafrelsi í útgerð
verði tryggð. í annan stað telja
ýmsir að best sé að troða í götin á
núgildandi kvótakerfi og fá veiði-
réttinn núverandi handhöfum til
ævarandi eignar. Þetta fyrirkomu-
lag mætti kalla einkakvóta. í þriðja
lagi eru þeir sem telja að selja beri
veiðileyfi hæstbjóðanda og að al-
menningur í landinu eigi að fá and-
virðið. Slíkt kerfi mætti kalla al-
menningskvóta til aðgreiningar frá
einkakvótanum.
Ég hallast að afbrigði af almenn-
ingskvóta: Setja megi á laggirnar
sérstaka fiskveiðistofnun sem njóti
öruggrar verndar stjómarskrár-
innar. Þessi stofnun selji veiðileyfl
til hæstbjóðanda og greiði andvirð-
ið beint til allra landsmanna, raun-
ar eftir nokkra aðlögun.
Almenningskvóti eða auð-
lindaskattur
Gagnrýnendur almenningskvóta
KjaUarinn
Markús Möller
hagfræðingur
hafa tahð hann jafngilda skatti á
atvinnulífið í landinu, einkum þó á
landsbyggðinni. Ég tel skattanafn-
giftina í meira lagi vafasama og
vonast til að víkja að því síðar.
Hinu vil ég mótmæla strax, að með
henni er boðið upp á orðhengils-
hátt í stað raka.
. Slíkur orðhengilsháttur er litlu
skárri en það lúalag, sem einnig
tíðkast, að berjast gegn rökurn með
því að reyna að gera málflytjendur
tortryggilega. Þess konar vinnu-
brögð eru iðkendum sínum til van-
sæmdar.
Ajlir íslendingar lifa á fiski
í umræðu innan Sjálfstæðis-
flokksins hefur einkakvótinn átt
öflugasta formælendur. Formaður
flokksins hefur tekið eindregna af-
stöðu með honum, síðast í Morgun-
blaðinu á laugardaginn var.
Einn helsti hugmyndafræðingur
flokksins, Hannes Gissurarson,
skrifar kjallara til stuðnings þessu
kerfi í DV á mánudaginn. Báðir
komast að þeirri niðurstöðu að út-
gerðinni beri yfirráðin yfir fiski-
stofnunum. Á það get ég ekki fall-
ist.
Varla verður um það deilt að ís-
lendingar byggja afkomu sína á
fiski. Andvirði sjávarafurða er
meira en helmingur af brúttó-gjald-
eyristekjum og líklega nær 2/3 af
nettótekjum. Ymsir hafa dregið úr
mikilvægi gjaldeyrisöflunar, t.d.
með því að benda á að framleiðsla
vöru og þjónustu til útflutnings er
ekki nema um 35% af þjóðarfram-
leiðslunni.
Þeim hinum sömu er hollt að
velta fyrir sér hvers vegna vinnu-
framlag íslenskra lögfræðinga,
kennara og pípulagningamanna er
margfalt meira virði en t.d. framlag
grískra starfsbræðra þeiira. Það er
hvorki einkum né aöallega vegna
meiri afkasta, heldur vegna al-
menns ríkidæmis íslendinga.
Þegar öllu er á botninn hvolft
verður það ríkidæmi tæplega rakið
til annars en mikilla útflutnings-
tekna. Því skyldu menn gæta þess,
að þaö er ekki einungis afkoma sjó-
manna og útgerðarmanna sem
byggist á fiskistofnunum, heldur
einnig afkoma lögfræðinga, kenn-
ara og pípulagningamanna.
Þjóðin á hefðarréttinn
Færa má að því gild rök að óheft
útgerð sé ófær um að ná fram
fyllstu hagkvæmni í veiðum. Ekk-
ert bendir til annars en að íslensk-
ir fiskistofnar hafi verið ofnýttir í
marga áratugi, þótt hlé yrði á vegna
heimsstyijaldar. Það er því rangt
sem mér sýnist Hannes Gissurar-
son ýja að, að samkeppnin um auð-
lindina nú stafi af því að nýlega
hafi verið farið yfir mörkin frá van-
nýtingu til ofnýtingar.
Það var einungis með allsherjar-
samtökum að Islendingar fengu
færi á skynsamlegri nýtingu, með
þvi að færa landhelgina út í 12, 50
og loks 200 mílur. Útgerðarmenn
gerðu sitt besta til að drekkja ábat-
anum í offjárfestingu með dyggum
stuðningi opinberra lánasjóða.
Þeim þarf svo sem ekki að lá: Of-
fjárfesting er nánast óumflýjanleg
afleiðing óheftrar sóknar.
Hannes Gissurarson skrifar um
almenningskvóta, sem hann kallar
auðlindaskatt, og telur hann jafn-
gilda þjóðnýtingu fiskistofnanna.
Samkvæmt orðanna hljóðan er
þjóðnýting upptaka réttmætrar
eignar. Hannes hlýtur því að vera
að vísa til þess að útgerðarmenn
hafi áunnið sér hefðarrétt á nýt-
ingu fiskistofnanna. Vegna þess
samhengis útflutningstekna og
þjóðartekna, sem hér hefur verið
rakið, hlýtur það að vera þjóðin öll
sem hefur áunnið sér hefðarrétt á
nýtingu fiskistofnanna.
Matthias Johannessen tók ágæt-
lega á þessu atriði í blaði sínu 17.
sept.: íslenskir lögfræðingar, kenn-
arar og pípulagningamenn hefðu
fæstir vahð þau störf, nema vegna
þess að þeir féngu engu að síður
hlutdeild í auðæfum fiskimiöanna.
Þeir höfðu enga ástæðu til að ætla
fyrr en 1983, að sá aðgangur yrði
frá þeim tekinn! (Hitt er svo annað
mál að síöan hafa margir þeirra
fengið sér trillu!)
Enn um hefðarrétt
Þar sem ekki var sérstakri fyrir-
hyggju til að dreifa í fjárfestingu
útgerðarinnar, er í rauninni furðu-
legt að lífskjör i landinu hafa hald-
ist jafngóð og raun ber vitni. Koma
má auga á a.m.k. fimm atriði, sem
kunna að hafa bjargað þvi sem
bjargað var. í fyrsta lagi hafði of-
fjárfestingin ekki undan útfærslu
landhelginnar fram undir 1980.
Hin bjargráðin fjögur mætti kalla
dæmi um auðlindaskatt með eða
án ríkisafskipta:
1. Óbeinir skattar hafa lengst af
verið þyngri á innfluttum vörum
en innlendum, þannig að sjávar-
útvegurinn fær minna fyrir fisk-
inn en ella.
2. Hlutaskiptin virðast hafa haldið
launum sjómanna mun hærri en
hægt var að greiða í öðrum út-
flutningsgreinum og þannig
haldið niðri gróða og fjárfest-
ingu.
3. Hið opinbera hélt fiskverði lægra
en rök voru til.
4. Heimtufrekur verkalýður hefur
sennilega haldið kaupinu (og þar
með verði margs konar þjón-
ustu) fyrir ofan það stig að meiri
ijárfesting í sjávarútvegi borgaði
sig.
Þetta fjórða atriði er það sem oft
er með vafasömum rökum kallað
of há gengisskráning. Nær er að
tala um mikinn kaupmátt launa,
mælt í erlendri mynt. Ef verðmæt-
um hefur verið bjargað eftir þess-
um leiðum molnar enn undan rök-
unum fyTÍr hefðarrétti útgerðar-
innar. Eftir þessu er það ríkisvaldið
og þó einkum allur almenningur
sem hefur bjargað verðmætum
sem útgerðin var dæmd til að sóa!
Markús Möller
„Vegna þess samhengis útflutnings-
tekna og þjóðartekna, sem hér hefur
verið rakið, hlýtur það að vera þjóðin
öll, sem hefur áunnið sér hefðarrétt á
nýtingu fiskistofnanna.“