Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1989, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1989, Side 29
FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1989. LífsstHL Verðkönnun Verðiagsstofnunar á riærfatnaði leiðír í [jós miklnn verðmun á nærtatnaðí 'eða allt að 170% Verðkönnun: Mest 170% verðmunur fötum Verðlagsstöfnun kannaði ný- unxim um land aUt. Mikill verð- munur kom fram í könnuninni og reyndist hann mestrn- á Vogue sokkabuxum sem kostuðu mest 310 krónur í Olympiu á Lauga- vegi en minnst 115 krónur í versl- uninni Kjarabótá Húsavík. Mun- uitnn er í þessu tUfelli 170%. ar á miklum verömun er misjafn aldur birgöa og mismikil smá- söluálagning. í tveim tUvikum var munur á hæsta og lægsta verði í kringum 80%. Ein tegund af Triumph kvennærbuxum kostaði minnst 361 krónu í Svarfdælabúö á Dal- vík en mest 636 i Kaupfélagi Þing- eyinga á Húsavík. Munurinn er þama 76%. Schiesser hlýrabolur fyrir kari- menn kostaði minnst 464 krónur í Kaupfélagi Vopnfirðinga en mest mest 837 krónur í Kaup- fólagi Þingeyinga á Húsavík. Könnunin náði til 15 tegunda af nærfatnaði í 49 verslunum. Kaupfélag Þingeyinga á Húsavík var oftast meö hæst verð eða í fimm tilvikuxn. Verslun Einars Guðfinnssonar í Bolungarvík var oftast með lægsta veröið eða í þremurtilvikum. -Pá Grænmeti og ávextir koma í veg fýrir krabbamein Stöðugt fieira bendir tíl þess að neysla á grænmeti og ávöxtum getí komið i veg fyrir krabbamein eða dregið veruiega úr lflcum á J3VL „Allt bendir til að tengsl séu miili aukinnar neyslu grænmetis og ávaxta og minni hættu á krabbameini,“ sagöi Gladys Block frá bandaríska krabba- meinsfélaginu við setningu þriggja daga ráðstefiiu um krabbamein í London. í skýrsfu, sem lögð var fram á ráðstefnunni, er athygli manna beint að litareMnu karótín og áhriftim þess. Litarefni þetta finnst í gulrótum og Qölda ann- arra tegunda ávaxta og græn- metis. Við rannsóknir á blóðsýn- um þeirra sem fengið höfðu lungnakrabbaraein kom í ijós aö litareM þetta vantaöi í fæðu þeirra. Þessar niðurstöður, ásamt rannsóknum sem gerðar voru á 26.000 blóðsýnum við John Hopk- ins háskólann í Baltimore, þar sem rannsökuö voru sýni allra blóðgjafa sem fengið höföu krabbamein frá árinu 1974, benda til þess aö karótín getí dregið úr líkum á lungnakrabbameini og húðkrabbameini. -Pá Neytendasamtökin: Bjóða niðurstöður neytendakannana -150 uppsláttarorð Neytendasamtökin bjóða neytend- um þá þjónustu að hringja í síma samtakanna, 21666 eða 21678, og fá upplýsingar um niðurstöður neyt- endakannana og álit samtakanna á miklum fjölda hluta. Hægt er að fá upplýsingar gegnum síma og einnig hægt að fá ljósrit af viðkomandi nið- urstöðum. Neytendasamtökin hafa komið sér upp spjaldskrá með 150 Neytendur uppsláttarorðum og eru í mörgum tílfeUum fleiri en ein könnun á bak við hvert uppsláttarorð. Kannanir þessar eru flestar fengn- ar úr neytendablöðum og frá neyt- endasamtökum í nágrannalöndum okkar. Sérstaklega eru neytendablöð á Norðurlöndum og í Þýskalandi iðin við gerð slíkra kannana sem taka iðulega bæði til verðs og gæða. Neyt- endablaðið íslenska hefur einnig gert slíkar gæðakannanir ásamt könnun- um á viðhorfi eigenda til ýmissa vara. Þannig getur neytandi, sem ætiar að festa kaup á þvottavél, svo dæmi sé tekið, fengið ljósrit eða upp- lýsingar um fiölda kannana sem gerðar hafa verið á gæðum þvotta- véla. „Þetta flokkast undir jákvæða þjónustu sem samtökin veita,“ sagði Sigríður Guðmundsdóttir, starfs- maður Neytendasamtakanna, í sam- taii við DV. „Þetta er nokkurs konar fyrirbyggjandi starf um leið því við viljum að fólk íhugi vandlega sinn gang áður en það leggur í stórar fjár- festingar tíi þess að firra sig vand- ræðum eftir á. Það getur þaö gert með því að fá hjá okkur upplýsingar um niðurstöður hlutlausra kannana og úttekta á hlutnum sem það ætlar að kaupa.“ Fjölbreytt viðfangsefni Svo nefnd séu nokkur dæmi þá er í spjaldskrá Neytendasamtakanna að finna upplýsingar um bakaraofna, burðarrúm, bílabón, bleiur, diskl inga, dýnur, fatabti, ferðaútvörp geislaspiiara, handfyksugur, hátal ara, húðkrem, kaffivélar, ljósabekki myndavélar, náttúrulækningalyf píanó, rakvélar, regnföt, reiðhjól saumavélar, skíðaskó, skordýraeit Elva og Sesselja, starfsmenn Neytendasamtakanna, með spjaldskrána góðu. ur, slípirokka, stranjám, svitakrem, tannkrem, tennisspaða og sumar- dekk. Þetta er aðeins brot af fjöl- breyttri spjaldskrá samtakanna. Skrifstofa samtakanna er á Hverf- isgötu 59 og er opin frá kl. 9 til 16 alla daga nema þriðjudaga. Þar er ávallt heitt á könnunni og starfsfólk DV-mynd KAE fust til skrafs og ráðagerða um hvað eina sem lýtur að neytendamálum. -Pá Getur kostað hálft skoðunargjald aukalega - að fara að leiðbeiningum Bifreiðaskoðunar íslands Það getur kostað bíleigendur hálft skoðunargjald aukalega að fara eftír leiðbeMngum Bifreiðaskoðunar ís- lands um ljósaskoðun. Þeim sem mæta til skoðunar í færanlega skoð- unarstöð er sagt að ekki þurfi að vera með ljósaskoðun. í stöðinni er athugað hvort ljós séu í lagi en ef þau reynast ekki vera það fær bifreiðin ekki fulla skoðun. Bíleigandinn þarf því að mæta aft- ur tíi skoðunar eftir að hafa farið með bílinn í Ijósaskoðun og greiða þá hálft skoðunargjald, 950 krónur. Láti hann stilla Ijósin á verkstæði, sem er viðurkennt af Bifreiðaskoðun íslands, hefur verkstæðið heimiid til að veita fulla skoðun og jafnframt innheimta hálft skoðunargjald. Þessum vandræðum er hægt að komast hjá með því að fá einfalda, Það borgar sig að vera með Ijósin f lagi þegar farið er í skoðun, ella get- ur það kostað bileigendur hálft skoðunargjald aukalega. venjulega ljósaskoðun á næsta verk- stæði áður en farið er í skoðun og greiða þannig 500 krónur í stað 950 aukalega. „Þessar reglur verða í gildi í nýju húsnæði Bifreiðaskoðunar sem flutt verður í um áramót," sagöi Óskar Eyjólfsson, íjármálastjóri Bifreiða- skoöunar íslands, í samtali við DV. „Við sjáum ekki ástæðu til þess að breyta þeim. Það er rétt að benda á að við setjum verkstæðum ekkv gjaldskrá og því er þeim í sjálfsvald sett hvort þau innheimta hálft skoð- unargjald fyrir að laga ljósin,“ sagöi Óskar. Hann gagnrýndi einnig Bílgreina- samband Islands fyrir að auglýsa ekki hvaða verkstæði hefðu heimild til að taka bíla í endurskoðun en þau væru fiölmörg. -Pá«

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.