Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1989, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1989, Qupperneq 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjáist,óháð dagblað FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1989. Katla: Fjórir kippir fundust á sama sóiarhringnum Rórir jarðskjálftakippir mældust við Kötlu á einum og sama sólar- hringnum. Það var skömmu eftir miðnætti fjórða þessa mánaðar að fyrsti kippurinn mældist. Hann var frekar veikur. Annar álíka stór mældist um klukkan hálfijögur um nóttina. Klukkan 19.16 mældist stæsti kippurinn, rúmir fjórir á Rich- ter. Einni mínútu síðar mældist veik- ur skjálfti. Samkvæmt upplýsingum frá Veð- urstofunni er nær árvisst að jarð- skjálftakippir mælist við Mýrdals- jökul á haustin. Kippirnir nú voru það veikir að ólíklegt er að fólk hafi orðið þeirra vart. Ekki þykir sérstök ástæöa til að ætla að frekari jarð- hræringarverðiáþessusvæði. -sme Margeir komst áfram Bent Larsen sigraði Yrjola í síðustu skákinni í aukakeppni þeirra tveggja og Margeirs Péturssonar um sæti á milhsvæðamóti. Þar með er ljóst að Margeir teflir á mótinu en hann fékk 3 vinninga í keppninni. Yijola fékk 2 og Larsen 1. Asamt Margeiri mun Jóhann Hjartarson tefla á mifli- svæðamóti. í áskorendaeinvígjimum er Karpov með unna biðskák gegn Jusupov í þriðju skákinni og Timman og Speel- mangerðujafntefli. -SMJ Hald lagt á 35 skrokka: Heimaslátrað var flutt með báti að nóttu Hald var lagt á 35 skrokka af heimaslátruðu fé, sem flutt var til Neskaupstaðar með báti um nótt. Það var um klukkan eitt aðfaranótt laugardagsins að báturinn kom til Neskaupstaðar. Um borð voru meðal annars skrokkamir þrjátíu og fimm. Hald var lagt á kjötið og því eytt sam- kvæmt ákvörðun heilbrigðisnefndar Neskaupstaðar. Kjötið kom frá bæ sem er í fá- mennri sveit á Austfjörðum. Allt fé af bænum var skorið niður vegna riðuveiki. Féð á þessum viðkomandi bæ mun ekki hafa verið sýkt. Það munu hafa verið nágrannar bóndans sem gerðu viðvart um kjöt- flutningana. -sme Vel fór á með þeim Davíð Oddssyni og Þorsteini Pálssyni á landsfundinum í gær. Á myndinni má sjá Friðrik Sophusson varaformann og Ólaf G. Einarsson þingflokksformann fylgjast með því þegar þeir heilsast. DV-mynd GVA Halkion VE: Tekinn í landhelgi Togarinn Halkion VE frá Vest- mannaeyjum var tekinn í landhelgi á mánudagskvöld. Skipið var á tog- veiðum um hálfa sjómílu innan við landhelgislínu - undan Vík í Mýrdal. Skipinu var snúið til Vestmannaeyja. Dómur var kveðinn upp yfir skip- stjóranum í gær. Hann var dæmdur til að greiða 250 þúsund króna sekt og afli og veiðarfæri voru gerð upp- tæk. Skipstjórinn hefur áfrýjað dóm- inumtiIHæstaréttar. -sme Sjálfstæðismenn á landsfimdi: Liklegasta hefur borið varafbrmannsífamboð sitt undir pólitíska samstarfsmenn Nær öruggt er að Davlö Oddsson borgarstjóri tilkynni i hádeginu, á fundi meö landsfundarfulltrúum úr Reykjavík á Hótel Sögu, að hann muni bjóða sig fram til varafor- manns Sjáifstæöisflokksins. Davið hefur þegar borið framboð sitt und- ir vini og pólitiska samstarfsraenn i Reykjavík og fengið jákvætt svar við þvi. Þeir sjálfetæðismenn, sem DV heftir rætt við, segja að ekki komi til greina aö Davíð bjóði sig fram í erabætti formanns en flestir eru samraála ura að slík ákvörðun væri alit of seint á ferðinni. „Þessi landsfundur er ekki kom- inn saman til að fella formann flokksins, ef slíkt kæmi upp nú þá myndi slfkt rót koma á menn aö óvíst er hvernig sú kosning færi. En menn vilja breytingar og þá er ágætt að skipta um varaformann," sagði sjálfstæðismaður i Reykja- vik. Það vakti athygli þegar lands- fundurinn var settur í gær aö Dav- íð Oddsson sat á frerasta bekk og var í sviösljósinu en hingaö til hef- ur Davíð aldrei sinnt landsfundura - setið aftarlega og látið litið á sér bera. „Davíð er mættur til leiks á fyrsta degi iandsfundar sem sýnir aö hann ætlar firam,“ sagði lands- fundarfulltrúi í morgun. Davíð hefúr veriö undir miklum þrýstingi undanfarið um að hann bjóöi sig fram. Þar eru helstu stuöningsraenn hans Eimreiöar- kiíkan svonefnda en í henni eru menn eins og Björo Bjarnason, aö- stoðarritstjóri Morgunblaösins, Geir H. Haarde þingmaður, Baldur Guölaugsson lögfræöingur, Jón Steinar Gunnlaugsson lögfræðing- ur og raunar formaður Sjálfstæðis- flokksins, Þorsteinn Pálsson. Aö sögn sjálfstæðisraanna eru framboðshugleiðingar Davíðs koranar svo langt að tahð er aö hann geti ekki snúið viö þar sem hann myndi setja mikið niöur ef hann hætti viö á síöustu stundu. Ekki eru menn á eitt sáttir um hver viðbrögð Friðriks Sophusson- ar verða. Sumir segja að hann muni eklci gefa eftir varaformanns- embættið átakalaust eftir átta ár f embættinu og sera fyrsti þingmaö- ur Reykvíkinga. JGH/SMJ Enginn bjór í Hafnarfirði „Þetta verður bara að bitna á bæj- arbúum því það er alveg sama hvað við gerum, við fáum engu fram- gengt,“ sagði Sverrir Valdimarsson, útsölustjóri Áfengisverslunarinnar í Hafnarfirði. Hann hefur nú ákveðið að hætta að selja bjór og fækka þeim áfengis- tegundum sem eru á boðstólum vegna seinagangs hjá byggingar- nefnd Hafnarfjarðar við að afgreiða leyfi til að stækka verslunina. „Ég lái honum ekkert þessa afstöðu þó að ég voni að úr þessu verði ekki alvara," sagði Höskuldur Jónsson, forstjóri Áfengisverslunarinnar, um ákvörðunútibússtjórans. -gse I t í i t i i i i i i i i i i i i i i LOKI Stóð ekki á bjórdósunum hvernig ætti að opna þær? Veðrið á morgun: Skúrir vestan- lands Á morgun verður suðvestan- og vestanátt með skúrum sunnan- og vestanlands, en hægari suð- austan- og norðaustanátt og úr- komulaust í öðrum landshlutum. Hitinn verður 4-8 stig. NYJA SENDIBÍLASTÖÐIN 68-5001 GOÐIR BILAR ÁGÆTIR BÍLSTJÓRAR Kentucky Fried Ghicken Hjallahrauni ij, Hafnarfirði Kjúklingarsembragð eraö. Opið alla daga frá 11—22. Í i t i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.