Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1989, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1989, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1989. Fréttir Slippstööin á Akureyri: „Aumingjaskapur ef þessi iðnaður drabbast niður“ - sagði Júiius Sólnes ráðherra á fundi með starfsmönnum stöðvarinnar í gær Gylfi Knstjánsson, DV, Akureyri: „Mér þykir það þungþært að koma hingað í ljósi þess að það er búið að segja öllu starfsfólki stöðvarinn- ar upp störfum og maöur veltir því fyrir sér hvað sé að gerast í ís- lenskri skipasmíði að svo skuli vera komið. Það er algjör aum- ingjaskapur ef þessi iðnaður er lát- inn drabbast niður og deyja út,“ sagði Júlíus Sólnes, ráðherra Hag- stofu íslands, á fundi með Starfs- mönnum Slippstöðvarinnar á Ak- ureyri í gærdag, en til fundarins var boðaö vegna verkefnaskorts stöðvarinnar og uppsagna allra starfsmanna hennar. Árni Gunnarsson, alþingismaður og stjómarmaður Slippstöðvarinn- ar, sagði að hverri nefndinni af annarri hefði verið komið á fót til að leysa vandamál skipasmíðaiðn- aðarins en þær hefðu litlum ár- angri skilað. „Ég lýsi þvi yfir að sú staða sem komin er upp í skipa- smíðum og viðgeröum stafar af hreinu og klám áhugaleysi stjóm- valda á hverjum tíma. Þetta er því miður raunveruleikinn," sagði Árni Gunnarsson. Það verður aö segjast að starfs- menn stöðvarinnar fóru litlu fróð- ari af þessum fundi um framtíð sína, en uppsagnir þeirra taka gildi um áramót eða 1. febrúar. Ekki kom fram í máh Júlíusar Sólnes ráðherra að ríkisstjómin væri með neinar ákveönar fyrirætlanir um að leysa vanda skipasmíöaiðnaðar- ins, og fleiri en einn aðili benti á það á fundinum aö lítið væri að- hafst annað en að skipa nefndir og aftur nefndir og svo hefði gengið undanfarin ár. „Ég tel að í rauninni sé ofur auð- velt að kippa þessu í liðinn með einfaldri lagasetningu. Ég hef sjálf- ur stungið upp á því að Fiskveiða- sjóður láni bara alls ekki til skipa- smíða erlendis. íslenskir atvinnu- sjóðir eiga ekki að stuöla að því að bæta úr atvinnuleysi erlendis, heldur að bæta úr atvinnuleysi hérlendis," sagði Júhus Sólnes. Flestaihr starfsmenn Shppstöðv- arinnar sóttu þennan fund, og vom allt annað en kampakátir er fund- inum lauk. „Ráðamenn þjóðarinn- ar ættu að gera sér grein fyrir því að ef þeir finna ekki lausn á vanda okkar fyrir áramót leggst þessi starfsemi niður hér. Þá mun taka 5-10 ár að byggja stöðina upp aftur því þeir sem hér starfa fara með rhikla þekkingu með sér,“ sagði Gunnar Skarphéðinsson, starfs- mannastjóri Shppstöðvarinnar, eftir fundinn. Fiskveiðasjóður kom mjög til umræðu á fundinum en mörgum þykir sjóðurinn eiga mikla sök á því að nýsmíöaverkefni hafa að langmestu leyti verið unnin erlend- is undanfarin ár. Einnig var rætt um íslensk ráðgjafarfyrirtæki sem oftar en ekki mæla með að ákveöin verkefni séu unnin erlendis og sannað þykir að þar spih inn í umboðslaun þessara ráögjafarfyr- irtækja, rætt var um það „við- skiptasiðferði" að erlend fyrirtæki fái að endurskoöa tilboð sín í verk hér á landi til að geta boðið lægra verð en innlend fyrirtæki og áfram mætti telja. Starfsmenn Shppstöðvarinnar lögðu fram fjölmargar fyrirspumir á fundinum og einn þeirra benti á þá staðreynd að um leið og nýsmíði legðist niður hér á landi færi við- gerðaþjónustan sömu leið. í lok fundarins var svo þeirri áskorun beint til Hólmsteins Hólmsteins- sonar, formanns atvinnumála- nefndar Akureyrarhæjar, að nefndin boðaði hið fyrsta til al- menns borgarafundar um málefni Shppstöðvarinnar og yrði kahað á þingmenn kjördæmisins, bæjar- fulltrúa og fleiri aðha th að mæta á þann fund. Nokkrum aðhum var sérstaklega boðið th fundarins. Þar mættu meðal annarra aðstoðarmenn iðn- aðar- og fjármálaráðherra og Örn Friðriksson, formaður Málmiðnað- armannasambands íslands. Þess- um aðhum var sérstaklega boðiö th fundarins og einnig sjávarút- vegsráðherra en hann sagðist ekki sjá ástæðu th að sitja fundinn eða senda fuhtrúa sinn th fundarins. Þorsteinn Konráðsson, formaður Starfsmannafélags Slippstöðvar- innar, sagði þessa framkomu Hah- dórs Ásgrímssonar vera þverskurð þess sem Hahdór hefur látið frá sér fara um málefni skipasmíðaiðnað- arins undanfarið. Gisli Garðarsson, sláturhússtjóri á Blönduósi, við skrokkinn stóra. DV-mynd Magnús Var þetta stærsti hestur landsins? Magnús Ólafsson, DV, Húnaþingi: Hann var geysistór hesturinn frá Sólheimum í Svínavatnshreppi, sem lógað var á Blönduósi í síðustu viku. Kjötið reyndist vega 329 khó og er ekki vitað th þess að svo stórum hesti hafi áður verið slátrað hérlendis. Algengt er að skrokkar af fuhorðn- um hrossum vegi rúmlega 200 khó. Hesturinn var 17 vetra gamall. Hann var seldur frá Miðhúsum í Sveinsstaðahreppi að Sólheimum fyrir nokkrum árum. Ný stefna samgönguráðherra í innanlandsflugi: Arnarflug flýgur til Vestmannaeyja - fær tvær ferðir á dag á móti Flugleiðum „Við látum duga í bili að opna fyr- ir samkeppni á einni leið, þ.e.a.s. th Vestmannaeyja, en eftir eitt ár opn- ast einnig möguleiki á slíku á leiö- inni frá Reykjafík th Húsavíkur," sagði Steingrímur J. Sigfússon sam- gönguráðherra í samtah við DV. Ráðherra segir aö nýjar leyfisveit- ingar í innanlandsflugi, sem voru th- kynntar í gær, mörkuðu nýja stefnu í flugmálum innanlands. Bæði Flug- leiðum og Amarflugi innanlands voru veitt leyfi th áætlunarflugs th Vestmannaeyja og boðar það sam- keppni. Amarflug fær að flytja sam- tals 300 farþega á viku í tveimur ferð- um á dag. Sérleyfi Flugleiða th Húsavíkur ghdir aðeins í eitt ár og breytist þá í áætlunarflug sem þýðir að fleiri félög geta sótt um flug þangað - þó aðeins sem nemur 20% af farþegafjölda þangað. Leyfi th annarra staða á landinu munu að mestu leyti verða áfram í höndum þeirra flugfélaga sem nú annast flug þangað. Sérleyfi th áæfíunarstaöa með undir 12 þús- und farþega á ári munu ghda áfram. „Þetta getur hæglega þýtt að við verðum búnir með kvótann í sept- ember, þarna er gert ráð fyrir að far- þegafjöldinn okkar verði aðeins 20% af farþegum í öhu áætlunarflugi th og frá Vestmannaeyjum. Að ööm leyti emm við ánægðir með þessa ákvörðun," sagði Jömndur Guð- mundsson, markaðssljóri hjá Amar- flugi innanlands, við DV. Leifur Baldursson úr áhugahópi Húsvíkinga um flugþjónustu sagði að leyfisveiting ráðherra væri dæmalaus. „Síminn hefur ekki stoppað hér eftir áð leyfisveitingam- ar lágu fyrir. Það var farið fram á -það við Steingrím að hann tæki thht th óska okkar um bættar samgöng- ur. Okkur svíður mest að hann kæri sig ekki um vhja heimamanna. Stað- reyndin er aö þjónusta Flugleiða hef- ur verið gjörsamlega óviöunandi." Ráðherra sagði við DV að með því að bíða með samkeppni í eitt ár th Húsavíkur hlyti það að vera kapps- mál Flugleiða að bæta þjónustu sína á þeirri leið. Eha gæfist öðmm aðh- um kostur á að annast flug þangað. Bjöm Theodórsson, fuhtrúi Flug- leiða, sagði við DV að honum þætti stefnubreytingin og samkeppnis- sjónarmiðin jákvæð. „Sennhega minnkar leiguflug okkar th Vest- mannaeyja. Ráðuneytið á eftir að setja nánari reglur um tímaáætlanir þangað en ég á von á að gott sam- starf okkar við önnur flugfélög eigi eftir að halda áfram,“ sagði Bjöm. -ÓTT Hannes Jónssón, fyrrum sendiherra: Strangt eftirlit með Jóni Baldvini - hann er yfirlýsingaglaður, fiölmiðlahungraður og fljótfær „Það er fuh ástæða fyrir forsætis- ráðherrann aö hafa strangt eftirlit með Jóni Baldvini. Því hann er yfir- lýsingaglaður, hann er fiölmiðla- hungraður og hann er fljótfær,“ sagði Hannes Jónsson, fyrmrn sendi- herra, á blaðamannafundi í gær. „Satt að segja er ég alveg hissa á því að forsætisráðherra skuh ekki hafa beitt sér fyrir því að færa Jón Baldvin th í ríkisstjóminni. Ef for- sætisráðherra telur alveg nauðsyn- legt að hafa hann í stjóminni væri hann ábygghega miklu betur kominn annars staðar en sem utanrikisráð- herra.“ Hannes Jónsson lýsti yfir sérstök- um áhyggjum vegna framgangs Jóns Baldvins í málefnum EFTA og Evr- ópubandalagsins. „Ég hef lýst því yfir áður að ég lít svo á að Jón Baldvin sé fyrsti fúskar- inn sem situr í stóh utanríkisráð- herra. Eins og hann hefur gengið fram í EFTA- og Evrópubandalags- málunum þá finnst mér aö það sé þörf á að forsætisráðherra haldi vöku sinni. Jón Baldvin hefur verið með bjartsýnar yfirlýsingar um að þetta sé aht svo auðvelt. En á fundi stjórnunarfélagsins á fimmtudag segja aðaltalsmenn Evrópubanda- lagsins það fuhum fetum að okkur skuh ekki detta það í hug að við fáum fríverslunarsamning án þess að láta eitthvað í staðinn. Jón Baldvin hefur gengist upp við það að vera formaður EFTA-ráðsins. Hann hefur verið á fundum hér og þar og með yfirlýsing- ar þvers og kmss. En nú hafa komið fram menn sem vita hvað þeir em að segja og leiðrétta þessar bjartsýnu yfirlýsingar Jóns Baldvins og sýna að hann veit ekki hvað hann er að segja,“ sagði Hannes. -gse Jósafat Amgrímsson: Reyndi að svíkja milljarð út úr breskum banka Jósafat Amgrímsson, eða Joe Grimson eins og hann hefur kallað sig undanfarin tólf ár, hefur verið handtekinn í Bretlandi grunaður um samsæri um að svíkja 17 mihjónir dollara út úr National Westminester Bank í London. 17 mihjónir dollara jafnghda um 1.050 miHjónum ís- lenskra króna. Þetta koma.fram í kvöldfréttmn Rikisútvarpsins í gær. Um miðjan september var þess farið á leit við íslenska dómsmálaráðuneytið aö það léti saksóknara í té afrit af sakavott- orði Jósafats. í útvarpsfréttinni var vitnað í viðtal við breskan saksókn- ara sem sagði að ákæra á hendur Jósafat og þremur vitorðsmönnum hans væri ekki thbúin. Réttað yrði í málinu 4. desember næstkomandi og yrðu mennimir þá Uklega dæmdir. Jósafat, sem var fyirum mikhl at- hafnamaður í Keflavík, var dæmdur fyrir ávísanamisferU hér á landi árið 1965 en sat aldrei þann dóm af sér þar sem hann var ekki taUnn fær um það samkvaemt læknisvottorði. Hann flutti til írlands fyrir tólf árum og hóf þar viðskipti. Árið 1987 sat hann í sex mánuði í fangelsi í Bret- landi fyrir misferh. Hann bíður síðan dóms á írlandi vegna mhljóna doh- ara svika í viðskiptum við norska skreiðarkaupmenn og banka. -gse

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.