Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1989, Blaðsíða 18
18
LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1989.
Sælkerinn
Pasta
Pasta er samheiti yfir hveitideig sem oftast er geri úr
hveiti, cinsog gefur aö skilja, eggjum, matarolíu, vatni
og saií.. Þekktasta tegund pasta er spagettí sem flesi
ir kannast við. Pasta er til i ýmsum úgáfum.
Á Ítalíu eru yfir 300 tegundir af pasta. Fyrir utan
spagettí kannast líklegast flestir viö makkarónur. Þá
mætti nefna „farfalle", sem minnir á slaufur eða fiör-
ildi, og „tagliatelli" eru flatar pastaræmur sem eru
vaföar saman eins og fuglshreiöur. „Cannelloni" eru
stórar pípur sem má fylla með t.d. hakki. „Fusilli" eru
pastaskrúfur og „tortellini“ eru hálfmánar eða hringir
fylltir meö kjöt- eöa ostasósu. Svona mætti lengi telja.
Hægt er aö fá pasta í ýmsum litum, t.d. grænum og
þá er spínati blandað saman viö pastadeigiö.
Almennt er haldiö aö pasta sé ekta ítalskur matur.
Aö vísu hafa fáar þjóðir tekið eins miklu ástfóstri viö
pastaö og Italir en pasta er samt sem áöur vinsæll
matur í mörgum öörum löndum, t.d. á Spáni og Frakk-
landi og sumum löndum Rómönsku Ameríku. Þá er
pasta þekkt í Asíu og Kínverjar nota svokallaö
„vermicelli" sem eru mjög þunnir pastastrengir.
Margir telja aö Marco Polo, hinn frægi ítalski land-
könnuöur, hafi lært Ustina að búa til pasta í Kína og
hafi kennt landsmönnum sínum aöferðina áriö 1296.
Nú er þó talið aö ítalir hafi kunnaö aö gera pasta
löngu fyrir þann tíma. Úr pasta má útbúa dýrindis
rétti og eru börn og unglingar yflrleitt sérstaklega
hrifin af pastaréttum. Þá er pasta ódýr matur sem
auövelt er aö matbúa.
Hér á landi er pasta yfirleitt haft sem aðalréttur og
þá oftast spagettí meö kjötsósu. Lasagne hefur þó orð-
ið allvinsælt á síöari árum. ítalir boröa oftast pasta
sem forrétt. Þá má útbúa salöt úr pasta og bera þau
fram köld. Möguleikarnir eru ótæmandi.
Nýlega gaf Bókaútgáfan Krydd í tilveruna út ljóm-
andi bók um pasta og nefnist bókin einfaldlega Pasta.
Ef Sælkerasíðuna misminnir ekki, kom fyrir nokkrum
árum út bók sem nefnist Pastaréttir og var hún í
matreiðslubókaflokki Almenna bókafélagsins. Bókin
Pasta er mjög ítarleg enda skrifuð af Þjóðverjum.
Myndimar eru fallegar og allur frágangur eins og
best verður á kosið. Allir unnendur pastarétta ættu
að útvega sér þessa ágætu bók.
Hér kemur aö lokum frábær pastaréttur sem Sæl-
kerasíðan fékk eitt sinn á litlum veitingastaö í Lundún-
um fyrir nokkrmn árum.
Byrjið á því að sjóöa 400 g af tagliatelli. Þá þarf:
150 g valhnetukjama
3 rif af hvítlauk
40 g mulið þurrt brauö eða brauörasp
4 msk. ijóma
nokkur kom múskat
salt og pipar
matarolíu
1 dl vatn
Pressið hvítlaukinn í hvítlaukspressu og steikið
hann í matarolíu á pönnu. Malið eða saxið valhnetu-
kjamana og léttsteikið meö hvítlauknum. Bætið
brauðraspinu á pönnuna, kryddið með salti, pipar og
múskati. Hellið vatninu «á pönnm^a og látiö sósuna
sjóða viö vægan hita í 5 mín. Þá er rjómanum hrært
saman viö sósuna á pönnunni og hitinn látinn koma
upp en sósan má ekki sjóða. Þar með er þessi góði en
einfaldi og ódýri réttur tilbúinn. Sósunni er svo bland-
að saman við pastað sem í þessu tilviki er tagliatelli.
Hvernig væri að hafa fleiri bjórtegundir á boðstólum?
Bjórbúðin Heiðrún
Bjórverslun ÁTVR að Stuðla-
hálsi 2 er verslun sem vert er að
heimsækja. Þar er aöaláherslan
lögð á bjór en enda þótt þar sé
hægt að kaupa aðrar tegundir
áfengis er framboðið takmarkað. í
bjórbúðinni er sem sagt meira úr-
val af bjór en í öðmm verslunum
ÁTVR. Þá er hægt að fá flestallar
tegundir bjórs í flöskum en flestir
bjórunnendur era á þvi að flösku-
bjór sé betri en sá sem er í dósum.
Sælkeriim
Sigmar B. Hauksson
Þá er hægt að fá mismunandi gerð-
ir af bjór. Mætti nefna bjór brugg-
aðan eftir hinni svokölluðu „þýsku
aðferð“, eins og Beck’s og Löwen-
bráu. Á boðstólum er einnig hinn
stórgóði „pilsner", Pilsner Urquell
frá Tékkóslóvakíu, og hinn dökki
og „holli“ Guinness frá írlandi.
Af ígirum tegunduni mætti nefna
Bassírá Englandi,«Budweiser frá
Bandáríkjunum og Kronenbourg
frá Frakklandi. Þá em á boðstólum
þær tegundir sem bruggaðar em
hér á landi. Eins og á öðra áfengi
er verð á bjór mjög hátt hér á landi
og í raun er um algjört okur að
ræða. Sex 33 cl flöskur af Bass, sem
hefur 5% alkóhólstyrkleika, kosta
970 kr. Sama magn af Kronen-
bourg, sem er 4,7%, kostar 870 kr.
Beck’s, sem er 5%, kostar 760 kr.
og Pilsner Urquell, sem er 4,1%,
kostar 730 kr. Það fer því ekki á
milli mála að hér á landi er bjór
dýrastur í allri Evrópu og jafnvel
þótt víðar væri leitað.
Hér er ekki við ÁTVR að sakast
heldur stjómvöld. Þrátt fyrir hátt
verð láta íslendingar sig hafa það
að drekka bjór enda er bjór góður
með sumum tegundum matar og
við þorsta verður það að teljast
kostur hversu lítill vínandi er í
bjómum. Þar sem við verðum að
greiða okurverð fyrir bjórinn eiga
landsmenn rétt á góðri þjónustu.
Hvernig væri nú að hafa á boð-
stólum fleiri tegundir af bjór?
Ánægjulegt væri t.d. ef hægt væri
að fá belgískan bjór og þaö mætti
hiklaust vera á boðstólum önnur
tegund af innfluttum þýskum bjór.
Svona mætti lengi telja en það sem
mestu máli skiptir er að möguleiki
sé á að velja um nokkuö margar
tegundir.
Það er staöreynd að hinir svoköll-
uðu sérvitringar em góðir og
tryggir kúnnar.
Myndirnar tvær virðast
viö fyrstu sýn eins en þegar
betur er að gáð kemur í ljós
að á myndinni til hægri hef-
ur fimm atriðum verið
breytt. Finnir þú þessi fimm
atriði skaltu merkja við þau
með krossi á hægri mynd-
inni og senda okkur hana
ásamt nafni þínu og heimil-
isfangi. Að tveimur vikum
liðnum birtum við nöfn sig-
urvegara.
1. Elta stereoferðatæki með
tvöföldu segulbandi að verð-
mæti kr. 8.900,-
1. Elta útvarpsklukka að
verðmæti 3.500,-
Vinningarnir eru úr Opus,
Skipholti 7, Reykjavík.
Merkið umslagið meö
lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 27
c/o DV, pósthólf 5380,
125 Reykjavík
Sigurvegarar fyrir tuttug-
ustu og fimmtu getraun
reyndust vera:
1. Jónas Elíasson,
Safamýri 11,108 Reykjavík.
2. Halldór B. Jónsson,
Blómvangi 11,220 Hafnarfirði.
Vinningarnir verða sendir
heim.