Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1989, Blaðsíða 10
10 rnr
LAUUAKI),-HU;K J. NÓVEMBKR ;í)89.
Erlend bóksjá
Enn ein orustan
um Sylvíu Plath
Með sprengju
að vopni
Söguhetjan í nýjustu spennu-
sögu Elmores Leonard, Chris
Mankowski, er lögreglumaður í
Detroit. Hann er sprengjusér-
fræðingur sem hefur fengið nóg
af því að gera hættulegar sprengj-
ur óvirkar. Hann fær sig þvi flutt-
an milli deilda. Það er einungis
laus staða í kynferðisafbrota-
deildinni. Þangað fer hann og
flækir sér brátt inn í flókið saka-
mál, þar sem uppvakningar frá
mótmælaárunum vestra láta í sér
heyra með sprengjum.
Leonard batnar með hverri
nýrri spennusögu. Persónur hans
eru margar hverjar sérstæðar en
sannfærandi. Það á við um gömlu
kunningjana frá hippaárunum
sem takast á í þessari sögu og
gera upp gamlar sakir. Leonard
kryddar einnig frásögnina þeirri
kaidhæðnislegu kímni sem gefið
hefur síðari sögum hans sér-
stakan blæ.
FREAKY DEAKY.
Hölundur: Elmore Leonard.
Penguin Books, 1989.
Fyrir tuttugu og sex árum skrúfaði
Sylvía Plath hinsta sinni frá kranan-
um á gasleiðslu í kaidri íbúð sinni
við Pimrose Hill í Lundúnum og batt
þar með enda á líf sitt. Hún lét eftir
sig tvö htil böm, nýlega brotthlaup-
inn eiginmann, opinskáar dagbækur,
sem sumum hvcrjum var snarlega
stungið undan af eiginmanninum, og
mörg óbirt ljóð sem enn halda nafni
hennar sem skálds á loft.
Með sjálfsmorðinu og ljóðunum gaf
hún aðdáendum sínum efni í goðsögn
sem magnaðist á skömmum tíma í
eins konar helgisögu um píslarvætti
ungrar, snjallrar og örgeðja banda-
rískrar skáldkonu í enskum vetrar-
kulda Hughes-fjölskyldunnar sem
erfði svo höfundarréttinn að verkum
hennar. Af öllu þessu leiddi langvar-
andi stríð milli ólíkra fylkinga - stríð
sem nú hefur blossaö upp enn einu
sinni.
Beisk frægð
Hið beina tilefni tilfmningaríkra
og stóryrtra átaka nú er ný bók um
ævi og skáldskap Sylvíu Plath. Þessi
bók kom út í Bandaríkjunum fyrir
nokkrum vikum en í Bretlandi um
síðustu helgi, heitir Bitter Fame eða
Beisk frægð og er eftir ameríska
skáldkonu, Anne Stevenson. Fnnn-
kvöðuii bókarinnar er hins vegar
fyrrum mágkona Sylvíu, Olwyn
Hughes. Stevenson hefur viðurkennt
að samstarf þeirra tveggja hafi verið
svo náið að nánast sé um sameigin-
legt ritverk að ræða.
Þar sem kunnugt er að Sylvíu og
Olwyn kom vægast sagt mjög illa
saman þegar Sylvia giftist bróður
Olwyn, Ted - núverandi lárviðar-
skáldi Breta - reiknuðu fæstir með
hlutlægri umfjöllun í þessari nýju
ævisögu. En aðdáendur Sylvíu telja
að í Bitter Fame sé gengið skrefi
lengra: bókin sé eitt samfellt ákæru-
skjal þar sem hvert tækifæri sé notað
til að gera lítið úr Sylvíu, gallar
hennar stórlega ýktir og hlutur Teds,
Hughes fegraður svo að hann sé nán-
ast tækur í englatölu.
„Einhliða og
grimmdarleg"
Dæmi um viðbrögðin eru ummæli
Ruth Richardson sem er doktor í
sagnfræði: „Að mínu áliti er bókin
einhliða og grimmdarleg. Það var
ljóst að Sylvia og Olwyn Hughes áttu
ekki skap saman. Ég lít á þetta sem
bók samda af ákæruvaldinu eftir að
enginn er lengur til vamar. Það er
skelfilegt að þetta skuli hafa gerst.“
Ljóðskáldið A. Aivarez, sem skrif-
aði fyrir mörgum árum forvitnilega
bók um Sylvíu Plath, ritdæmdi nýju
ævisöguna í New York Review of
Books og gagnrýndi Stevenson harð-
lega fyrir að reyta með skipulegum
hætti æruna af Sylviu og gera hana
að „ófreskju“. Hann nefnir mörg
dæmi þar um og segir bókina „350
blaðsíður af lítilsvirðingu“.
Stevenson ver sig í sama tímariti í
síðustu viku og segist einungis hafa
„gert góðlátlegt grín“ að þvf fárán-
lega í fari Sylvíu. Alvarez segir á
móti að þessi staðhasfing Stevenson
sé svona álíka sennileg og að hann
sé „María af Rúmeníu“. Hann notar
og tækifærið til þess að hvetja til
þess að dagbækumar, sem Sylvía
skráði síðustu tvö árin fyrir andlátið,
verði birtar ef þær séu enn í fórum
Hughes-fjölskyldunnar.
„Afar trufluð"
Ted Hughes hefur sjálfur ekkert
sagt um þessa nýju bók. Hann lætur
systur sína um að standa í slagnum
og hún hefur ítrekað þá skoðun sína
að Sylvía hafi verið „afar trufluð - á
grensunni - og afar snjöll". Vanda-
máhð sé að kvenfrelsiskonur hafi
gert Sylvíu að dýrhngi á röngum for-
sendum og það sé „fuht af vitleysing-
um“ sem séu „helteknir af Sylvíu“.
Og stríðið heldur vafalaust áfram.
Enn ein ævisaga er í smíðum og hóp-
ur manna hefur stofnað sérstakt fé-
lag sem hefur það að markmiði að
veija heiður og mannorð Sylvíu
Plath.
Hulið vald
í Ameríku
Þegar pólitíska spennusagan
„Trevayne" kom fyrst út árið
1973 vakti hún litla eftirtekt enda
var skráður höfundur, Jonathan
Ryder, lítt kunnur. Sextán árum
síðar er sagan gefin út að nýju
undir réttu nafni höfundar, Ro-
bert Ludlum, og selst eins og heit-
ar lummur enda ræður þekkt
höfundarnafn oft sölu slíkra bóka
fremur en innihaldið.
Sagan er samin á tímum Water-
gate-málsins og ber þess merki.
Trevayne er bandarískur at-
hafnamaður sem er ráðinn th
þess að gera úttekt á viöskiptum
ríkisstjórnar Bandaríkjanna og
stórfyrirtækja sem lifa á víð-
tækum hernaðarumsvifum ríkis-
ins. Ekki hður á löngu þar th
hann verður þess var aö öflugir
aðilar í bandarísku þjóðfélagi
ráða gangi mála á bak viö tjöldin
og beita öllum aðferðum til þess
að halda starfsemi sinni leyndri
fyrir almenningi. Brösótt sam-
skipti Trevayne við þetta hulda
vald er meginviðfangsefni sög-
unnar.
Það verður ekki sagt að þessi
spennusaga skeri sig úr fjölda
annarra svipaðs eðhs sem séð
hafa dagsins ljós í Ameríku und-
anfama áratugi og byggja á hhð-
stæðum samsæriskenningum.
TREVAYNE.
Höfundur: Robert Ludlum.
Bantam Books, 1989.
Ævintýri Heyerdahls
Thor Heyerdahl er einn af fáum
sönnum ævintýramönnum eftir-
striðsáranna. Hugdirfska hans,
framtakssemi og óbilandi dugnaður
minnir á heimskautafara eins og
Amundsen og Scott eða fjallgöngu-
kappa á borö við Hilary. Hann er
tákn þess ævintýralífs sem flestir
verða að láta sér nægja að dreyma
um.
í þessari nýju bók, sem varð til
samhliöa sjónvarpsþáttum um Hey-
erdahl, er ferill þessa norska heims-
borgara rakinn - m.a. með tilvitnun-
um í þær þekktu bækur sem hann
hefur sjálfur samið um ævintýra-
ferðir sínar á flekanum Kon-Tiki og
sefbátunum Ra I. og II. og Tígris, og
um leyndardóma risastóru steinstyt-
tanna á Páskaeyju.
Fyrir þá sem lesið hafa bækur Hey-
erdahls, sem margar hafa komið út
á íslensku, hefur þessi litlu nýju við
að bæta. En bókin er gott yfirht um
stórmerkilegt lífsstarf. Hún er prýdd
fjölda mynda frá ólíkum tímum í lífi
Heyerdahls, allt frá æskuárunum í
Noregi til efri áranna í nýju heimili
hans, Casa Kon-Tiki, í Perú þar sem
segja má að ævintýri hans hafi hafist
með sjósetningu flekans fræga árið
1947.
EVENTYRET OG LIVSVERKET.
Höfundar: Christopher Ralling og Thor
Heyerdahl.
Gyldendal Norsk Forlag, 1989.
Metsölubækur
Bretland
Kiljur, skáldsögur:
1. D. Adams:
THE LONG DARK TEATIME OF
THE SOUL.
2. Stephen King:
THE TOMMYKNOCKERS.
3. Mary Wesley:
SECOND FIDDLE.
4. Len Deighton:
SPY HOOK.
5. Catherlne Cookson:
BILL BAILEY'S DAUGHTER.
6. Maeve Binchy:
SILVER WEDDING.
7. David Lodge:
NiCE WORK.
8. G. Garcla Márques:
LOVE tN THE TiME OF CHOLERA.
9. Judith Krantz:
TiUL WE MEET AGAiN.
10. Vlrglnla Andrews:
FALLEN HEARTS.
Rlt almonns eðlis:
1. Lenny Henry:
LENNY HENRY’S WELL-HARD
PAPERBACK.
2. Rosemary Conley:
COMPLETE HIP * THIGH DIET.
3. Callan Pln
CALLANE
4. Rosemary Conley:
HIP * THIGH DIET.
5. Joyce Grenfell:
DARLING MA: LETTERS TO HER
MOTHER.
6. Anton Mosimann:
COOKING WITH MOSIMANN.
7. Paddy Doyle:
THE GOD SQUAD.
8. Keith Floyd:
FLOYD’S AMERICAN PIE.
9. Stephen Pile:
THE RETURN OF HEROIC FAIL-
URES.
10. Elkington & Haíles:
THE GREEN CONSUMER GUIDE.
(Byggt á The Sunday Timos)
Bandaríkin
Metsölukiljur:
1. Anne Tyler:
BREATHING LESSONS.
2. Kathleen E. Woodiwiss:
SO WORTHY MY LOVE.
3. Stephen Coonts;
FINAL FLIGHT.
4. Robert Ludium:
TREVAYNE.
5. Anne Rice:
THE QUEEN OF THE DAMNEO.
6. Louls L'Amour:
LONG RlDE HOME.
7. Aana Fulier Ross:
CELEBRATION!
8. Tom Clancy:
THE CARDINAL OF THE
KREMLIN.
9. Plere Anthony;
MAN FROM MUNDANIA.
10. Rosamunde Pllcher:
THE SHELL SEEKERS.
11. Kathryn Harvey:
BUTTERFLY.
12. Dean R. Koontz:
MIDNIGHT.
13. Linda Lay Shuler:
SHE WHO REMEMBERS.
14. Judy Klass:
THE CRY OF THE ONLIES.
15. Erich Segal:
DOCTORS.
Rit almenns eölis:
1. Joe McGinniss:
BLIND FAITH.
2. Shirtey Temple Black:
CHILD STAR.
3. M. Scott Peck:
THE ROAD LESS TRAVELED.
4. Bernie S. Sieget:
LOVE, MEDICINE & MIRACLES.
5. C. McGuire, C. Norton:
PERFECT VICTIM.
6. Hunter S. Thompson:
GENERATION OF SWINE.
7. Randsdell Plerson:
THE QUEEN OF MEAN.
8. J. Campbell & B. MoyerS:
THE POWER OF MYTH.
9. James Gleick:
CHAOS.
10. Davtd BrinkJey:
WASHINGTON GOES TO WAR.
11. K. Moore S o. Reed:
OEADLY MEDICINE.
(Bygjjt á N«w Yflrk Ttmw Book Rovtow)
talin sek
í ágúst árið 1892 voru Andrew
Borden og síðari kona hans,
Abby, myrt á heimili þeirra í
Fall River í Massachusetts. Morð-
inginn hafði ráðist að þeim hvoru
í sínu lagi með exi að vopni og
látið höggin dynja á þeim.
Morðin vöktu mikla athygli
enda Borden-nafnið tengt auði og
áhrifum í bænum. Böndin beind-
ust að Lizzie Borden, dóttur
Andrew af fyrra hjónabandi. Hún
var ákærð fyrir morðin. Almenn-
ingsálitið snerist hins vegar til
liðs við hana. Réttarhöldin ein-
kenndust af þeirri múgsefjun og
Lizzie var sýknuð.
Fljótlega eftir réttarhöldin fóru
hins vegar að renna á menn tvær
grímur því við rólega yfirvegun
virtist augljóst að Lizzie ein hefði
getað framið glæpinn. Almenn-
ingsálitið snerist því fljótt. Lög-
reglan taldi frekari rannsókn til-
gangslausa eftir dóminn. Lizzie
var því frjáls ferða sinna allt til
dauöadags árið 1927.
í þessari bók er farið ítarlega
yfir gögn málsins, gangur þess
skýrður og þær aðstæður sem
urðu þess valdandi að Lizzie
Borden var sýknuð af glæp sem
hún hafði Ijóslega framið.
GOODBYE LIZZIE BORDEN.
Höfundur: Robert Sullivan.
Penguin Books, 1989.
Sígild tónlist
á markaðinum
Fyrir rúmu ári kom út mikið
og vandað rit um þá sígildu tón-
list á geisladiskum og snældum
sem þá var á markaðinum. Nú
hefur verið bætt við sérstakri
árbók 1989 þar sem sagt er frá
öllum helstu geisladiskum og
snældum sem út hafa komið síð-
an, þ.e. frá því um mitt sumar
1988 fram á nýliðið sumar.
Árbókin er með sama sniði og
fyrra ritið. Tónskáldunum er rað-
að í stafrófsröð. Sagt er frá öllum
helstu nýju útgáfum á verkum
þeirra, þeim gefin umsögn þar
sem sagður er í stuttu máli kostur
og löstur á upptökunni og
frammistöðu tónhstarmanna og
söngvara. Einnig fylgir stjörnu-
gjöf fyrir þá sem vilja sjá í sjón-
hendingu mat ritstjóranna á við-
komandi diski eða snældu. Sér-
stök athygli er vakin á þeim disk-
um eða snældum, sem seld eru á
góðum kjörum, og bent á póst-
verslun þar sem hægt er að panta
diska og snældur sem ekki fást í
verslunum.
Þetta er ómetanleg handbók
fyrir alla þá sem vilja fylgjast með
nýjum útgáfum á sígildri tónlist.
THE NEW PENGUIN GUIDE TO
COMPACT DISCS AND CASSETTES.
YEARBOOK 1989.
Höfundar: Edward Greenfield, Robert
Layton, Ivan March.
Penguin Books, 1989.