Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1989, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1989, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1989. 37 DV 3. flokkur karla: Valsmenn í miklum ham Valsmenn héldu uppteknum hætti í leikjum sínum í 3. flokki karla um síðustu helgi er þeir unnu báða and- stæðinga sína með miklum mun í A-riðli Reykjavíkurmótsins. Fyrst léku Fram og Valur og var um einstefnu að ræða þar sem Fram- arar, sem virkuðu mjög óöruggir, áttu ekkert'svar við ákveðnum leik Valsara. Þeir unnu síðan Framara, 18^10. ÍR-ingar sóttu ekki heldur guU í greipar Völsurum og töpuðu stórt fyrir þeim. Leikur Framara og ÍR-inga réð því úrshtum um hvaða Uð færi með Vals- mönnrnn í undanúrsUtin. ÍR-ingar byrjuðu leikinn gegn Frömurum af miklum krafti og voru ávaUt fyrri til að skora í fyrri hálfleik. Strax í upp- hafi seinni hálfleiks náðu Framarar forustunni og létu hana ekki af hendi það sem eftir var leiksins. Framarar sigruðu síðan í leiknum með þremur mörkum en ÍR-ingar hefðu þurft að sigra með fimm mörkum tíl að slá Framara út. í B-riðli var hörkukeppni milU Vík- inga og KR-inga um efsta sætið en Víkingar höfðu sigrað KR í fyrri leik þessara liða með fimm mörkum. KR-ingar náðu fljótlega forustunni gegn Víkingum og virtist allt stefna í að þeim tækist að hreppa efsta sæti riðUsins þar sem þeir höfðu flipm marka forustu er stutt var tU leiks- loka. Víkingum tókst að klóra í bakk- ann og minnka muninn í tvö mörk stuttu fyrir leikslok og tryggja sér þar með efsta sætið vegna hagstæð- ari markatölu en KR. Ármenningar og Fylkismenn ógn- uðu ekki KR-ingum og Víkingum í baráttunni um efstu tvö sætin en FyUdsmenn tryggðu sér þriðja sætið með sigri á Ármanni. Valsmenn leika gegn KR-ingum í undanúrslitum sem fram fara í Selja- skóla sunnudaginn 12. nóvember og Víkingar mæta Frömurum. .. Lt- Reykjavíkurmeistarar KR í 3. flokki kvenna 3. flokkur kvenna: KR vann titilinn Seinni umferðin í Reykjavíkur- mótinu hjá 3. flokki kvenna var leik- in um síðustu helgi í Réttarholtsskól- anum. Það er skemmst frá því að segja að stelpurnar í KR urðu örugg- ir Reykjavíkurmeistarar. KR, sem var efst eftir fyrri um- ferðina, mætti Fram í fyrsta leik sín- um. KR-stelpurnar náðu strax ör- uggri forystu í leiknum. Eftir það var aldrei spurning um hver yrði sigur- vegari og endaði leikurinn 19-10, KR í vil. Næsti leikur KR var gegn ÍR. KR- stelpurnar tóku strax örugga forystu og unnu leikinn með miklum mun. Síðasti leikur KR á mótinu var gegn Víkingi. KR hóf leikinn og var greini- legt að liðið ætlaði sér ekkert nema sigur. KR-stelpurnar juku forskot sitt jafnt og þétt aUan leikinn og sigruðu örugglega. Reykjavíkurmeistaratit- iUinn var því í höfn. Víkingur var í öðru sæti eftir fyrri umferðina og hélt því. Stelpumar unnu ÍR-inga með miklum mun og gerðu svo jafntefli við Fram, 10-10, og geta sjálfum sér um kennt því þær misnotuðu 6 vítaköst. Víkingur tap- aði leik sínum á móti KR eins og kom fram hér á undan. Framarar urðu í þriðja sæti, töp- uðu stórt fyrir KR, eins og áður sagði, gerðu jafntefli við Víkinga en unnu IR með miklum mun. ÍR tapaði öllum leikjum sínum á Reykjavíkurmótinu aö þessu sinni. Fylkir mætti ekki til leiks. KR er vel að þessum titU komið. í seinni umferðinni spUaði Uðið góðan handbolta, bæði í vörn og í sókn. Spennandi keppni í 6. flokki Seinni umferð í Reykjavíkurmóti í 6. flokki karla fór fram í FeUaskóla um síðustu helgi og var leikið í tveimur riðlum. í A-riðU var Víkingur í efsta sæti riðUsins eftir fyrri umferðina, Fram í öðru sæti og Fylkir rak lestina. Fyrsti leikur riðilsins var viður- eign Víkings og Fylkis og hélt Vík- ingur uppteknum hætti og sigraöi nokkuð örugglega. Víkingur lék síð- an við Fram og tapaöi fyrir ákveðn- um Framstrákum, 4-7. Þrátt fyrir þriggja marka tap að þessu sinni hélt Víkingur efsta sætinu þar sem Uðið sigraði Fram í fyrri umferðinni með fimm mörkum. Fram sigraði síðan Fylki í síðasta leik riðUsins með nokkrum yfirburð- um, 8-2. Keppni í B-riðli var mjög jöfn og spennandi. Þó hafði KR nokkra yfir- burði gagnvart andstæðinum sínum Umsjón Heimir Ríkarðsson og Brynjar Stefánsson og vann alla leikina nokkuð örugg- lega. Keppnin um annað sætið í riðUnum og réttinn til að leika í undanúrslit- um stóð á milU Vals og Leiknis. Þessi Uð voru jöfn að stigum eftir fyrri umferðina og var því viðureign þess- ara Uða hreinn úrsUtaleikur um und- anúrslitasæti ásamt KR. Leiknis- strákarnir höfðu síðan betur í viður- eign sinni við Val og er eini flokkur Leiknis í Reykjavíkurmótinu að þessu sinni í undanúrslitum sem fara fram 12. nóvember í Seljaskóla. 1 »v«. V. s: í-í-i •• - jjjfl / Handknattleikur unglinga Framarar tryggðu sér Reykjavík- urmeistaratitiUnn í 5. flokki kvenna um síðustu helgi. Framstúlkurnar voru efstar eftir fyrri umferðina og héldu því. Framstelpurnar mættu KR í fyrsta leik sínum og sigruðu, 7-1. Næst mættu þær stelpunum úr Fylki og var sá leikur jafn og spennandi en Fram náði að tryggja sér sigur með 6 mörkum gegn 4.1 síðasta leik sínum á mótinu mættu þær stelpunum úr Víkingi. MikU barátta var í leiknum og ætluðu bæði liðin sér sigur en Fram náði að merja sigur á loka- sprettinum og sigraði, 6-5. Fram var þar með Reykjavíkurmeistari í 5. flokki kvenna. Leikur Víkinga og KR-inga var mjög jafn og spennandi. Leikurinn Reykjavíkurmeistarar Fram í 5. flokki kvenna. endaði með jafntefli, 8-8. Víkingar sæti. Fylkir rák lestina að þessu urðu því öðru sæti og KR í þriðja sinni. Mikil barátta var um sigurinn þegar Fram og Víkingur mættust í 5. flokki kvenna. Fram sigraði í leiknum og tryggði sér Reykjavíkurmeistaratitilinn. 1111111 m n ....................... 5. flokkur kvenna: Fram tryggði sér titilinn Reykjavrkurmót í 4. flokki kvenna: Framarar Reykjavíkurmeistarar Framarar urðu Reykjavíkurmeist- arar í 4. flokki kvenna um síðustu helgi er Framstúlkurnar báru sigur- orð af öllum andstæðingum sínum í seinni umferð keppninnar. Fram- stúlkumar enda því mótið með fullu húsi stiga þar sem þær töpuðu ekki heldur leik í fyrri umferöinni sem fór fram fyrir þremur vikum. Yfirburöir Reykjavíkurmeistar- anna voru umtalsverðir og unnu stúlkurnar alla leiki sína örugglega. Þess ma geta að Framliðið fékk mest á sig fjögur mörk í leik og sýnir það best hversu góðan varnarleik hðið spilar jafnframt því að markvarsla er mjög góð. Silfurlið Víkinga veitti Reykjavík- urmeistumnum eitt liða einhverja mótspyrnu en Víkingar töpuðu að- eins leiknum gegn Fram en unnu aðra leiki sína. KR-ingar, Reykjavíkurmeistarar síðasta árs, urðu í þriðja sæti skammt a eftir Vikingum. KR vann Val og Fylki öragglega en tapaði fyr- ir Fram og Víkingi eins og áður sagði. Fylkir vann síðan Val örugglega í baráttunni við að foröast neðsta sæt- ið í 4. flokki kvenna í ár. Verðlaunaafhending í 4. flokki kvenna fer fram í Seljaskóla 10. des- ember er úrsht fara fram í þeim flokkum sem keppni er ólokið í. Valur og Fram unnu sína riðla Keppni í Reykjavíkurmóti í 4. flokki karla var haldið áfram um síð- ustu helgi og var hart barist um sæt- in fjögur í undanúrslitunum sem fram fara sunnudaginn 12. nóvemb- er. Fylkir vann Ármann í fyrsta leik A-riðils seinni umferðar og síðan var leikur Vals og KR en þessi lið voru efst að lokinni fyrri umferð. Vals- menn, sem töpuðu fyrir KR-ingum í fyrri umferöinni, mættu mjög ákveðnir til leiks og hreinlega gengu yfir óákveðna KR-inga. Leikurinn endaði með sigri Valsmanna, 15-7. Með þessum sigri tryggðu þeir sér efsta sæti A-riðils þar sem þeir unnu einnig Fylkismenn og Armenninga nokkuð örugglega. KR tapaði aðeins þessum eina leik og náði þar með öðra sætinu og rétti til þess að leika í undanúrslitum við efsta lið B-riðils. Fylkir varð í þriðja sæti riðilsins og Ármann rak lestina. í A-riðli varð Vikingur í efsta sæti eftir fyrri umferðina en liðið hafði unnið Fram í fyrri umferðinni með einu marki. ÍR varð í neðsta sæti, hafði tapað báðum leikjum sínum til þessa. Fyrsti leikur B-riðils var viðureign Fram og Víkings og iu-ðu Framarar að sigra með meira en eins marks mun til að skjótast upp fyrir Vík- inga. Strax í upphafi leiksins náðu Framarar forastunrii og skoraðu fjögur mörk án þess að Víkingar næðu að svara fyrir sig. Liðin skipt- ust síðan á um að skora og þriggja marka sigur Framara varö stað- reynd. Bæði hðin sigruðu síðan ÍR-inga með miklum mun og urðu Framarar því í efsta sæti riðhsins, Víkingar í öðra sæti og ÍR-ingar ráku lestina með ekkert stig. í undanúrshtum leika því Vals- menn gegn Víkingum og Framarar viö KR-inga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.