Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1989, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1989, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 1989. Utlönd Heita umbótum í Hinn nýi leiðtogi Búlgaríu hefur fullvissaö stjómvöld í Moskvu um að hann muni kynna umbætur í anda Gorbatsjovs Sovétforseta í Búlgariu híö fyrsta. Leiðtogi búlgarskra kommúnista, Petar Mladenov, sem tók við af Todor Zhivkov á föstudag eftir 35 ára stjóm þess síðaraefhda, sendi Gorbatsjov símskeyti í gær þar sem hann hét umbótum. Umbótatíl- raunum í Búlgaríu hefur hingað til veriö beint aö því að reisa við staðnaðan eihahaginn. Miðstjóm kommúnistaflokksins kemur sam- an til fundar á næstunni og má búast við einhverjum mannabreyt- ingum í forystu flokksins á þeim fundi að rnati fréttaskýrenda. í gær vom ellefu menn, sem vísaö var úr flokknum á valdatíma Zhivkovs, teknir á ný í flokkínn. Meðal þeirra em þekktir umbóta- sinnar, stuðningsmenn perestroj- ku Gorbatsjovs. Allir voru þeir Hinn nýi Eeiðtogi bútgarskra kommúnista, Petar Mladenov. Simamynd Reuter reknir burtu írá flokknum á sið- ustu átján mánuðum, flestir vegna meints andófs. Fréttaskýrendur segja að ákvörðunin um að taka mennina á ný í flokk- inn gætí leitt til breyttra hátta. „Við teljum þessa atburði jákvæða og merki um aö ef til vill séu breytingar á næsta leiti,“ sagði einn vestrænn stjómarerindreki 1 samtali við Reuter-fréttastofuna i gær. Metverð ffyrSr málverk Olíumálverk eftir franska impressionistann Edouard Manet var í gær- kvöldi selt á 26,4 milljónir dollara á uppboði hjá fyrirtækinu Christíe’s í New York. Myndin er af særðum hermanni á götu í París. Heildarverð myndarinnar var reyndar 24 milljónir en með umboðslaun- um til uppboðshaldarans var það komið í rúmar 26 milljónir sem er metverð fyrir verk eftír Manet. Áður haföi mynd eftir hann selst á 11 milljónir dollara. Þá er þetta verð einnig sjötta hæsta verð sem nokkurn tíma hefúr fengist fyrir málverk. Manet-myndin, sem var í eign listasafn- ara, var keypt af J. Paul Getty safninu í Kalifomíu í Bandaríkjunum og verður hún þar tíl sýrds. Tuttugu og einn fframbjóðandi Stuöningsmenn Lionel Brizola, eins frambjóöanda í forsetakosningum i Brasiliu. Simamynd Reuter Tuttugu og einn frambjóðandi býður sig fram í forsetakosningunum í Brasilíu sem fram fara í dag. Fái enginn af hinum íjölmörgu frambjóð- endum meirihluta veröur kosiö milli þeirra tveggja atkvæðamestu þann 17. næsta xnánaðar. Þessar kosningar eru þær fyrstu frjálsu í rúm þijátíu ár. lega endurreisnarflokksins en því næst Luiz Inacio Luia da Silva, fram- þjóðandi Verkamannaflokksins og fýrrum verkalýðsforingL Gróðanum skipt Gizur Helgason, DV, Kaiqjmannahöín; Grænland og Danmörk munu skipta hluta af hagnaöinum milli sín,ef það borgar sig að vinna gulliö sem ftmdist hefur á austurströnd Græn- lands. Um 190 tonn af hreinu gulli er aö finna í berginu við ströndina. Er fundurinn meðal þeírra stærstu sem sögur fara af. Hinn göfugi málmur er vel varinn af hundrað milljónum bergtonna og ekki sýnilegur hinu bera auga. Það era fýrirtækin Platinova frá Kanada og Corona frá Bandaríkjunum sem hafa öll tilskilin leyfi til áframhald- andi rannsóknar og þar með forgangsrétt til að nýta gulliö ef hægt er að vinna þaö. Um er aö ræða 3 grömm af hreinu guíli á hvert bjargtonn og því engan veginn öraggt að vinnsla borgi sig. Fram að þessu hefúr samt aUt bent tíl að það muni borga sig. Ef af vinnslu verður á verða fyrirtækin aö semja við heimastjómina á Grænlandi og danska rQdð um vinnslona. Það er nefnUega hið opinbera sem á sjálfán berggrunninn á Grænlandi. I berginu er einnig að flnna Ueirí tegundir eðalmálma, svo sem platínu og paUadíum. Sumarið 1991 er fyrirhugað að gera göng niður í berggrunninn til að kanna möguleika á námugreftri. Ef það borgar sig aö vinna gulUð munu samt Uða Ijögur til fimm ár áður en sUk vinnsla hefst. Hingað til hafa fyrirtækin tvö lagt um fiórar mUljónir dollara í forrannsóknir og á næstu tveimur ámm munu þau verja átta mUljónum doUara tíl viöbótar tíl at- hugana. Austur-þýskir landamæraverðir á Berlínarmúrnum við Brandenborgarhliðið i gær. Símamynd Reuter Beðið opnunar Brandenborgar- hliðsins á ný Austur-Þjóðverja tóku að safnast vestan megin við múrinn þegar rökkva tók í gærkvöldi og vestur- þýska lögreglan kallaði út varalið. Snemma í morgun voru fjórir stór- ir kranar fluttir að vesturhlið múrs- ins og héldu menn fyrst að nota ætti þá til að brjóta múrinn. Þeir voru hins vegar leigðir af sjónvarpsstöðv- um tíl að hægt væri að lyfta sjón- varpstökumönnum hátt upp. Vestur-þýskur lögreglumaður á staðnum sagði að þar sem múrinn væri þrír metrar á þykkt fyrir fram- an Brandenborgarhliðið þyrfti mik- Us undirbúnings við áður en hægt yrði að byija að brjóta hann. Bætti hann því við að verið gæti að hægt yrði að fara gegnum múrinn á þess- um stað á morgun. Yrðu hUðin í múrnum þar með orðin tuttugu og þrjú. Orðrómur er á kreiki um að múr- inn við Brandenborgarhliðið verði rofinn þegar Douglas Hurd, nýi breski utanríkisráðherrann, kemur í heimsókn tU Vestur-Berlínar á morgun. Reuter Ráðstafanir vestan megin við Ber- Unarmúrinn við Brandenborgarhlið- ið snemma í morgun gáfu til kynna að þar yrði bráðum búið til nýtt hUð. Hins vegar sáust þess engin merki austan megin að framkvæmdir væru að hefjast. Austur-þýskir lögreglu- menn tjáðu vestur-þýskum kollegum sínum að þeir skyldu ekki búast viö að múrinn yrði rofinn á þessum stað í dag. í gærkvöldi voru gifurlegar örygg- isráðstafanir beggja megin við múr- inn. Hundmð Vestur-Beriínarbúa og Þýskir hermenn i sigurför gegnum Brandenborgarhliðið þegar þeir sneru heim frá vesturvígstöðvunum í júlí 1940. Símamynd Reuter SQórnarmyndunarviðræður í kjölfar mikftlar gagnrýni flokks- félaga og stöðugra mótmæla almenn- ings reynir austur-þýski kommún- istaflokkurinn nú aö halda völdum og ná tökum á hinu sviptingasama pólitíska ástandi í landinu. Komm- únistar reyna nú af mætti að tryggja sér stuðning fjögurra smærri stjóm- málaflokka, flokka sem allt í einu standa frammi fyrir því að þeir geta ef til vill fengið að njóta sjálfstæðis þess sem þeir hingað til höföu aðeins á pappímum einum. Smærri flokkamir hafa meirihluta á hinu íjögur hundmð sæta þingi, 208 sæti. í raun hafa kommúnistar ein- göngu á aö skipa 127 sætum. Sú stað- reynd gæti skipt miklu eins og mál standa í dag. Hinn nýi forsætisráðherra, Hans Modrow, eða „Gorbatsjov A-Þýska- lands“, eins og hann hefur verið kall- aður, stendur nú frammi fyrir því að reyna að mynda samsteypustjóm. Maðurinn sem leiðtogar ílokksins ýttu til hliðar vegna stuðnings hans við perestrojku Gorbatsjovs Sovét- forseta og umbótavilja er nú í for- svari kommúnista í stjómarmynd- unammræðum og er jafnvel talinn líklegur arftaki Krenz flokksleiðtoga. „Krenz gæti verið fallinn í gleyms- kunnar dá fyrir jól,“ sagði einn vest- rænn stjórnarerindreki. „Við höföum vonast til aö Modrow yrði kosinn forsætisráðherra,“ sagði Amdt Haubold, prestur í Nikolai kirkjunni í Leipzig, en þar er vagga lýðræðisbaráttu A-Þýskalands. Modrow hefur nú hafið samninga- viðræður við íjóra stjómmálaflokka, aðeins sólarhring eftir að hann var kosinn í embætti. Þrír af flokkunum fjórum krefjast þess að kommúnistar láti af einræði sínu. Leiðtogar eins þeirra, Frjáls- lyndra demókrata, lýstu því yfir að þeir væru ekki reiðubúnir til að taka skilyrðislaust þátt í samsteypustjóm forsætisráðherrans. Síðan austur-þýsk yfirvöld ákváðu aö opna upp á gátt landamæri sín til vesturs hefur atburöarásin í Aust- ur-Þýskalandi verið ákaflega hröð. Um miðjan næsta mánuð, 15.-17. des- ember, verður haldið flokksþing kommúnista, æðsta samkunda flokksins. Breytingar í forystuliði kommúnistaflokksins geta aðeins verið samþykktar á flokksþingi. Fastlega er búist við miklum manna- breytingum í forystunni á þessu komandi þingi. Kommúnistar hafa látiö undan síga í mörgum mikilsverðum málefnum, veitt þegnum sínum fulla ferðaheim- ild og lofað fijálsum kosningum. Næstu kosningar eiga að fara fram í maí 1991 og í síðustu viku kvaöst Krenz ekki sjá að þörf væri á að halda kosningarnar fyrr. En aldrei er að vita hverju austur-þýskur almenn- ingur fær áorkað á þessum tímum örra breytinga. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.