Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1989, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1989, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1989. Fréttir Vaxtabætur húsbréfakerfisins: Eiga að tryggja meðal fólki 2-3% raunvexti í húsbréfakerfi því sem nú er farið í gang verða vaxtabætur lykilatriði til að bæta stöðu íbúðarkaupenda. Frá og með 1. janúar 1990 eiga allir sem greiða vexti og verðbætur vegna íbúðarkaupa til eigin nota rétt á vaxtaoótum. Vaxtabætur eru ekki bundnar við ákveðinn árafiölda eða kaup á fyrstu ibúð eingöngu heldur greiddar á meðan skilyrðum um tekju- og eignamörk er fullnægt. Vaxtabætur greiðast út 1. septemb- er ár hvert, að lokinni álagningu opinberra gjalda og miðast við vaxta- gjöld ársins á undan og eignir í lok sama árs. Fjárhæð vaxtabóta ræðst af þrem þáttum: 1. Vaxtagjöldum ein- staklingsins. 2. Tekjum hans. 3. Eign- um hans. Vaxtabætur bundnar hámarki Vaxtabætur eru ávallt bundnar ákveðnu hámarki sem fylgir breyt- ingum á lánskjaravísitölu einu sinni á ári. Miðað við verðlag í desember 1988 var hámark vaxtabóta sem hér segir: 95.000 krónur fyrir einstakling- ing. 125.000 fyrir einstætt foreldri og 155.000 fyrir hjón. Hærri vaxtabætur getur fólk ekki fengið. Frá samanlögðum vaxtagjöldum, samkvæmt skattaframtab, dragast 5% af tekjuskattsstofni. Þau vaxta- gjöld, sem þá standa eftir, ákveða fiárhæð vaxtanna. Þá skerðast vaxtabætur ef skuldlaus eign fer fram yfir ákveðin mörk. Hjá ein- staklingi/einstæðu foreldri skerðast vaxtabætumar mn 6% fyrir hverjar 100.000 krónur fram yfir 1,7 milljón króna eignarskattsstofn. Ifiá hjónum skeröast vaxtabætumar um 3% fyrir hveijar 100.000 krónur fram yfir 3,4 milljóna eignarskattsstofn. Vextir hækka með húsbréfum Það er augfiós staöreynd að vextir hækka með húsbréfum en vextir í 1. flokki verða 5,75% til samanburðar við 3,5% vexti í núverandi kerfi. Reyndar er það skilgreining Hús- næðisstofnunar að fólk búi í raun við 6-7% vexti í dag vegna þess að lánin SysglnaanhxUir U IWÓfUW /tn t/mU, /}'út htr méú yfir þvt\ að hanrt skutdar H&htr&þtm irjitM toMAhéÍMtMfm&Mt *r. \ á um Mmu Jcufv/ruv, nr. mm rbr. lágnr (V+IW. \ RygglHgnryUh# r(kisfnt grriMr \rrdtHcn<r jxaxu th. brtytwgum á UaskjatMÍsitób, frú úígójuJrg/ Mfimx j íUmldJufu ttg wmu Umu/Ht t tft rfuíu/grrtiubt««) mnduttn rðtf mtrÁV, JW tv trrd(fyx£>wu. Þegar í gær var fólk farið að spyrjast mikið fyrir um hús- bréfakerfið hjá Húsnæðisstofnun en enn sem komið er er aðgangur að kerfinu takmarkaður. Til hliðar má sjá eintak af húsbréfunum. ° séu þafl lág að fólk verði að leita annað’éftir skammtímalánum. Það er ætlun Húsnæðisstofnunar að greiða niður vexti með vaxtabót- um. Samkvæmt hugmyndum stofn- unarinnar verða því raunvextir hjá þeim sem hafa miðlungstekjur 2-3% eftir skatt. Vaxtabætumar verða ótíma- bundnar en fara lækkandi miðað við hækkandi tekjur og eignir. Þær eru jafnframt óháðar því hvort um er að ræða fyrstu eða síðari íbúðarkaup. -SMJ I frumvarpsdrögum að nýjum útvarpslögum, sem nú eru til umfiöllunar hiá þingflokkum stjómarflokkanna, er gert ráð íyrir því að Ríkisútvarpið megi eiga og reka jarðstöö. I drögunum stendur: „Ríkisút- varpinu er heimilt aö reisa sendi- og endurvarpsstöðvar, eiga og reka jarðstöðvar, senditæki og önnur slík tæki, sem sérstaklega em framleidd til útvarpsstarf- semi, enda fullnægi tæki reglum er Póst- og símamálastofnun set- ur um öldutíöni, útgeislun og fleira. . . “ Frumvarpið heftir veriö til meðferðar í þrjár vikur hjá þing- flokkunum en gert er ráð fyrir að það verði lagt fram sem stjóm- arfrumvarp. Sagðist mennta- málaráöherra vonast til að geta lagt það fram innan skamms. Þegar menntamálaráðherra var spurður um ágreiníng milli Pósts og síma og Ríkisútvarpsins um verð á þjónustu viö slðar- nefnda aðilann sagðist hann líta á það sem tæknileg úrlausnarefni sem stofnaniraar sjálfar yrðu að leysa. -SMJ milljónir dollara Samningur sá sem íslendingar og Sovétmenn hafa undirritað, og sagt var frá 1 DV í gær, hfióðar upp á olíuvörukaup frá Sovétríkj- unum fyrir 55 til 60 milljónir doll- ara árið 1990, eða 3,5 til 3,8 milfi- arða íslenskra króna í samn- ingnum er gert ráð fyrir að viö kaupum 60 þúsjund tonn af blý- lausu bensíni, 180 þúsund tonn af gasolíu og 80 til 120 þúsund tonn af svartolíu. Þetta er í 36. sinn sem slíkur samningur er gerður við útflutn- ingsfyrirtækið Sojuznefteexport, en fyrsti samninguriim var gerö- ur árið 1953. Samningurinn er gerður á grundvelli hókunar um viðskipti milli Sovétríkianna og íslands sem gildir fyrir árin 1986 011990. -S.dór I dag mælír Dagfaii Stjaki var það, heillin Þaö getur stundum verið erfitt að eiga marga kunningja, einkum góðkunningja. Þeir em vísir til að misnota kunningsskapinn hvenær sem þeim þykir henta ellegar af- neita honum hvenær sem þeim býður svo við að horfa. Sérstaklega er það erfitt fyrir lögregluna í Reykjavík að treysta á góðkunn- ingja sína. Sem betur fer em þó margar undantekningar frá þessu og oftar en ekki verða fagnaðar- fundir þegar lögreglan heilsar upp á góökunningja sína. Þegar vanda ber að höndum þykir sjálfsagt að leita aðstoðar kunningja og fá hjá þeim hjálp til að leysa málið. Þetta hefur lögreglan gert oft og tíðum þegar um er aö ræða innbrot og þjófnaði. Þá er gjaman farið í heim- sókn til góðkunningja sem fagna lögreglunni sem góðum gesti og rétta fram kúbeinið og grímuna um leið og þeir benda á hvar þýfiö sé faliö. Skýrslutaka fer síðan fram með venjubundnum hætti yfir kaffibolla og vinsamlegu spjalli eins og kunningja er siður. í frétt- um af slíkum málum er oftar en ekki tekiö fram að máliö hafi verið upplýst ffiótt og vel enda hafi verið aö verki góðkunningi lögreglunn- ar. Öllum almenningi léttir mjög við þau tíðindi að þama hafi engir krimmar verið aö verki heldur menn úr vinahópi lögreglunnar sem af einskærri umhyggju fyrir vinum sínum sjá til þess að halda þeim í þjálfun. En sem fyrr segir er ekki alltaf hægt að treysta á góðkunningja. Það sýndi sig best í fyrradag. Þá áttu rannsóknarlögreglumenn leiö um Vogahverfi og flaug í hug að það væri ekki úr vegi að líta inn þjá góðkunningja, sem þar býr, og kanna líðan hans, skoða húsa- kynnin í leiðinni og athuga hvort þar væri nokkuð aö finna sem gæti valdið kunningjanum eða öðrum skaða eða óþægindum. En þá bregður svo við að góðkunninginn er ekki í skapi til að taka á móti kunningjum og bregst hinn versti við. Stökk inn í herbergi eitt og læsti að sér. Vildi ekkert af gesta- komunni vita. Gott ef hann hótaöi ekki að hringja í lögregluna ef að- komumenn heföu sig ekki á brott sem sKjótast. Allavega mun hann hafa gefið í skyn að gestimir skyldu hafa verra af ef þeir ekki pilluöu sig án tafar. Þegar hér var komiö þóttí. rann- sóknarlögreglumönnum einsýnt að einhver meiri háttar dyntur heföi hlaupiö í manninn og þörf væri skjótra aðgerða. Æðstu menn lög- reglunnar vom sammála um að ekki kæmi til mála að Uða góð- kunningjum hvað sem væri og kölluðu til hina vösku víkingasveit sem mætti von bráöar á staðinn með alvæpni og dreifðu liðsmenn hennar sér um nærliggjandi lóðir. Hverfinu var lokað. Fréttamenn og fiósmyndarar þyrptust á staöinn og fréttastjórar sjónvarpsstöðv- anna íhuguðu aö opna fyrir beina útsendingu af vettvangi enda ástandið nfiög farið að líkjast sen- um úr Miami Vice og öðmm vin- sælum lögguþáttum frá Ameríku. Flugufréttir hermdu að þama inn- andyra væri enginn góðkunningi lögreglunnar heldur íslenskur Rambó sem hefði komið sér upp álíka vopnasafni og herliðið á Keflavíkurflugvelli. Þaö styrkti mjög þennan grun er fráneygðir víkingasveitarmenn sáu að maður- inn faldi sig bak við sófa, en það er dæmigerð hegðun vopnaöra manna eins og allir vita. Sem betm fer er þó sú regla enn höfð í heiöri hér að spyija fyrst áður en farið er aö skjóta en ekki öfugt. Var þvi bragðið á það snjallræði að spyrja þann umsetna hvort hann væri ekki til í að koma út og ræða máhn og féllst hann á það eftir nokkurt þóf. Víkingasveitarmenn tóku ör- yggið af vopnum sínum þegar dymar opnuðust og maðurinn kom út með hendur á höfði og var þegar í staö lagður í jám. Við rannsókn kom í ljós að hann hafði verið vopn- aður kertastjaka en fréttamenn, lögreglulið og víkingar pökkuðu saman dóti sínu meðan góðkunn- inginn var fluttur til fundar við sinn vinahóp á Hverfisgötunni. Svona getur nú reynst erfitt að sjá við brellum góðkunningja þegar þeim þykir við hæfi að vera með einhveija stæla. Megum við þá frekar biðja um gömlu gerðina sem býður lögreglumönnum inn að fyrra bragði og vill endilega trakt- era þá með því besta sem finnst í kotinu, svo sem kogara og neftó- baki. Aðgerðimar í Vogahverfi verða líka til að sýna góðkunningj- unum að ekki er hægt að líða vin- um sínum hvaða framkomu sem er og síst af öllu þá ósvífni aö ógna víkingasveitinni með kertastjaka. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.