Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1989, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1989, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 16. NÓVF.MBRR 1989. 7 Sandkom UndirkjóSar lAnskrifstofu Alþingistilfor- seta sameinaðs þingserflest- umí fersku minni.Menn rædduvart annaösíná milliþegnr máliðvaríal- gleymingi og fannst sitt hverjum. Forseti þingsins sagöi að hún hefði þurftá peningafyrirgreiðsluað halda meðal annars vegnafatakaupa er fylgdu í kjölfar þeirrar upphefðar að verða þingforsetí. Þessi skýring hafði þaö meðal annars f fór tneð sér að hæstvirtur þingforsetinn var mældur út í hvert sinn sem hún biröst í stof- um landsmanna eða á öðrum opin- berum vettvangi. Þingmenn munu einnighafa spáð meira i klæðaburð þingforsetans eftir þessa uppákomu. Góðkunningi Sandkoms frétti af tveimur þingmönnum sem voru að pískra saman i þinginu. í því gekk þingfotseti framhjá ógþá sagði annar þingmaðurinn við hinn: „Það h'tur út íyrir að hún hafi ektó keypt sér annað en undirkjóla." Þögn í salnuml Samíforseti þurfttaðgrfpa hamarinnog byrstasigí þinginuámið- vikuditg Þa fóruframum- ræður um hinn svokallaða ekknaskattog stigu margir i pontu. Einn ratðu- manna var Hreggviður Jónsson sem fann þessum skatti allt til foráttu og skanunaði allt og alia. Þessi fram- ganga Hreggviðs fékkgóðan hljóm- grunn ó áheyrendapöilum þingsins þar sem fjöldi „ekkna“ var saman kotnhrn til að hlýða á umræðumar. Voru þær svo hrifnar af ræðuHregg- viðs að þær klöppuðu honum óspart lof í lófa og ætlaði látunum aldrei að linna. Mun það aldrei hafa gerst áður að þingmanni hafl verið tekið með þvílíku lófaklappi í þingsölum ogeins og áður sagði þiútu þingforselinn að betja með hamri sínum og kalla á hljóðísalnum. Lögfræðingsleysi Þaðerkimnara enfráþurflað segja,svomenn beiti smáfrös- imt.aðsúrikis- stjórn.semnú . siturviðvöld, ersúóvinsæl- astafyrrogsíö- ar.Hefur mönnum þótt óstjórn stjómarinnar mikil og ekki sér fyrir endann á ósköpunum. Lögfræðmgarhafakom- ið með skýringu áþessu stjómleysi sem felst einfaldiega 1 því að þetta sé fyrsta rítósstjórn nokkurn tima, kannski að frátaflnni einni, sem hafi enga lögfræðinga innanborðs. Sé því ekki nema eðlilegt að þessi ríkis- stjóm geti ekki stjómað. Þá hefur athygfl Sandkomsritara verið vakin á því aö þessi ríkisstjórn virðist eink- aróvinsamlegHáskólanum eins og háskólamenn hafa þráfaldlega stag- as t á undanfarið. Sé það undarlegur andskoti þar sem í stjórninni sitji tveir prófessorar og einn skólastjóri. Grindadráp Færeysku landstjóminni barst bréf fró breskrikonuá dögunumog vaktí það mikla athyglifrænda ;>j vorra-og kátínu. Konan krafðistþessað Færeyirtgar hættu að drepa grind- hvafl. Efþeir gerðuþaðekkiættu þeir ekki von á góðu og jarðarbúar ekki fleldur. Með þvi að drepa grind- hvaflna stórykist hættan á að eyði- leggja ósonlag jarðar sem vemdar okkur tyrir útfjólubláum geilsum sól- arinnar. Þetta þóttu mönnum tnerki- legtíðindi og glenntu augun til að lesa nánari útskýringar ó þessu. Jú, kona hélt þ vi nefitilega fram að grind- hvaflmir sendu frá sér hljóð sem hefðu þau áhrif að halda ósonlaginu saman. Langsóttar skýringar hefur maður heyrt en þessi tekur nú öllu fram. Umsjón: Haukur L. Hauksson ___________________________________Fréttir Kvótakerfið í sviðsljósinu: Viðkvæmasta mál þjóðarsálarinnar - fjölmörg ágreiningsatriði óleyst þótt kerfið sé að festast í sessi Deilt um fiskveiðistjórnun Þessir vilja óbreytt kvótakerfi Halldór Ásgrímsson Kristján Kagnarsson Jóhann K. Sigurðsson Krístján Ásgcirsson Martcinn Friðríksson Þessir vilja kvótakerfið burt Guðjón A. Kristjánsson ReynirTraustason Einar K. Guðftnsson Skúli Alcxandersson Matthías Bjamason Þessir vilja auðlindaskatt Rögnvaldur Hanncsson Ragnar Arnason Gylfi t*. Gíslason Kulálui Hclgason Friörik Sophusson Enda þótt fuUyrða megi að kvóta- kerfi í einhverri mynd sem stjómun fiskveiða sé að festast í sessi eru fjöl- mörg atriði, sem því tengjast, enn þá óleyst. Ágreiningsefnin em mörg. Og raunar má segja að sú umræða, sem fariö hefur fram á þingum og samkomum þeirra er málið varðar undanfarið, hafi síst orðið til að skýra málið. Áður var umræðan um kvótakerfiö mest á þann veg að menn vom annaðhvort með því eða á móti. Nú snúast deilumar tiúklu meira um einstök atriði innan kvótalaganna. Deilan um óveidda fiskinn Að loknu fiskiþingi og þingi Far- manna-og fiskimannasambands ís- lands er ljóst að eitt aðalágreinings- efnið er hvort heimilt skuli að selja óveiddan fisk í sjónum eða ekki og auðlindaskatt eða sölu veiðileyfa. í frumvarpsdrögum að stjórnun fiskveiða er lagt til að sóknarmarki verði alfarið hætt og að öll skip skuh fá aflamark. Þetta er líka deiluefni. Þá hefur það verið allt að þvi trúar- atriði fyrir Vestfirðinga, og jafnvel Vestlendinga hka, að afnema kvóta- kerfið og taka upp einhvers konar skrapdagakerfi í staðinn. Á fiskiþingi kom í ljós að sumir fulltrúar þeirra hafa gefið eftir í málinu þar sem þeir samþykktu í sjávarútvegsnefnd drögin að frumvarpi til laga að stjórn fiskveiða. Aðeins Reynir Traustason skipstjóri lýsti yfir andstöðu við frumvarpsdrögin. Útlendingar inn í kvótakerfið Á þingi Farmanna- og fiskimanna- sambandsins á dögunum var sam- þykkt að taka ekki afstöðu til frum- varpsdraganna á þeirri forsendu að þar er gert ráð fyrir að fiskur gangi kaupum og sölum óveiddur. Á fiski- þingi var borin fram tillaga um að skora á stjórnvöld að afnema þetta ákvæði úr frumvarpsdrögunum. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Farmanna- og fiskimannasambands- ins, segir að sjávarútvegsmenn al- mennt hafni auðlindaskatti. Hann segir ennfremur að ef menn æth að koma í veg fyrir að auðlindaskattur verði lagður á verði að móta fisk- veiðistefnu innan tveggja til þriggja ára sem kemur í veg fyrir að óveidd- ur fiskur í sjó gangi kaupum og söl- um. Hann fullyrðir einnig að ef það veröi ekki gert muni erlendir fisk- kaupendur komast inn í kvótakerfið. Það sé ekkert sem komið geti í veg fyrir að þeir kaupí kvóta í gegnum ákveðin skip. Raunar fullyrðir Guð- jón, og það gera fleiri, að þeir séu nú þegar famir að kaupa kvóta hér á landi. Sjómenn eru almennt á móti þvi að kvóti gangi kaupum og sölum. Þeir segja ekkert réttlæti í því að útgerðarmenn geti einir keypt og selt kvóta. Almennt sé viðurkennt að sjómenn hafi sama rétt til fisksins og útgerðarmenn. í 1. grein kvótalag- anna segir að auðlindir hafsins séu sameign þjóðarinnar, enda þótt engir aðrir en útgerðarmenn hafi neitt yfir þeim að segja eins og máhn standa nú. Útgerðarmenn á öndverðum meiði Varðandi þetta atriði eru útgerðar- menn almennt á öndverðum meiði við sjómenn. Þeir myndu aldrei sam- þykkja að sala á óveiddum fiski yrði bönnuð. Þeir halda því fram að ef kvótasala yrði bönnuð, eða ef kvóti fylgdi byggöarlagi eða ef fiskvinnsl- an fengi hann eða hluta hans, myndi það orsaka algert verðfaU á fiskiskip- Fréttaljós Sigurdór Sigurdórsson um. Það er sjálfsagt alveg rétt, alveg eins og kvótakerfið í núverandi mynd hefur afskræmt allt verð á bátunum. Hálfónýtir ryðkláfar eða gamlir trébátar eru í háu verði, raun- ar uppsprengdu verði, ef þeir eiga einhvern kvóta. Auðlindaskatturinn Sjávarútvegsstofnun Háskóla ís- lands hefur gengist fyrir málþingum um stjómun fiskveiða. Þar hefur komið skýrt í ljós að nær allir hag- fræðingar, sem láta sig fiskveiði- stjómunina varða, em talsmenn þess að tekinn verði upp auðlinda- skattur. Rögnvafdur Hannesson prófessor fulfyrðir að hann sé ein- hver réttlátasti skattur sem hægt er aö setja á. Hann fullyrðir einnig að auðlindaskattur muni hreinsa burt verst reknu skipin. Sömuleiðis verst reknu fiskvinnslufyrirtækin. Þegar svo væri komið yrði arðurinn af fisk- veiðum slíkur að hann mundi yfir- skyggja allar aðrar atvinnugreinar. Meðal annars þess vegna sé auð- findaskattur sjálfsagður í fiskveiðun- um. Dr. Gylfi Þ. Gíslason, Ragnar Ámason, Þorkell Helgason og fleiri eru sama sinnis. í augum útgerðarmanna og sjó- manna er auðlindaskattur eða sala á veiðileyfum talin fráleit. Aldrei hefur hins vegar verið gerð könnun á því meöal þjóðarinnar hvort hún vili auðlindaskatt eða ekki. Meðal stjómmálamanna em líka skiptar skoðanir um auðhndaskatt og mun sá ágreiningur fara þvert í gegnum flokka. Skýrasta dæmið var þegar Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Friðrik Sophusson, þáverandi varaformað- ur, vora á öndverðum meiði í mál- inu. Friðrik með auðlindaskatti en Þorsteinn á móti. Þannig er þaö einn- ig innan annarra stjórnmálaflokka. Pólitísku deilurnar Drög að frumvarpi til stjórnunar fiskveiða komu óvenjusnemma fyrir almenningssjónir. Það er heilt ár þar til núverandi lög ganga úr gildi. Sjávarútvegsráðherra sagði þegar hann kynnti frumvarpsdrögin að hann vildi að nægur tími gæfist fyrir menn aö skoða drögin. Það var mjög skynsamleg ákvörðun. Hitt er svo ljóst að þegar frumvarpið kemur til kasta Alþingis, seint á þessum vetri eða næsta haust, verða þar alveg sömu deilumar og urðú þegar núver- andi lög vom sett. Því fer víðs fjarri að einhver sætt hafi tekist meðal þingmanna. Eflaust munu umræður ékki snúast eins mikið um það hvort menn vifja kvótakerfi eða ekki. Held- ur munu deilumar snúast um fjögur meginatriði. 1. Sala á óveiddum fiski 2. Sóknarmark eða aflamark 3. Auðlindaskattur eða sala veiði- leyfa 4. Kvóti eða eitthvert annað stjórn- kerfi Fyrir utan þessi atriði mun svo verða deilt um ýmis minni atriði í frumvarpsdrögtmum og ýmiss konar orðafagsbreytingar. Það verða þó allt aukaatriði á móti þeim fjórum fyrr töldu. Enn eiga ýmis hagsmunasam- tök eftir að fjalla um frumvarps- drögin og gera sínar ályktanir vegna þeirra. Hitt er líka jafnvíst aö menn verða engu nær um hvernig lögin muni líta út fyrr en viö síðustu um- ræðu um þau á Alþingi þegar þar að kemur. Á meðan þess verður beðið munu menn deila áfram. -S.dór ATHUGIÐ Ný verslun að Kaplahrauni 5, Hafnarfirði kynningarafsláttur af loftverkfærum vikuna 13.-18. nóvember. Ótrúleg fjölbreytni, yfir 60 mismunandi tegundir. SÉRVERSLUN MEÐ SLÍPIVÖRUR OGLOFTVERKFÆRI %R0T Kaplahrauni 5, 220 Hafnarfirði Simi 653090 Bíldshöfða 18 112 Reykjavík Sími 672240

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.