Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1989, Blaðsíða 14
14
Frjálst.óháÖ dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (1 >27022 - FAX: (1)27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr.
Verð I lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr.
Síðasti Móhíkaninn
Erfiölega gengur aö selja saltsíld til Sovétríkjanna,
af því að viðhorfin hafa breytzt þar eystra. ímyndaðir
stjórnmálahagsmunir verða í vaxandi mæh að víkja
fyrir hreinum viðskiptahagsmunum. Rammasamningar
verða að vikja fyrir vestrænum markaðslögmálum.
Ekki er lengur nóg að fá undirskriftir embættismanna
af gamla skólanum í Sovétríkjunum. Þessir embætt-
ismenn og aðrir slíkir eru taldir standa í vegi fyrir
umbótum Gorbatsjovs og verða sennilega reknir fyrr
eða síðar. Þannig síast breytingin um þjóðfélagið.
Nú eru ráðamenn utanríkisviðskipta í Sovétríkjunum
farnir að spyrja, hvort raunverulega þurfi íslenzka síld,
hvort hún sé ekki allt of dýr í samanburði við aðra síld
á markaðnum og hvort Sovétríkin eigi yfirleitt gjaldeyri
til að kaupa slika lúxusvöru. Öll svörin eru neikvæð.
Áður fyrr sendu Sovétríkin hstamenn um ahan heim
til að auka hróður Sovétríkjanna. Nú er heimtuð borgun
í klingjandi, vestrænum gjaldeyri. Markaðslögmálin
láta ekki að sér hæða, þegar þau fara að leika lausum
hala, hvort sem er í óperusöng eða síldarkaupum.
Við megum búast við að geta ekki selt síld til Sovét-
ríkjanna á næstu árum. Við munum tæplega heldur
geta selt þangað peysur og trefla og annað dót. Og ekki
þýðir að gera fleiri rammasamninga milh stjórnmála-
manna um kaup og sölu á torseljanlegum varningi.
Viðskipti við Austur-Evrópu munu senn lúta sömu
markaðslögmálum og viðskipti okkar við Vestur-Evr-
ópu og Norður-Ameríku. Erlendir kaupmenn munu
kaupa af okkur vöru, sem þeir telja samkeppnishæfa
og á verði, sem þeir telja samkeppnishæft.
Næstu daga og vikur verða íslenzkir ráðherrar önn-
um kafnir við að Iáta eins og aht sé eins og áður var í
austri. Þeir hafa verið að hringja í sovézka starfsbræður
og munu halda áfram að gera það. Þeir munu láta eins
og Sovétríkin séu eins miðstýrð og ísland er.
Þetta minnir á kvein íslenzkra ráðherra við þýzká
ráðherra út af samdrætti í kaupum vesturþýzkra fyrir-
tækja á sjávarfangi í dósum frá íslandi. Auðvitað gátu
þýzku ráðherrarnir ekki stjórnað gerðum þýzkra kaup-
manna, en þetta skilja íslenzkir ráðherrar ekki.
Ef til vih mistekst að opna efnahagslíf Sovétríkjanna
og fleiri ríkja í Austur-Evrópu. Forréttindastéttirnir ótt-
ast um sinn hag og munu bindast samtökum við þá, sem
fara halloka á markaði. Ef afturhvarf verður til miðstýr-
ingar, má aftur reyna að selja síld og trefla.
En afturhvarfið er ekki í augsýn. Enn um sinn verð-
ur ísland eitt af fáum ríkjum Evrópu, sem ekki er annað-
hvort með markaðsbúskap eða á fuhri ferð til markaðs-
búskapar. Við erum að verða síðasti Móhíkaninn, síð-
asta vígi trúarinnar á miðstýringu af hálfu ráðherra.
Við sitjum uppi með rammasamninga, búmark og
fuhvinnslurétt, kvóta og aflamark, hlutafjársjóð og at-
vinnutryggingarsjóð, Stefán Valgeirsson og aha sjóðina
hans, refi og minka, kýr og kindur, svo og sjálfan Stein-
grím. Við erum að verða Albanían í Vestur-Evrópu.
Meðan svo að segja öh ríki Vestur-Evrópu efla auð
sinn, höfum við komið okkur upp ríkisstjóm, sem er
að smíða kreppu. Meðan flest ríki Austur-Evrópu em
að reyna að læra lexíuna frá Vestur-Evrópu, höfum við
geimeglt miðstýringuna, sem leiðir th þjóðargjaldþrots.
Dæmigerðar em örvæntingarfuUar símhringingar
íslenzkra ráðherra í sovézka ráðherra, sem hafa afsalað
sér völdum eða em að missa þau tU markaðarins.
Jónas Kristjánsson
FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1989.
Birtir til í Alþýöubandalaginu? - „Það myndi koma mér verulega á óvart ef Alþýðubandalagið teldi sig komm-
únistaflokk" er haft eftir einum forsvarsmanna Birtingar. Frá stofnfundi Birtingar.
Endalok
sósíalismans
Atburðarásin í Austur-Evrópu á
undaníomum dögum, vikum og
mánuðum hefur verið svo hröð og
óvænt að fæstir em búnir á átta
sig á heimssögulegri þýðingu henn-
ar.
Það er ekki nema eðlilegt að okk-
ur verði starsýnt á einstaka þætti
þessara miklu og næsta ótrúlegu
viðburða, hvort sem það er valdaaf-
sal kommúnista í Póllandi, mark-
aðsbúskapur í Ungverjalandi eða
hrun Berlínarmúrsins og fyrirheit
um fijálsaf kosningar í Austur-
Þýskalandi.
Ekki lengur á dagskrá
Þegar htið er á atburðina í heild
og frá sjónarhóh sögunnar kemur
í ljós að við erum um þessar mund-
ir vitni að fjörbrotum sósíahsmans.
Nú er komiö á daginn að þversagn-
ir sósíahsmans em slíkar að þetta
þjóðskipulag fær ekki staðist til
lengdar. Það stríöir gegn mannlegu
eðh og öhu sem við vitum um ein-
kenni mannlegrar sambúðar.
Við emm að horfa á endalok
máttugs en rangsnúins hugmynda-
kerfis sem leitt hefur hundmð
mihjóna manna í ánauð og örbirgö.
Eftir hmn sósíalismans í Austur-
Evrópu og hin hrikalegu umbrot í
Sovétríkjunum er það aðeins
spuming um tíma hvenær sósíal-
ískt þjóðskipulag í öömm heimsálf-
um flosnar upp. DýrastU og
grimmilegustu tílraunastarfsemi
sögunnar er að Ijúka.
Sósíahsminn - hugsmíðin um
ahsherjarsikpulagningu mannlífs-
ins - hefur með öðmm orðum ver-
ið tekinn af dagskrá í sljómmála-
og hugmyndabaráttunni með eftir-
minnilegum hætti. Frelsið hefur
sigrað valdið. Rökrænt og siðferöi-
lega er sú niðurstaða endanleg.
Það útilokar að sönnu ekki nýjar
þjóðfélagstilraunir í nafni. sósíal-
isma en þær verða tæpast undir
yfirskini mannúðar og réttíætís
eða vísinda eins og hinn dauði sós-
íahsmi tíðkaði.
Reynir á hyggindi og þolrif
Þessi umbrot í löndum sósíahsm-
ans snerta okkur íslendinga vita-
skuld með margvíslegum hættí
eins og aðrar þjóðir. Þau bjóða
meðal annars upp á nýja og spenn-
andi möguleika í stjómmála-,
menningar- og viðskiptasamstarfi
Evrópuþjóöanna. Á þeim sviðum
verða líka mörg erfið úrlausnar-
efni. Og þau reyna á hyggindi og
þolrif þjóðanna sem mynda Atl-
antshafsbandalagið. Nú gildir
varkámi og samheldni á þeim vett-
vangi meir en nokkru sinni fyrr.
Mig langar til að staldra við þá
hhð þessa máls er snýr að einum
þætti stjómmála á íslandi: uppgjöri
KjaUariim
Guðmundur Magnússon
sagnfræðingur
því við sósíahsmann og sögu sína
sem Alþýðubandalagið verður að
gera ef það ætlar að verða siðferði-
lega marktækur stjómmálaflokk-
ur.
Uppgjörið við sósíalismann
Tæpast er unnt að segja að sósíal-
ismi hafi af einhverri alvöm veriö
á dagskrá í íslenskum stjórnmálum
um áratuga skeiö. En hér starfaði
i nær fjöratíu ár kommúnistaflokk-
ur (sem lengst af nefndist Sósíal-
istaflokkurinn) sem fylgdi Sovét-
stjórninni að málum og vildi koma
á sams konar þjóðskipulagi hér á
landi og við lýði hefur verið í Sovét-
ríkjunum og Austur-Evrópu.
Þeir sem vom í forystu í þessum
flokki höfðu aldrei hugrekki tíl að
horfast í augu við eðh sósíahsmans
í framkvæmd. Þeir réttlættu ógnar-
stjóm Stalíns, griöasáttmálann viö
Hitler, innrásimar í Finnland,
Tékkóslóvakíu og Ungveijaland og
meira að segja byggingu Berhn-
armúrsins, svo fátt eitt sé talið.
Arftakarnir í Alþýðubandalaginu
fordæma vissulega einræði og
fólskuverk sósíahsta austantjalds
en þeir hafa ekki treyst sér tíl að
hafna þeirri hugsmíð sem sósíal-
istaríkin em reist á og notuð er til
að réttlæta valdbeitinguna. Sósial-
ismi, meira aö segja „vísindalegur
sósíahsmi á gmndvelli marxisma",
er enn á stefnuskrá Alþýöubanda-
lagsins.
Hvað gerist á landsfundi?
Innan Alþýðubandalagsins er nú
komið fram fólk með svo heilbrigða
siðferðiskennd að það krefst þess
að flokkurinn afneiti sósíahsman-
um í eitt skiptí fyrir öh. Frum-
kvæði að þessari kröfu virðist kom-
iö frá hinu nýstofnaða flokksfélagi,
Birtingu. Samkvæmt fréttum fjöl-
miðla má búast við því að átök um
þetta grundvaharatriði setji mark
sitt á landsfund Alþýðubandalags-
ins sem hefst í dag.
Gamh kjaminn í Alþýðubanda-
laginu, sem upprunninn er í Sós-
íahstaflokknum, gefur tóninn í
Þjóðviljanum (sem enn kallar sig
„málgagn sósíahsma“) síðastliðinn
þriðjudag. Þar skrifar þrætubók-
armaxistinn Árni Bergmann: „Þeg-
ar flokksræðið í Austur-Evrópu
sighr upp á sker, þá hrynur ekki
sósíahsminn, heldur sá angi úr
honum sem trúir því, að það sé
hægt aö stytta sér leið til framtíðar-
ríkisins sæla...“ Með öðrum orð-
um: Trúin á sósíalismann, „fram-
tíðarríkið sæla“, er enn til staðar á
Þjóðviljanum. Hvorki bygging Ber-
línarmúrsins né niðurrif hans
haggar því. Ég læt lesendum eftir
að dæma um það hvort frekar á að
kenna þessa þráhyggju við bhndu
eða siðleysi.
Flokkur án hlutverks
Sannleikurinn er sá að Alþýðu-
bandalagið býr við tilvistarkreppu
vegna þess að flokksmenn hafa
ekki haft kjark til að gera upp við
sig hvers konar flokkur það á að
vera. Alþýðubandalagið er og hefur
verið flokkur án hlutverks í ís-
lenskum stjórnmálum. Aðild
flokksins að núverandi ríkisstjórn
og forysta á þeim vettvangi um
aukin ríkisumsvif breytir engu um
þetta atriði.
Hafni Alþýöubandalagið aftur á
móti sósíahsmanum skýrt og skor-
inort kann það að eiga eitthvert
hlutverk í íslenskum stjómmálum
framtíðarinnar. En jafnvel þótt
slíkt uppgjör gæti kippt gmndvell-
inum undan flokknum væri það tíl
marks um hugrekki sem eftír væri
tekið.
Guðmundur Magnússon
„Innan Alþýöubandalagsins er nú
komiö fram fólk meö svo heilbrigða
siðferðiskennd að það krefst þess að
flokkurinn afneiti sósíalismanum í eitt
skipti fyrir öll.“