Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1989, Blaðsíða 8
8
FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1989.
Útlönd
Stjómarmyndunarviðræðumar í Austur-Þýskalandi:
Deilt um
ráðuneyti
FuUtrúar fjögurra austur-þýskra
stjómmálaflokka eiga nú í viöræðum
við fulltrúa kommúnistaflokksins
um skiptingu ráðuneyta og valds í
hugsanlegri samsteypustjóm sem
hinn nýi forsætisráðherra, Hans
Modrow, er að reyna að koma á lagg-
irnar. Flokkamir vilja fleiri en þau
tvö ráðuneyti sem hveijum þeirra
stendur til boða.
Fréttaskýrendur telja að Frjáls-
lyndir demókratar vilji þrjú til fjögur
ráðuneyti og að hinir flokkamir hafi
lagt fram álíka kröfur. Fyrrum hafði
hver þeirra á að skipa einu ráðu-
neyti en kommúnistar réðu í raun
yfir öllum öðrum. HeimUdarmenn
segja að Modrow hyggist fækka ráð-
herrum í stjóm sinni úr rúmlega
fjörutíu í tuttugu og sex.
Þær einstæðu stjómarmyndunar-
viðræður sem nú eiga sér stað í A-
Þýskalandi koma í kjölfar sviptinga-
samrar viku þar í landi, landamæri
tíl V-Þýskalands vom opnuö upp á
gátt og kommúnistar beijast nú fyrir
tilvem flokks síns.
Maðurinn sem flestir telja að sé
kveikja umrótsins í A-Þýskalandi,
sem og breytinga þeirra sem átt hafa
sér stað í Póllandi og Ungverjalandi,
Mikhail Gorbatsjov Sovétforseti,
kvaðst í gær ánægður með þróun
mála í A-Þýskalandi. Hann sagði
hana hluta þeirra breytinga sem nú
gengju yfir aUa A-Evrópu. Sovét-
forsetinn lagði áherslu á að umræða
um sameiningu þýsku ríkjanna væri
ekki á dagskránni. SUk umræða
myndi þýða afskipti af innanríkis-
málum Austur- og Vestur-Þýska-
lands, sagði hann.
Vonir um að hið þekkta tvö hundr-
uð ára gamla Brandenburgarhlið við
Berlínarmúrinn verði opnað á næst-
unni fara nú dvínandi. Austur-þýskir
landamæraverðir sögðu miklum
flölda fólks, sem safnast hafði saman
við hliðið í gær, að ekkert myndi
gerast næstu daga. Margir höfðu
vonast til að hUöið yrðu opnað að
nýju í dag. Talsmaður Sovétstjómar-
innar neitaöi í gær orðrómi sem ver-
ið hefur á kreiki þess efnis að Gor-
batsjov myndi vera viðstaddur opn-
un hUÖSÍns. Reuter
>’W |I
1 .ji j h ■ *'llfl l|| 1
1 . 1 f
l'*. VH .';.j ^ ^
Ungt barn leggur blóm að minnisvarða um þá sem látið hafa lífið við tilraun-
ir við að flýja yfir Berlínarmúrinn. Símamynd Reuter
A-Þjóðverjar flytja heim
Tuttugu tíl þrjátíu Austur-Þjóð-
veijar snúa nú heim á hveijum degi.
Það eru reyndar ekki margir saman-
borið við þá sextán þúsund sem sótt
hafa um dvalarleyfi í Vestur-Þýska-
landi frá því að landamærin voru
opnuð á fimmtudagjnn en þeim sem
snúa aftur hefur samt fjölgað.
Flestir þeirra sem eru nú í búðum
í úthverfi í Austur-BerUn hafa verið
stuttan tíma í vestri, jafnvel bara
nokkrar vikur. í búðunum eru einnig
margir sem fengu leyfi tU að flytjast
úr landi áður en landamærin voru
opnuð og hafa verið lengi utanlands.
Litið er á þá sem innUutta en ekki
eins og þeir séu að snúa aftur heim
og því gæti það tekið lengri tíma að
útvega þeim dvalarstað. Þeir sem
voru nýfamir eiga í mörgúm tilfeU-
um enn gamla bústaðinn sinn og
geta haldið þangað eftir fáeina daga.
Rauði krossinn í Austur-Þýska-
landi hefur einnig ákveðið að opna
fleiri búðir á sínum vegum þar sem
þeir sem snúa aftur heim geta hafst
við á meðan hið opinbera gengur frá
pappírum þeirra. Auk þess er til
bráðabirgðahúsnæði fyrir þá sem
hafa fengið vinnu en ekki bústað.
Reyndar er meiri skortur á vinnu-
aUi i Austur-Þýskalandi heldur en á
húsnæði vegna fjöldaUóttans tU vest-
urs. í Austur-Berlín má til dæmis sjá
hermenn í byggingarvinnu á mörg-
um stöðum.
„E'f umbætumar hefðu komið fyrir
sex vikum hefðu fimmtíu þúsund
verið um kyrrt,“ sagði einn þeirra
sem snúið hafði heim eftir sex tU sjö
vikna dvöl í Vestur-Þýskalandi
ásamt konu sinni og bömum. íbúðin
þeirra í Potsdam er laus en þau verða
samt að vera í búðunum í Austur-
Berlín í nokkra daga. Maðurinn, sem
ekki vildi láta nafns síns getið, sagði
að heimflutningurinn hefði verið án
allra vandkvæða. Börnin myndu fara
aftur í gamla skólann sinn og hann
tU sömu vinnu og áður. Fjölskyldan
fékk reyndar fljótt bústað í Vestur-
Þýskalandi og heimilisfaðirinn
vinnu en heimþráin var samt sterk.
Bömin vora vonsvikin, þau vUdu
vera áfram fyrir vestan en tóku tillit
tíl föður síns sem sagði: „Og nú getur
maður sest upp í bUinn sinn og farið
hvert sem maður vUl!“
TT
Úrval
Tímarit fyrir alla
Nú er veðríð
^ ^ VV VF Tímarit allu ■ til ao lesa Urval
Engín Ieíð var að gera sér í
hugarlund i upphafi hve lengi
Snjómaðurinn ógurlegi er ráð- tundurspillir myndi endast. En
gáta enn í dag. Samt hefur fólk skip fá sum það orð á síg að
alltaf af og til verið að hítta vera Iukkuskip og það er eins
hann - meíra eða minna. A og þetta orð rætist gjarnan.
þeím tíma sem greíðast hefðí Þanníg fór fyrir USS Mullany.
verið að finna að minnsta kosti Hann stóð ekki bara af sér
sannanlegar vístarverur hans striðið, jafnvel þó að japönsk
var Rauði herinn of önnum sjálfsmorðsflugvél skylli á hon-
kafinn við önnur verkefní. um, heldur er hann enn i gangi
SNJÓMAÐURINN FORÐAST og sinnir eftírliti á Formósu-
FÓLK sundi.
SKIPIÐ SEM STÓÐST TÍMANS
TÖNN
— '
Þetta er aðeins sýnishom af því sem er að lesa í Úrvali núna. Áskriftarsíminn er
i Náðu þér í hefti strax á næsta blaðsólustað.
27022
Flúðu «il
Suður-Kóreu
gegnum
BeHínarmúrinn
Tveir stúdentar frá Norður-
Kóreu, sem verið hafa við nám í
Austur-Þýskalandi, hafa flúið til
Suöur-Kóreu gegnum Berlínar-
múiinn. Talsmaður utanrikis-
ráðuneytisins í Seoul greindi frá
þessu í morgun.
Kvað talsmaöurinn náms-
mennina hafa leitað skjóls á ræö-
ismannsskrifstofu Suður-Kóreu I
Vestur-Berlín eftir að landa-
mærastöðvaraar voru opnaðar í
síðustu viku. Komu námsmenn-
irnir til Suður-Kóreu í gær.
Þetta er í þriöja sinn á þessu
ári sem stúdentar frá Norður-
Kóreu við nám í Austur-Evrópu
flýja til Suður-Kóreu. Tveir
þeirra flúðu frá Tékkóslóvakíu
og tveir frá Póllandi. Reuter
Bush til
Brussel
Bandarískir embættismenn
hafa nú hafið undirbúning fyrir
heimsókn Bush Bandaríkjafor-
seta til Brussels þann 4. desember
næstkomandi að loknum leið-
togafundi stórveldanna að sögn
embættismanna í Bandaríkjun-
um. Mun ferð forsetans vera far-
in til að skýra fulltrúum Nato,
Atlantshafsbandalagsins, frá niö-
urstöðum viðræðna hans við
Gorbatsjov Sovétforseta.
Bush og Gorbatsjov munu ræð-
ast við um borð í herskipum úti
fyrir strönd Möltu fyrri hluta
næsta mánaöar. Taliö er að póli-
tiskar hræringar í A-Evrópu síð-
ustu daga og vikur verði efst á
baugiáfundinum. Reuter
Walesa vill
Marshallaðstoð
Lech Walesa, leiðtogi pólsku
verkalýðssamtakanna, Sam-
stöðu, hyatti í gær til nýrrar
Marshall-aðstoðar til A-Evrópu í
ávarpi sínu til sameinaðs þings í
Bandaríkjunum. Sagði hann að
það yrði besta Sárfestingtil friöar
og frjálsræðis 1 Póllandi og öörum
þeim ríkjum A-Evrópu sem nú
gangast undir miklar breytingar
í lýðræðisátt. Walesa er aðeins
annar almennur borgarinn sem
ávarpar sameinaö Bandaríkja-
þing.
Walesa, sem verið hefur í opín-
berri heimsókn í Bandaríkjun-
um, kvaöst vonast tíl að til við-
tækra breytinga kæmi í Póllandi
í kjölfar íjögurra áratuga stjórnar
kommúnista en nýlega tók Sam-
stöðumaður þar við embætti for-
sætisráðherra. Reuter
Löng bið eftir
leiguflugi
Yfir þijátíu færeyskir sjúkling-
ar komast ekki til rannsóknar á
sjúkrahús í Danmörku vegna
verkíállsflugvallarstarfsmanna í
Vogum. Árlega eru sendir um sex
hundrað sjúklingar frá Færeyj-
um til meöferðar eða rannsóknar
i Danmörku og fara þeir venju-
lega með áætlunarflugi.
Síðustu viku hefur verið leigu-
flug til og frá Færeyjum. Flugvél-
ar sem taka færri en tiu farþega
mega lenda á flugveUinum þrátt
fyrir samúöarverkfall slökkvi-
liðsmanna. En farmiði meö leigu-
flugi kostar tvöfalt meira en með
venjulegu áætlunarflugi.
Margar afpantanir hafa^ borist
til hótelanna í Færeyjum. Á Hotel
Hafnia í Þórshöfn höföu sjötíu
gestir pantað herbergi fyrir þessa
viku en nú búa þar aðeins tíu
gestir. Pjórir þeirra hafa nú beðiö
í fimm daga eftir að komast úr
landi með leiguflugi.
Skipulögð hafa verið sólar-
hringssamúðarverkföll víðs veg-
ar um Færeyjar á næstunni.
Ritzuu