Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1989, Síða 11
FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1989.
ir
„Yfirstéttin“ 1 Búlgaríu:
Lúxusvillur og
fjárhættuspil
Yfirvöldum í Búlgaríu brá nokkuö
í brún fyrr í mánuðinum þegar ljóst
var aö tímarit á markaðnum birti
upplýsingar um mikinn auö og vel-
sæld „yfirstéttarinnar" í landinu.
Það var tímaritið Obstevstvo sem
upplýsti að í landinu væru fmuntán
hundruð milljónamæringar.
Þessar fréttir ollu ólgu og reiði
meðal landsmanna. Almenningur
vildi vita hverjir þessir menn væru
sem áttu slíka fúlgu fjár á þeim tíma
er venjulegir Búlgarar áttu vart pen-
inga til að kaupa oststykki.
Þessir fimmtán himdruð ónafn-
greindu milljónamæringar teljast
alhr til „heldri manna“ í Búlgaríu -
hinnar svokölluðu „Zhivkov-khku“
fyrrum forseta sem var vikið úr emb-
ætti fyrir örfáum vikum. Nú, eftir
þrjátíu og fimm ára stjórnartíð Tod-
ors Zhivkovs, fékk hinn almenni
borgari grun sinn staðfestan; ráða-
menn ríkisstjórnar Zhivkovs voru
allir spUltir.
Nútímaþægindi
Efstir á Usta þeirra, sem sakaðir
eru um misnotkun stöðu sinnar og
valda, eru Zhivkov sjálfur og þijátíu
og sjö ára sonur hans, Vladimir. Tod-
or Zhivkov átti þrjátíu heimUi. Þau
voru útbúin öUum hugsanlegum nú-
tímaþægindum - þar á meðal gufu-
böðum - og í eldhúsum var gnægð
innfluttrar matvöru frá Vesturlönd-
um. „Þetta fólk vanhagaöi ekki um
neitt," sagði einn blaðamaður. „Það
hafði ekki hugmynd um hvemig við
hin bjuggum."
í heimalandi sínu var Vladimir
Zhivkov kunnur fyrir spUafíkn.
Margir landa hans vUja gjarna vita
hvaðan hann fékk um tvær mUljónir
dollara sem hann hefur tapað í spUa-
vítum og hvert þeir peningar fóru.
Þá er einnig á huldu hvað varö um
fjármagn sem lagt var í menningar-
Útlönd
Vladimir Zhivkov, sonur fyrrum leiðtoga Búlgaríu, var þekktur fyrir spilafikn
í heimalandi sínu. Nú, þegar fjölskyldan er fallin i ónáð, vill almenningur
vita hvaðan Vladimir fékk um tvær milljónir Bandaríkjadollara sem hann
tapaði við rúllettuborðið.
sjóð sem stofnaður var efitir lát dóttur
Zhivkovs, LyudmUu. Búlgarskir
blaöamenn segja að peningar á
reikningum í Sviss hafl „horfið" eða
þeim verið eytt í vitleysu á meðan
verðmætum listmunum hafi verið
smyglað úr landi.
Hér fyrrum tók enginn í forystu
landsins - hvað þá fjölmiðlar eða
aðrir - á ásökunum um shka spiU-
ingu. Blaðamaðurinn Georgi Tambi-
tiuv var rekinn úr staríi og vikið úr
flokknum fyrir tveimur árum fyrir
að rannsaka meinta spillingu ráða-
manna. Nú, eftir að Petar Mladenov
tók við stjómartaumunum af Zhiv-
kov hefur Tambitiuv aftur á móti
verið tekinn í náðina fá ný.
Financial Times
SLAUM A DYRTIÐiriA
Bcrbcr Iyklýuteppí i þremur lítum, brúnbeíge, grá
og beíge, meðan bírgðír endast á aðeins
Euro Visa raðgreiðslur:
Engin útborgun
1. afborgun í janúar 1990
Útsölustaður í Keflavík:
Járn og skip
Dæmi um verð:
/y(miðað við staðgreiðslu)
kr. 5.950,- 30 m2 kr. 17.850
kr. 11.900,- 40 m2 kr. 23.800
BYGGINGAMARKAOUR
VESTURBÆJAR
Hringbraut 120,
sími 28600.
Teppadeild s. 28605
«J HUL Æ KIMINO AB Ú0 I IM
PÓSTKRÖFUSALA - SMÁSALA - HEILDSALA. SÍMAR 10262 - 10263. LAUGAVEGI 25.
Paul George, franskur veitahússeigandi, bragðar á fyrstu dropum nýja
beaujolaisvínsins í ár. Simamynd Reuter
Nýja beaujolaisvínið:
50 milljónir flaskna
fluttar til 80 landa
Le beaujolais nouveau, nýja beau-
jolaisvínið, hefur runnið í stríðum
straumum á börum víðs vegar um
heiminn í heila viku. Fullyrt er að
framleiðslan í ár sé besti árgangur-
inn í mörg ár.
En besta árið getur einnig orðið
síðasta stóra árið. Beaujolaisvín árs-
ins, sem reyndar þykir vera með
þananaþragði, er einstakt að gæðum
en þeirra verður ekki vart fyrr en
eför nokkur ár. Og sums staðar eru
menn farnir að velta því fyrir sér
hvort sirkusinn með hið nýja vín sé
ekki bara bruðl.
Vegna þess hve árið í ár var gott
vínár og hversu mikil eftirspurn er
eftir víninu hafa ræktendur og heild-
salar hækkað verð þess um 30 pró-
sent. En ef gæðin í flöskunum stíga
ekki í takt við verðið er hætta á að
gamanið sé búið.
Vínkaupmenn eru farnir að verða
órólegir og sumir jafnvel ófúsir að
birgja sig upp af miklu víni. Um 60
prósent af nýja beaujolaisvíninu, eða
50 milljónir flaskna að því er talið
er, eru flutt til 80 landa með sérstök-
um leiguflugvélum, í bátum og vöru-
bílum en í Bretlandi hafa margir
kaupmenn hikað við að panta jafn-
mikið og venjulega.
Vínræktendur eru farnir að velta
því fyrir sér, kannski ekki í fullri
alvöru, hvort þeir hafi ef til vill
hlaupið á sig. Það gætu verið slæm
viðskipti að flytja úr landi óþroskað
vin um allan heim þegar flöskurnar
góðu gætu í staðinn legið og vínið
þroskast og orðið dýrara og dýrara.
Góöa árið í Beaujolais gæti orðið árið
þegar „alvöru" beaujolaisvínið upp-
götvaðist á nýtt og vínræktendur
fóru að hugsa sinn gang.
Japanir hafa smitast af áhuganum
á nýju víni og dagar beaujolais nouv-
eau eru ekki taldir. Enn er nóg til
af því en maður þarf kannski að grípa
tækifæriðáðurentískanbreytist. TT
________m________m______
Þaðgerasér
ekki allir grein
fyrir því, hvað
það er þýdingar-
mikiðfyrir heils-
unaaðlátasér
ekki verða kaK.
íslenska ullin er mjög góð og er betri en allt annað, sérstaklega í miklum kulda
og vosbúð. En í dag feröumst við á milli heimilis og vinnustaðar í bilum og förum
frá hlýjum heimilum okkar á hlýja vinnustaöi. Þessar stuttu ferðir geta verið ansi
kaldar og jafnvel öriagarikar ef við verjum okkur ekki fyrir kuldanum. Hér kemur
silkið sem lausnin. Silkið er mjög hlýtt en aldrei óþaegilega hlýtt; það bókstaflega
gælir við hörundið. Silkið er örþunnt og breytir því ekki útliti ykkar. Þið verðið áfram
jafn grönn þótt þið klæðist því sem vöm gegn kulda. Því er haldið fram í
indverskum, kínverskum og fræðum annarra Austurtanda að silkiö vemdi likamann
í fleiri en einum skilningi.