Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1989, Síða 13
FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1,989.
pv________________________Lesendur
Við erum líka fólk!
Myndu vörur hækka í verði e< opið væri á sunnudögum? - Ekki er svo
á laugardögum.
Þóra Þorgeirsdóttir og Helga Jó-
hannsdóttir skrifa:
Við erum hér tvær vinkonur sem
getum ekki orða bundist vegna
skrifa M.J. í DV þann 15. þ.m., þar
sem farið er fram á að allar versl-
anir verði opnar á laugardögum og
sunnudögum! - Það er auðheyrt að
þú hefur, Margrét, aldrei unnið í
verslun eða þekkir þar nokkuð tii.
Þú segir að þú „nennir" ekki að
rífa þig upp á laugardagsmorgnum
til að versla. Hvað megum við
verslunarfólk segja, sem rífum
okkur upp hvern laugardagsmorg-
un? - Og aldrei er talað um að við
þurfum líka að versla!
Við vinnum í matvöruverslun og
fmnst nóg að vinna frá 9-6 virka
daga, og 9-12 og stundum til kl. 4 á
laugardögum. í flestum tilfellum
eru það húsmæður sem stunda
verslunarstörf og þær þurfa að
hugsa um sitt heimili og fjölskyldu
líka. Tökum dæmi um konu sem á
þrjú lítil börn. Hún vinnur frá kl.
9-6 alla daga og er komin heim, í
fyrsta lagi kl. 18.30. - Þá eru öll
heimilisstörfin eftir. í desember er
svo opið til kl. 6 og stundum til kl.
10 á kvöldin og á Þorláksmessu til
kl. 23. Hvenær eigum við að und-
irbúa.jólin?
Viö, verslunarfólkið, erum ekki
tilbúin tii að fórna okkar eina frí-
degi, sunnudeginum, til að þjóna
fólki sem ekki „nennir" að rífa sig
upp. Hvað myndi breytast ef versl-
anir hefðu opið um helgar? Vörur
myndu hækka í verði. Og eitt er
það, Margrét, sem þú hefur alveg
gleymt, því, að við sem vinnum
verslunarStörf erum líka fólk, sem
langar til að vera með sínum fjöl-
skyldum um helgar.
Hér með leggjum við til að versl-
anir verði einungis opnar virka
daga frá kl. 9-6 og á laugardögum
frá 9-12 - ekki mínútu lengur. -
Þeir sem ekki „nenna“ að rífa sig
upp, geta bara átt í skápnum hjá
sér Cheerios til að borða á sunnu-
dögum.
Ósigur Alþýðubandalagsins
Einar Árnason skrifar:
Mér þótti vænt um að heyra að
flokkurinn sem ég hefi lengstum
stutt ætlaði að taka sér tak og nota
tækifærið til aö finna sér þann farveg
sem hann heföi átt að vera búinn að
finna fyrir nokkrum árum, þegar séð
var hvert stefndi. - Nú var ekki
seinna vænna að taka af skarið.
Ég hélt sem sé að landsfundur Al-
þýöubandalagsins um sl. helgi myndi
samhentur taka af skarið og sýna
okkur stuðningsmönnum að flokk-
urinn játaðist að fuilu og öllu undir
þá stefnu jafnaðarmanna sem Al-
þýðubandalagið hefur mestmegnis
fylgt aUra síðustu árin. - Þar hefur
ekki greint á við Alþýðuflokkinn svo
neinu nemi. Það hefði því verið
ákjósanlegur vettvangur að lands-
fundur hefði haidið áfram á þeirri
braut sem sjálfkrafa hefur verið
mörkuð að undanförnu með breyttri
forystu.
En hér fór öðruvísi en flestir von-
uðu. Einn harðasði fylgismaður ein-
angrunar og stöðnunar í flokknum,
núverandi samgöngu- og landbúnað-
arráðherra, lét hafa sig til þess óynd-
isúrræðis að bjóða sig fram til vara-
formanns gegn ágætum félaga og
veikja þar með alla möguleika á
áframhaldandi sókn hinna frjáls-
lyndari afla, sem þó eru í meirihluta
Alþýðubandalagsins í dag.
Eg get ekki séð að þetta frumhlaup
samgöngu- og landbúnaðarráðherr-
ans sé neitt annað en mistök og þau
hrapalleg, bæði fyrir hann sjálfan og
flokkinn í heild. Ég verð að harma
þessa niðurstöðu og tel þetta mikinn
ósigur fyrir Alþýðubandalagið. Ég
vona hins vegar að varaformaðurinn
sjái þó mistökin og snúi frá þeirri
einangrunarstefnu sem hann hefur
fylgt í atvinnumálum, m.a. uppbygg-
ingu ýmissa þátta í byggðamálum og
komi þar með ekki í veg fyrir áfram-
haldandi skrið flokksins í lýðræðis-
átt. - Á allra næstu dögum verður
að koma í ljós hvert Alþýðubanda-
lagið stefnir, hvort það rífur sig upp
úr einangruninni eða dagar uppi sem
nátttröll sakir íhaldssemi við úreltar
kenningar.
JOLAGJATAHANDBOK 1989
Fimmtudaginn 7. desember nk. mun hin árlega Jóla-
gjafahandbók DV koma út í 9. sinn.
Jólagjafahandbók DV hefur í sívaxandi mæli orðið
ríkari þáttur í jólaundirbúningi landsmanna enda er
þar að fínna hundruð hugmynda að gjöfum fyrir jólin.
Skilafrestur auglýsinga er til 28. nóvember nk. en
með tilliti til reynslu undanfarinna ára er auglýsend-
um bent á að hafa samband við auglýsingadeild DV
hið fyrsta í síma 27022 svo unnt reynist að veita
öllum sem besta þjónustu.
Auglýsingadeild
Þverholti 11, sími 27022
NÝTT Á ÍSLANDI!
ÓTRÚLEGAR ÞRÍVÍDDARMYNDIR, SKARTGRIPIR
OG LEIKFÖNG. ALLT GERT MEÐ LEYSI-TÆKNI.
ÖÐRUVÍSI JÓLAGJAFIR.
RAUNMYND
Skólavörðustíg 6B
EÐJANDI OG
BRAGÐGOTT
LLAR MATARÁHYGGJUR
ÚRSÖGUNNI
MlHIÉIÍS Heildverslun,
STiÍIbBS Þin9asel' 8,
~1 1111111 Sími 77311
Vahdaðurbæklingurmeðupp- * —^
lýsingum og leiðbeiningum á
íslensku fylgir.
FÆST Í APÓTEKUM OG BETRI MÖRKUÐUM,
5 dagamegrun,sem
UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002
Wr'- s r/
W \ ;J V
ÍSm W- Y i 1 1 \ : •;í«a^R
' C; k gia 1 :•? • .'JFZ'’
é v »• • •; •>«■-;• | ' 1»
Ký '•***> '
ú, j/MM ~ip :• ■ f ■ t á