Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1989, Blaðsíða 2
2
FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1989.
Fréttir ___________________________________________________
Slysum á Öxnadalsheiði hefur flölgað:
Fimm dauðaslys
og nær sextíu
óhöpp á áratug
Slysið, sem varð nýlega á Öxna-
dalsheiði og orsakaði dauða flutn-
ingabílstjóra frá Ólafsfiröi, var
fimmta dauöaslysið á Öxnadalsheiði
á tíu árum. Heildarfjöldi óhappa á
heiöinni síðan árið 1979 er orðinn
fimmtíu og átta. 28 hafa slasast eða
látist.
Greinileg fjölgun varð á slysum á
heiðinni á árunum 1985-1988. Flest
urðu þau árið 1985 þegar þrettán slys
urðu á Öxnadalsheiði, þar af tvö
dauðaslys. í ár hafa tvö slys orðið á
heiðinni sem bæði urðu í mikilli
hálku. Brýr eru sérstakur þymir í
augum lögreglumanna í Skagaíjarð-
arsýslu. Umdæmi þeirra á heiðinni
hggur frá Fremrikotum aö Gijótá og
hafa mun fleiri slys orðið þeim meg-
in.
Björn Mikaelsson, yfirlögreglu-
þjónn á Sauðárkróki, segir að þó svo
að breytingar eigi sér stað þá aukist
hraðinn. „Brýr og ræsi eru hættule-
gust og breytinga er þörf. Brýr eru
ekki tvíbreiðar og þar verða slys
mjög oft. Þetta eru flöskuhálsar í
vegakerfinu," sagði Björn í samtali
viðDV.
Slysið, sem varð nýlega á Öxna-
dalsheiðinni, varð skammt frá Gilja-
reitum sem eru vestan við sýslu-
mörkin viö Grjótá. Samkvæmt upp-
lýsingum lögreglunnar á Akureyri
hefur sá staöur reynst mörgum öku-
manninum hættulegur yfirferðar.
-ÓTT
Evrópubandalagið og Efta-ríki:
Hef ur ekki hafnað tvíhliða viðræðum
Slysatíðni á öxnadalsheiði og næsta nágrenni
Eftir því sem næst verður komist
hefur Evrópubandalagið aldrei hafn-
að tvíhhða viöræðum um fisk eða
önnur einstök málefni sem þarf aö
ræða í viöræöum við Fríverslunar-
bandalag Evrópu. Það mun hins veg-
ar vera.tahö augljóst mál að EB hef-
ur hafnað tvíhhða viðræðum um
heildariínuna á samskiptum banda-
lagana.
Að sögn Sverris Hauks Gunnlaugs-
sonar sendiherra, sem mikið hefur
fengist við málefni EB og EFTA, eru
aðeins tvær yfirlýsingar tíl staöfestar
um hug EB til viðræðna og hvaða
form bandalagið vUl á þeim: Annars
vegar yfirlýsing Jacques Delors, for-
seta framkvæmdastjórnar Evrópu-
bandalagsins, frá því í janúar 1989
sem varö aflvakinn að þeim undir-
búningi sem EFTA ríkin hafa unniö
að síðasta árið. Hins vegar er sameig-
inleg yfirlýsing EB og EFTA um
könnunarviðræðumar sem lauk 20.
október. Það er reyndar eina sameig-
inlega yfirlýsingin sem komið hefur
frá bandalögunum.
Ræða Delors hefur vegið þungt í
viöræðunum og þar mælir hann ein-
dregið með viöræðum mihi banda-
laganna en, sem fyrr, er hann að tala
heUdarviðræðumar - ekki einstaka
málaflokka.
Sverrir Haukur sagöi aö eftir að
Osló-Brussel ferhð heföi hafist fyrr á
árinu hefði EB lýst því yfir að banda-
lagiö vUdi ræða við EFTA ríkin með
þeim hætti að EFTA ríkin kæmu
fram sem ein heild. Því hefur verið
áhersla á það. Hins vegar hefur
hvergi komið fram að tvíhhða við-
ræður um einstök málefni væm úti-
lokaöar.
Það hefur verið almennur skhning-
ur að EB hafi ekki vUja, áhuga né
löngun til aö taka viðræður upp á
tvíhliða grundvelh. Þá er því haldiö
fram að tæknilegir anmarkar séu á
tvíhhða viðræðum en þeir em þung-
ir á vogarskáhnni hjá embættis-
mönnum EB. Þessi almenni skilning-
ur virðist þó fyrst og fremst lúta að
heUdarviðræöunum á milli banda-
laganna en ekki ná tU einstakra
málaflokka, svo sem fisks.
- En hefur EB lagt bann á tvíhhða
viðræður?
„Það er ekkert sem bannar einum
né öðmm að hefja tvíhliða viðræður
- við vitum bara ekki viðbrögðin,"
sagöi Sverrir Haukur.
-SMJ
Litlir möguleikar
á lækkun tolla nú
- segir Gunnar Helgi Kristinsson
„Möguleikar okkar á að ná fram
lækkun tolla með tvíhhða viðræðum
viö framkvæmdastjóm Evrópu-
bandalagsins era ákaflega htlir á
þessum tímapunkti,“ sagöi Gunnar
Helgi Kristinsson stjómmálafræð-
ingur þegar hann var spuröur um
möguleika íslendinga á tvUUiöa við-
ræðum viö Evrópubandalagið.
„Ég sé ekkert sem bendir tíl þess
að afstaöa EB hafi breyst. Hún hefur
veriö sú aö nýjar langtímatUslakan-
ir, sem væm þá einhhöa tílslakanir
EB, séu ekki til umræðu. Það sem
menn viröast vera aö tala um hér em
samningaviöræöur sem ganga út á
það að eitt að EB slaki á gagnvart
Islendingum. Það er bara ekki góö
byijunarstaöa.“
Gunnar Helgi sagðist ekki vera
bjartsýnn á möguleika íslendinga í
tvíhhða viðræðum við EB núna -
ekki síst vegna þess álags sem slíkar
viðræður heföu á innviði Evrópu-
bandalagsins. Kerfiö þar væri svo
þungt í vöfum aö það ætti í vandræð-
um með að standa í tvíhhöa viðræö-
um samtímis hinum viöræðunum.
-SMJ
Vínardrengjakórinn
kemur á listahátíð
Gylfi Kristjáneaa, DV, Akureyn;
Vínardrengjakórinn heims-
frægi mun syngja á Listahátíð í
Reykjavík á næsta ári og samn-
ingar standa yfir um aö kórinn
haldi einnig eina eöa tvenna tón-
leika á Akureyri.
Þeir tónleikar yrðu í Akur-
eyrarkirkju, sem er eitt besta hús
landsins til tónieikahalds hvaö
varöar hljómburð, að sögn Gunn-
ars Ragnars, formanns menning-
armálanefndar Akureyrar.
Gunnar sagði einnig aö Akur-
eyringum stseði til boða að fá
annað atriði af dagskrá hstahá-
tíöar norður. Rætt hefur veriö um
að þaö verði hollenskur ballett-
flokkur en ákvörðun hefur ekki
veriö tekin.
Síldarsöltun hjá Sólborgu á Fáskrúðsfirði. DV-mynd Ægir
Saltað eftir brælu
Ægir Kristmsson, DV, Fáskrúðsfirði:
Eftir brælu í síðustu viku var nokkur
síldveiði í Fáskrúðsfirði á sunnudag.
Nokkrir bátar fengu afla sem saltað-
ur var eða frystur. Sólborg kom með
um 80 tonn hingaö til Fáskrúðsfjarð-
ar af nokkuð góöri shd og var saltað
hjá Pólarsíld og Sólborgu.
AUs er búiö aö salta í rúmlega þrjú
þúsund tunnur hjá Sólborgu og um
íjórtán þúsund tunnur hjá Pólarsíld.
Fiskiskipiö Guðmundur Kristinn
hefur lokið við að veiða shdarkvóta
sinn og Sólborg er einnig að verða
búin með sinn.
Afli smábáta hefur veriö sæmileg-
ur þegar gefið hefur á sjó.
Skattahækkanír tveggja ára
- hækkun á tekjusköttum einstaklinga 1989 og 1990
þús. kr. á ári
30 80 130 180
mánaðariaún
Skattahækkanir tvö ár í roö:
18 þúsund krónur
vantar í umslagið
- hjá einstaklingi með 80 þúsund á mánuði
Einstaklingur, sem hefur haft um
80 þúsund krónur á mánuði á þessu
ári, þarf að borga rúmlega 10 þúsund
krónum meira í tekjuskatt á næsta
ári eftir skattahækkanir ríkisstjóm-
arinnar. Þessi hækkun bætist viö um
8 þúsund króna skattahækkun sem
þessi einstakhngur tók á sig í ár.
Samanlögð skattahækkun þessar-
ar ríkisstjómar er því um 18 þúsund
krónur fyrir þennan mann með 80
þúsund krónur á mánuði. Sú upp-
hæö sem maöurinn greiðir í stað-
greiðslu mun hækka um 15 prósent
milU þessara tveggja ára.
Árið 1988 greiddi hann 13,6 prósent
launa sinna í teKjuskatt og útsvar. Á
næsta ári fara 15,5 prósent af launum
hans í tekjuskatt og útsvar.
Þokkalega launaður maður, sem
er með um 130 þúsund krónur á
mánuði, þarf að greiða um 46 þúsund
krónum méira í tekjuskatt og útsvar
á næsta ári en hann gerði i fyrra.
Vel launaður maður, með um 200
þúsund krónur á mánuði, mun taka
á sig um 84 þúsund króna skatta-
hækkun á þessum tveimur ámm.
í fyrra var fimmtungur eða meira
tekið af launum þeirra sem vom með
laun sem jafnghda um 120 þúsund
krónum í dag eða meira. Á næsta ári
lenda ahir þeir sem eru með meira
en 100 þúsund krónur í dag í því aö
missa fimmtung eða meira í tekju-
skattogútsvar. -gse ,