Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1989, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1989, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDA'GUE 171 DESEMBER 1989. Otgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (1 )27022 - FAX: (1J27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð I lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Bush í kröppum sjó Stjórnborðsstigi á herskipinu Belknap brotnaði í einni af þremur tilraunum sjóðliða til að koma Banda- ríkjaforseta úr báti um borð í skipið á laugardaginn, þegar höfuðskepnurnar voru nærri búnar að splundra viðræðum forustumanna austurs og vesturs við Möltu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Belknap er í slysa- fréttum. Árið 1975 lenti þetta flaggskip sjötta flotans í árekstri við flugmóðurskipið John F. Kennedy, svo að upp komu eldar um borð. Átta sjóliðar fórust í barátt- unni við eldana. Skipið var síðan fimm ár í viðgerð. Minnstu munaði, að kjarnorkuslys hlytist af árekstr- inum. Eldarnir um borð komust í 12 metra fjarlægð frá kjarnorku-yddum Terrier-eldflaugum. Neyðarkall var sent um, að kjarnasprenging væri yfirvofandi. Allt fór betur en á horfðist eins og við Möltu um helgina. Enn eru í fersku minni slysin um borð í sovézkum kjarnorkukafbátum undan ströndum Noregs á síðustu misserum. Þau hafa magnað vitund fólks um hættur, sem fylgja viðbúnaði heimsveldanna á höfunum og stuðlað að kröfum um, að úr-honum verði dregið skjótt. Á leiðtogafundinum við Möltu hafnaði George Bush Bandaríkjaforseti algerlega tillögum Mikhails Gor- batsjovs um, að hafnar skyldu viðræður um samdrátt vígbúnaðar á höfunum eins og á öðrum sviðum. Þessi þvergirðingsháttur mun draga dilk á eftir sér. Ástæðan fyrir neitun Busli er, að Bandaríkjastjórn telur sig eiga nokkurn veginn alls kostar í viðræðum við Sovétstjórnina, sem býr við afleitan fjárhag og neyð- ist til einhhða samdráttar á mörgum sviðum vígbúnað- ar. Bush telur sig ekki þurfa að gefa neitt á móti. Bush ímyndar sér, að hann sé að skora mark í sam- keppni við Gorbatsjov með því að neita að ræða um samdrátt vígbúnaðar á höfunum og komast upp með það. Þetta er í anda valdastefnu, sem einu sinni hrundi með Macchiavelli og í annað sinn með Kissinger. Efnislega hefur Gorbatsjov rétt fyrir sér. Ef Sovétrík- in draga saman seghn meira en Bandaríkin á ýmsum sviðum, þar sem hin fyrrnefndu hafa hingað th haft yfirburði, er sanngjarnt, að Bandaríkin taki þátt í að draga saman seglin á sviði, þar sem þau hafa yfirburði. Um allan heim munu menn sjá, að þetta er sann- gjarnt. Því mun Bush ekki komast upp með þvergirð- ingsháttinn. Þegar stjórn hans verður seint og um síðir búin að átta sig á álitshnekkinum, sem hún mun bíða, verður fahizt á samdrátt vígbúnaðar á höfunum. Ljóst er, að forsendur mikhs herbúnaðar af hálfu Vesturlanda hafa minnkað á síðustu vikum. Varsjár- bandalagið er lamað. Enginn telur í alvöru, að herir nýrra ríkisstjórna í Austur-Evrópu séu eða verði fáan- legir til að taka þátt í sovézkri árás á Vesturlönd. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra sagði á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins á mánudaginn, að viðbrögð Bush hefðu valdið íslendingum vonbrigð- um. Það eru orð að sönnu. Stefna Bandaríkjaforseta er andstæð öryggis- og fiskveiðihagsmunum okkar. Sem betur fer erum við ekki lengur einir um þá skoð- un, að tímabært sé að draga saman seglin í vígbúnaði á höfunum. Ráðamenn í nokkrum öðrum löndum Atl- antshafsbandalagsins, þar á meðal í Noregi, eru smám saman að átta sig á, að sérvizka íslendinga er rétt. Macchiavelh hefur reynzt mörgum skeinuhættur lærifaðir. Sjóhernaðarsigurinn, sem Bush taldi sig bera frá storminum við Möltu, mun hverfa út í veður og vind. Jónas Kristjánsson Niðurstööur nýjustu skoðana- könnunar á vegum Skáís og Stöðv- ar tvö á fylgi stjómmálaflokkanna sýna glögglega að hinar ofstækis- fúllu árásir Jóns Baldvins Hanni- balssonar á Sjálfstæðisflokkinn og formann hans í síðustu viku hafa algerlega misheppnast. Alþýðuflokkurinn geldur afhroð í könnuninni; fylgi hans er innan við 7% en var í síðustu kosningum 15,2%. Flokkurinn hefur tapað meira en helmingnum af kjósend- um sínum og virðist vera að hverfa af hinu pólitlska landakorti. Jón Baldvin næði ekki einu sinni kjöri á þing ef gengið væri til kosninga nú. Alþýðuflokkurinn hefur með öðmm orðum fengið þunga áminn- ingu frá kjósendum; gula spjaldinu hefur verið veifað. Á hinn bóginn er fylgi Sjálfstæð- isflokksins eitt hiö mesta sem mælst hefur: 54%. Það er nákvæm- lega helmingi meira en í kosning- unum 1987. Ef það gengi eftir í kosningum nægði það flokknum til að mynda ríkisstjórn án samstarfs við aðra flokka. Þessi niðurstaða er sérstaklega athyghsverð í ljósi þess að skoð- anakönnunin var gerð í kjölfar umræðna á Alþingi um vantraust á ríkisstjórnina þar sem formaður Alþýðuflokksins beindi máh sínu aðallega til stuðningsmanna Sjálf- stæðisflokksins og þóttist, svo broslegt sem það nú er, vera hinn Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra flytur ræðu sína í umræðum eini, sanni arftaki Ólafs Thors og um vantraust á ríkisstjórnina. Man nokkur eftir því þegar ráðherrann Bjarna Benediktssonar. boðaði afnám tekjuskatts á almenn laun? spyr greinarhöfundur. Alþýðuflokkurinn fær gula spjaldið Furðuleg vinnubrögð Vantraustsumræðurnar á AI- þingi sföastliðinn fimmtudag voru um margt sérkennilegar. Æth það sé th að mynda ekki einsdæmi í þingræðisríki við aðstæður sem þessar að ríkisstjórn leyni stjórnar- andstöðu mikilvægri ákvörðun sinni og tilkynni ekki um hana fyrr en leiðtogi stjómarandstöðunnar hefur lokið máh sínu? Hinn mikh og opinberi ágreining- ur stjómarliða um upptöku virðis- aukaskatts var eitt af tílefnum þess að tfllaga um vantraust kom fram. Það gat skipt höfuðmáli fyrir stjórnarandstööuna að vita hver niðurstaða ríkisstjórnarinnar var. Ákvörðun þeirra Steingríms, Ólafs Ragnars og Jóns Baldvins að halda henni leyndri þar tfl Þorsteinn Pálsson haíöi lokið máh sínu í van- traustsumræðunum er einhver mesta lágkúra sem ég hef.orðið vitni að í stjórnmálum hér á landi um langt skeið. Á því leikur tæpast vafi að ástæð- an fyrir þessu var sú að stjórnarlið- ar óttuðust að ákvörðun þeirra fyrr um daginn um að hækka virðis- aukaskatt í 24,5% og tekjuskatt í tæp 40% hefði orðið aðalefni um- ræðnanna. Og í þær umræður þorðu þeir ekki, því ákvörðunin umr skattahækkanirnar var tekin í sflku fáti að ekki gafst tóm til að afla henni stuðnings þingflokka stjómarinnar. Þar heyrast nú óánægjuraddir og ákvörðunin á því vafalaust eftir að draga dilk á eftír sér. Heimsbyggðin nötrar! Það A^ar ræða Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra sem flestum er áreiðanlega hið minnisstæðasta frá umræðunum. Uppistaða hennar vora svívirðing- ar og aulafyndni um forystu Sjálf- stæðisflokksins. Ráðherrann sak- aði sjálfstæðismenn um að hafa komið í veg fyrir að hann kæmist á fund erlendis og þannig valdið alþjóðlegu hneyksh. Það er aukaatriði í þessu máh að hér fór Jón Baldvin með staðlausa stafi. Ástæðan fyrir því að hann komst ekki á fundinn ytra var ágreiningurinn í stjóminni um virðisaukaskattinn en ekki fyrir- Kjallaiiim Guðmundur Magnússon sagnfræðingur hugaðar vantraustsumræöur. Og þaö voru forsetar Alþingis (í sam- ráði við ríkisstjórnina) sem ákváðu aö umræðan færi fram á fimmtu- daginn en ekki síðar. Hefðu þeir vfljað afstýra hinu alþjóðlega hneyksli hefði þeim verið það í lófa lagið. En sannleikurinn er auðvitað sá að heimsbyggðin stendur ekki á öndinni þótt utanríkisráðherra ís- lands missi af einum spjallfundi með útlendum embættísmönnum. Og það er ekki traustvekjandi þeg- ar utanríkisráðherra fullyrðir að fjarvera sín á einum fundi stefni viröingu íslands og áhti í forystu í EFTA-ráðinu í voða. Niðurlæging Ajþýðuflokksins í grein í DV í síöustu viku vaktí ég athygh á því að innan Alþýðu- flokksins virtust menn vera að átta sig á því hvílík reginmistök það vora að taka þátt í myndun núver- andi vinstri stjómar, óvinsælustu ríkisstjórnar sem hér hefur setíð á valdastólum. Ég varpaði fram þeirri spurningu hvort grundvöllur væri aö skapast fyrir því að Alþýðuflokkurinn heföi frumkvæði að þvi að slíta stjómar- samstarfinu og taka upp samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. - Málefna- lega hafa þessir tveir flokkar átt meiri samleið en nokkrir aðrir stjórnmálaflokkar hér á íandi og afstaöa þeirra tfl frjálsræðisþróun- arinnar í Evrópu virðist í meginat- riðum hin sama. Svarið er komið: Alþýðuflokkur- inn ætlar áfram að binda trúss sitt viö hina vinstri flokkana. Hann þorir ekki í kösningar. Og svo mjög óttast kratarnir dóm kjósenda að þeir fóma öllum stefnuatriðum sínum fyrir áframhaldandi stjóm- arsamstarf. Lítið dæmi, en afar lýs- ur Ragnar fékk Jón Baldvin tíl að samþykkja á næturfundi þeirra í stjórnarráðinu. Fyrir nokkrum dögum þóttust þingmenn Alþýðuflokksins ætía að koma í veg fyrir að sú hækkun tekjuskatts, sem ákveðin var af vinstri flokkunum fyrir ári, yrði framlengd. Ólafur Ragnar sagði þá aö það kæmi ekki til mála. Og það gekk eftir. Nú hefur forysta Alþýöuflokks- ins ekki aðeins fallist á framleng- inguna heldur 2% hækkun til viö- bótar. Tekjuskattur almennra launamanna verður tæplega 40% á næsta ári ef þessi áform ná fram að ganga. Man nokkur eftir því þegar Jón Baldvin Hannibalsson boðaði afnám tekjuskatts á almenn laun? Einhvem tíma hefði verið talað um niöurlægingu stjórnmálaflokks og stjórnmálamanns í þessu sam- hengi. En á dögum vinstri stjórnar Steingríms Hermannssonar eru at- vik af þessu tagi nánast daglegur viðburður. Guðmundur Magnússon andi, er skattahækkunin sem Ólaf- „Svariö er komið: Alþýðuflokkurinn ætlar áfram að binda trúss sitt við hina vinstri flokkana. Hann þorir ekki í kosningar.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.