Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1989, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1989.
89
Afmæli
Guðbjartur Sigurðsson
Guöbjartur Sigurðsson prentari,
Krummahólum 6, Reykjavík, er fer-
tugurídag.
Guðbjartur er fæddur í Reykjavík
og ólst upp þar og í Kollafirði á Kjal-
amesi. Hann lauk námi í prentverki
1972 frá Iðnskólanum í Reykjavík
og vann í nokkum tíma við þá iðn.
Um áramótin 1976-’77 flutti hann til
Ldnköping í Svíþjóð og hóf nám við
Grafiska Institutet í Stokkhólmi
haustið 1978. Hann lauk námi 1980
en á árunum 1984-’86 nam hann við
Yrketekniska Högskolan, lauk námi
þar og flutti heim vorið 1986. Guð-
bjartur var trúnaðarmaðiu* á vinnu-
stað í Stellan Stáls Tryckerier 1983.
Hann sat í stjóm íslendingafélags-
ins í Stokkhólmi 1984 og hefur verið
félagi í Scandinavian blues associ-
ation frá 1981. Einnig hefur hann
starfað viö málgagn Scandinavian
blues association, Jefferson. Guð-
bjartur er virkur félagi í Fombíla-
klúbbiíslands.
Systkini Guðbjarts eru:
Kolbeinn, f. 11.8.1943, flugstjóri í
Lúxemborg
Þórunn, f. 29.9.1944, leikstjóri og
rithöfundur í Reykjavík, gjft Stefáni
Baldurssyni leikstjóra.
Jón, f. 23.8.1946, skólastjóri á Bif-
röst, kvæntur Sigrúnu Jóhannes-
dótturkennara.
Guðrún Sigríður, f. 23.9.1956, nemi
og fararstjóri á Ítalíu, gift Pietro
Manna tryggingafulltrúa.
Katrín, f. 28.2.1967, myndlistar-
nemij San Francisco.
Foreldrar Guðbjarts: Sigurður
Ellert Ólason hæstaréttarlögmaður,
f. 19.1.1907, d. 18.1.1988, ogUnnur
Kolbeinsdóttir kennari, f. 27.7.1922.
Föðurbróðir Guðbjarts var Ágúst,
afi Sturlu Böðvarssonar, sveitar-
stjóra í Stykkishólmi.
Siguröur var sonur Óla, oddvita á
Stakkhamri í Miklaholtshreppi,
Jónssonar, b. í Borgarholti, Jóns-
sonar.
Jón, b. í Borgarholti, var bróðir
Kristínar, langömmu Ólafs Thors,
og Kristínar, langömmu Ingunnar,
móður Sturlaugs H. Böövarssonar á
Akranesi.
Móðir Óla var Kristín Pétursdótt-
ir, b. á Kóngsbakka í Helgafells-
sveit, Péturssonar, og Valgerðar
Einarsdóttur.
Móðir Sigurðar var Þórunn Sig-
urðardóttir, b. á Skeggjastöðum,
Sigurðssonar. Móðir Þórunnar var
Margrét Þorsteinsdóttir, b. á Æsu-
stöðum, Ólafssonar, og Helgu Stef-
ánsdóttur.
Þorsteinn Ólafsson var bróðir
Guðmundar, afa Ólafs Davíðssonar
þjóðsagnasafnara og langafa Davíðs
Stefánssonar frá Fagraskógi. Helga
Stefánsdóttir var systir Sveins,
langafa Jóhannesar Birkilands, og
Gísla, langafa Sigvalda Hjálmars-
sonar, Hermanns Pálssonar pró-
fessors og Páls hrl„ foður Signýjar,
leikhúsritara Þjóðleikhússins.
Móðir Guðbjarts, Unnur, er dóttir
Kolbeins, b. og skálds 1 Kollafiröi,
Högnasonar, húsasmiðs í Reykja-
vík, Finnssonar, b. á Meðalfelli í
Kjós, Einarssonar.
Móðir Högna var Kristín Stefáns-
dóttir. Móðir Kolbeins var Katrín
Kolbeinsdóttir, b. í Kollafirði, Ey-
jólfssonar.
Kristín Stefánsdóttir var dóttir
Stefáns Stephensen, prests á Reyni-
völlum, Stefánssonar, Stephensen,
amtmanns á Hvítárvöllum, Ólafs-
sonar, stiftamtmanns í Viðey, Stef-
ánssonar, ættfóður Stephensenætt-
arinnar.
Móðir Kristínar var Guörún, syst-
ir Kristínar, langömmu Elínar,
móöur Þorvalds Skúlasonar list-
málara. Guðrún var dóttir Þorvalds,
prófasts og skálds í Holti, Böðvars-
Guðbjartur Sigurðsson.
sonar, langafa Finnboga, fóður Vig-
dísarforseta.
Móðir Unnar var Guðrún Jó-
hannsdóttir, b. á Hnjóti, Jónssonar,
vinnumanns í Tungu, Jónssonar.
SigurðurV. Gunnarsson
Sigurður V. Gunnarsson iðnrek-
andi, Sæviðarsundi 9, Reykjavík, er
sextugurídag.
Sigurður er fæddur á Melhóli í
Neskaupstað og ólst hann upp í
Neskaupstað. Hann lauk vélvirkja-
námi frá Dráttarbrautinni í Nes-
kaupstað og Vélskóla íslands árið
1955. Hann var vélstjóri við írafoss
við Sog, Grímsárvirkjun austur á
Héraði (stöðvarstjóri) og á togurum
hjá Júpiter og Mars hf. Frá árinu
1963 hefur Sigurður rekiö Vélsmiðju
Siguröar V. Gunnarssonar að Súö-
arvogi 16.
Sigurður kvæntist þann 24.12.1954
Þýörúnu Pálsdóttur gæslukonu, f.
19.1.1931. Hún er dóttir Sigríðar
Guðjónsdóttur og Páls Jónssonar á
Stóru-Völlum í Landmannahreppi.
Böm Sigurðar og Þýðrúnar eru:
Sigurvin Rúnar, f. 3.12.1952, vél-
tæknifræðingur og framkvæmda-
stjóri hjá Dröfn í Hafnarfiröi,
kvæntur Ólafiu G. Kristmundsdótt-
ur og eiga þau tvö böm.
Gunnar Hermann, f. 10.5.1956,
véltæknifræðingur og deildarstjóri
við Sementsverksmiðju ríkisins á
Akranesi, kvæntur Ambjörgu Guð-
mundsdóttur og eiga þau tvö böm.
Pétur Sigurður, f. 5.5.1962, d. 11.3.
1984, vélfræðingur, lét eftir sig unn-
ustu, Ester Agnarsdóttur.
Sveinn, f. 19.1.1969, nemi í vél-
virkjun, unnusta hans er Sigurborg
Hrönn Sigurbjömsdóttir.
Hálfsystir Sigurðar, sammæðra,
er Laufey Guðlaugsdóttir, f. 22.3.
1918, húsmóðir í Neskaupstað, gift
Sveinbimi Á. Sveinssyni útgerðar-
mairni.
Fóstursystir Sigurðar er Guðrún
Baldursdóttir, f. 5.6.1940, sjúkraliði,
búsett í Kópavogi, gift Sveini Jó-
hannssyni skólastjóra.
Foreldrar Sigurðar vora Gunnar
Bjamason vélstjóri, f. 15.1.1905, d.
1966, og Hermannía Siguröardóttir
húsmóðir, f. 4.9.1896, d. 1985.
Gunnar var sonur Bjama, b. á
Sveinsstöðum, Guömimdssonar, b.
og trésmiðs á Sveinsstöðum, Jóns-
sonar, b. á Kirkjubóli, Vilhjálms-
sonar.
Móðir Guömundar var Þorbjörg
Bjamadóttir frá Flögu í Breiðdal.
Móðir Bjama var Gunnhildur Ól-
afsdóttir, Péturssonar, og Mekkínar
Erlendsdóttur frá Hellisfirði.
Móðir Gunnars var Guðrún Þor-
grímsdóttir en móðir hennar var
Oddný Ólafsdóttir, systir Jóns Ól-
afssonar, skrifara á Eskifirði, og
Guðrúnar, konu Thomsens á Seyð-
isfirði.
Hermannía, móðir Sigurðar, var
dóttir Sigurðar Stefánssonar og Vil-
Sigurður V. Gunnarsson.
helmínu Hermannsdóttur, b. á
Brekku og Barðsnesi, Vilhjálmsson-
ar, b. á Brekku í Mjóafirði, Vil-
hjálmssonar.
Móðir Hermanns var Guðrún
Konráðsdóttir. Móðir Vilhelmínu
var Guðný Jónsdóttir, prests á
Skorrastað og í Heydölum, Hávarðs-
sonar og Sólveigar Benediktsdóttur.
Sigurður mun taka á móti gestum
í safnaðarheimili Áskirkju eftir kl.
20 á afmælisdaginn.
Sigurjón Sigurðsson
Sigmjón Sigurðsson bifreiðar-
sfjóri, Vallargötu 18, Vestmannaeyj-
um, er áttræður í dag.
Siguijón er fæddur í Fagurhól en
alinn upp í Landakoti ásamt þremur
systkinum hjá móður sinni og afa,
Ögmundi Ögmundssyni. Siguijón
byijaði ungur að vinna hin ýmsu
verkamannastörf og starfaði lengi
sem vélgæslumaður hjá Einari ríka
Sigurðssyni. Bifreiöastjóm varð
snemma hans aöalstarf. Nokkur
sumur var hann við vegalagningu í
Skaftafellssýslu með bfi sinn en
gekk fljótlega til hðs við Bifreiðastöð
Vestmannaeyja sem þá var nýstofh-
uð. Siguijón var virkur félagi í Bif-
reiöastöðinni í 45 ár og var lengi í
stjóm þess félags og formaöur.
Hann lét af störfum árið 1985 en
hefur ekki setið auðum höndum síð-
an því aöaláhugamál hans, blóma-
rækt, hefur átt hug hans allan.
Eiginkona Siguijóns er Anna Guð-
rún Þorkelsdóttir frá Markarðs-
skarði í Hvolhreppi, f. 14.11.1912.
Foreldrar hennar vora Þorkell Guð-
mundsson bóndi og Guðrún Ey-
vindsdóttir.
Siguijón og Anna bjuggu fyrstu
búskaparár sín í Ártúni en fluttu í
nýbyggt hús rétt eftir 1950 að Vallar-
götu 18 og búa þar enn.
Böm Siguijóns og Önnu era:
Ögmundur Viktor, f. 1935, ógiftur
og býr i foreldrahúsum.
Þorkell Rúnar, f. 1940, dó í
bemsku.
Þorkell Rúnar, f. 1942, býr með
Elísabetu Ólafsdóttur og eiga þau
þijú böm og tvö bamaböm.
Sigríður Þóranna, f. 1944, d. 1964,
var gift Bimi I. Karlssyni og áttu
þau einn son, Karl, er ólst upp hjá
afa sínum, Siguijónij og Önnu Guð-
rúnu. Karl býr með Ástu Garöars-
dóttur og eiga þau einn son.
Sysktini Siguijóns era: Guðrún,
ógift og búsett í Vestmannaeyjum;
Ögmundur, búsettur í Vestmanna-
eyjum, kvæntur Svövu Samúels-
dóttur, og Sigurrós, búsett í Reykja-
vík, gift Guðjóni Vigfússyni.
Foreldrar Siguijóns vora Þóranna
Viglundur Elísson,
Höfðabraut 1, Akranesi.
Ingigerður Sigfmnsdóttir,
HátútúlO.ReykjavIk.
50 ára
Jóhann Gunnar Jónsson,
Guðmundur Jónsson,
Langholtsvegi 93, Reykjavík.
40 ára
70ára
Brynjólfur Þórðarson,
Álfaskeiði 53, Hafharfirði.
Tryggvi Guðjónsson,
Hjaröarholti 10, Akranesi.
65 ára
IngibjörgKr. Kristinsdóttir,
Skaröi á Skarösströnd.
60ára
Ingi Bjöm Halldómon,
Sólheimum 27, Reykjavfk.
Vemharður Sigursteinsson,
Austurtfiíð, ('
Björg Sigurðardóttir,
Kefiufelli 1, Reykjavík.
Hugrún H. Sigurbjörasdóttir,
Langholti 25, Akureyri.
Kristján Tómasson,
Bröndukvísl 3, Reykjavík.
ÓlafurH. Jónsson,
framkvæmdastjóriMyndvers,
Steinagerði5, Reykjavfk.Ólafurog
eiginkonahans, Guðrún Ámadótt-
ir, taka á móti gestum fostudaginn
8,desember milli kl. 17 og 19 í Akog-
Sandi 2, Aðaldælahreppi.
Torfi Einarsson,
Skólavegi7,Í8aflröi.
Vaidimar Snorrason,
Svarfaðarbraut 15, Ðalvík.
Þorbjörg Kristjánsdóttir,
Eyjabakka 5, Reykjavik.
Heiðrún Svemsdóttir
Sigurjón Slgurðsson.
Ögmundsdóttir og Sigurður Jóns-
son skipstjóri. Sigurjón missti fóður
sinn fimm ára gamall en hann fórst
ásamt áhöfn sinni við leit aö báti
sem ekki hafði skfiað sér í höfn.
Heiðrún Sverrisdóttir, fóstra og
bæjarfulltrúi í Kópavogi, Ásbraut
19, Kópavogi, er fertug í dag.
Heiðrún er fædd að Skógum í
Hörgárdal og er ein fimm bama
Álíheiðar Ármannsdóttur og Sverr-
is Baldvinssonar. Hún útskrifaðist
úr Fóstmskóla íslands áriö 1977 og
hefur verið bæjarfulltrúi Alþýðu-
bandalagsins í Kópavogi frá 1982.
Eiginmaður Heiðrúnar er Þor-
steinn Berg frá Akureyri, sonur
Agústs Berg og Friöbjargar Frið-
bjömsdóttur.
Böm Heiörúnar og Þorsteins era
Sverrir Ágúst Berg og Þröstur Berg.
Þorsteinn og Heiðrún taka á móti
gestum í Félagsheimfii Kópavogs,
1. hæð, milli kl. 17 og 19 á afmælis-
daginn.
Heiðrún Sverrisdóttir