Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1989, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1989, Blaðsíða 9
* FIMMI'UDAGUR 7. DESEMBER 1989^ . — ibiw mimmtmm'm■■<■■■■ ■ ■ '»"«-aii«T»iiTT» ■ ■iwn—■■■■ ■ ■ ■ m mw——t—• Útlönd Uppreisnarmenn snúa aftur til búða sinna Sex hundruö uppreisnarhermenn, sumir grátandi og aðrir syngjandi baráttusöngva, gengu út úr fjármála- hverfinu Makati í Manila í morgun. Viö hhð þeirra gengu hermenn hliö- holhr Aquino forseta að bækistöö þeirra sem var í fimm kílómetra f]ar- lægö. Rétt, áður en uppreisnarmenn héldu á brott hrópaöi einn leiötoga þeirra að þeir heföu ekki gefist upp en aðalsamningamaður stjórnarinn- ar, Arturo Enrile, kvað um skilyrðis- lausa uppgjöf vera að ræða. Sagði hann yfirvöld ekki hafa látið undan skæruliðum á stjórnmálasviðinu en þeir höfðu krafist afsagnar Aquinos forseta. Enrile sagði skæruUðana myndu hljóta réttláta málsmeðferð en bætti við að þeir myndu þurfa að borga fyrir afleiðingar gerða sinna. Comendadore, leiðtogi uppreisnar- hermanna í flugstöð í Cebuhéraðinu í miðhluta FiUppseyja, kvaðst í morgun ekki trúa fréttamönnum þegar honum var tjáð símleiðis að uppreisnarmenn í Makati hefðu gef- ist upp. í gærkvöldi sagði hins vegar Fidel Ramos varnarmálaráðherra að þeir sem hefðu flugstöðina á valdi sínu hefðu samþykkt að fara að for- dæmi uppreisnarmanna í Makati. Comendadore hafði hótað því að sprengja allar flugvélar í flugstöðinni ef stjómarhermenn gerðu árás á hann. Einn foringja uppreisnarmanna í Makati sagði aðspurður að með að- gerðum sínum hefðu þeir komið áleiðis mikilvægum skUaboðum til yfirvalda og aðrir bættu við að þeir væru þeirrar skoðunar að nú þyrfti stjórn Aquinos að koma á umbótum til þess að koma í veg fyrir frekari vaidarán. Þetta var sjötta valda- Hermaður hliðhollur Aquino forseta faðmar uppreisnarhermann i morg- un. Bardögunum í fjármálahverfinu í Manila er nú lokið. Símamynd Reuter Bjargað af brennandi báti Eldur kom upp í norska togar- anum Ishav á Atlantshafi i gær- morgun og var fjórtán manna áhöfn hans bjargaö um borð í herþyrlu úr björgunarbátum. Var togarinn á heimleið frá rækjuveiðum þegar eldurinn kom upp. Það var norsk herflugvél sem varð vör við logandi bátinn. Slæmt veður var en björgun áhafnarinnar gekk samt vel. Báturinn var enn á reki i gær- kvöldi en fyrirhugað er aö draga hann til hafnar þegar veður leyf- ir. NTB ránstilraunin gegn forsetanum. Yfirvöld báðu í morgun almenning um að fara ekki til Makati hverfisins ef ske kynni að sprengjur væru fald- ar í einhverjum byggingum þar. Upp- reisnarmenn höfðu haft á valdi sínu skrifstofubyggingar, hótel og íbúð- arblokkir frá því á laugardag, daginn eftir að uppreisnartilraunin hófst.! gær setti Aquino neyðarlög um all land. Þeir fimm þúsund Filippseying ar og erlendu ferðamenn, sem lokas höfðu inni á bardagasvæðinu, vori fluttir á brott á meðan vopnahlé ríkt milli uppreisnarmanna og hermann; hliðhollraforsetanum. Reuter Uppreisnarmenn á leið til herbækistöðva sinna. Simamynd Reuter GLÆSLEG, FJARSTYRD HLJÖMTÆKJASAMSTÆDA Okkur tókst að útvega eina sendingu afþessum frdbæru samstæðum fyrir jólin á sérstaklega hagstæðu verði. Þeir sem fyrstir verða geta eignast alvöru hljóm- tæki með stórkostlegum afslætti. Gleðilegt jóla- tilboð frá Japis. 60 wött sínus við 8 ohm, fjarstýring 18 bita, fjórfalt leiðréttingar- kerfí, fjarstýring ú T V A R p FM-stereo, LB, MB, 24 stöðva rmnni, fjarstýring Tvöfalt með raðspilun, tölvu- stýrt, dolby, fjarstýring Alsjálfvirkur með T4P ton- böfuð, fjarstýring 60 wött, sérbannaðir fyrir geislaspilara 23 liða. Stýrir öllum tækjum stæðunnar JAPISS BRAUTARHOLTI 1 KRINGLUNNI, AKUREYRI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.