Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1989, Side 2
Fréttir
FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1989.
Opinberir starfsmenn og Alþýöusambandið:
Mun meiri skattahækkun
en ráðuneytið viðurkennir
- launþegasamtökin taka undir fréttir DV af skattahækkununum
Aukin skattabyrði
Miðað er við 150.000 kr. tekjur á mánuði
8000
6000
4000
2000
0
* Mióad er vió hjón meó trii hörn þar sem annaó hurnió er yngra en sjö ára.
Einstaklingar Einstættforeldri Hjón*
Bæði Alþýöusamband íslands og
Bandalag starfsmanna ríkis og bæja
hafa sent frá sér athugasemdir vegna
kynningar fjármálaráðuneytisins á
skattahækkunum um áramótin.
Bæði þessi samtök launþega telja
hækkun tekjuskatts mun meiri en
ráðuneytiö vill vera láta.
Hagdeild Alþýðusambandsins tek-
ur undir þá gagnrýni á framsetningu
fjármálaráðuneytisins, sem birst
hefur í DV, í fyrsta lagi vegna þess
að ráðuneytið notar skattbyrði í des-
ember sem viömiðun frá núgildandi
tekjuskatti en persónuafsláttur des-
embermánaöar hefur lágmarksverð-
gildi. Þá gagnrýnir hagdeildin ráðu-
neytið fyrir að halda fram að ekki
sé raunhæft að hækka persónuaf-
slátt og bamabætur í takt viö láns-
kjaravísitölu. Hagdeildin heldur því
þvert á móti fram að um slíkt hafi
verið samið þegar staðgreiðslukerfi
skatta var tekið upp.
40 prósent hærri skattar
Hagfræðingar Alþýðusambandsins
taka síðan nokkur dæmi og kemur
skýrt fram í þeim hversu lítið fjár-
málaráðuneytið hefur gert úr skatta-
hækkununum. Þannig segir ráðu-
neytið að einstaklingur með 150 þús-
und krónur á mánuði fái 1.500 króna
skattahækkun en Alþýðusambandið
metur hana á 2.400. Skattgreiðslur
þessa manns hækka um 9,6 prósent
en ekki um 5,6 prósent eins og ráöu-
neytiö hélt fram. Ef miðað er við að
persónuafslátturinn héldi í við láns-
kjaravísitölu yrði skattahækkunin
enn meiri eða 14,1 prósent.
Munurinn verður enn meiri ef mið-
að er við hjón með tvö börn með
sömu tekjur. Samkvæmt mati ráðu-
neytisins yrði skattahækkunin 2.600
krónur á mánuði en 4.500 krónur
samkvæmt mati Alþýðusambands-
ins. Skattgreiöslur hjónanna hækka
því um 10,4 prósent en ekki 5,6 pró-
sent. Ef miðað er við lánskjaravísi-
töluna hækka skattgreiðslumar um
. 17,1 prósent.
Hækkunin er hins vegar hlutfaUs-
lega mest hjá einstæðum foreldrum.
Samkvæmt útreikningum ráðuneyt-
isins hækka skattar einstæðs for-
eldris með tvö börn og 150 þúsund
krónur á mánuði um 500 krónur en
Alþýðusambandsins um 1.950 krón-
ur. Þetta þýðir að skattgreiðslumar
hækka um 16,7 prósent en ekki 3,8
prósent eins og ráðuneytið hefur
haldið fram. Miðað við lánskjaravísi-
tölu er hækkunin enn meiri eða 39,6
prósent.
Enginn jöfnuður
Bandalag starfsmanna ríkis og
bæjar gagnrýnir ráðuneytið út frá
öðrum forsendum. Hagfræðingar
bandalagsins telja þær forsendur,
sem liggja að baki útreikningum
ráðuneytisins, einfaldlega rangar.
Þeir búa því til sínar eigin forsendur.
i Ef gert er ráð fyrir aö kaupmáttur
haldi sér-á næsta ári verður skatta-
hækkun á opinberan starfsmann
með meðallaun um 2.730 krónur á
mánuði. Það jafhgildir því að skattar
hans hækki *tun 18,7 prósent. Ef
kaupmátturinn verður hins vegar
lægri, eða eins og á seinni hluta þessa
árs, verður skattahækkunin um 16,9
prósent en ef kaupmátturinn rýmar
Skattahækkanir
einstaklings.
12-21 %
Fjármála- BSRB
ráðuneyti
Miðað við tæplega 90
þús. kr. mánaðartekjur.
um 4 prósent hækka skattgreiöslurn-
ar hjá þessum meðalmanni um 12,6
prósent.
„Ef tekjuskattshækkunin á að
koma verulega betur út fyrir lág-
tekjufólk en aðra verða kauphækk-
anir að vera mjög litlar. Líklega mun
tekjuskattsbreytingin hafa svipuð
áhrif á ráðstöfunartekjur allra
hópa,“ er niðurstaða hagfræðinga
opinberra starfsmanna um jöfnunar-
áhrifskattahækkananna. -gse
Slappað af i stofunni. Sæmundur hefur það náðugt heima í stofu og les fréttir i DV. DV-mynd GVA
Sæmundur Sigmundsson sérleyfishafi:
Með T-Ford
í stofunni
- þetta er hægt þar sem ég er einhleypur
„Ég keypti bílinn fyrir um tveimur
árum. Það hefur fariö mikill tími í
að koma honum í upprunalegt
ástand. Ég gæti trúaö að hann hefði
kostaö mig um tvær milljónir," sagði
Sæmundur Sigmundsson, sérleyfis-
hafi í Borgamesi.
Sæmundur hefur sett T-Ford, ár-
gerð 1927, inn í stofu í einbýlishúsi
sínu í Borgamesi. Að sjálfsögðu er
bíllinn ökufær. Hann er á skrá og
því greiðir Sæmundur tryggingar af
honum sem hverjum öðmm bíl.
Sæmundur segir það meira vanda-
mál að geyma gamla bíla en gera þá
upp.
„Þetta væri ekki hægt nema vegna
þess aö ég er einhleypur. Ég hef sér-
pantað talsvert í bílinn frá Banda-
ríkjunum til að gera hann sem glæsi-
legastan. Það em speglar undir hon-
um svo hægt sé að skoða undirvagn-
inn með góðu móti. Ég á eftir að setja
meira af ljósum við bílinn svo hægt
verði að lýsa hann upp,“ sagöi Sæ-
mundur.
Sæmundur er mikill bUamaður.
Hann á yfir 20 bfia. Þar á meðal er
T-Fordinn, Ford rúta frá árinu 1947
og óuppgerður Fordvörubíl, árgerð
1929. Sæmundur á margar rútur og
hefur haft mest ellefu rútur við íbúð-
arhús sitt. Hann er ekki viss um að
hann geri vömbíhnn upp þar sem
mikill tími og miklir peningar fara í
þetta áhugamál hans. T-Fordinn hef-
ur kostað um tvær milljónir króna.
-sme/GVA
Skuldir Kópavogsbæjar eru rúmur milljarður:
Vaxtagreiðslur eru 15
Skuldastaða bæjarsjóðs Kópavogs
er erfið. Nú skuldar bæjarsjóður 1100
milljónir króna. Bæjarfulltrúi
minnihlutans segist reikna með aö
skuldimar verði orönar 1200 til 1300
milljónir 1 árslok. Þetta kemur fram
í kjallargrein Guðna Stefánssonar,
bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, sem
birtist í DV í dag.
Guðni segir einnig að lántökur
bæjarsjóðs á þessu ári séu orðnar
276,4 milljónir, þrátt fyrir að stefnt
hafi verið að því að hafa þær 202,5
milljónir. Eins segir Guðni að meiri-
hlutinn, sem samanstendur af full-
trúum Alþýöubandalags og Alþýðu-
flokks, hafi ætlað að minnka skuld-
imar um 91 milljón króna. Það hafi
ekki tekist heldur hafi þær hækkað
um 215 milljónir króna það sem Er
er þessu ári.
„Það gefur auga leið að það er dýrt
fyrir Kópavogskaupstað að vera svo
háður fjármagnsmarkaðnum. Vextir
verða vel á þriðja hundraö mfiljónir
króna á þessu ári hjá bæjarfélaginu.
Átta menn sig á að hér er verið að
tala um vaxtagreiðslur og veröbætur
sem nema nærri 15 þúsund krónum
á hvem íbúa í Kópavogi, jafnt unga
þúsund
sem gamla? Em þessar greiðslur svo
þungur baggi að þær em orönar
þriöji hæsti útgjaldaliður bæjarins,
skammt á eftir félagsmálum og
fræðslumálum," segir meðal annars
í kjallagrein Guöna.
Hann segir að eftir standi sú stað-
reynd að illa hafi verið staðið að fjár-
málum Kópavogs á undanfómum
ámm og aldrei sem nú.
á íbúa
„Það er töluverð skuldasöfnun. Það
er mjö erfið innheimta á gjöldum og
það hefur komið illa við okkur, eins
og önnur sveitarfélög. Ég vil ekki
svara þessum tölum Guðna Stefáns-
sonar fyrr enn ég hef kýnnt mér þetta
betur. Ég hef ekki allar þessar tölur
í kolhnum. Eflaust verður þessu
svarað,“ sagði Kristján Guðmunds-
sonbæjarstjóriíKópavogi. -sme