Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1989, Blaðsíða 4
4
FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1989.
Fréttir
Haust-loðnuvertíðin er fyrir bí:
Tæpir tveir milljarðar
flognir út um gluggann
- veðurfarslegt kraftaverk þarf til að kvótinn náist á vetrarvertíðinni
Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra skenkir kaffi í upphafi fundar
með hagsmunaaðilum í gærmorgun. Þar var ákveðið að afturkalla ekki
veiðileyfi loðnuveiðiskipanna. DV-mynd GVA
Þegar 75 prósent þjóðarteknanna
okkar eru fyrir sjávarfang er þaö
ekki nema von að þjóðin standi á
öndinni þegar ljóst er að haust-
loðnuvertíðin er að bregðast. Það eru
ekki nema 16 dagar til jóla og jafnvel
þótt loðnan gæfi sig um helgina og
það sem eftir lifir ársins er Ijóst aö
vertíðin hefur brugðist. Reiknað var
með að um 250 til 300 þúsund lestir
myndu veiðast á haustvertíðinni af
þeim 662 þúsund lestum sem heild-
arkvóti loðnuvertíðarinnar er.
Loðnuvertíðin stendur frá 1. ágúst til
'oka mars.
Tveir miiijarðar farnir
Ef við gerum ráð fyrir lægri
tölunni, 250 þúsund lestum, er fram-
leiðsluverðmæti þess magns 1,7
milljarðar króna. Það er því ljóst að
tæpir tveir milljarðar króna eru
flognir út um gluggann, ef svo má
að orði komast. Útflutningsverðmæti
sjávarafurða okkar á þessu ári er
áætlað um 55 milljarðar króna, sem
er um það bil 71 prósent af þjóðar-
tekjunum. Því geta allir séð að þessir
tveir milljarðar taka í svo um munar.
Ekki má heldur gleyma því ógnar-
tjóni sem þorskstofninn hér við land
verður fyrir komi loðnan ekki. Loðna
er uppistöðufæða þorsksins. Eflaust
man fólk hvernig fór þegar loðnu-
stofninn hrundi 1983 og 1984 og af-
leiðingar þess. Annað eins högg gæt-
um við fengið nú bregðist loðnan.
Ýmsir spá því að mörg fyrirtæki
verði gjaldþrota vegna þessa. Aðal-
steinn Jónsson, útgerðarmaður
Eskifirði, eða Alli ríki, eins og hann
er kallaður, sagði í samtah við DV
að hann hefði ekki trúi á því að
loðnuverksmiðjur eða útgerðir yrðu
gjaldþrota vegna þessa. Hann sagði
bæði banka og ríkisvald vera hðleg
og taka tillit til þess þegar svona ger-
ist. Hann sagðist því ekki vera trúaö-
ur á að þessir aðilar, einn eða fleiri,
yrðu gjaldþrota, en þeir myndu
standa mjög iha, margir hverjir.
Samkvæmt heimildum DV eru það
einkum minni útflytjendur loðnuaf-
urða, sem gert hafa fyrirframsamn-
inga, sem munu fara Ula út úr afla-
leysinu. Sumir eru sagðir verða
gjaldþrota vegna loðnubrestsins. Út-
gerðir og loðnubræöslur munu allar
lenda í einhveijum, en mismiklum,
erfiðleikum á næstu mánuðina.
Loðnan deyr eftir hrygningu
Loðnan er að því leyti öðruvísi eri
aðrir fiskar að hún deyr aö lokinni
hrygningu. Þaö er því ekki hægt að
veiða hana aUt árið um kring eins
og annan fisk.
Um það var lengi deUt hvort hún
yrði kynþroska tveggja eða þriggja
Fréttaljós
Sigurdór Sigurdórsson
árajafnvelfjögurraára. Númunþað
sannað að loöan hrygnir þegar hún
er þriggja ára, síðan deyr hún.
Hrygningarstöðvar hennar eru fyrir
Suðurlandi. Loðnan hrygnir siöari
hluta mars og í byijun apríl.
Þegar aUt er eölUegt kemur hún
norðan úr höfum aö Vestfjörðum og
gengur síðan austur með landinu,
fyrir Austfirði og fyrir Suðurland,
þar sem hún hrygnir. Það kemur
einnig fyrir að eftir að hún kemur
aö Vestfiörðum fari hún vesturleið-
ina tU hrygningarstöðvana.
Það er einmitt gangan frá Vest-
fiörðum og austur með landinu sem
nú hefur brugðist. Hvað varð af loðn-
unni, hvert fór hún? Þetta er stóra
spurningin í dag. Þetta veit enginn
með vissu.
Jakob Jakobsson, forstjóri Haf-
rannsóknastofnunar, hefur verið
með þá getgátu að hluti loðnunnar
hafi hrakist með straumum suður
með austurströnd Grænlands og geti
því komið vesturleiðina svoköUuðu
seinna í vetur. Einnig eru uppi get-
gátur um að hún haldi sig enn í köld-
um sjó út af Vestfiörðum, þar sem
ekki hefur verið hægt að leita hennar
vegna hafíss.
Strandar á bræðslugetunni
Það sem af er haustvertíð hafa um
37 þúsund lestir af loðnu veiöst. Það
er þvi eftir að veiða um 623 þúsund
lestir af heUdarkvótanum. Það eru
ekki nema rétt um 100 dagar eftir
áramótin sem skipin og loðnu-
bræðslumar hafa til að ná þessum
afla.
Alls hafa 47 skip leyfi til loönuveiða
og burðargeta flotans er á mUIi 37
og 38 þúsund lestir. Bræðslugeta
allra loðnuverksmiðja landsins er
aftur á móti ekki nema um 10 þúsund
lestir á sólarhring. Miðað við að skip-
in geti verið að aUa dagana í janúar
fram í byijun apríl eru tölfræðUegir
möguleikar á að ná kvótanum og það
eru jafnvel tölfræðUegir möguleikar
á að bræðslumar nái að vinna afl-
ann.
Ef tíminn, sem fer í að sigla til lands
og á miðin afitur og hugsanleg lönd-
uharbið, er tekinn með í reikninginn
er varla von til þess að kvótinn ná-
ist. Og svo verður að taka vetrarveðr-
in með í reikninginn. Það væri rétt
eins og að vinna milljón í happ-
drætti ef ekki yrði landlega einhveija
daga frá því í byrjun janúar og fram
í byrjun apríl. Og aUt byggist þetta á
því að loðnan láti yfirhöfuð sjá sig.
Aðalsteinn Jónsson sagði að það
væri aUs ekki útilokað aö loðnan
yrði veiðanleg einhver næstu daga.
Ef svo færi væri hægt aö rífa upp og
bræða rúmlega 100 þúsund lestir fyr-
ir áramót, miðað við að flotinn stoppi
aðeins 3 daga um jól og 2 daga um
áramót. Þetta er eflaust rétt, en bygg-
ist þó á „ef að sé og ef að mundi“.
Hrottalegt högg fyrir sjómenn
Hér hefur veriö minnst á hve Ula
það kemur við útgerðina, loðnu-
bræðsluna og mjölseljendur ef loðn-
an gefur sig ekki. Það kemur ekki
síður Ula við sjómennina og fiöl-
skyldur þeirra.
Eins og áður segir má veiða loðnu
frá 1. ágúst en venjulega veiðist hún
ekki fyrr en undir lok september,
byrjun október. Sjómenn á loðnu-
skipunum geta-því ekki verið að
nema 6 tU 7 mánuði á ári. Þeir verða
velflestir að taka árstekjurnar sínar
á loðnuvertiðinni. Þeir hafa og góðar
tekjur þegar vel veiðist.
Gera má ráð fyrir að stór hluti
þeirra hafi gert fiárskuldbindingar
fram í tímann og reiknað með venju-
legum tekjum af þessari haustvertíð,
sem nú hefur brugðist. Ofan á allt
bætist að þeim verður öUum sagt upp
með eins til þriggja vikna fyrirvara
ef skipin sigla í land á næstu dögum.
Fram tU þessa hafa þeir aðeins
haft tekjutryggingu, sem nemur 60
þúsund krónum á mánuði. Því er
ljóst að margt sjómannsheimilið
mun líða fyrir dynti loðnunnar að
þessu sinni.
Það er nokkuð sama hvemig á
máhð er litið. Tiónið, sem hlýst af
loðnuleysinu, er mikið og á eftir að
snerta okkur öll á næstunni, nema
mUljónin, sem fyrr var minnst á,
vinnist í happdrættinu.
-S.dór
Birgðir af laxi hlaðast upp í Japan
Fiskur seldur úr gámum frá 27.11. til 1.12.
Sundurliðun eftirtegundum: Selt magn kg Verð í erl. mynt Meðalv. pr. kg Söluv. isl. kr. Kr. pr.kg
Þorskur 860.355,00 862.445,20 1,00 84.157.959,33 97,82
Ýsa 429.370,00 483.720,20 1,13 47.230.194,72 110,00
Ufsi 22.770,00 14.416,20 0,63 1.408.120,90 61,84
Karfi 20.710,00 12.384,50 0,60 1.209.421,41 58,40
Koli 80.702,50 85.956,60 1,07 8.401.443,01 104,10
Grálúða 13.950,00 11.561,80 0,83 1.127.736,79 80,84
Blandað 129.018,38 123.821,48 0,96 12.084.529,35 93,67
Samtals 1.556.875,88 1.594.305,88 1,02 155.619.395,76 99,96
England
Mikið framboð hefur verið á ís-
lenskum fiski að undanförnu og hef-
ur meðalverðið jaðrað við 1 sterUngs-
pund fyrir kUóið.
Bv. Otto Wathne seldi í Hull 1. des-
ember alls 89 lestir fyrir 9,528 miUj.
kr. Meðalverð 106,28 kr. kg. Bv. Gjaf-
ar seldi í Grimsby aUs 81,9 lestir fyr-
ir 7,539 mUlj. kr. Meðalverð 91,78 kr.
kg.
Fisksölur úr gámum hafa verið aU-
miklar að undanfömu. Selt var 4.12.
1989 aUs 445.891 tonn fyrir 46,111
miUj. kr., meðalverð 109,41 kr. kg. í
þessari sölu voru 202 tonn af þorski
sem seldist á 97,65 kr. kg. 154 tonn
vom ýsa, meðalverð var 110,02 kr.
kg. 46 tonn af kola seldust fyrir 113,08
kr. kg og 25 tonn af blönduðum flat-
fiski seldust fyrir 114,69 kr. kg. Ann-
ar fiskur fór á lægra verði. 5.12. voru
seld alls 409,814 tonn úr gámum fyrir
39,730 mUlj. kr. Meðalverð %,95 krl
kg. Meðalverð var svipað á flestum
tegundum og daginn áður.
Þýskaland
Bv. Ottó N. Þorláksson seldi í
Bremerhaven 30.11.1989 aUs 205 lest-
ir fyrir 17,6 miUj. kr. Meðalverð 86,13
kr. kg. Bv. Engey seldi í Bremer-
haven 5.12. aUs 302 tonn fyrir 25.
milfi. kr. Meðalverð 82,71 kr. kg. Bv.
Skafti seldi í Bremerhaven 6.12 1989
alls 157 lestir fyrir 12,775 mUfi. kr.
Meðalverð 81,34 kr. kg.
Evrópubandalagið
Fiskveiðar í Norðursjó skornar
verulega niður.
Fiskimenn, sem stunda veiðar í
Norðursjó, eru mjög uggandi um
sinn hag. í seinustu þáttum hér í
blaðinu hefur verið sagt frá því
hvemig Hollendingar hafa brugðist
við samdrætti í veiðum á heimamið-
um. Einnig hefur verið sagt frá veið-
um Englendinga við Falklandseyjar.
Mjög bráölega mun Evrópubanda-
lagið birta hveijar fiskveiðiheimildir
Fiskmarkaöir
Ingólfur Stefánsson
í EB-löndunum verða á næsta ári.
Fiskifræðingar hafa ráðlagt að
minnka ýsuveiðar um 68.00 tonn og
veiðin verði aðeins 50.000 tonn á
næsta ári. Sjávarútvegsnefnd EB
hefur miklar áhyggjur af alltof stór-
um flota og mun nefndin skerða
veiöiflotann verulega.
í ár var þorskafli Skota skertur um
20% og ufsaafli um 60%. Ekki er
búist við mikilli samúð hjá sjávarút-
vegsnefndinni. Haft er eftir sjávarút-
vegsráöherra Breta að hann geti ekki
lagt á sig að tala um það sem ekki
sé til.
Sjávarútvegsráðherrarnir hafa
komið sér saman um lágmarksverð
á fiski á næsta ári og þegar þannig
fer að ekki fæst lágmarksverð fyrir
aflann verður mismunurinn bættur.
Reglan hefur verið sú að fiskur, sem
ekki selst á lágmarksverði, héfur far-
ið í fiskimjölsframleiðslu.
Japan
Miklar birgðir eru riú í geymslum
af flestum tegundum fisks í Tokýo.
Birgðir af laxi jukust um 52,5% síð-
ustu mánuði, ennfremur hafa aukist
birgðir af smokkfiski en minnkað
heldur af rækju.
Nýlega hækkaði verð á ferskri
rækju og var það vegna þess að veið-
amar drógúst saman. Það hefur ekki
enn sem komið er haft áhrif á verð
á frystri rækju. Mikil umsetning er
á mörkuðum í Japan og algengt að
um 3000 tonn af alls konar fiski séu
á markaðnum dag hvern.
New York
Jólastemmning er yfir öllu á mark-
aðnum hjá Fulton nema verðinu.
Markaðurinn er skreyttur jólatrjám
og svo hefur snjóað og umhverfið
orðið miklu jólalegra.
Enn er verðið mjög lágt og ekki að
sjá að úr rætist þvi mikið berst að
af fiski, en annar fiskur en lax stend-
ur þokkalega. Framleiðendur kenna
Norðmönnum um þetta mikla verð-
fall sem orðið hefur á laxi, en laxinn
berst víöar að en frá Noregi, hann
kemur frá Chile, Bresku Columbíu,
Skotlandi og fleiri löndum, en eldis-
mönnum ber saman um að Norð-
menn hafi verið með mikil undirboð
og nánast selt á hvaða verði sem er
til að losna við laxinn.