Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1989, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1989, Síða 7
FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1989. 7 Fréttir Forsætisráðherra: Ekki óskynsamlegt að sveitarfélögin annist löggæsluna „Eg hef oft lýst þeirri skoðun minni að ég tel ekki óskynsam- legt að sveitarfélögin annist lög- gæslu, eins og var áður í Reykja- vík. Það yrðu þá að vera sveitar- félögin í öllum landshiutum. Þá er auðvitað spurningin hvernig verðiir kostnaður við slíkt bor- inn,“ sagði Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra í samtali við DV. Borgarráð hefur óskað eftir að viðræður heíjist eins fljótt og auðið er við lögreglu- og dóms- málayfirvöld um tafarlausar úr- bætur í löggæslumálum höfuð- borgarinnar. Davíð Oddsson borgarstjóri sagði við DV að borg- arráð teldi ekki óskynsamlegt að borgin yfirtæki löggæslu í Reykjavík að nýju eftir að þau mál hefðu verið í höndum ríkis- valdsins síðan 1973. „Varðandi viðræður borgar- ráðs við dómsmálaráðherra um að löggæsla verði aftur í umsjá borgarinnar þá hefur það mál ekki borist til mín og ég er ekki viss um að það veröi,“ sagöi Steingrímur. Forsætisráðherra sagði að- spurður um seinvirkt réttarkerfi og afbrotamenn sem ganga lausir í langan tíma þar til þeir hijóta dóm: „Það þarf eitthvað að gera til að flýta fyrir í þeim málum. Afgreiðsla í dómskerfinu tekur allt of langan tíma. En ég bendi hins vegar á samþykkt laga á Alþingi í fyrra sem miðaði að því að tilteknum málum yrði flýtt. Þær breytingar áttu að taka gildi á tveimur árum og hafa ekki komist í framkvæmd ennþá,“ sagði Steingrímur. Viðræður eðlilegar „Það er fullkomlega eðlilegt að dómsmálaráðuneyti ” ræði við sveitarfélög um löggæsluþörf og skiptingu á kostnaði - og kanni hverjar óskir manna í viðkom- andi sveitarfélagi eru,“ sagði Böðvar Bragason, lögreglustjóri í Reykjavík, í samtali við DV. „Kerfið_yar þannig þar til árið 1973 að ríki og sveitarfélög skiptu kostnaði með sér,“ sagði Böðvar. „En það er fyrst og fremst mál- efni ríkis og sveitarfélaga að ræða stefnumótanir vegna löggæslu. Þess vegna eigum við ekki að segja skoðun okkar á þessu. Hins vegar er eðhlegt að álits verði leit- að hjá lögreglunni um fjölda starfsmanna með tilliti til starfs- aðferða svo hægt verði að halda uppi hæfilegri löggæslu," sagði Böðvar Bragason. -ÓTT TILBOÐ TRARINS *”*$/»**.. \estvtf Stö' OIQITAL SYfJTHESl/En TUN6R TU-X701 15—20% jólaafsláttur. í yfír tuttugu úr hafa liljómtækin frá Sansui þjónáð dyggilega þúsundum Islendinga. Sansui tækin eru arináluð fyrir einstök hljómgæði, ótrúlega endingu og glæsilega hönnun. Sansui fjárfesting til framtíðár. Vi • SKIPHOLT 7 * SÍMI62 25 55 *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.