Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1989, Qupperneq 11
FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1989.
11
Sviðsljós
Þeir frægu
og ríku...
Ber Don Johnson
konuna sína?
Þeir frægu
og ríku...
Frumsýningin á kvikmyndinni
tmmediate Family var stór stund
í lífi heiðursgestanna, hjónanna
Paul Michael Glaser og Elísabet-
ar eiginkonu hans.
Ekki alls fyrir löngu misstu þau
Elísabet og Paul dóttur sína af
völdum eyönisjúkdómsins og El-
ísabet og sonur þeirra hjóna
hafa greinst með eyðniveir-
una.
Glaser hjónin hafa staðið I
ströngu við aö safna fé til styrkt-
ar eyðnisjúklingum og fjölskyld-
um þeirra og allur ágóði af frum-
sýningu myndarinnar rann til
málefnisins.
„Ég er dauðhrædd um. að Don
Johnson eigi eftir að gera eitthvað
hræðilegt við Melanie, konu sína, og
Dakota htla, son sinn. Don er bæði
grimmur og ofbeldishneigður og
missir stjóm á sér við minnsta tæk-
ifæri. Þá ber hann allt sem í kringum
hann er,“ segir systir hans, Jamie
Skylar, en hún er nú að gefa út bók
um samband sitt við hinn fræga
bróður sinn og þar kemur ýmislegt
misjafnt fram.
Ennfremur segist Jamie oft hafa
þurft að stilla til friöar á milli Dons
og fyrri eiginkonu hans, Patti.
„Einhveiju sinni var ég í heimsókn
hjá þeim. Eitthvert kvöldið fóru þau
út og tóku bam sitt, Jeste, með sér.
Þau komu ekki heim fyrr en klukkan
sjö næsta morgun og þá var Jeste
blautur og hágrátandi. Eg tók bamið
og skipti á því og kom því í rúmið.
Þegar Don vaknaði einhvem tímann
eftir hádegið var hann afar reiður
og hótaði að beija mig fyrir að vera
að skipta mér af bamauppeldinu og
einnig ætlaði hann að lemja Jamie
fyrir að vera ekki nógu góð mamma.“
Og systir Dons heldur áfram og
segir, „Sem bam var Don fullkominn
sadisti, hann elskaði að kvelja mig
og yngri bræður sína. Það leið varla
sá dagur að hann berði okkur ekki
eins og harðfisk. Ástandið skánaði
ekki þegar foreldrar okkar skildu því
þá fór hann einnig að leggja hendur
á móður okkar.
Skýringuna á ofbeldishneigð Dons
má kannski rekja til þess að faðir
hans lagði iðulega hendur á hann
þegar hann var bam og unglingur.
Hann var mjög taugaveiklaður vegna
þessa og langt fram eftir aldri vætti
hann rúnið.
Mamma okkar barði okkur líka en
ný bók væntanleg
Don Johnson og Melanie, kona hans.
hún gekk þó aldrei eins langt og fað-
ir okkar," segir systirin.
Því er svo við að bæta að þau systk-
ini hafa ekki talast við í tvö ár og
litiar líkur á aö þau muni gera það í
framtíðinni.
Frægð o<J frami eru ekki mikil-
vægustu hlutirnir í lífi Mariel
Hemmingway sem er barnabarn
þess fræga rithöfundar Ernest
Hemmingway. Það mikilvægasta
í lifi hennar er fjölskylda hennar.
Mariel er gift Steve Chrisman
veitingamanni og saman eiga
þau tveggja mánaða son. Það
er ekki annað að sjá á myndinni
en að Mariel sé afarhamingju-
Leikkonan Jacqueline Bisset var
ekkert yfir sig hrifin þegar Ijós-
myndarar gómuðu hana á Heat-
hrow-flugvelli í karlmannsfylgd.
Leikkonan, sem oröin er 45 ára,
var þar með Vincent Perez sem
er 19 árum yngri en hún. „Við
erum par en ykkur kemur það
ekkert við,“ sagði Jacqueline við
Ijósmyndarana. Skötuhjúin voru
á leið til Los Angeles þar sem
leikkonan býr. Ekki alls fyrir
löngu slitnaði upp úr hjónabandi
Jacqueline og rússneska ballett-
dansarans Alexander Godunov
en þau höfðu verð gift í sjö ár.
SAGAN GLEVMIR ENGUM. Ásgeir Jakobsson.
Ásgcir segir sögur af sjómönnum og fiskiskipstjórum, sem voru miklir aflamenn
og sjósóknarar fyrr á árum, auk sögunnar af skipherra landhelgisgæslunnar, sem
Englendingar létu íslenskan forsætisráðherra reka.
LÆKNINGAMÁTTUR ÞINN. Harold Sherman.
Sherman greinir hér frá tilraunum sínum á lækningamætti hugans og setur fram
ráðleggingar fyrir þá, sem þarfnast lækningar. Hann er fullviss um það, að Guðs-
krafturinn er til staðar i hverjum manni til að endurvekja hug og líkama.
UNDIR HAMRINUM. Grétar Krístjónsson.
Reynslusögur gjaldþrota einstaklinga.
hér er fjallað um reynslu nokkurra einstaklinga, sem lent hafa í greiðsluerfið-
leikum og gjaldþroti. Þetta eru áhrifaríkar frásagnir, þar sem þjáningin og reiðin
koma berlega i Ijós. Oft er tekið sterkt tii orða og ýmsir fá kaldar kveðjur.
DULRÆN REYNSLA. Guðný Þ. Magnúsdóttir.
Frásagnir af dulskynjunum sjö islenskra kvenna.
Áhugi á dulrænum fræðum hefur alltaf verið mikill. hér segja sjö íslenskar konur
frá reynslu sinni í þessum efnum, greina frá því sem fyrir þær hefur borið í lífinu
á þessu sviði og svara um leið ýmsum áleitnum spurningum.
OG ENN MÆLTI HANN. Finnbogi Guðmundsson.
20 ræöur og greinar.
hér fjallar finnbogi um hin margvislegustu efni, allt frá nýársdagshugleiðingu í
hafnarfjarðarkirkju til handknattleiks á fimmta tugnum og frásagnar af ferð til
Albaníu. Þá er erindi um Þingvelli og Þjóðarbókhlöðu og sitthvað fleira.
SKIPTIR ÞAÐ MÁLI? Árni Grétar Finnsson.
Þetta er önnur IjóðabókÁma Grétars. 1982 kom útLeikurað orðum, þar sem voru
bæði frumort Ijóð og þýdd. héreru eingöngu frumort Ijóð, sem eru margbreytileg
að efni og framsetningu og bera mörg með sér ákveðinn tón, sem sérkennir höf-
undinn. Eiríkur Smith myndskreytti.
SKUGGSJÁ - BÓKABVÐ OUVERS STEINS SF