Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1989, Page 27
FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1989.
43
Afmæli
Bjöm Matthíasson
Björn Matthíasson hagfræðingur,
Ingólfsstræti 21, ReyKjavík, er
fimmtugurídag.
Bjöm er fæddur í Leipzig í Þýska-
landi og bj ó þar öll stríðsárin í for-
eldrahúsum þar til snemma árs
1945, þegar Rússar höfðu gert innrás
í Þýskaland og auðséð var hvert
stefndi, en þá flutti fjölskyldan fyrst
til Kaupmannahafnar og kom svo
heim með Esjunni þá um sumarið.
Sú ferð er fræg orðin fyrir það að
með þvi skipi komu fyrstu íslend-
ihgarnir heim eftir stríð.
I Reykjavík bjó Bjöm til 12 ára
aldurs en faðir hans var þá garð-
prófastur á Gamla Garði. Gekk
Björn í Melaskóla og lauk bama-
skólaprófi 1952. Sama ár fluttist fjöl-
skyldan í Kópavog og hafa foreldrar
Björns ávallt búið þar síðan. Björn
gekk í Flensborgarskóla í eitt ár,
veturinn 1952-53, en síðan lá leiðin
í Verslunarskólann þar sem hann
var í sex ár, tók verslunarpróf 1957
og stúdentspróf 1959. Eftir það lá
leiðin til Bandaríkjanna til hag-
fræðináms en til þess hlaut hann
svokallaðan Thomas E. Brittingham
styrk. Gekk hann í Swarthmore
College í Pennsylvaníufylki og lauk
B.A. prófi í hagfræði árið 1961. Eftir
það lá leiðin heim til íslands þar sem
hann settist í viðskiptafræðideild
Háskóla íslands og lauk þaðan prófi
í viðskiptafræði eftir þrjú misseri í
janúar 1963. Eftir að hafa unnið í
Efnahagsstofnun í átta mánuði
sigldi hann haustið 1963 aftur til
náms, í þetta sinn til Yale háskóla
í New Haven, Connecticut, þar sem
hann nam enn hagfræði og lauk
þaðan meistaraprófi vorið 1964. Að
námi loknu 1964 var hann ráðinn
hagfræðingur við Alþjóðagjaldeyr-
issjóðinn í Washington D.C. þar sem
hann starfaði í nær fimm ár, til
vorsins 1969. Þá fluttist hann heim
og hóf störf við Seðlabanka f slands
sem hagfræðingur. Þar starfaði
hann til ársloka 1976 en fékk þá leyfi
frá störfum til að ráðast til Fríversl-
unarsamtaka Evrópu, EFTA, í Genf
og starfaði hann þar í á fimmta ár,
til haustsins 1981. Réðst hann þá
aftur til Seðlabankans og starfaði
þar til vorsins 1988 en fluttist þá
yfir til Fjárlaga- og hagsýslustofn-
unar þar sem hann starfar nú.
Samhliða almenmun störfum hef-
ur Björn verið stundakennari við
Háskóla íslands um árabfi. Á árun-
um 1972-76 var hann aðjúnkt við
viðskiptadeild Háskólans þar sem
hann kenndi íslenska hagsýslu ann-
ars vegar og milliríkjaviðskipti hins
vegar. Þá var hann einnig stunda-
kennari við verkfræðideild Háskól-
ans þar sem hann kenndi almenna
hagfræði. Á árunum 1985-’88 var
hann aftur stundakennari við verk-
fræðideild og kenndi þá þjóðhag-
fræði.
Björn er höfundur bókarinnar
Efnahagslífið og við sem er kennslu-
bók í almennri þjóðhagfræði og hag-
sýslu íslands. Auk þess hefur Björn
ritað fjölda greina í blöð og tímarit
innanlands og erlendis um almenn
efnahagsmál.
Björn sat í stjórn Íslensk-ameríska
félagsins 1971-75 og var formaður
þess á árunum 1973-75. Hann var
einnig í stjóm Neytendasamta-
kanna á árunum 1971-’75.
Eiginkona Björns er Ema Bryndís
Halldórsdóttir, löggiitur endurskoð-
andi og framkvæmdastjóri endur-
skoðunarfyrirtækisins Stoðar-
endurskoðunar og reikningsskila
hf., f. 3.8.1951. Hún er dóttir hjón-
anna Halldórs Ásmundssonar
múrarameistara og Sigrúnar Guð-
mundsdóttur. Erna Bryndís og
Bjöm gengu í hjónaband 19.6.1983
og eiga tvær dætur, þær Gabríelu
Bryndísi, f. 14.5.1986, ogHelgu
Bryndísi, f. 19.6.1989.
Fyrri eiginkona Björns var Ólöf
Benediktsdóttir, f. 11.12.1943. Þau
gengu í hjónaband 25.8.1963. Ólöf
lést þann 14.3.1981. Þau eignuðust
fjögur böm. Elstur er Sigurður
Freyr, f. 23.9.1965 í Washington
D.C., hljóðupptökumaður við ís-
lenska myndverið hf. Sambýhskona
hans er Berghnd Björgúlfsdóttir,
nemandi við Kennaraháskóla ís-
lands. Þá koma Matthías, f. 31.5.
1967 í Washington D.C., nemandi í
hagfræði vð Háskóla íslands; Lilja
Björk, f. 6.3.1975 í Reykjavík; og
Sturla Þór, f. 11.8.1977 í Genf.
Faðir Bjöms er dr. Matthías Jón-
asson, fyrrv. prófessor í uppeldis-
fræði, f. 2.9.1902 að Reykjafirði við
Arnarfjörð, sonur hjónanna Jónas-
ar Ásmundssonar bónda og konu
hans, Jónu Ásgeirsdóttur, hval-
skutlara frá Holti í Önundarfirði,
Ásgeirssonar, bróður Þórdísar
Jónsdóttur, móður Jóns Sigurðs-
sonarforseta.
Móðir Björns er Gabriele Jónas-
Björn Matthiasson.
son (f. Graubner), f. 16.2.1912 í Berl-
ín, dóttir Adolfs Graubner, ofursta
í þýska hernum, og konu hans,
Margarethe Graubner (f. Cramer).
Foreldrar Björns voru gefin saman
í hjónaband í Leipzig árið 1937 þar
sem Matthías var við nám og
kennslu við háskólann í Leipzig. Þar
bjuggu þau fram í ársbyrjun 1945
semáðurgreinir.
Systkini Björns eru Sigrún, f. 21.2.
1938 í Leipzig, starfar við Þjóðhags-
stofnun og á hún eina dóttur;
Margrét, f. 21.12.1949 í Reykjavík,
kennari við Hagaskóla, eiginmaður
hennar er Guðmundur Bjarnason
og eiga þau tvær dætur; Dagbjört,
skrifstofumaður, gift Jóni Þorleifi
Jónssyni húsasmið og eiga þau eina
dótturogeinnson.
Hilmar Þórarinsson
Hilmar Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri Rafmagnsverktaka
Keflavíkur, Brekkubyggð 30,
Garðabæ, er sextugur í dag.
Hilmar fæddist í Vestmannaeyj-
um og ólst þar upp hjá fósturforeldr-
um til sextán ára aldurs. Hann flutti
þá th Njarðvíkur og ári síðar hóf
hann nám í rafvirkjun hjá Júlíusi
Steingrímssyni og síðan Geisla hf. í
Keflavík.
Hilmar stundaði nám við Iðnskóla
Keflavíkur 1946-47.
Hann lauk sveinsprófi í rafvirkjun
1951 og starfaði áfram hjá Geisla til
1957 en var verkstjóri hjá Raf-
magnsvertökum Keflavíkur 1957-61
er hann varð þar framkvæmdastjóri
sem hann er enn. Auk þess var
Hilmar framkvæmdastjóri Glugga-
verksmiðjunnarRammahf. 1969-72.
Hilmar sat í hreppsnefnd og síðar
bæjarstjórn Njarðvíkur 1966-82, var
forseti bæjarstjórnar 1978-80 og for-
maður bæjarráðs 1978-82. Hilmar
hefur setið í fjölda nefnda á vegum
Njarðvíkurbæjar, sat m.a. í raf-
veitunefnd í tuttugu ár og í skipu-
lagsnefnd Keflavíkur, Njarðvíkur
og Keflavíkurflugvallar í átta ár. Þá
sat hann í ríkisskipaðri nefnd er
fjallaði um samninga um olíustöð-
inaíHelguvík.
Hilmar var formaður Rafverk-
takafélags Suðurnesja 1968-71, for-
maður Alþýöuflokksfélags Njarð-
víkur 1968-75 og félagsformaður
skátafélagsins Áfram (nú Víkverja)
1946-51.
Hilmar kvæntist 26.12.1954 Val-
gerði Guðrúnu Valdimarsdóttur, f.
á Hellnum á Snæfellsnesi 29.8.1932,
húsmóður. Foreldrar Valgerðar:
Valdimar Kristófersson, b. að Helln-
um, sem nú er látinn, og eftirlifandi
kona hans, Guðmunda Kristín Júl-
íusdóttir húsfreyja, sem nú er bú-
sett í Seljahlíð í Reykjavík.
Hilmar og Valgerður voru búsett
í Njarðvík til 1982 er þau fluttu í
Garðabæ þar sem þau búa enn.
Hilmar og Valgerður eigafjögur
börn. Þau eru: Árni Þór, f. 2.6.1954,
sálfræðingur og félagsmálafulltr úi á
Keflavíkurflugvelli, búsettur í
Reykjavík og á hann fimm böm en
kona hans er Ingunn Sigurgeirs-
dóttir viðskiptafræðingur; Kristín,
f. 7.7.1955, viðskiptafræðingur og
íjármálastjóri Garðabæjar og á hún
tvo syni en sambýlismaöur hennar
er Einar Hjaltason stýrimaður;
Hildur, f. 19.9.1958, heimilishag-
fræðingur í Bandaríkjunum, gift
Todt Thaler, arkitekt og grafiklista-
manni, og eiga þau þrjá syni, og
Hjördís, f. 17.1.1963, hárgreiðslu-
meistari og á hún tvö börn en sam-
býlismaður hennar er Valur Ketils-
son, skrifstofumaður hjá Keflavík-
urverktökum.
Hilmar á íjögur hálfsystkini sem
ölleruálífi.
Foreldrar Hilmars: Þórarinn Ber-
Hilmar Þórarinsson.
nótusson, vélstjóri í Vestmannaeyj-
um, f. í Vestmannaeyjum 1909, d.
1942, og Guðrún Rafnsdóttir hús-
móðir, f. í Grundarfirði 1910.
Þórarinn var sonur Bernótusar
Sigurössonar, skipstjóra í Vest-
mannaeyjum, ogkonu hans, Jó-
hönnu Þórðardóttur.
Bróðir Guðrúnar var Jón Rafns-
son, verklýðsleiðtogi og starfsmað-
ur Sósíahstaflokksins. Systir Guð-
rúnar var Helga, kona ísleifs Högna-
sonar alþingismanns. Foreidrar
Guðrúnar voru Rafn Júlíus Símon-
arson sjómaður og formaöur í Nesi
í Norðfirði, síðar í Vestmannaeyj-
um, og kona hans, Guðrún Gísla-
dóttir.
Hilmar verður erlendis á afmæhs-
daginn.
afmælið 8. desember
RíignheiðurSigfúsdóttir,
Austurbyggö 17, Akureyri.
Hermann Jónasson.
Flögusíðu 4, Akureyri.
50ára
Friða Pálmars Þorvaldsdóttir,
Vöröubrún, Hlíðarhreppi.
Gylfí Sigurjónsson,
fllugagötu 13A, Vestmannaeyjum.
Sólveig Sigurðardóttir,
Þingskálum.Hehu.
Örn Gísli Haraldsson,
39663 LeslieStreet 354, Fremont
CA.94538.USA.
Sigurþór Sigurðsson
Grettisgötu 46, Reykjavík.
Svanhvít Bjarnadóttir,
Aðalstræti 123, Patreksflrði.
40 ára
Bjarni Andrésson,
Staðarhrauni 11, Grindavík.
Sigurjón Eysteinsson,
Strýtuseli 10, Reykjavík,
Særún Bjarnadóttir,
Hraunstíg 1, Hafnarfirði.
FELAGr
___ELDfH
^BORGARA
FRÁ FÉLAGIELDRIBORGARA
Einar G. Baldvinsson
Einar G. Baldvinsson hstmálari,
Kaplaskjólsvegi 9, Reykjavík, er sjö-
tugurídag.
Einar er fæddur í Reykjavík. Hann
hóf fyrst nám í kvöldskóla þeirra
Jóhanns Briem og Finns Jónssonar
1938-AO en síðan lá leiðin í Handíða-
og myndhstarskólann áriö 1942 og
nám stundað þar th stríðsloka. Árið
1946 hélt hann th Kaupmannahafn-
ar og fékk inngöngu í Listaháskól-
ann þar sem hann nam næstu fjögur
árin. Einar lauk prófi frá Iðnskól-
anum 1944 og úr teiknikennaradeild
Handíðaskólans 1951. Jafnframt því
aö vinna að hst sinni fékkst Einar
um skeið við teiknikennslu og enn
lengur við almenna verkamanna-
vinnu. Hann hefur haldið nokkrar
einkasýningar og tekið þátt í fjöl-
mörgum samsýningum, m.a. í Sví-
þjóð, Danmörku og Austur-Þýska-
landi. Yfirhtssýning á verkum hans
var haldin að Kjarvalsstöðum árið
1980. Einar hefur aha.tíö haldið
tryggð við ákveðin viðfangsefni og
þá helst frá sjávarsíðunni.
Foreldrar Einars voru Baldvin
Einarsson, f. 1875, d. 1961, söðla- og
aktygjasmiður á Laugaveginum í
Reykjavík, og kona hans, Kristine
Karohne Heggen, f. 1883, d. 1947,
húsmóðir.
Einar G. Baldvinsson.
Félag eldri borgara heldúr basar og happdrætti laug-
ardaginn 9. desember í Goðheimum, Sigtúni 3, kl.
14. Heimabakaðar kökur og margir góðir munir.
* DV
HAFNIR
Nýr umboðsmaður í Höfnum 1. des. '89: Eygló Einarsdóttir Djúpavogi 20 sími 92-16947 frá og með