Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1989, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1989, Blaðsíða 32
•cHf»?yrírfr»3 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1989. Snyrtimennið Hermann Vilhjálmsson. Fáir muna Hemma krónu i þessum búningi. Þetta er sá Hermann Vilhjálmsson - Hemmi króna - sem setti svip á mið- bæ Reykjavikur um árabil. Snyrtimenni snýr við blaðinu - kafli úr bók Vilhjálms á Brekku um Hemma krónu VERKAMANNABÚSTAÐIR í REYKJAVÍK SUÐURLANDSBRAUT 30, REYKJAVÍK SÍMI 681240 UMSÓKNIR Stjórn verkamannabústaða í Reykjavík óskar eftir umsóknum um kaup á 90 tveggja tii fjögurra herbergja íbúðum sem eru í byggingu í Grafar- vogi í Reykjavík. Ennfremur er óskað eftir umsóknum um u.þ.b. 50 eldri íbúðir sem koma til endursölu fyrri hluta árs 1991. Um ráðstöfun, verð og greiðsluskilmála þessara íbúða gilda lög nr. 81/1988. Umsóknareyðublöð verða afhend á skrifstofu Vb, Suðurlandsbraut 30, frá mánudeginum 18. des. 1989 og verða þar einnig veittar allar al- mennar upplýsingar. Skrifstofan er opin mánudaga-föstudaga kl. 9-12 og 13-16. Umsóknum skal skila eigi síðar en 15. jan. 1990. STJÓRN VERKAMANNABÚSTAÐA í REYKJAVÍK Vilhjálmur Hjálmarsson, fyrrum þingmaður og ráðherra frá Brekku í Mjóafirði, hefur skrifað ævisögu Hermanns Vilhjálmssonar, frænda síns og sveitunga. Hermann var landskunnur sérvitringur og gekk undir nafninu Hemmi króna vegna þeirrar íþróttar sinnar að togast á við menn um krónupeninga. Heima í Mjóafirði gekk hann undir nafninu Immi. Bókin nefnist Frændi Konráðs, föð- urbróðir minn en Æskan gefur út. Vilhjálmur þekkti Hemma vel og tók að sér að skrifa ævisöu hans en það hafi verið draumur karlsins um ára- tugi. Hemm vildi að ekkert yrði dreg- ið undan eins og sést á kaflanum sem fer hér á eftir þar sem Vilhjálmur segir frá aðbúnaðinum hjá Hemma eftir að hann settist að í eigin íbúð í Reykjavik. A heimaslóðum hafði Hemmi verið annálaö snyrtimenni en það gjör- breyttist fljótlega eftir komuna til Reykjavíkur eins og Vilhjálmur lýs- ir: Hreinlátur sérvitringur „Margt er einkennilega mikið breytt. En sumt ekki... “ Þessi orð er að finna í bréfi sem Hermann reit kunningja sínum eystra árið eftir að hann settist um kyrrt á Hverfisgötu, kominn í eigið húsnæði. Og átti þá við æskustöðvar sínar. Nákvæmlega þetta vildum við, sem þekktum Hermann ungan, sagt hafa um hann sjálfan. Hann hafði verið ailra manna hreinlátastur og ætíð snyrtilega til fara, jafnt hversdags sem spari. Nú var þessu algerlega snúiö við. Þó hann reyndi að búa sig upp á viö hátíðleg tækifæri varð það æ örðugra er fram liðu stundir. Hermann hafði líka gert sér far um að hafa huggulegt í kringum sig - á sinn hátt - þó okkur hinum þætti sem húsgögn hans og allur umbúnaður væri ærið sérviskulegur. Einnig þessu var nú lokið. - Það mátti með sanni segja aö þetta var „einkenn- ilega mikið breytt." En svo var armað sem ekki breytt- ist að mun. Ýmis skapgerðarein- kenni héldust, viðkvæmni, stríð- lyndi, kjarkleysi, kímni. - Og áhugi á gömlum munum og skrautlegum munum! Óstjórnleg söfnunarárátta Hermann hafði ekki lengi dvalist á Hverfisgötunni þegar öskubakkar í hundraðatali og ýmsir gler- og skrautmunir fylltu nokkra tugi með- alstórra pappakassa. ARt var þetta í umbúðum þeirra verslana sem selt höfðu: Kron, Hamborg, Liverpool o.s.frv. Jafnframt viðaði hann að sér, smátt og smátt, borðum á háum fót- um og gömlum sófum af ólíkum gerð- um og í þeim mæli að ekki rúmaðist í vistarverum hans á Hverfisgötu. Sendi hann nokkuð af þessu góssi til geymslu austur á Mjóafjörð með strandferðaskipum. En ég vissi um öngvan mann sem taldi þesar mubl- ur Hermanns eftirsóknarverðar til híbýlaprýði né hentugar til daglegs brúks. Glervörurnar sendi hann ekki austur. Hvorugt þetta var nýtilkomið og mun Hermann hafa verið búinn að eignast talsvert góss af þessu tagi þegar hann flutti í eigin íbúð 1952. Og jók nú við. - Gólfrýmið freistaði Bjarts í Sumarhúsum forðum og hann fjölgaði fénu! Þetta var svipað með Hermann, að breyttu breytanda eins og sumir segja núna. Þessi „aðföng" sem þegar eru nefnd, þrengdu allmjög að eigandan- um, íbúð hans var ekki stór, og ollu honum og fleirum talsverðum óþæg- indum og fyrirhöfn. Allt hefði þetta þó verið tiltölulega saklaust gaman og að mestu einka- mál Hermanns ef hann heföi haldið sig við þetta þrennt, húsgögn, ösku- bakka og skrautmuni. En því fór víðs fjarri - og fer nú að verða vandfarið meö lýsingarorðin. Á ótrúlega skömmum tíma fylltist litla, vinalega íbúðin í kjallaranum á Hverfisgötu 60 A svo þaö varð ekki nálinni niður stungið. Og innan tiu ára var svo komið að skranhaugam- ir náðu upp fyrir miðja veggi, hús- gögn voru komin á kaf og myndir á veggjum að hverfa á bak við þessa óhugnanlegu innanhússfjallgarða. Eftir miðju gólfi var mjó rás sem húsbóndinn fikraði sig eftir frá úti- dyrum á austurgafli að hvílurúmi sínu við vesturvegg. Svipað var ástandið í eldhúsinu en þvottahúsið var skárra því það var sameign. Mik- ið var komið í geymsluskonsur þær sem fylgdu kjallaranum. Gat á endanum ekki opnað húsið Þetta olli verulegri röskun á högum Hermanns og gerði honum erfitt um vik heima fyrir. Hitt hefur honum þó ef til vill fundist lakara að kunn- ingjamir hættu að koma til hans, eða öllu heldur, hann hætti smátt og smátt að opna fyrir gestum. Erfið- leikar í þessa veru byrjuðu snemma eins og ráða má í af eftirfarandi orð- sendingu: „Hverfisgötu 60 A 1/6 1953 Kæra Gunna mín. Ég skrifa þetta vegna þess að ég var heima í gær en gat ekki opnað, ég segi ekki af hverju út af því að því yrði ekki trúað. Ég hef ekkert tekið til, en ég beinlínis líð fyrir það ef ein- hver kemur. Hins vegar vil ég að þið komið ef þið emð á ferðinni niöur í bæ hvort sem er og vanalegt er það nú ekki að ég opni ekki ef einhver kemur. Ég bið ykkur innilega afsök- unar og óska eftir að þú færir þetta í tal við Jónu. Vertu blessuð og sæl. Þinn einl. Immi.“ Millifyrirsagnir eru blaðsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.