Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1989, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1989, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1989. íslendingar eiga mjög erfitt uppdrátt- ar gegn ríkisvaldinu. Dómstólar eiga að vera hlutlausir Það kemur oft fyrir að menn vilja fara í réttindamál þrátt fyrir að þeim sé gerð grein fyrir-að á brattann verði að sækja. Ef menn eru tilbúnir til að fara í málarekstur eigi að síður þá hef ég stundum verið tilbúinn að taka mál að mér.“ - Þú segir að dómstólar séu haliir undir ríkisvaldið. Ef rétt er er dóms- kerfið þá ekki stórlega gallaö? „Það hefði ég haldið. Eg tel auðvit- að, og vona að allir ærlegir íslending- ar telji, að dómstólar eigi að vera al- gjörlega hlutlausir og beita hlutlaus- um lagareglum. Þeir mega ekki láta múgæsingu, sérstaka ríkishagsmuni eða annað valda því að þeir dæmi ekki eftir hlutlausum lögfræðilegum mælikvarða. Þetta er að mínu áliti mjög þýðingarmikið atriði og ég tel að þetta sé ekki nægilega í heiðri haft hér á landi, því miður.“ - Nú hefur þú haldið margar langar ræður í dómsölum. Skipta ræðurnar miklu máh? Dómararnir hafa fengið öll gögn málsins og kynnt sér þau og eru þessar ræður þá ekki þýðingar- litlar þar sem engir kviðdómendur eru? „Ég held að málflutningurinn skipt- i miklu máli. Það er rétt að grundvöll- inn er búið að leggja í skjölum máls- ins - og þar birtist það sem málið snýst um. Ég held engu að síður að góður málflutningur geti oft ráðið úrshtum í málum. Ég reyni að leggja hart að mér í málflutningi þar sem ég hef þá trú að málflutningurinn skipti máh. Ég hef að vísu ekki flutt mál fyrir kviðdómi, nema einu sinni í sjónvarpsþætti, en það hlýtur að vera töluvert öðruvísi að flytja mál þannig en fyrir framan þjálfaða lög- fræðinga. Ræðuflutningur er náttúr- lega alltaf ræðuflutningur og það skiptir máh að flytja ræðu þannig aö þeir sem eiga að hlusta sofi ekki. Stjórnmálamenn sláryki Fyrir dómi eru kröfumar um efni ræðunnar mjög strangar. Ég get bor- ið saman að flytja ræðu fyrir dómi eða póhtíska ræðu. Þetta er eins og svart og hvítt. Stjómmálamenn reyna að slá ryki í augu þeirra sem á horfa og hlýða og reyna að drepa málum á dreif. Þetta gengur aldrei í málflutningi fyrir dómi. Eitt dæmi: í máh Magnúsar Thoroddsen kom fram að það vom óútskýrðar áfengis- úttektir á vegum ráðherra frá fjár- málaráðherratíð Jóns Baldvins. Enn hafa ekki fengist skýringar á þessum úttektum. Síðar varð Jón Baldvin uppvís að því að gefa kunningja sín- um áfengi til veisluhalda. Hann hélt blaðamannafund og lagði fram hsta yfir ahar opinberar móttökur sem haldnar vom eftir að hann tók við embætti utanríkisráðherra og sagði að hann hefði gert hreint fyrir sínum dyrum. Hann skoraði á aðra að leggja einnig fram slíka hsta. Það hafði eng- inn haldið því fram að utanríkisráðu- neytið héldi ekki opinberar móttök- ur. Hann svaraði engu um það sem máhð snerist um. Það em þessar óútskýrðu áfengisúttektir. Það mátti lesa í blöðum lesendabréf þar sem fólk sagði að Jón Baldvin hefði gert hreint fyrir sínum dymm. Þetta er dæmi um það hvemig stjórnmála- manni tekst aö slá ryki í augu al- mennings með behibrögðum. Svona málflutningur gengi ekki fyrir dóm- stólum." - Þú minnist á stjórnmál. Hefurðu haft afskipti af þeim? „Á mínum yngri árum tók ég þátt í starfi Heimdahar og Sambands ungra sjálfstæðismanna. Ég hef ekki síðan tekið, að neinu marki, beinan þátt í póhtísku starfi." Stjómmálin á lágu plani - Ert þú með þingmanninn í magan- um? „Ég hef ekki áhuga á að fara þá Jón Steinar með tvö af þremur yngstu börnunum, Hlyn, rúmlega ársgamlan, sem situr í fangi föður síns, og Konráð, fimm ára. Heimasætan, Hulda Björg, þriggja ára, var sofnuð þegar myndasmiðurinn kom í heimsókn. DV-myndir GVA braut. Það eru margir galvaskir menn sem ég treysti ágætlega til að sinna því starfi." - Ert þú sáttur við forystu þíns flokks? „Ég tel að ýmislegt hefði mátt betur ganga þar upp á síðkastið. Ég tek þó fram að ég met mikils formanninn, Þorstein Pálsson, sem reyndar er góður vinur minn.“ - Hvaða augum htur þú stjómmáhn hér á landi? „Því miður verð ég að segja að stjórnmáhn hér á landi eru á lágu plani. Til dæmis er alltof algengt að staðreyndum sé snúið við í stjórn- málunum. Iðulega er beitt belhbrögð- um í stjómmálaumræðum og ahtof algengt að hér sé verið að deila um staðreyndir í stað þess að ræða sam- an um þær. Menn búa sér til mismun- andi forsendur þannig að fólk veit ekki hvað snýr upp og niður. Ég held að víða erlendis líðist mönnum ekki svona vinnubrögð. Þar að auki hefur ýmislegt verið að gerast í stjórn- málum sem er að mínu áhti áhyggju- efni. Th dæmis standa óprúttnir stjómmálamenn fyrir aðför að mönnum án þess að þeir fái að njóta sjálfsagðs réttaröryggis. Stjómmála- menn færa sig upp á skaffið þar sem þeir komast upp með ýmsa hluti. Ég get nefnt eitt dæmi: aðgerðir íjár- málaráðuneytisins við innheimtu á söluskatti. Því fer fjarri að þar hafi verið gætt eðhlegra réttarhagsmuna borgaranna. Þar er gengið fram með lokunum á fyrirtækjum þannig að jafnvel skiptir ekki máh hvort þeir sem lokað er hjá skulda skattinn eða ekki. Svona stjómsýsla veldur mikl- um áhyggjum.“ Jón Steinar er önnum kafinn mað- ur. í gær varð hann mæta hjá hinum ýmsu dómstólum vegna þriggja mála. Hann er með fjölda mála í gangi. Hafskipsmálið mun taka mikinn tíma þegar yfirheyrslur hefjast í Sakadómi Reykjavíkur áttunda janúar. Hætt er við að dagskrá Jóns Steinars og ann- arra lögmanna riðhst mikið fyrstu vikur næsta árs vegna þessa um- fangsmikla máls. -sme
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.