Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1989, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1989, Blaðsíða 53
i t LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1989. pir :í rr,rr7^rrti yr t n r r" r *t t r Lucélia Santos hefur helgað Græningjum í Brasilíu megnið af starfskröftum sínum og sagt upp samstarfinu við sjónvarpsstöðina Globo. Frægðina segir hún nýtast vel í pólitik. Brasilíska leikkonan Lucélia Santos á kafi í pólitík: Yngismærin er varaformaður Græningja í Brasilíu Lucélia Santos, sem er flestum sjónvarpsáhorfenduni að góðu kunn sem ambáttin Isáura og yngismærin Sinha Moca, hefur ákveðið að hætta samstarfinu við sjónvarpsstöðina Globo þar sem hún hefur starfað síð- astliðin 12 ár og meðal annars leikið í 170 yngismeyjarþáttum. Lucélia er önnum kafin í stjómmálum og er orðin varaformaður brasiliskra Græningja. Græningjar voru stofnaðir fyrir fjórum árum og flokkurinn hefur sett spor sín í umræðuna um um- hverfismál og kjamorkuver í Brasil- íu. „Ég var frekar ung þegar herinn náði stjómartaumunum í Brasilíu. Ég ólst upp í iðnaðarhverfunum kringum Sao Paulo en faðir minn var verkamaður. Hann var ekki sérlega póltískur og ég hef því alltaf sjálf þurft áð taka afstöðu í pólitískum málefnum og fundist ég vera skyld- ug til að hafa áhriffe félagsleg mál- efhi.“ . Lucélia hefur mikla trú á framtíð Brasilíu. Hún segir að Brasiiía verði eitt af þeim löndum sem mestar von- ir verða bundnar við á næstu öld og þaðan muni streyma nýir menning arstraumar. En fyrst Lucéha er svona upptekin af þjóðfélagsumræð- unni, hvað finnst henni þá um þann raunveruleika sem fram kemur í framhaldsþáttunum um ambáttina? „Framhaldsmyndaflokkur í sjón- varpi er ekki nein heimildarmynd heldur hreinn skáldskapur. Þættirn- ir um ambáttina gefa innsýn í þróun þrælahalds í Brasilíu en auðvitað á ljóörænan og um leið eilítið bjagaðan hátt. Þættimir halda sig ekki við tímaröðina í sögunni en það skiptir kannski ekki öllu máh þar sem ástar- saga er íjorgrunni." 700 milljónir áhorfenda Hingað til hafa um og yfir 700 mihj- ónir séð þættina um ambáttina Isauru. Þættimir hafa meðal annars verið sýndir í Kína og Sovétríkjun- um. í Kína var Lucéha vahn vinsæl- asta leikkonar. Lucélia segist hafa leikið í 15 ár. Til að vera sátt við sjálfa sig verði hún aö taka á sig eitthvað af þeim vaxtarverk sem hrjáir brasilískt þjóðfélag. Hjálpi frægðin henni óneitanlega mikið í póhtísku starfi hennar. Eigi hún þannig auðveldara með að ná til bæði hárra og lágra í samfélaginu. Þó Lucélia sé upptekin af póhtík hefur hún ekki í hyggju að gefa leiklistina upp á bátinn. „Allt það sem ég hef afrekað hef ég gert sem leikkona. Ég fór 15 ára til Rio de daneiro og gaf.mig lífsins lystisemdum á vald,5 dag hef ég ekki svo mikinn áhuga á'því sem gerist á menningarsviðinu hér þar sem menning Brasilíu er útvötnuð vegna kúgunar herstjómarinnar. Það verð- ur að endurbyggja menningu Brasíl- íu.“ Þó Lucélia ætli ekki aö fórna leik- hstinni fyrir pólitíkina finnst henni æ minna um áhugaverð hlutverk í boði þar sem hún gerir mun meiri kröfur til þeirra í dag en áður. „Ég vil taka þátt í hlutum þar sem ég gef mig alla, gef aht sem ég hef að bjóða.“ En á Lucélia einhverja fyrirmynd í lífi sínu? „Mahatma Gandhi. Ég þarf varla að útskýra það nánar.“ -hlh Michelle Pfeiffer - leikkonan góðkunna - á í tölu- verðum hjónabandserfiðleikum eins og fleiri í hennar stétt. Um skeið bjó hún með Peter nokkr- um Horton og fór lengi vel á með þeim. Síðar slitnaði upp úr vin- skapnum. Það kann þó aö gleðja þá sem hafa áhuga á sambandi þeirra Pfeiffer og Horton að nýve- rið sáust þau saman í góðu yfir- læti á veitingahúsi í Hollywood. Þar vestra er því nú spáð aö skötuhjúin veröi komin í eina sæng áður en langt um hður og þeir áköfustu eru famir aö spá í brúðkaupsdag. ■ Chevy Chase átti von á að hans hinsta stund væri runnin upp þegar hann fann sáran sting fyrir brjóstinu nú fyr- ir skömmu. Chase var að horfa á tennisleik, spenna var töluverð i lofti og tvísýnt um úrsht. Þá gerð- ist það að okkar maður engdist sundur og saman af kvölum and- artaksstund. Þegar var kallað á lækna og hjúkrunarlið en það fólk sneri aht aftur til höfuö- stöðvanna án leikarans. Hann var skihnn eftir á vellinum og fékk þau ráð að æsa sig minna eftirleiðis. y~~ Kim Basinger getur valið á milli þess að borga 120 milljónir eða láta birta dagbók sína opinberlega. Kim Basinger í vondu máli: Eiginmaðurinn hótar að birta dagbókina Þokkagyðjan Kim Basinger er nú í vondum málum. Hún er að skilja við sinn heittelskaða eiginmann, sem væri eitt sér hið besta mál, en svo er þó ekki. Sá gamh vill 120 milljónir fyrir að yfirgefa konuna en hótar að birta valda kafla úr dagbók hennar ella. Basinger hefur að vísu úr nógu að spila þvi krafa karlsins hljóðar að- eins upp á brot þess sem hún hafði í tekjur fyrir að leika í kvikmyndinni um Batman. Henni þykir engu að síður sárt á að sjá á eftir peningun- um. Maðurinn, sem hér um ræðir, heit- ir Ron Britton og hefur verið hagvan- ur í Hollywood um árabil. Þau gengu í það heilaga árið 1980 og var þá mik- ið um dýrðir. Síðan hefur allt farið verri veg og er sambúð þeirra hjóna lokið fyrir nokkru. Eins og svo margir sem búa í Holly- wood án þess að hafa fasta atvinnu þá er Britton oft fjárþurfi. Hann hef- ur nú komið auga á auðvelda íjáröfl- unarleið. Hann er þess reyndar full- viss að Basinger muni borga því margt í dagbók hennar sé svo svæsið að það gæti jafnvel talist gjaldgengt á íslenskum jólabókamarkaði. Britton reiknar því með að fá drjúgan pening fyrir réttinn til að birta kaflana úr dagbók Basinger. Honum er því nokkurn veginn sama hvernig málið fer. í öllu falli auðgast hann á málalokunum. „Ég er viss um aö Basinger þætti verra að lesa í dagblaði sumt af því sem hún hefur skrifað fyrir sig eina,“ er haft eftir Britton. Hann segist ekki óttast málsókn af hendi fyrrum konu sinnar því hann hafi bókina í hönd- unum og geti selt hana fyrir mun meiri pening en sektir fyrir tiltækiö kostuðu hann. Don Johnson og nýja konan hans, hún Melanie Griffith, eru að drukkna í gjöfum eftir að dóttir þeirra var skirð. Sú stutta fékk nafnið Dakota og þótti ýmsum furðulegt. Meðal gjafanna var mikið safn af fom- um pelum. Það var engin önnur en Barbara Streisand sem gaf pelana en hún var áður sögð of- boð ástfangin af Don Johnson en fékk ekki. Gárungamir segja að hún hafi fyrir löngu verið búin aö draga pelana í búið en áttað sig á að hún og Don þyrftu aldrei að nota þá á sínumm heimili og því eins gott að senda þá þangað sem þörf væri fyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.