Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1989, Page 4
4
FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1989.
Fréttir
Svavar og árveitinganefnd deila um Þjóðleikhúsið:
Nef ndin vill loka í tvö
ár og ódýrari viðgerð
- stefndi í kostnað upp á 1,5 til 2 milljarða
Fjárveitinganefnd Alþingis hefur
lýst því yfir að hún taki ekki undir
fyrirætlanir um allsherjarviðgerð á
Þjóðleikhúsinu. Að sögn Sighvats
Björgvinssonar, formanns nefndar-
innar, þá leit út fyrir að framkvæmd-
in myndi kosta 1,5 til 2 milljarða
króna. Þetta sagði Sighvatur að
nefndin gæti ekki skrifað upp á.
Sighvatur sagði að viögerðar-
áformin hefðu breyst mikið síðan
þau voru kynnt fyrir fjárveitinga-
nefnd. Nú væri nánast ætlunin að
byggja nýtt hús inn í því gamla. Sagði
hann að þegar nefndin hefði komið
að máhnu í haust hefðu birst miklar
breytingar á þvi. Hefðu þá komið
fram fyrirætlanir um miklu víð-
tækari endurbætur en hafði verið
kynnt fyrir fjárveitinganefnd á sín-
um tíma.
Sagði Sighvatur að fjárveitinga-
nefnd hefði síðan fengið áætlanir um
viðgerðirnar 18. desember þar sem
komið hefði fram að kostnaður við
1. áfanga væri 540 milljónir. Sig-
hvatur sagði að ekki kæmi til greina
að tala um einhvem 1. áfanga í þessu
sambandi því það þýddi að fleiri
væru á leiðinni.
Fjárveitinganefnd vill að húsið
verði lokaö til haustsins 1991 og
framkvæmdum því lokið á tveim
árum. Tók Sighvatur fram að nefnd-
in gerði sér grein fyrir að mennta-
málaráðherra væri ekki á sömu
skoðun.
Sömuleiðis vék Sighvatur að end-
urbótum á Bessastöðum sem einnig
fara langt fram úr áætlun. Er ætlun-
in að 202 milljónir fari til þess á
næsta ári.
-SMJ
Fjárlagalok í dag:
Afgreidd með 3,6 milljarða halla
Fjárlög verða afgreidd frá Alþingi
í dag og er ljóst að frumvarpið hefur
ekki áður verið afgreitt með slíkum
halla.
Halhnn á frumvarpinu eins og það
kom frá fjárveitinganefnd var 3.638
milljónir króna. Við 2. umræðu
hækkaði frumvarpið um 1.182 millj-
ónir en við 3. umræðu um 794 millj-
ónir. Hækkun á gjöldum er því um
2,1% frá því frumvarpið var lagt
fram en þá var það með tæplega
þriggja milljarða halla.
Tekjuhliðin breytist einnig en bein-
ir skattar hækka um 1.180 milljónir,
óbeinir lækka um 698 milljónir og
aðrar tekjur eiga að hækka um 711
milljónir.
Þá er rétt að geta þess að nokkrum
hluta hækkunarinnar er komið fyrir
á lánsfjárlögum þannig að það kemur
ekki fram í auknum halla.
Lán til B-hluta eru hækkuð um 840
milljónir. Innlend útgáfa verðbréfa
hækkar um 625 milljónir og erlend
lántaka á að hækka um 1.000 milljón-
ir.
Nú er gerð tillaga um 300 milljóna
króna lækkun á launalið ríkissjóðs í
A-hluta. Aðhaldsaðgerðimar verða á
yfirvinnu og einnig á að draga úr
nýráðningum og endurráðningum. Á
með þessu að lækka heildarlaunaút-
gjöld ríkisins um 1%.
Þá er rétt að geta 230 milljóna
krónahækkuntilvegamála. -SMJ
lántökur hækkaðar um 2,5 milljarða
Iþingi fer í jólafrí í dag og kemur ekki aftur saman fyrr en í lok janúar 1990. Eftir stormasama daga var meiri ró
yfir störfum Alþingis í gær. Hér má sjá þingmennina Guðna Ágústsson, Johannes Geir Sigurgeirsson og Salome
Þorkelsdóttur ásamt ráðherrunum Ólafi Ragnari Grímssyni, Svavari Gestssyni og Steingrimi Hermannssyni.
DV-mynd KAE
Guörún Helgadóttir:
Ætlaði ekki að
valda sárindum
í upphafi fundar í sameinuðu
þingi í gær las Guörún Helgadóttir,
forseti sameinaðs þings, upp yfir-
lýsingu frá Sér þar sem hún fjallar
um deilur þær sem sprottið höfðu
upp á milli hennar og stjómarand-
stöðunnar.
Sagði Guðrún að hún hefði reynt
aö láta eitt yfir alla ganga í störfum
þingsins. Hún sagði að ummæli sín
hefðu valdið sjálfstæðismönnum
sárindum sem ekki hefði verið ætl-
unin.
Þrátt fyrir að forseti drægi ekki
orð sín tíJ baka eða bæði etfsökunar
á þeim, eins og farið hafði verið
fram á, tóku sjálfstæðismenn þessu
sem afsökunarbeiðni og þingstörf
héldu áfram undir sfjóm Guðrún-
ar.
Ef Guðrún hefði ekki lesið upp
þessa yfirlýsingu hefðu sjálfstæðis-
Guðrún Helgadóttir forseti sam-
einaðs þings.
menn hafið umræðu um þingsköp
og þingstörf riðlast. Þeir neituðu
því hins vegar að nokkum tímann
hefði komið til tals að mæta ekki á
þingfund.
-SMJ
Leigugjöld ríkisjarða:
Tífölduð á
Ein af þeim aðferðum sem fjár-
málaráðherra ætlar aö nota til að
stoppa i fjárlagagatið á næsta ári er
að hækka leigu á ríkisjörðum. í fjár-
lagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að
tífalda eftirgjald ríkisjarða, eða úr 10
næsta ári
milljónum upp í 100 milljónir króna,
á næsta ári. Hingað til hefur verið
innheimt lág leiga cif ríkisjörðum en
nú verður greinilega breyting á því.
-SMJ
17 fá heiðurslaun listamanna
í breytingartillögu við fjárlaga-
fmmvarpið er gert ráð fyrir að 17
listamenn fái heiðurslaun Alþingis.
Það er óbreyttur fjöldi frá því í fyrra
en hver unrsig fær 750.000 krónur. í
heild er variö 12.750.000 krónum í
heiðurslaun.
Eftirfarandi Jistamenn fá laun:
Árni Kristjánsson, Finnur Jónsson,
Guðmundur Daníelsson, Halldór
Laxness, Hannes Pétursson, Indriði
G. Þorsteinsson, Jakobína Sigurðar-
dóttir, Jóhann Briem, Jón Nordal,
Jón úr Vör, Jórann Viðar, Kristján
Davíðsson, María Markan, Matthías
Johannessen, Stefán íslandi, Valur
Gíslason ogÞorsteinn Ö. Stephensen.
-SMJ
Ríkisstjómin:
Fordæmir fjöldamorðin í Rúmeníu
Ríkisstjóm Islands hefur sent frá
sér yfirlýsingu þar sem fjöldamorðin
í Rúmeníu eru fordæmd. í tilkynn-
ingunni segir: „Mótmælaaðgerðir í
borginni Timisoara era andsvar al-
mennings í Rúmeníu við þeim ásetn-
ingi stjórnvalda að virða að vettugi
þær lýðræðislegu umbætur sem ratt
hafa sér til rúms í öðrum ríkjum
Austur-Evrópu.“
Þá segir að ísland gagnrýni endur-
tekin brot rúmenskra stjórnvalda á
mannréttindaákvæðum Helsinki-
sáttmálans. Um leið er skorað á
stjórn Ceausescus að láta af ofbeldis-
aðgerðum. -SMJ
Viðtal
Fíknin getur lagt
lif fólks í rúst
- ^
Nafn: Eysteinn Björnsson
Aidur: 47 ára
Staða: Kennari og rithöf-
undur
„Það hefúr alltaf blundaö í mér
að skrifa bók en það var ekki fyrr
en nú sem ég hafði kjark til að
láta drauminn rætast. Það urðu
miklar breytingar á lífi mínu fyr-
ir fimm árum og eftir það þurfti
ég að taka sjálfan mig til endur-
skoöunar og breyta ýmsu í fari
mínu,“ segir Eysteinn Bjömsson
kennari. Nú fyrir jólin kom út
fyrsta skáldsaga hans og ber hún
nafnið Bergnuminn.
„Það var mikil Iífsreynsla að
skrifa bókina. Ég hófst handa við
verkið í fyrrasumar og lauk því
nú í sumar. Annars var þessi bók
að mestu til í undirmeðvitund-
inni og þegar ég var byrjaður að
skrifa var eins og hún sprytti al-
sköpuð fram.
Bergnuminn ijallar um örlög
nútímafólks í Reykjavík og aðal-
persónan er maður sem hefur
leiðst út í fjárhættuspil. Hann
eyðir öllum tíma sínum í að spila
póker og þaö er spilaö upp á háar
upphæöir en maðurinn hefur
engin efni tíl að sinna þessari fíkn
sinni þó hann geri það. Bergnum-
inn fjallar því um fíkn sem verður
allsráðandi í lífi manns. Það eru
margir sem kannast við eitthvað
slíkt úr eigin lifi, sumir verða
alkóhólistar og aörir verða
vinnusjúklingar, og sumir verða
söfnunarsjúklingar og fleiri ár-
áttur mætti nefha.
Og fíknin getur auðveldlega
lagt líf fólks í rúst.“
Austfirðingur
Ég er ættaöur austan af fjörð-
um, nánar tiltekið frá Stöðvar-
firði. Ég lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri, þá
hélt ég til Reykjavíkur og fór að
lesa ensku og íslensku við Há-
skólann og lauk BA prófi í þess-
um greinum 1967. Ég ílentist svo
í Reykjavík því þar hitti ég kon-
una mína en hún heitir Anna
Njálsdóttir og saman eigum viö
þtjú börn, Hörpu 24 ára, Njál 19
ára og Þorbjörgu Rún 8 ára.
Síðan ég lauk háskólanámi i
ensku hef ég verið við kennslu
og nú kenni ég ensku og enskar
bókmenntir viö Fjölbrautaskól-
ann í Breiðholti. Ég lagði þó ekki
háskólanámið alveg á hilluna þvi
fyrir nokkram misserum lauk ég
cand. mag. prófi í enskum bók-
menntum og í lokaritgerðinni bar
ég saman verk Halldórs Kiljans
Laxness skoska rithöfundarins
Lewis Grassicgibbon.
Mér finnst mjög gaman að
kenna og bókmenntir eru það
skemmtilégasta sem ég kenni." Ég
hef sjálfur lesið mikið og haft
mikið yndi af bókmenntum. Af
öðru því sem ég tek mér fyrir
hendur í frístundum má nefna
líkamsrækt. Á veturna er ég í
badminton og fer á gönguskiði en
á sumrin spila ég tennis. Svo spila
ég bridds einu sinni í viku en viö
spilafélagamir spilum hins vegar
ekki upp á peninga. Ég hef spilað
síðan ég var unglingur, ég held
ég hafi ekki verið nema 17 ára
þegar ég byrjaði að spila bridds."
-J.Mar